Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 38
106 ÁRA Á FIMMTUDAG 38 ÆTTFRÆÐI UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON kjartan@dv.is 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Ívar Daníelsson FYRRV. LYFSALI Í REYKJAVÍK Ívar fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi í MR 1939, var í lyfja- verknámi í Lyfjabúðinni Iðunni 1939-42, lauk Exam.pharm. námi í Lyfjafræðingaskóla Íslands 1942, var í lyfjafræðinámi í Philadelp- hia College of Pharmacy and Sci- ence 1942-44, lauk doktorsprófi í lyfjaefnafræði í Purdue University í Lafayette í Indiana í Bandaríkjun- um 1947 og stundaði framhalds- nám í Bandaríkjunum á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um 7 mánaða skeið, 1956- 57. Ívar var aðalkennari í Lyfja- fræðingaskóla Íslands 1948-57, eftirlitsmaður lyfjabúða 1948-68, dósent í lyfjafræði lyfsala við HÍ frá 1957 og stofnandi og fyrsti lyf- sali Borgarapóteks í Reykjavík frá 1968-95. Ívar var ráðunautur Trygginga- stofnunar ríkisins um lyfsölumál 1948-50 og í lyfjanefnd Trygginga- stofnunarinnar 1951-68. Hann var varamaður fyrir Íslands hönd í norrænu lyfjaskrárnefndinni 1959-68 og í lyfjaskrárnefnd Ís- lands frá stofnun hennar 1963-68. Ívar var formaður efnaverk- fræðideildar Verkfræðingafélags Íslands 1968-69, sat í stjórn Ap- ótekarafélags Íslands 1968-69 og 1970-73, var formaður þess 1975- 76 og sat í stjórn Apótekarafélags Reykjavíkur 1969-74. Fjölskylda Ívar kvæntist 7.8. 1948 Þorbjörgu Bjarnar Tryggvadóttur, f. 25.9. 1922, d. 14.11. 2007, húsmóður. Foreldrar Þorbjargar voru Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra og k.h., Anna Klemenzdóttir hús- móðir. Ívar og Þorbjörg skildu. Börn þeirra: Tryggvi, f. 13.1. 1949, d. 24.6. 1979, lyfjafræð- ingur; Guðrún Ína, f. 31.3. 1950, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í Reykjavík, gift Kristni Valdimars- syni skólastjóra og eiga þau þrjár dætur; Anna Guðrún, f. 26.8. 1959, hagfræðingur og bankamaður. Ívar kvæntist 12.9. 1972 ann- arri konu sinni, Natalie Joy Kamm Wolf, f. 30.1.1924, húsmóður. For- eldrar Natalie: Rudolph Kamm, öl- gerðareigandi, og k.h., Josephine, f. Schaffer. Ívar og Natalie skildu. Ívar kvæntist 10.11. 1979 þriðju konu sinni, Kristínu Árnadóttur, f. 12.12. 1939, húsmóður. Foreldr- ar Kristínar: Árni Þórarinsson, b. á Ormarsstöðum í Fellum, og k.h., Sólveig Eiríka Sigfúsdóttir. Ívar og Kristín skildu. Kjörforeldrar Ívars: Daníel Halldórsson, f. 17.10. 1891, d. 3.7. 1940, kaupmaður í Reykja- vík, og k.h., Guðrún Ágústa Guð- laugsdóttir, f. 5.6. 1892, d. 12.1. 1948, húsmóðir. Foreldrar Ívars: Guðmundur Eiríksson, kaupmaður í Reykjavík, og k.h., Leopoldine Halldórsdóttir, systir Daníels, kjörföður Ívars. Ætt Guðmundur var bróðir Sigríðar, hjúkrunarkonu og formanns Fé- lags íslenskra hjúkrunarkvenna um árabil, móður Vigdísar Finn- bogadóttur. Guðmundur var son- ur Eiríks, trésmiðs í Reykjavík, bróður Einars, b. í Miðdal, föður Guðmundar frá Miðdal myndlist- armanns, föður Errós, Ara Trausta jarðfræðings og Egils arkitekts. Dóttir Einars var Sigríður, móð- ir Jónínu Margrétar Guðnadótt- ur sagnfræðings og Bergs Guðna- sonar lögfræðings, föður Guðna, fyrrv. knattspyrnumanns. Önnur dóttir Einars var Karólina, móðir Hlédísar Guðmundsdóttur læknis. Þriðja dóttir Einars var Inga, móð- ir Þuríðar Sigurðardóttur söng- konu. Systir Eiríks var Guðbjörg, móðir Gríms Norðdahls á Úlfars- felli, og Haraldar Norðdahls, föð- ur Skúla Norðdahls arkitekts. Ei- ríkur var sonur Guðmundar, b. í Miðdal, bróður Margrétar, lang- ömmu Ólafs Kr. Magnússonar ljósmyndara, og Gunnars, föður Magnúsar forstjóra. Guðmund- ur var sonur Einars, b. á Álfsstöð- um á Skeiðum, bróður Guðmund- ar ríka, b. í Miðdal og Haukadal, föður Jóns, ættföður Setbergsætt- ar. Einar var sonur Gísla, b. á Álfs- stöðum Helgasonar, bróður Ing- veldar, móður Ófeigs Vigfússonar ríka á Fjalli. Móðir Guðmundar í Miðdal var Margrét Hafliðadótt- ir. Móðir Eiríks Guðmundsson- ar, Vigdís, var systir Helgu, lang- ömmu Jóns Eiríkssonar, oddvita í Vorsabæ á Skeiðum. Vigdís var dóttir Eiríks, b. í Vorsabæ Hafliða- sonar, bróður Elínar, langömmu Gunnars Guðmannssonar, fyrrv. forstjóra Laugardalshallarinnar, Sigurgeirs Guðmannssonar, fyrrv. framkvæmdastjóra ÍBR, og Krist- bjargar, móður Sigurðar Sigur- jónssonar leikara. Elín var einn- ig langamma Gunnlaugs, föður Jóns Steinars hæstaréttardómara. Þá var Elín langamma Ísleifs Jóns- sonar verkfræðings og amma Óla- far, ömmu Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar. Elín var einnig móð- ir Hafliða, afa Sigurliða Kristjáns- sonar kaupmanns. Önnur syst- ir Eiríks í Vorsabæ var Ingveldur, amma Gísla Gunnarssonar, fyrrv. pr. í Glaumbæ, og langamma Vil- hjálms, föður Manfreðs Vilhjálms- sonar arkitekts. Bróðir Eiríks var Þorsteinn, langafi Þorgerðar Ing- ólfsdóttur söngstjóra. Móðir Guðmundar kaupmanns var Vilborg, systir Guðna á Keld- um, langafa Björns Vignis Sigurp- álssonar, fyrrv. blaðamanns. Vil- borg var dóttir Guðna, b. á Keldum í Mosfellssveit, bróður Þorvarð- ar, langafa Margrétar Sigurðar- dóttur, móður Bjargar Sveinsdótt- ur myndlistarmanns. Guðni var sonur Guðna, b. í Saurbæ í Ölfusi, bróður Sigríðar, langömmu Hall- dórs Laxness og Guðna Jónsson- ar prófessors, föður prófessoranna Bjarna og Jóns. Guðni var sonur Gísla, b. í Reykjakoti í Ölfusi, bróð- ur Guðmundar, afa Ólafs, afa Þór- halls Vilmundarsonar prófessors og langafa Ólafs Ólafssonar, fyrrv. landlæknis og listfræðinganna Gunnars Kvarans og Ólafs Kvar- ans. Annar bróðir Gísla var Jón, langafi Konráðs, langafa Júlíusar Hafstein sendiherra. Systir Gísla var Ingveldur, langamma Valgerð- ar, ömmu Guðmundar H. Garð- arssonar, fyrrv. alþm., og Vals Vals- sonar bankastjóra. Gísli var sonur Guðna, ættföður Reykjakotsættar Jónssonar. Leopoldine var dóttir Hall- dórs, hæstaréttardómara í Rvík, Daníelssonar, prófasts á Hólm- um í Reyðarfirði Halldórsson- ar, prófasts á Melstað Ámunda- sonar, smiðs og málara í Syðra-Langholti Jónssonar. Móðir Halldórs Daníelssonar var Jakob- ína Magnúsdóttir Thorarensens, b. á Stóra-Eyrarlandi Stefáns- sonar, amtmanns á Möðruvöll- um Þórarinssonar, sýslumanns á Möðruvöllum Jónssonar, ættföður Thorarensensættar. Móðir Leopoldine var Anna Halldórsdóttir, yfirkennara Frið- rikssonar, yfirkennara í Reykja- vík Halldórssonar, bróður Ólínu, langömmu Snæbjarnar Jónasson- ar, fyrrv. vegamálastjóra. Halldór var sonur Friðriks, verslunarstjóra á Eyri í Skutulsfirði Eyjólfsson- ar, pr. á Eyri Kolbeinssonar, pr. og skálds í Miðdal Þorsteinssonar. Móðir Halldórs var Sigríður Ól- afsdóttir, b. á Stakkanesi, bróður Hjalta Thorbergs, ættföður Thor- bergsættar, afa Bergs Thorbergs landshöfðingja. Ólafur var sonur Þorbergs pr. á Eyri Einarssonar, föður Guðrúnar, móður Marret- he Hölter, ættmóður Knudsenætt- ar. Móðir Þorbergs var Guðrún Hjaltadóttir, prófasts og málara í Vatnsfirði Þorsteinssonar. 90 ÁRA Á SUNNUDAG Margrét fæddist á Núpsstað í Vest- ur-Skaftafellssýslu og ólst þar upp. Fjölskylda Margrét giftist 20.9. 1930 Samú- el Kristjánssyni, f. 8.10. 1899, d. 1965, sjómanni. Hann var sonur Kristjáns Péturssonar, sjómanns í Grunnavík og á Ísafirði, og Stefan- íu Stefánsdóttur húsfreyju. Börn Margrétar og Samúels: Hanna Þ. Samúelsdóttir, f. 22.3. 1932, d. 21.4. 2010, húsmóðir, var búsett í Borgarnesi, var gift Hauki Gíslasyni sem einnig er látinn en hún átti fjögur börn með fyrri manni sínum, Hreggviði Guðgeirs- syni; Jón Valur Samúelsson, f. 21.8. 1933, búsettur í Kópavogi, kvænt- ur Lovísu Gunnarsdóttur og eiga þau þrjá syni; Elsa Samúelsdóttir, f. 23.11. 1935, búsett í Garðabæ og á hún þrjú börn með fyrrv. manni sínum, Hreini Árnasyni; Auður Helga Samúelsdóttir, f. 20.12. 1941, d. 15.1. 1993, var búsett í Hafn- arfirði, var gift Sverri Lúthers og eignuðust þau sex börn; Margrét Samúelsdóttir, f. 11.3. 1944, búsett í Kópavogi, gift Sveini Sveinleifs- syni og eignuðust þau þrjá syni en tveir þeirra eru á lífi. Systkini Margrétar: Dagbjört Hannesdóttir, f. 29.10. 1905, nú lát- in, var búsett á Bíldudal; Eyjólfur Hannesson, f. 21.6. 1907, nú látinn, var búsettur á Núpsstað; Filippus Hannesson, f. 2.12. 1909, nú látinn, var búsettur á Núpsstað; Margrét Hannesdóttir, f. 23.12. 1910, nú lát- in, var búsett á Keldunúpi á Síðu og síðan á Kirkjubæjarklaustri; Jón Hannesson, f. 14.11. 1913, búsettur í Svíþjóð; Málfríður Hannesdóttir, f. 17.12. 1914, nú látin, var búsett í Reykjavík; Sigrún Hannesdóttir, f. 7.1. 1920, d. 1.6. 1982, var búsett á Húsavík; Jóna A. Hannesdóttir, f. 30.3. 1923, búsett í Reykjavík; Ág- ústa Þ. Hannesdóttir, f. 4.8. 1930, búsett í Hafnarfirði. Foreldrar Margrétar voru Hannes Jónsson, f. 13.1. 1880, d. 29.8. 1968, bóndi og landpóstur á Núpsstað í Vestur-Skaftafellssýslu, og k.h., Þóranna Þórarinsdóttir, f. 14.5. 1886, d. 8.9. 1972, húsfreyja. Ætt Hannes var sonur Jóns Jónsson- ar, b. á Núpsstað og Valgerður Einarsdóttir. Hálfsystir Hannesar, samfeðra, var Ásta, amma Davíðs Oddssonar Morgunblaðsritstjóra. Þóranna var dóttir Þórarins Ólafssonar, sem drukknaði í sjó- mennsku frá Eyrarbakka. Margrét Hannesdóttir HÚSMÓÐIR Í REYKJAVÍK 30 ÁRA Á FÖSTUDAG Jón fæddist á Hvammstanga en ólst upp á Böðvarshólum í Vest- ur-Hópi. Hann var í Vestur-Hóps- skóla og síðan í Laugabakkaskóla, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og VMA en stundar nú nám við Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra. Jón ólst upp við öll almenn sveitastörf á Böðvarshólum og hef- ur stundað ýmis sumarstörf á veg- um Hvammstangabæjar. Jón hefur sinnt ýmiss konar sjálfboðavinnu á vegum Seeds Ice- land. Fjölskylda Hálfsystkini Jóns, sammæðra, eru Þorbjörg Helga Konráðsdóttir, f. 9.2. 1983, húsmóðir á Akureyri; Ing- veldur Ása Konráðsdóttir, f. 22.3. 1985, háskólanemi, búsett að Böðv- arshólum; Daníel Óli Konráðsson, f. 26.3. 1990, framhaldsskólanemi, búsettur á Böðvarshólum. Foreldrar Jóns eru Jón Heiðar Magnússon, f. 4.10. 1956, verka- maður á Selfossi, og Jónína Ragna Sigurbjörnsdóttir, f. 2.12. 1959, bóndi og húsfreyja að Böðvarshól- um. Stjúpfaðir Jóns er Konráð Pét- ur Jónsson, f. 8.10. 1958, bóndi að Böðvarshólum. Jón Frímann Jónsson RITHÖFUNDUR Á HVAMMSTANGA 30 ÁRA Á FÖSTUDAG Arnar fæddist í Hannover í Þýska- landi en ólst upp í Reykjavik. Hann var í Foldaskóla, lauk stúdents- prófi frá MS 2000, stundaði nám við Flugskóla Íslands, lauk þaðan einkaflugmannsprófi og síðan at- vinnuflugmannsprófi áríð 2001. Þá stundar hann nú nám í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. Arnar starfaði í Álverinu í Straumsvík með námi, var flugum- sjónarmaður hjá Bláflugi 2004 en hóf störf sem flugmaður hjá Ice- landairj 2005 og hefur starfað þar síðan. Fjölskylda Kona Arnars er Ingibjörg Sigurðar- dóttir, f. 3.6. 1981, lyfjafræðingur. Dætur Arnars og Ingibjargar eru Anna Sigríður Arnarsdóttir, f. 25.11. 2003; Helena Björk Arnars- dóttir, f. 25.11. 2003; Rakel Vilma Arnarsdóttir, f. 6.7. 2008. Systir Arnars er Vala Ragna Ing- ólfsdóttir, f. 27.11. 1977, arkitekt. Foreldrar Arnars eru Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson, f. 8.1. 1950, fjármálaráðgjafi í Reykjavík, og Bardel Schmid, f. 29.11. 1951, fé- lagsráðgjafi í Reykjavík. Arnar Benjamín Ingólfsson FLUGMAÐUR Í REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.