Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 35
föstudagur 16. júlí 2010 viðtal 35 einhvers staðar að slaka á. Ef þú ert aleinn þá þekkir þig enginn nema þú sjálfur,“ segir Ómar og brosir. „Yfirleitt þegar fólk sér mig er ég á fullu að gera eitthvað mjög krefjandi. Það heldur því að ég sé alltaf þannig en það er bara rangt. Það er einfaldlega ekki hægt.“ Ómar hefur sínar leiðir til þess að slaka á og jafnvel þó að hann sé að dytta að hinu og þessu finnur hann mikla afslöppun þegar hann er einn með sjálfum sér. Hann hefur til dæmis verið að vinna að því að gera flugvöll uppi á hálendi síð- astliðin sjö ár og nánast alfarið einn síns liðs. „Vinnan að honum hefur mestmegnis verið þannig að ég er aleinn á svæðinu. Þá er ég í burtu frá öllu öðru og ekkert sem truflar mig. Jafnvel þótt ég hafi verið að vinna er það hin mesta af- slöppun og alveg ótrúleg hvíld. Valta völlinn eða merkja og hafa allt í lagi. Þetta er auðvitað al- gjör afslöppun,“ en þessi flugvöllur hans sem er staðsettur á Brúaröræfum fékk starfsleyfi fyrir skemmstu. Flugvöllur þessi sem Ómar vinnur að er merkilegur fyrir margar sakir. Ekki bara þær að hann hafi nánast einn síns liðs komið honum í stand og fengið á hann starfsleyfi heldur vegna þess að hann er á stærð við Reykjavíkurflug- völl og er nauðlendingarflugvöllur fyrir allan ís- lenska flotann. „Þetta er náttúrugerður flugvöll- ur en það þurfti að gera ýmislegt og leita álits margra aðila til þess að hann fengi starfsleyfi.“ Allt leyfilegt í nAfni kreppu Ómar hefur alla tíð verið mikill náttúruverndars- inni og lagt málstaðnum mikið til. Undanfarin ár hefur hann farið nánast alfarið út í gerð heimild- armynda sem flestallar fjalla um íslenska náttúru og þær afleiðingar sem virkjanir eða önnur stór- iðja muni hafa á hana. Til dæmis barðist Ómar manna mest gegn Kárahnjúkavirkjun og nú fyr- ir skemmstu birti hann sláandi myndir af Háls- lóni þar sem sandfok er svo mikið að það minnir einna helst á sandstorm í Sahara-eyðimörkinni. Ómar segir að Íslendingar hafi gert mörg mis- tök í góðærinu en að hætta sé á að þau verði jafn- vel enn stærri eftir hrun. „Því miður óttast ég að hrunið muni skaða náttúru Íslands mun meira en gróðærið hefur gert. Það var ansi margt orðið leyfilegt í nafni gróðærisbólunnar en núna, núna er allt orðið leyfilegt í nafni kreppu.“ Ómar óttast þá skammtímahugsun sem hafi heltekið marga. Þar sem einungis er horft til stóriðju og stórfram- kvæmda. „Það er alltaf einhver neyð. En getum við endalaust gengið á rétt komandi kynslóða? Þessi hugsun um að það sé hægt að græða endalaust er enn þá við lýði hér á Íslandi. Og sú hugsun að fara alltaf fljótlegustu og ódýrustu leiðina að öllu. Það er aldrei horft lengra fram í tímann en í mesta lagi nokkur ár. „Take the money and run.“ Það er hugarfarið sem leiddi okkur í hrunið og það er ekki hugarfarið sem mun koma okkur út úr því.“ Aldrei Afturkræft Það sem Ómari svíður mest er að náttúruperl- um Íslands sem er fórnað undir virkjanir sé ekki gefinn sá möguleiki að sýna sig og sanna sem ferðamannasvæði. „Rökin til dæmis um það svæði sem nú er á botni Hálslóns voru þau að þar hefði nánast aldrei neinn komið. Er svæð- ið eitthvað minna glæsilegt fyrir vikið? Átti ekki bara eftir að virkja möguleika þess sem ferða- mannasvæði? Ísland er mjög ungt land og ekki síst þegar kemur að ferðaþjónustu. Af hverju var ekki hægt að gefa þessu svæði 20 ár og sjá hvort það næði sér á strik sem ferðmannaperla? Ef ekki þá væri hægt að virkja. Því eftir að það er búið að virkja þarna og fylla dalinn af drullu er aldrei hægt að gera neitt þarna framar. Jafnvel þótt lónið yrði tæmt strax í dag.“ Þá segir Ómar enga röksemd í því hvernig ríkisvaldið metur verðmæti landsvæða gagnvart ferðaþjónustu annars vegar og virkjunum hins vegar. „Það er metið hversu miklum gróða land- svæðið á eftir að skila eftir að búið er að virkja en svo er metið hversu miklum gróða svæðið skilar í núverandi mynd fyrir ferðamennsku. En ekki hversu miklu það gæti skilað eftir að búið er að gera það aðgengilegt og auglýsa það sem ferða- mannasvæði. Þetta er bara röng nálgun og ójafn leikur.“ SkuldSettur Líkt og fyrr sagði er Ómar með einar níu heim- ildarmyndir í vinnslu. Hann ákvað að gerast sjálfstæður heimildamyndagerðarmaður árið 2001. „Vegna þess hvernig virkjanahugmynd- irnar hafa dúkkað upp á nýjum og nýjum stöð- um hef ég þurft að fara af stað og byrja að sanka að mér efni úti um allt. Þetta er svo mikil og dýr kvikmyndagerð og erfitt að fjármagna hana. Ég hef aldrei fengið krónu úr Kvikmyndasjóði og þrátt fyrir nokkra aðra styrki ná endarnir ekki saman.“ Ómar er þó ekki bara með myndir um virkj- anir í smíðum heldur einnig um flugvöllinn sem hann hefur unnið að og um olíuhreinsi- stöðina sem reisa átti á Vestfjörðum. „Allt í einu átti að fara að eyðileggja eitt fallegasta svæði Vestfjarða með olíuhreinsistöð. Þannig að ég fór af stað í það verkefni og fór til Noregs að safna efni í kringum stöð sem er þar. Á Vesturlöndum hefur engin slík stöð verið reist í aldarfjórðung af því að enginn vill hafa svona skrímsli nálægt sér. Þetta hefur þróast upp í það að vera hlaup- andi á eftir virkjanaáformunum út um allt. Ég er með átta myndir af þessu tagi í takinu og allar eru þær stopp því að ég er kominn í skuld. Sem er til komin að hluta til út af hruninu. Því fyrir- tæki fór á hausinn sem ætlaði að styrkja mig við myndina um Örkina og Hálslón og þar með fuku sjö milljónir út um gluggann. Ég gat hins vegar ekki hætt að taka upp því landið var að sökkva. Ég varð að halda áfram að taka myndir sem ann- ars hefði aldrei verið hægt að taka.“ Ómar segir þó mikilvægasta verkefnið núna vera að klára myndina um Gjástykki og Leir- hnjúk. „Fólk verður að sjá hvað er verið að gera þar og á að fara að gera. Það sorglega er samt að þegar ég nefni þessi nöfn spyrja allir: „Hvað er það?“ Gjástykki er staður sem er alveg á pari við Öskju og jafnvel merkilegri. En núna erum við líka með kynslóð sem segir „Askja? Hvað er það?“ 70 fermetrA íbúð og minnSti bíll lAndSinS Ómar og eiginkona hans hafa fórnað miklu fyrir kvikmyndagerðina og hingað til hefur uppsker- an verið rýr. „Við hjónin settum allar eigur okk- ar árið 2001 og næstu ár þar á eftir í kvikmynda- gerðina. Nema flugvélina sem er mér sama virði og penninn rithöfundi og ég get ekki verið án eins og gosið í Eyjafjallajökli er gott dæmi um. Við búum í 70 fermetra leiguíbúð og ég ek um á minnsta og ódýrasta bíl landsins.“ Ómar segir algjört frost ríkja gagnvart myndinni Á meðan land byggist. „Ráðandi öfl í þjóðfélaginu og óttinn í þjóðfélaginu við þessi öfl skópu þetta frost. Enginn þorði að styrkja þessa mynd og að lokum varð listinn yfir kost- unaraðila við frumsýningu sá stysti sem um getur – aðeins tveir aðilar með samtals 600 þúsund króna styrk vegna myndar sem að öllu eðlilegu kostaði vart undir 15 milljónum króna. Kvikmyndasjóður var lokaður og hefur verið gagnvart mér.“ Ómar segir þó huggun í því að hafa fengið tvær tilnefningar til Edduverðlauna og hlotið önnur þeirra. „En það lifir enginn af Edduverð- launum eða gerir neitt fyrir þau. Í framhaldinu gerði ég svo myndina í enskri útgáfu undir heit- inu In memoriam? og nokkrir styrkir gerðu mér þetta kleift þótt endar næðu ekki saman. Ég von- aðist eftir gengi á erlendum markaði en þrátt fyr- ir verðlaun á kvikmyndahátíð á Ítalíu kom í ljós að það þarf peninga og vinnu til að koma þessu áfram og vonirnar brugðust.“ Síðan hefur hver af myndunum níu rekið aðra. „Myndin Örkin hefur verið langerfiðust þótt ítrasta sparnaðar hafi verið gætt, sofið í bíl- druslum og alger frumbýlingsháttur viðhafður til að halda verkinu áfram. Styrkur frá nokkrum aðilum og aðstoð ómetanlegra vina gerði mér kleift að klára það mikilvægasta en þegar sjö milljónir duttu aftan af vegna hrunsins og gjald- þrots styrktaraðila sitja eftir skuldir upp á meira en fimm milljónir og allt er stopp. Styrkur úr Pokasjóði, sem kemur nú til hjálp- ar til myndar um Leirhnjúk og Gjástykki, liðkar fyrir svo að hjólin geti farið að snúast með því að ég klári þá mynd. Ég stefni að því að frumsýna hana næsta vet- ur þótt á brattann sé að sækja og sæki styrk í ljóð Hannesar Hafstein: Ég elska þig, stormur... og orða það svona: Láttu ekki mótlætið buga þig heldur brýna birtuna má aldrei vanta í sálu þína. Ef hart ertu leikinn svo þú átt í vök að verjast vertu ekki dapur, njóttu þess heldur að berjast. lífSförunAuturinn á betrA Skilið Verst af öllu þykir Ómari að leggja þessar fjár- hagslegu byrðar á eiginkonu sína sem hef- ur reynst honum svo vel í gegnum árin. „Verst finnst mér að hún þurfi að bera þessar byrðar með mér. Að hún þurfi að leggja svona mikið á sig með mér. Mér finnst svo erfitt að sætta mig við það að kona sem er búin að ala upp sjö börn og skila svona góðu ævistarfi þurfi að ganga með mér í gegnum svona mikla erfiðleika sem ég hef þurft að ganga í gegnum undanfarin ár.“ Hinir vitleySingArnir Þrátt fyrir allt sem gengur á í kvikmyndagerðinni ætlar hann þó að tileinka þetta ár skemmtikraft- inum Ómari Ragnarssyni í tilefni af afmælinu. „Hinir vitleysingarnir, eins og ég kalla þá, frétta- maðurinn, dagskrárgerðarmaðurinn, umhverf- ismaðurinn, pólitíkusinn, kvikmyndagerðar- maðurinn, tónlistarmaðurinn og fleiri, verða að víkja aðeins til hliðar á þessu ári og ég ætla að sinna skemmtikraftinum og ævistarfinu á því sviði betur. Þeir eru reyndar alltaf allir í gangi en ég vil kvitta almennilega fyrir þessi 50 ár og þakka fyrir mig. Það er svo mikið til eftir mig sem enginn veit um. Hjá Stefi eru á skrá 300 textar og lög eftir mig og um flesta þeirra veit almenningur ekki að ég hafi komið þar við sögu. Ég myndi giska á að það væru eitthvað í kringum tvö þúsund fyrir utan þessa 300, sem ekki eru á skrá.“ Ómar segir að það skýrist með haustinu hvernig nákvæmlega verði unnið úr þessu. „Það kemur svo margt til greina, skemmtanir, plötur, myndbönd og bækur. gifting eftir Stutt SAmbAnd Ómar og Helga kona hans trúlofuðust mánuði eftir að þau kynntust og gengu í hjónaband skömmu seinna. mynd Hörður SveinSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.