Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 20
Fyrstu kynni kanadíska fjárfestisins Ross Beaty af Íslandi var búsáhalda- byltingin í lok janúar í fyrra. Segja má að hann hafi fylgst með mót- mælunum úr stúkusæti, þar sem hann dvaldi á Hótel Borg við Aust- urvöll. Á þessum tíma stóð þjóðin á krossgötum. Hún var ósátt með þáverandi stjórnvöld sem hún taldi hafa brugðist í aðdraganda banka- hrunsins. Margir vildu að hún viki til hliðar og að efnt yrði til kosninga. Nokkru síðar tók minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna við stjórnartaumunum. Beaty var á fremsta bekk í þess- ari atburðarás. Þarna fékk hann ólg- una sem þá var í þjóðfélaginu beint í æð. Fyrir neðan svalirnar á hótel- herberginu kveikti fólk bál og grýtti grjóti. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda þar sem beita þurfti táragasi. Þessar nætur fékkst ekki mikill svefnfriður. Fólk sem kynnst hefur Beaty í gegnum fjárfestingastarfsemi hans hérlendis segir það koma sér á óvart að hann hafi ákveðið að koma aftur eftir þessa reynslu. Beaty kom hing- að til lands til að kynna sér tækifæri í jarðhitatengdri orkuframleiðslu og kynntist á þeim tíma nokkrum inn- lendum aðilum í þeim geira. Beaty hefur komið eins og storm- sveipur inn í íslenskan orkuiðnað. Það tók hann aðeins um ár að sölsa undir sig eitt af stærstu orkufyrir- tækjum landsins, HS Orku. Í byrjun þessarar viku kynntu fulltrúar orku- fyrirtækisins Magma Energy Corp- oration, þar sem Beaty er stjórn- arformaður, hlutafjárútboð fyrir 4,8 milljarða króna á kanadískum verðbréfamarkaði. Fénu er ætlað að greiða upp kaup Magma á 52 pró- senta hlut í HS Orku, sem fyrirtækið keypti af Geysi Green Energy. Beaty hefur sjálfur sagst ætla að lána fyr- irtækinu 1,2 milljarða króna til að kaupa hlutinn. Lánið er aðeins veitt fyrirtækinu til tólf mánaða. Ekki fást upplýsingar um hvaðan Beaty hefur féð eða hvernig hann lánar fyrirtæk- inu þessa fjárhæð. Gert er ráð fyrir annars konar fjármögnun til lengri tíma vegna kaupanna. Sölumaður í anda DV hefur heimildir fyrir því að út- spil Beaty við að kaupa HS Orku hafi komið íslenskum ráðamönnum í opna skjöldu. Þegar Beaty fundaði með Steingrími J. Sigfússyni fjár- málaráðherra síðasta sumar viðr- aði Beaty áhuga sinn á vistvænni orkuframleiðslu og vilja sinn til að styðja við hana. Þetta var á sama tíma og Beaty var að hlutast til um kaup Magma á tíu prósenta hlut í HS Orku af Geysi Green Energy. Á fund- inum var Beaty tilkynnt að íslensk stjórnvöld myndu ekki líta það hýru auga myndu erlendir aðilar eignast meirihluta í innlendu orkufyrirtæki. Þar hafi Beaty ekki heldur gefið í skyn að hann hefði slíkt í huga. Beaty er líst sem snjöllum við- skiptamanni sem eigi auðvelt með að selja sinn málstað og að sann- færa annað fólk um gildi einhvers. Á fundinum lagði Beaty sem dæmi áherslu á allt það jákvæða í fyrirætl- unum hans á meðan annað var látið liggja milli hluta. Í stað þess að ræða um viðskiptalegar forsendur kaup- anna, lagði Beaty áherslur á gæða- mál og áhuga hans á vistvænum orkugjöfum. Á fundinum voru lögð fram takmörkuð gögn og reifaðar lauslega hugmyndir hans um að- komu að íslenskum orkuiðnaði frek- ar en útreiknaðar aðgerðir. Hann hafi síðar ákveðið að taka slaginn við íslensk stjórnvöld vitandi að kaupin væru í óþökk þeirra. Atburðarásin er þekkt, þar sem ákveðið var að stofna skúffufyrirtæki Magma Energy í Sví- þjóð svo það gæti fjárfest í HS Orku á grundvelli samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið. „Það var auðsýnilega mikill hugur í honum og hann hafði stórar hugmyndir um möguleika og getu sína til að drífa hlutina áfram. Hann virtist fremur drifinn af þeim heldur en gróðahug- myndum en því er oft þannig far- ið þegar er verið að selja þær,“ seg- ir heimildarmaður blaðsins innan stjórnkerfisins. Vill starfa á hlutabréfamarkaði Beaty er aðaleigandi Magma Energy í gegnum félagið Sitka Foundation. Samkvæmt upplýsingum frá Mag- ma Energy er Sitka Foundation um- hverfissjóður í einkaeigu. Beaty er skráður fyrir 45 prósentum hluta- fjárins. Hlutafjárútboð vikunnar gæti breytt hlutföllum að einhverju marki. Beaty hefur oftar en ekki lagt áherslu á að fyrirtæki hans séu skráð á hlutabréfamarkað og að þannig sé aflað fjár til verkefna. Í Kanada hef- ur verið tiltölulega auðvelt að afla fjár til áhættufjárfestinga vegna þess að þar er mikil reynsla á leitar- og nýtingarverkefnum náttúruauð- linda. Þannig ákvað hann snemma að Magma yrði skráð á hlutabréfa- markað. Beaty stofnaði Magma Energy árið 2008. Fyrirtækinu var ætlað að leggja áherslu á alþjóðleg verk- efni í jarðhitamálum og þróun þeirra. Magma á eina jarðhitavirkj- un í Nevada-fylki í Bandaríkjunum. Þess utan er HS Orka eina orkufyr- irtækið í eigu Magma sem er virkt í orkuframleiðslu. Þar að auki vinnur Magma að jarðhitaverkefnum í Arg- entínu, Chile og Perú og stendur til að ráðast í virkjanastarfsemi í þeim heimshluta. Kaflaskipti í lífi Beaty Hugmynd Beaty að Magma Energy bar að þegar kaflaskipti urðu í hans lífi. Beaty var einn af stofnendum eins stærsta fyrirtækis heims á sviði silfurleitar og uppgraftrar, Pan Am- erican Silver Corporation. Beaty nam jarðfræði með áherslu á málm- leit auk þess sem hann lauk laga- námi árið 1979. Á níunda áratugn- um var hann meðal lykilstjórnenda í gulleitarfyrirtæki sem hafði starf- semi á Nýja-Sjálandi. Þar kynnt- ist hann kostum jarðhitans í fyrsta sinn. Á gullmarkaðinum var mik- il samkeppni og þar störfuðu mörg stór fyrirtæki. Beaty vildi frekar vera stór fiskur í lítilli tjörn heldur en smávaxinn fiskur í sjó. Því stofnaði hann skömmu síðar fyrirtækið Pan American Silver á markaði þar sem var mun minni samkeppni. Beaty lagði að mestu áherslu á að hlúa að umsvifum sínum í við- skiptum með silfur en auk þess fjár- festi hann í nokkrum koparleitar- fyrirtækjum á tíunda áratugnum. Hann lét gullið hins vegar eiga sig. Árið 2007 hafði Beaty svo selt stór- an hluta af sínum fjárfestingum í kopariðnaðinum og dró samhliða því úr umsvifum sínum hjá Pan Am- erican Silver til muna. Samkvæmt grein í kanadíska fjármálablaðinu Financial Post frá því í júní í fyrra, hagnaðist Beaty um 1,2 milljarð Kanadadala þegar hann seldi hlut sinn í fjórum koparfyrirtækjum, eða jafnvirði um hundrað milljarða króna. Hann leit þá svo á að hann hefði komið ár sinni vel fyrir borð. Hann hafði náð markmiði sínu og gert Pan American að stöndugu fyr- irtæki. Því langaði hann að róa á ný mið. Eftir að Beaty minnkaði umsvif sín í leit, uppgreftri og viðskiptum með málma lagði hann upp í mót- orhjólaferð ásamt góðum vini sín- um allt frá Peking í Kína til Berlín- ar, höfuðborgar Þýskalands. Ferðin hafði verið draumur Beaty lengi og tók nokkra mánuði. Ferðin þykir lýsandi fyrir persónu Beaty þar sem hann vildi láta hugann reika með þessum hætti. Þar íhugaði hann hvaða skref hann ætti að stíga næst. Beaty er sagður hafa feng- ið áhuga á orkuvinnslu jarðhita vegna endurnýjanleika auðlindar- innar. Fyrirtækin sé hægt að starf- rækja í hundruð ára sem sé frá- brugðið námufyrirtækjunum þar sem sé gengið á auðlindirnar. Hann skammar gjarnan menn sem aka um á eyðslufrekum bílum og þykir vera umhverfissinni þrátt fyrir for- tíð hans hjá námufyrirtækinu. Beaty hefur styrkt ýmis verkefni og rann- sóknir á sjálfbærri nýtingu auðlinda. 20 nærmynd 16. júlí 2010 föstudagur GullGrafarinn sem keypti upp orkuna ross Beaty kynntist Íslandi fyrst í búsáhaldabyltingunni í lok janúar í fyrra. Hann hafði þá komið til landsins til að kynna sér jarðhitatækifæri vegna nýstofnaðs fyrirtækis síns, Magma Energy. Beaty er sagður hafa grætt jafnvirði um hundrað millj- arða króna þegar hann seldi hlut sinn í fjórum koparfyrirtækj- um skömmu fyrir stofnun Magma árið 2008. RóBeRt hlynuR BalduRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Það var auð-sýnilega mikill hugur í honum og hann hafði stórar hugmyndir um möguleika og getu sína til að drífa hlutina áfram. nUniversityofBritishColumbia,Kanada,opnaðiímaívísindaseturínafniRoss Beaty.SetriðhefurveriðnefntBeatyBiodiversityCentre,eðaMiðstöðBeatyfyrir líffræðileganfjölbreytileika.Þarstendurtilaðbjóðatuttuguogfimmvísinda- mönnumaðseturfyrirlíffræðirannsóknirþeirra.Byggingineryfirellefuþúsund fermetrar.ÞarstendurmeðalannarstilaðverameðstærstusýninguKanadaá steypireyðum.Íloftibyggingarinnarhangirtilaðmyndatuttuguogfimmmetra löngbeinagrindafsteypireyði.HvalinnrakáströndPrinceEdward-eyjuárið1987. Miðstöðinmunbeinaáherslusinniaðrannsóknumáþvíhvernignýjardýrateg- undirverðatiloghvernigsébestaðverndaþærsemeruíútrýmingarhættu.Þar verðursérstaklegahorfttilþesshvaðaáhrifgróðurhúsaáhrifinhafaálíffræðilegan fjölbreytileika.BeatyogkonahansTrishagáfuumáttamilljónirKanadadalatil verkefnisinsárið2004. Hvalasýning opnuð í nafni Beaty framhald á næstu sÍÐu nNúverandiframleiðslugetaorkufyrirtækjaíeiguMagmaer196megavött, sembyggistnánasteinvörðunguáhlutþessíHSOrku.Fyrirtækiðstefniráað verameðorkuframleiðslusemnemur650megavöttumárið2015.Þarafergert ráðfyrirgríðarlegriframleiðsluaukninguhjáHSOrkuogerfyrirtækiðkjölfestaí langtímaáætlunMagma.Þarergertráðfyriraðmeirihlutiaforkuframleiðsluþess verðifólginníHSOrku,eðaum400megavött.Þessutaneráætlaðaðráðistverðií virkjanaframkvæmdiríBandaríkjunumogSuður-Ameríku. stórar áætlanir fyrir Hs orku FlóKin ViðSKiptaFlétta Áeinuárihafaviðskipti fyrirtugimilljarðakrónaáttsérstaðmeðbréfíHSOrku. ÍþremuratrennumhefurMagmaEnergygerstkleift aðkomastyfir98,5prósentahlutífyrirtækinu.Stærsta hlutannhefurMagmakeyptafGeysiGreenEnergy. mynd SigtRygguR aRi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.