Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 6
Farþegavörn Bjarna n Ein skemmtilegasta frétt vikunn- ar var saga Vísis af ferðum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, á Eskifirði. Vísir komst á snoð- ir um að Bjarni hefði óvart dælt bensíni á dísil- jeppa á N1-stöð þar á bæ og hafði samband við for- manninn til að spyrja hann um málið. Formað- urinn sagði þá að hann hefði ekki átt bílinn eða dælt bensíninu heldur vinur hans sem var með honum í ferðinni. „Þetta var ekki minn bíll, þetta var ekki ég. Ég var bara farþegi í þessum bíl,“ sagði Bjarni og undirstrikaði að ekkert tjón hefði hlotist af þessu því aðeins lítið bensín hefði farið inn á dísiltankinn og að auðvelt hefði verið að ná því út úr honum aftur. Bjarni Bara Farþegi í dílnum n Tilsvör Bjarna Benediktssonar í dísil-málinu þykja minna nokkuð á tilsvör hans í öðru máli, Vafnings- málinu, sem snýst um það hvern- ig Bjarni og viðskiptafélagar hans í Mile stone soguðu milljarða út úr Glitni til að bjarga hlutabréfum sínum í bankanum. Bjarni veðsetti hlutabréf í Vafningi svo hann og viðskiptafélagar gætu fengið lán frá Glitni til að borga Morgan Stan- ley vegna Glitnisbréfanna. Vörn Bjarna í málinu var sú að hann hefði einungis veðsett hlutabréfin með umboði föður síns og frænda og að hann hefði því aðeins verið eins og verkfæri eða farþegi í málinu og ekkert vitað um tilgang Vafningsvið- skiptanna. Með einni smávægilegri breytingu er því vel hægt að nota út- skýringu Bjarna í dísil-málinu til að útskýra hlut hans í Vafningsmálinu: „Þetta var ekki minn díll, þetta var ekki ég. Ég var bara farþegi í þessum díl,“ gæti Bjarni hafa sagt og þar með borið fyrir sig farþegavörn í annað sinn. Bjarni virðist því æði oft vera bara farþegi. Klúður slitastjórn- arinnar n Klúður slitastjórnar Glitnis í dóms- málinu gegn Jóni Ásgeiri Jóhannes- syni í New York er nokkuð pínlegt. Slitastjórninni virðist ekki hafa hugkvæmst að gera það sem frétta- stofu Stöðvar 2 datt í hug að gera: Að hafa samband við forsvarsmenn Iceland-keðjunnar til að spyrja þá hvort milljarðarnir 32 sem formaður slitastjórnarinnar, Steinunn Guð- bjartsdóttir, ræddi um í yfirlýsingu fyrir dómi hafi tilheyrt keðjunni eða Jóni Ásgeiri. Þess í stað var ýjað að því sterklega að Jón Ásgeir ætti pen- ingana. Jón Ásgeir hefur nú stefnt Steinunni vegna málsins. Með einu símtali hefði slitastjórnin getað komist hjá þessu klúðri og fengið þá staðfestingu sem Malcolm Walker, forstjóri Iceland-keðjunnar, hefur nú sent út til fjölmiðla hér á landi. Þrátt fyrir þessa yfirsjón slær hjarta almennings vitanlega enn með slita- stjórninni í baráttunni við skulda- kónginn Jón Ásgeir sKrítin staða hjá Frændunum n Sú staða er reyndar komin upp í Sjóvár-málinu að sá sem þykir lík- legastur til að kaupa Sjóvá er Heiðar Már Guðjónsson, tengdasonur Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra. Svo vill auðvitað til að Björn Bjarna- son og Bjarni Benediktsson eru ná- frændur en sá síðarnefndi tók þátt í að fella Sjóvá með aðkomu sinni að viðskiptum Milestone-bræðra. Pabbi Bjarna og föðurbróðir voru sömuleið- is eitt sinn ráðandi aðilar í Sjóvá. Nú er sú staða komin upp að maður sem er tengdur frænda þeirra gæti eignast félagið og hugsanlegt er að kaupverð- ið sem hann er reiðubúinn að greiða fyrir það hafi áhrif á hvernig almenn- ingur mun horfa á þátt Bjarna í við- skiptum Sjóvár. sandkorn 6 fréttir 16. júlí 2010 föstudagur Nýleg hópferð íslenskrar viðskipta- sendinefndar til Kína kostaði tæp- ar fjórtán milljónir íslenskra króna. Þar af gerir DV ráð fyrir að hlutur rík- issjóðs sé rétt tæpar fjórar milljón- ir fyrir þá sex opinberu fulltrúa sem fóru í vikuferð til Sjanghæ um miðj- an júní. Sendinefndin samanstóð af 21 fulltrúa og komu ferðalangarnir bæði úr opinbera og einkageiranum. Op- inberir fulltrúar í nefndinni komu frá Ferðamálastofu, iðnaðarráðuneyti, Reykjavíkurborg, utanríkisráðuneyti og Útflutningsráði. Þar að auki komu með fulltrúar ýmissa fyrirtækja eða félaga sem tengjast ferðaþjónustu sem greiddu sjálf ferðina. Þannig voru fulltrúar frá Bláa lóninu, Eldingu hvalaskoðun, Ice- landair, Allrahanda, Iceland Tra- vel, Fjallamönnum, Kynnisferðum, Reykjavíkurhótelum, Yu Fan-ferð- um og Samtökum ferðaþjónustunn- ar með í för. Þær upplýsingar feng- ust einnig hjá iðnaðarráðuneytinu að kostnaður vegna ferðalags iðnað- arráðherra og starfsmanns iðnaðar- ráðuneytis til Kína sé tæpar 1,3 millj- ónir króna. Það gera tæplega 650 þúsund á hvorn sé kostnaðinum skipt í tvennt milli ráðherrans og starfsmannsins. Miðað við upplýsingar ráðuneyt- isins ferðaðist hópurinn allur á al- mennu farrými og gisti á miðlungs- hóteli í Sjanghæ. Hið sama gilti um alla ferðalangana og sé kostnaður á mann margfaldaður með fjölda þeirra opinberu starfsmanna sem fóru til Kína er samanlagður kostn- aður ríkisins tæpar fjórar milljón- ir. Sé ferðakostnaður alls hópsins reiknaður með sama hætti kemur í ljós heildarkostnaður upp á tæpar fjórtán milljónir króna. trausti@dv.is Fjórar milljónir úr ríkissjóði til að senda sex fulltrúa til Kína: Milljóna fjöldaferð til Kína Mörg viðtöl Katrín iðnaðarráðherra fór í nokkur fjölmiðlaviðtöl í ferðinni en reynt var að spara við skipulagningu hennar. Þingmenn Evrópusambandsins eru ekki sáttir við makrílveiðar Íslendinga og hafa nú sent stækkunarstjóra Evrópusambandsins kvörtun vegna veiða Íslendinga. Jón Bjarna- son, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir veiðar Íslendinga ekki koma þing- mönnum sambandsins við og sé það réttur Íslands sem strandríkis að nýta stofninn. KVARTAÐ TIL REHN VEGNA MAKRÍLVEIÐA „Það er bara þeirra vandamál,“ seg- ir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um það að þingmenn Evrópusambandsins hefðu sent kvörtun til stækkunar- stjórasambandsins, Olli Rehn, vegna makrílveiða Íslendinga. Greint var frá því í fréttum Út- varps Sögu á fimmtudag en Jón sagð- ist ekki hafa heyrt af slíkri kvörtun frá þingmönnum Evrópusambandsins. „Það á heldur ekkert að koma þeim við í sjálfu sér,“ segir Jón um kvart- anir þingmanna sambandsins vegna makrílveiða Íslendinga. Jón segir að ekki hafi enn verið viðurkennd- ur réttur Íslendinga til að veiða úr þessum makrílstofni. Nú hinsveg- ar berst hann í auknum mæli í lög- sögu Íslendinga og sé búið að funda um veiði Íslendinga fyrr í vetur og er fyrirhugaður annar samningafund- ur í haust. „Það er bara ósamið um milli ríkjanna en þessi ríki hafa ekki viljað viðurkenna rétt okkar í þess- um efnum,“ segir Jón en þar á meðal eru Noregur og Færeyjar. „Hinsvegar er það alveg hárrétt að ef við værum í Evrópusambandinu þá værum við búin að afsala okkur rétti til að semja um deilistofna á okkar forsendum,“ segir Jón. Harkaleg gagnrýni DV greindi frá því fyrr í sumar að Íslendingar hefðu verið harðlega gagnrýndir vegna makrílveiða sinna er sjávarútvegsráðuneytið úthlutaði 130 þúsund tonna makrílkvóta. Evr- ópuþingmaðurinn Struan Stevenson gagnrýndi Íslendinga harkalega fyr- ir þessar veiðar án samráðs við Evr- ópusambandið. Stevenson sagði að Evrópusambandið ætti að beita sér gegn makrílveiðum Íslendinga en Maria Damanaki, framkvæmdastjóri fiskveiðimála hjá Evrópusamband- inu, sagðist ætla að ræða málið við Íslendinga. Jón segir að þessar makrílveiðar Íslendinga komi Evrópusambandinu ekkert við. „Við höfum okkar rétt sem strandríki til að krefjast okkar hlut- deildar og ágreining um það höfum við hingað til leyst með samninga- viðræðum, líkt og með kolmunna, síld og loðnu,“ segir Jón Bjarnason. Yfirgangur Íslendinga Struan Stevenson sagði þrjú atriði sýna fram á yfirgang Íslendinga er hann gagnrýndi makrílveiðar Íslend- inga. Fyrst hafi Íslendingar neitað að borga skuldir sínar, síðan hafi þeir látið eldfjall á Íslandi lama flug- umferð í Evrópu í tvær vikur og nú síðast ætli þeir sér að veiða úr makrílstofninum sem leitað hef- ur norðar í Atlantshafið í kjölfar hlýnunar sjávar. Strandveiðibátar á makríl Mikil makrílgengd hefur verið við vestanvert landið og hef- ur fiskurinn veiðst á stöng í höfnum undanfarna daga. Jón Bjarnason hefur ákveðið að láta breyta reglugerð um stjórn makrílveiða þannig að skip sem hafa leyfi til strandveiða verði heimilt að stunda slíkar makrílveiðar á handfæri og línu. Þegar hafa veiðst 45.000 tonn af makríl það sem af er vertíðinni og segir ráðuneyt- ið að ætla megi að yfir 80 prósent aflans hafi farið til manneldisvinnslu. Var haft eftir Jóni í fjöl- miðlum á fimmtudag að sérstök ástæða sé því til að skapa svigrúm fyrir nýjar veiðiaðferðir, sem líklegar séu til að skapa grundvöll fyrir fjölbreyttari vinnslu á verðmætum afurðum og auka atvinnu í sjávar- byggðum. Enn- frem- ur þyki eðlilegt, vegna þess hve stutt sé síðan farið var að veiða makríl hér í teljandi magni, að veita fleirum aðgang að veiðunum en þeim sem veitt hafa síðustu árin. BirGir olGeirSSon blaðamaður skrifar: birgir@dv.is Það á heldur ekk-ert að koma þeim við í sjálfu sér. miðvikudagur 23. júní 2010 fréttir 3 DV: Voru viðskipti Íbúðalánasjóðs við Straum-Burðarás með skuldatryggingar Kaupþings í samræmi við fjárfestingar-stefnu sjóðsins? Ásta Bragadóttir: Umrædd viðskipti ÍLS við Straum-Burðarás snérust um fjárfestingu í skuldabréfi útgefnu af Straumi-Burðarási með skuldaraáhættu á Kaupþing, þ.e. svokallað Credit Linked Note (CLN ) en ekki var um að ræða skuldatryggingar (CDS).  Viðskiptin voru í samræmi við fjár- og áhættustýringar-stefnu sjóðsins.  DV: Voru viðskiptin heppileg og í anda þeirra fjárfestinga sem stofnun í ríkiseigu á að standa í? Telur þú að viðskiptin hafi verið of áhættusöm þegar litið er til baka? Ásta Bragadóttir: Markmið áhættu-stýringar er að lágmarka áhættu sem ógnað gæti skammtíma- og langtímagjaldhæfi Íbúðalánasjóðs.  Það felur aftur í sér að sjóðurinn þarf að eiga skilgreint lausafé á hverjum tíma og þarf að ávaxta það lausafé. Fjár- og áhættustýringarstefna sjóðsins ákvarð-ar hvernig stjórna skuli mismunandi fjármögnunaráhættu en fjárhagsáhætta fylgir óhjákvæmilega hvers kyns fjármálastarfsemi. Þegar litið er til baka, til falls bankanna haustið 2008 og síðar til falls Straums-Burðaráss 2009, má segja að öll viðskipti á fjármálamarkaði við þessi fyrirtæki hafi verið áhættusöm.  Fram að þeim tíma var öllum talin trú um styrka stöðu umræddra fjármálafyr-irtækja og starfsmenn Íbúðalánasjóðs höfðu þar engar frekari upplýsingar en aðrir. Því er ekki hægt að halda því fram að tiltekin viðskipti á þeim grunni sem þá var þekktur hafi verið of áhættusöm og að Íbúðalánasjóður hafi farið í áhættusamari viðskipti en þá tíðkaðist almennt. Auk þess voru viðskiptin í samræmi við fjár- og áhættustýringar-stefnu sjóðsins. DV: Getur þú áætlað hversu miklu Íbúðalánasjóður mun tapa á þessum viðskiptum? Um var að ræða 10 milljarða króna viðskipti. Komið hefur fram að sjóðurinn hafi tapað að minnsta kosti 6 milljörðum út af þessum viðskiptum en að uppgjörssamningur við Straum hafi minnkað áætlað tap sjóðsins um rúma 3 milljarða. Slitastjórn Straums vill nú reyna að sækja þessa fjármuni til sjóðsins. Ásta Bragadóttir: Á árinu 2008 var færð niðurfærsla að fjárhæð 7,875 millj. króna til að mæta áætluðu tapi sjóðsins vegna falls þriggja stærstu viðskiptabanka Íslands.  Þar af voru 5,795 millj. króna vegna samninga við Straum-Burðarás með CLN á Kaupþing.  Íbúðalánasjóður hefur hafnað riftunar-kröfu slitastjórnar Straums-Burðaráss og mun því ekki áætlað meira tap af þessum samningum en nú þegar hefur verið fært í bækur sjóðsins.  DV: Hver tók ákvörðun um það innan Íbúðalánasjóðs að fara út í þessi viðskipti? Ásta Bragadóttir: Sviðsstjóri fjármála-sviðs og framkvæmdastjóri Íbúðalána-sjóðs, eins og reglur gera ráð fyrir.  DV: Tengjast starfslok Guðmundar Bjarnasonar hjá Íbúðalánasjóði þessum viðskiptum eitthvað? Hættir hann mögulega vegna þeirra að hluta til? Ásta Bragadóttir: Nei, starfslok Guðmundar tengjast með engum hætti við þessi viðskipti. Ákvörðun um starfslok er alfarið hans og er tekin með árs fyrirvara í samræmi við gildandi ráðningarsamning.  DV: Guðmundur hefur sagt að sjóður inn muni ekki rifta þeim samningi sem gerður var við Straum þar sem viðskiptin voru gerð upp þrátt fyrir að slitastjórn Straums krefjist þess. Því má reikna með að ágreiningurinn um samninginn fari fyrir dóm. Hvaða afleiðingar mun það hafa fyrir stöðu Íbúðalánasjóðs ef honum verður gert að grei a Straumi þá 3 milljarða, eða hluta þeirra, sem um er deilt? Ég spyr vegna þess að í síðasta ársreikningi sjóðsins er tekið fram að eiginfjárhlut-fall sjóðsins sé komið niður í 3 prósent sem er 2 prósentum lægra en kveðið er á um í reglugerð um starfsemi Íbúða-lánasjóðs. Því má ætla að það muni koma sér afar illa fyrir sjóðinn að þurfa að greiða Straumi umræddar upphæðir og að eiginfjárstaða sjóðsins verði enn verri fyrir vikið. Ásta Bragadóttir: Ef Íbúðalánasjóði verður gert samkvæmt dómi að sæta því að umræddum samningi, sem gerður var á viðskiptalegum grunni, verði rift er ljóst að sjóðurinn mun þá gjaldfæra í rekstur sinn þá fjárhæð sem dómstóll ákveður. Ef ekki kemur til hagnaður á móti þeirri gjaldfærslu mun það lækka eiginfjárhlutfall sjóðsins enn frekar. Í 7.gr. reglugerðar nr. 544/2004 um fjárhag og áhættu-stýringu Íbúðalánasjóðs kemur fram að langtímamarkmið sjóðsins sé að halda eiginfjárhlutfalli yfir 5% miðað við reglur FME um eigið fé og eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja. Í sömu grein er fjallað um viðbrögð stjórnar ef eiginfjárhlutfall stefnir niður fyrir 4% en ekkert ákvæði er um að eiginfjárhlutfallið megi ekki fara niður fyrir tiltekið lágmark.  Nú er að störfum nefnd á vegum félags- og trygginga-málaráðherra, sem ætlað er að marka leiðir varðandi eiginfjárhlutfall sjóðsins, en sú nefnd hefur ekki lokið störfum. TAPAÐI MILLJÖRÐUMÁ SPÁKAUPMENNSKU SvÖR íbúÐALÁNASJóÐS ef niðurstaða í líklegu dómsmáli milli slitastjórnar Straums og Íbúðalána-sjóðs falli fjárfestingarbankanum í hag muni sjóðurinn vitanlega tapa frekari fjármunum á viðskiptunum og að eiginfjárhlutfall sjóðsins muni lækka sem því nemur. Ljóst er hins vegar að sögunni af þessu fjárfestingarævintýri Íbúða-lánasjóðs er ekki lokið og afleiðing-ar þess fyrir ríkisstofnunina hafa enn ekki allar komið fram þó að fyrir liggi margra milljarða króna tap sem skil-ur eftir sig stórt gat í eiginfjárstöðu sjóðsins. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-grænna og sjávarútvegsráðherra, segir að viðræður um makrílveiðar Íslendinga séu í ferli á milli þeirra og Evrópusambandsins og fund-að verði um veiðarnar hér á landi með haustinu. Maria Damanaki, framkvæmdastjóri fiskveiðimála hjá Evrópusambandinu, sagðist á fundi á Evrópuþinginu í Brussel þann 9. júní síðastliðinn ætla að ræða um makrílveiðar Íslendinga þegar hún kæmi hingað til lands. Orð Damanaki voru svar henn-ar við harðri gagnrýni Evrópuþing-manns Breta, Struans Stevenson, á Íslendinga fyrir að ætla að veiða 130 þúsund tonn af makríl án sam-ráðs við Evrópusambandið. Inn-takið í gagnrýni Stevensons var að Evrópusambandið ætti að koma í veg fyrir makrílveiðar Íslendinga. Íslendingar gagnrýndirStevenson sagði að makrílveið-arnar væru einungis eitt af þrem-ur atriðum sem sýndu fram á yfir-gang Íslendinga. Fyrst neituðu þeir að borga skuldir sínar eftir banka-hrunið árið 2008, síðan létu þeir eldfjall í landinu teppa flugumferð í Evrópu í tvær vikur og þar að auki ætluðu þeir sér að veiða makríl-inn sem leitað hefði norðar í Atl-antshafið með hlýnun sjávar. Þessi gagnrýni Stevensons vakti nokkra kátínu í fundarherberginu í höf-uðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel þar sem rætt var um fisk-veiðistefnu sambandsins og hlógu margir viðstaddra að þessum orð-um þingmannsins breska.Ljóst er því að umræðunni um makrílveiðar Íslendinga er alls ekki lokið en íslensk yfirvöld hafa ákveðið að veiða um 130 þúsund tonn af makríl á þessu ári og fellur sú ákvörðun ekki mjög vel í kram-ið hjá ýmsum innan Evrópusam-bandsins líkt og orð Stevensons og viðbrögð Damanaki sýna. Spurn-ingin er aftur á móti sú hvort og þá hvaða áhrif makrílveiðar Íslend-inga muni hafa á aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu og hvort þær geti spillt fyrir henni. Tóku sér makrílkvóta„Nei, ég hef ekki séð þetta,“ seg-ir Jón þegar hann er spurður um þessa gagnrýni á makrílveiðarnar á Evrópuþinginu. Jón segir að þó að hann kannist ekki sérstaklega við þessa tilteknu gagnrýni viti hann að Íslendingar hafi verið gagn-rýndir fyrir makrílveiðarnar innan Evrópusambandsins. „Samningar um makrílveiðarnar eru í ferli. Þau ríki sem eiga aðild að þeim hafa ákveðið að fara yfir þau mál og reyna að ná samningum. Þetta eru annars vegar Evrópusambandið og hins vegar Íslendingar, Norðmenn og Færeyingar. Það er sérstök samninganefnd sem fer með þessi mál og var meðal annars fundað um þetta í vetur. Svo verður fram-hald á fundahöldum hér á landi í haust,“ segir Jón. „Samningar hafa ekki náðst síð-astliðið ár og því höfum við tekið okkur ákveðið heildarmagn makr-íls sem verður veitt á þessu ári,“ segir Jón en orð hans má skilja sem svo að Íslendingar hafi ekki ráðfært sig við aðrar þjóðir áður en ákveð-ið var að veiða 130 þúsund tonn af makríl í ár en þessi fisktegund hef-ur ekki verið mikið veidd hér við land hingað til. Eðlilegur réttur, segir Jón„Makríllinn kemur í miklu magni inn í íslenska lögsögu og er hér mánuðum saman. Ég tel það bara vera eðlilegan rétt strandríkis að taka hlut af þessu magni. Hitt er svo annað mál að ef við göngum í Evrópusambandið höfum við ekki góða samningsstöðu um þennan deilistofn eða annan. Þá verður það Evrópusambandið sem ákveð-ur þetta.“ Jón segir að væntanlega verði samið um makrílkvóta Ís-lendinga á næstunni og það mál sé í ferli eins og gengur. „Við njótum okkar auðlinda sem sjálfstætt ríki.“Makrílveiðarnar eru farnar af stað hér á landi að sögn Jóns og segir hann að þær gangi vel. „Það er kappkostað að sem mest af afl-anum fari til manneldis og mér sýnist það bara ganga vel hjá út-gerðinni,“ segir Jón en forvitnilegt verður að fylgjast með viðræðum Íslendinga og Evrópusambands-ins um makrílveiðarnar og hvort þær setji strik í reikninginn í aðild-arviðræðum þjóðarinnar við sam-bandið. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra kannast ekki við harka- lega gagnrýni sem sett var fram á makrílveiðar Íslendinga á Evrópuþinginu fyrr í þessum mánuði. Hann segir að viðræð- ur Íslendinga og Evrópusambandsins um makrílveiðarnar séu í ferli. Jón segir að rætt verði um makrílveiðarnar við aðila á vegum Evrópusambandsins hér á landi næsta haust. Makríllinn kem-ur í miklu magni inn í íslenska lögsögu og er hér mánuðum saman. MAKRíLSTRíÐIÐHELDUR ÁFRAM Eðlilegur réttur Jón Bjarnason sjávarút-vegsráðherra vísar gagnrýni Evrópuþingsins á makrílveiðar þjóðarinnar til föðurhúsanna. Hann segir makrílveiðarnar vera eðlilegan rétt strandþjóða. Struan Stevenson, Evrópu- þingmaður Breta, gagnrýndi Íslendinga harkalega fyrir að taka sér makrílkvóta án samráðs við Evrópusambandið. ingi f. VilhJÁlmsson blaðamaður skrifar: ingi@dv.is miðvikudagur 23. júní 2010 fréttir 3 DV: Voru viðskipti Íbúðalánasjóðs við Straum-Burðarás með skuldatryggingar Kaupþings í samræmi við fjárfestingar-stefnu sjóðsins? Ásta Bragadóttir: Umrædd viðskipti ÍLS við Straum-Burðarás snérust um fjárfestingu í skuldabréfi útgefnu af Straumi-Burðarási með skuldaraáhættu á Kaupþing, þ.e. svokallað Credit Linked Note (CLN ) en ekki var um að ræða skuldatryggingar (CDS).  Viðskiptin voru í samræmi við fjár- og áhættustýringar-stefnu sjóðsins.  DV: Voru viðskiptin heppileg og í anda þeirra fjárfestinga sem stofnun í ríkiseigu á að standa í? Telur þú að viðskiptin hafi verið of áhættusöm þegar litið er til baka? Ásta Bragadóttir: Markmið áhættu-stýringar er að lágmarka áhættu sem ógnað gæti skammtíma- og langtímagjaldhæfi Íbúðalánasjóðs.  Það felur aftur í sér að sjóðurinn þarf að eiga skilgreint lausafé á hverjum tíma og þarf að ávaxta það lausafé. Fjár- og áhættustýringarstefna sjóðsins ákvarð-ar hvernig stjórna skuli mismunandi fjármögnunaráhættu en fjárhagsáhætta fylgir óhjákvæmilega hvers kyns fjármálastarfsemi. Þegar litið er til baka, til falls bankanna haustið 2008 og síðar til falls Straums-Burðaráss 2009, má segja að öll viðskipti á fjármálamarkaði við þessi fyrirtæki hafi verið áhættusöm.  Fram að þeim tíma var öllum talin trú um styrka stöðu umræddra fjármálafyr-irtækja og starfsmenn Íbúðalánasjóðs höfðu þar engar frekari upplýsingar en aðrir. Því er ekki hægt að halda því fram að tiltekin viðskipti á þeim grunni sem þá var þekktur hafi verið of áhættusöm og að Íbúðalánasjóður hafi farið í áhættusamari viðskipti en þá tíðkaðist almennt. Auk þess voru viðskiptin í samræmi við fjár- og áhættustýringar-stefnu sjóðsins. DV: Getur þú áætlað hversu miklu Íbúðalánasjóður mun tapa á þessu viðskiptum? Um var að ræða 10 milljarða króna viðskipti. Komið hefur fram að sjóðurinn hafi tapað að minnsta kosti 6 milljörðum út af þessum viðskiptum en að uppgjörssamningur við Straum hafi minnkað áætlað tap sjóðsins um rúma 3 milljarða. Slitastjórn Straums vill nú reyna að sækja þessa fjármuni til sjóðsins. Ásta Bragadóttir: Á árinu 2008 var færð niðurfærsla að fjárhæð 7,875 millj. krón til að mæ a áætluðu tapi sjóðsins vegna falls þriggja stærstu viðskiptabanka Ís ands.  Þar af voru 5,795 millj. króna vegna samninga við Straum-Burðarás með CLN á Kaupþing.  Íbúðalánasjóður hefur hafnað riftunar-kröfu slitastjórnar Straums-Burðaráss og mun því ekki áætlað meira tap af þessum samningum en nú þegar hefur verið fært í bækur sjóðsins.  DV: Hver tók ákvörðun um það innan Íbúðalánasjóðs að fara út í þessi viðskipti? Ásta Bragadóttir: Sviðsstjóri fjármála-sviðs og framkvæmdastjóri Íbúðalána-sjóðs, eins og reglur gera ráð fyrir.  DV: Tengjast starfslok Guðmundar Bjarnasonar hjá Íbúðalánasjóði þessum viðskiptum eitthvað? Hættir hann mögulega vegna þeirra að hluta til? Ásta Bragadóttir: Nei, starfslok Guðmundar tengjast með engum hætti við þessi viðskipti. Ákvörðun um starfslok er alfarið hans og er tekin með árs fyrirvara í samræmi við gildandi ráðningarsamning.  DV: Guðmundur hefur sagt að sjóður inn muni ekki rifta þeim samningi sem gerður var við Straum þar sem viðskiptin voru gerð upp þrátt fyrir að slitastjórn Straums krefjist þess. Því má reikna með að ágreiningurinn um samninginn fari fyrir dóm. Hvaða afleiðingar mun það hafa fyrir stöðu Íbúðalánasjóðs ef honum verður gert að greiða Straumi þá 3 milljarða, eða hluta þeirra, sem u er deilt? Ég spyr vegna þess að í síðasta ársreikningi sjóðsins er tekið fram að ei infjárhlut-fall sjóðsins sé komið niður í 3 prósent sem er 2 prósentum lægra en kveðið er á um í reglugerð um starfsemi Íbúða-lánasjóðs. Því má ætla að það muni koma sér afar illa fyrir sjóðinn að þurfa að greiða Straumi umræddar upphæðir og að eiginfjárstaða sjóðsins verði enn verri fyrir vikið. Ásta Bragadóttir: Ef Íbúðalánasjóði verður gert samkvæmt dómi að sæta því að umræddum samningi, sem gerður var á viðskiptalegum grunni, verði rift er ljóst að sjóðurinn mun þá gjaldfæra í rekstur si n þá fjárhæð sem ómstóll ákveður. Ef ekki kemurtil hagnaður á móti þeirri gjaldfærsl mun það lækka eiginfjárhlutfall sjóðsins enn frekar. Í 7.gr. reglugerðar nr. 544/2004 um fjárhag og áhættu-stýringu Íbúðalánasjóðs kemur fram að langtímamarkmið sjóðsins sé að halda eiginfjárhlutfalli yfir 5% miðað við reglur FME um eigið fé og eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja. Í sömu grein er fjallað um viðbrögð stjórnar ef eiginfjárhlutfall stefnir niður fyrir 4% en ekkert ákvæði er um að eiginfjárhlutfallið megi ekki fara niður fyrir tiltekið lágmark.  Nú er að störfum nefnd á vegum félags- og trygginga-málaráðherra, sem ætlað er að marka leiðir varðandi eiginfjárhlutfall sjóðsins, en sú nefnd hefur ekki lokið störfum. TAPAÐI MILLJÖRÐUMÁ SPÁKAUPMENNSKU SvÖR íbúÐALÁNASJóÐS ef niðurstaða í líklegu dómsmáli mil i slitastjórnar Straums og Íbúðalána-sjóðs falli fjárfestingarb nka um í hag muni sjóðurinn vitanlega tapa frekari fjár unum á viðskiptunum og að eiginfjárhlutfall sjóðsins muni lækka sem því nemur. Ljóst er hins vegar að sögunni af þessu fjárfestingarævintýr Íbúða-l nasjó s er ekki lokið og afleiðing-ar þess fyrir ríkisstofn nina hafa enn ekki llar komið fram þó að fyr r liggi margra milljarða króna tap se skil-ur eftir sig stórt gat í eiginfjá ðu sjóðsins. Jón Bjarnason, þing aður Vinstri-g ænna og sjávarútvegsráðherra, gir að viðræður um makrílveiðar Ísle di ga séu í ferli á milli þeirra og Evrópusamb ndsins og fund-a verði um veiðarnar hér á landi með haustinu. Maria Damanaki, f amkvæmdastjóri fiskveiðimála hjá Ev ópusambandinu, sagðist á fundi á Evrópuþinginu í Brussel þann 9. júní síðastliðinn ætla að ræða um makrílveiðar Íslendinga þegar hún kæmi hingað til lands. Orð Damanaki voru svar henn-ar við harðri gagnrýni Evrópuþing-manns Breta, Stru s Stevenson, á Íslendinga fyrir ð ætla að veiða 130 þúsund tonn af makríl án sam-ráðs við Evrópusambandið. Inn-takið í gagnrýni Stevenso s var að Evrópusamba dið ætti að koma í veg fyrir makrílve ar Íslendinga. Íslend ngar gagn ýndirStevenson sagði að makrílveið-arnar væru ein ngis eitt af þrem-u triðum s ýndu fram á yfir-g ng Íslendi ga. Fyrst neituðu þeir að borga skuldir sínar eftir banka-hrunið árið 2008, síðan létu þeir eldfjall í landinu teppa flugumferð í Evrópu í tvær vikur og þar að auki ætluðu þeir sér að veiða makríl-inn sem leitað hefði norðar í Atl-antshafið með hlýnun sjávar. Þessi gag rýni Stevenson vakti nokkra kátínu í fundarherberginu í höf-uðstöðvum Evrópusamb ndsins í B ussel þar sem rætt ar u fisk-veiðistefnu sambandsins og hlógu margir viðstaddra að þessum orð-um þingmannsins breska.Ljóst er því að umræðunni um makrílveiðar Íslendinga er alls ekki lokið en íslensk yfirvöld hafa ákveðið að veiða um 130 þúsund tonn af makríl á þessu ári og fellur sú ákvörðun ekki mjög vel í kram-ið hjá ýmsum innan Evrópusam-bandsins líkt og orð Stevensons og viðbrögð Damanaki sýna. Spurn-ingin er aftur á móti sú hvort og þá hvaða áhrif makrílveiðar Íslend-inga muni hafa á aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu og hvort þær geti spillt fyrir henni. Tóku sér makrílkvóta„Nei, ég hef ekki séð þetta,“ seg-ir Jón þegar hann er spurður um þessa gagnrýni á makrílveiðarnar á Evrópuþinginu. Jón segir að þó að hann kannist ekki sérstaklega við þessa tilteknu gagnrýni viti hann að Íslendingar hafi verið gagn-rýndir fyrir makrílveiðarnar innan Evrópusambandsins. „Samningar um makrílveiðarnar eru í ferli. Þau ríki sem eiga aðild að þeim hafa ákveðið að fara yfir þau mál og reyna að ná samningum. Þetta eru annars vegar Evrópusambandið og hins vegar Íslendingar, Norðmenn og Færeyingar. Það er sérstök samninganefnd sem fer með þessi mál og var meðal annars fundað um þetta í vetur. Svo verður fram-hald á fundahöldum hér á landi í haust,“ segir Jón. „Samningar hafa ekki náðst síð-astliðið ár og því höfum við tekið okkur ákveðið heildarmagn makr-íls sem verður veitt á þessu ári,“ segir Jón en orð hans má skilja sem svo að Íslendingar hafi ekki ráðfært sig við aðrar þjóðir áður en ákveð-ið var að veiða 130 þúsund tonn af makríl í ár en þessi fisktegund hef-ur ekki verið mikið veidd hér við land hingað til. Eðlilegur réttur, segir Jón„Makríllinn kemur í miklu magni inn í íslenska lögsögu og er hér mánuðum saman. Ég tel það bara vera eðlilegan rétt strandríkis að taka hlut af þessu magni. Hitt er svo annað mál að ef við göngum í Evrópusambandið höfum við ekki góða samningsstöðu um þennan deilistofn eða annan. Þá verður það Evrópusambandið sem ákveð-ur þetta.“ Jón segir að væntanlega verði samið um makrílkvóta Ís-lendinga á næstunni og það mál sé í ferli eins og gengur. „Við njótum okkar auðlinda sem sjálfstætt ríki.“Makrílveiðarnar eru farnar af stað hér á landi að sögn Jóns og segir hann að þær gangi vel. „Það er kappkostað að sem mest af afl-anum fari til manneldis og mér sýnist það bara ganga vel hjá út-gerðinni,“ segir Jón en forvitnilegt verður að fylgjast með viðræðum Íslendinga og Evrópusambands-ins um makrílveiðarnar og hvort þær setji strik í reikninginn í aðild-arviðræðum þjóðarinnar við sam-bandið. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra kannast ekki við harka- lega gag rý i sem sett var fram á makrílveiðar Íslendinga á Evrópuþinginu fyrr í þessum mánuði. Hann segir að viðræð- ur Íslend nga og Evrópusambandsins um makrílveiðarnar séu í ferli. Jón segir að rætt verði um makrílveiðarnar við aðila á vegum Evrópusambandsins hér á landi næsta haust. Makríllinn kem-ur í miklu magni inn í íslenska lögsögu og er hér mánuðum saman. MAKRíLSTRíÐIÐHELDUR ÁFRAM Eðlilegur réttur Jón Bjarnason sjávarút-vegsráðherra vísar gagnrýni Evrópuþingsins á makrílveiðar þjóðarinnar til föðurhúsanna. Hann segir makrílveiðarnar vera eðlilegan rétt strandþjóða. Struan Stevenson, Evrópu- þingmaður Breta, gagnrýndi Íslendinga harkalega fyrir að taka sér makrílkvóta án samráðs við Evrópusambandið. ingi f. VilhJÁlmsson blaðamaður skrifar: ingi@dv.is Ke ur eSB ekki við Jón Bjarnason, sjávarút- egs- og landbú aðarráðherra, segir makrílveiðar Ísl ndinga ekki koma Evrópusambandinu við. Mikil makrílgengd Makríll hefur veiðst í miklu magni í lögsögu Íslands og hefur Jón Bjarnason heimilað strandveiði- bátum að veiða makríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.