Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 16. júlí 2010 ÚTTEKT 43 Leikkonan Emma Thompson er fyrir margt löngu búin að marka spor sín í leikhúsum og kvikmyndum. Oftar en ekki hefur hún birst í hlutverki skynsamra kvenna sem eru bresk- ari en allt sem breskt er og má þar nefna myndir á borð við Remains of the Day, á móti Anthony Hopkins, og Sense and Sensibility. Nýjasta hlutverk hennar á sviði er óravegu frá hlutverki hennar í áður- nefndum myndum, en það er í leik- ritinu Fair Trade sem snýst um hryll- inginn og ofbeldið sem umlykur alþjóðleg viðskipti með kynlíf. Í viðtali við breska blaðið The Independent on Sunday sagði Emma Thompson að verslun með kynlíf væri afar mikilvægt málefni og að hún tryði því að það væri þörf fyr- ir eins mikla list og völ væri á til að koma fólki í skilning um hvað málið snérist. Flóttafólk og pyntingar Emma Thompson er verndari flótta- mannaráðs Bretlands og hefur til margra ára barist fyrir réttindum innflytjenda. Hún ættleiddi 16 ára flóttamann frá Rúanda og barðist gegn brottvísun hans frá Bretlandi. Emma hefur einnig látið að sér kveða í stuðningi við fórnarlömb pyntinga. En það fyrirfinnst fjöldi frægra einstaklinga sem hafa ljáð einstöku málefni lið til lengri tíma og að mati almannatengslafulltrúans Marks Borowski er hugðarefni Thompson þess eðlis að það falli áhorfendum í geð. Í viðtali við Andrew Johnson í The Independent on Sunday sagði Bor- owski að það væri hægt að skipta frægu fólki sem lætur til sín taka í baráttu fyrir hinum ýmsu málefnum í þrjá flokka: „Geldof-arnir og Bono- arnir, sem hafa hátt um aðkomu sína að góðgerðastarfsemi; þeir sem gefa fúlgur fjár án þess að leita sviðsljóss- ins; og fólk eins og Thompson og El- ton John sem velja málefni og nýta persónu sína í baráttu fyrir því árum saman.“ Baráttumál og trúverðugleiki Mark Borowski sagði að það væri fín lína á milli baráttu fyrir málefni, sem færi fram með hávaða og lát- um, og þeirrar sem færi fram nánast í kyrrþey. „Besta blandan inniheldur sitt lítið af hvoru. Elton John stend- ur að áberandi góðgerðasamtökum sem safna háum fjárhæðum á með- an hann leikur á flygilinn. Emma Thompson nýtir sér frægðina án þess að skaða ímynd sína og áhorfendur meðtaka fyllilega ástríðu hennar,“ sagði Borowski. Ekki eru allir ginnkeyptir fyrir góðgerðastörfum fræga fólksins. Einn þeirra er sjónvarpskynnirinn Piers Morgan. Haft er eftir Morgan að hann sé ekki alltaf sannfærður um tilgang góðgerðamála hinna frægu og ríku. „Ég tek öllu sem Madonna gerir með mikilli tortryggni,“ sagði Morgan. Málefni hinna frægu Emma Thompson tilheyrir fjölda frægs fólks sem með einum eða öðr- um hætti hefur helgað sig báráttu fyrir málefni sem brennur á því. Leikararnir Brad Pitt og eiginkonu hans Angelinu Jolie er umhugað um málefni munaðarleysingja og hafa farið mikinn í ættleiðingum undan- farin ár. Leikarinn Pierce Brosnan og spúsa hans eru eldheitir umhverf- isverndarsinnar og hafa stofnað sjóð, Brosnan Trust, sem meðal annars sér um að deila út sölu- hagnaði af málverkum Brosnans. George Clooney kom á laggirn- ar, ásamt meðleikurum sínum úr Ocean’s 11-kvikmyndinni, stofn- uninni Not On Our Watch, Ekki á okkar vakt. Aðalmarkmið stofnun- arinnar er að láta gott af sér leiða í Súdan þar sem ástandið í Darfúr hefur runnið honum til rifja. Stofn- unin hefur gefið milljónir dala til aðstoðar við þá sem þjást á því svæði. Richard Gere og málefni Tíbets Richard Gere fékk áhuga á búddisma árið 1978 og hefur verið ákafur talsmaður mannréttinda í Tíbet. Hann stofnaði Gere Foundation árið 1991 og hafa samtökin gefið milljónir punda til samfélags útlægra Tíbeta, Dalai Lama og til rannsókna á eyðni. Oprah Winfrey og Suður-Afríka Tímaritið Forbes sagði nýlega að Oprah Winfrey væri valdamesta manneskja í heimi, innan skemmtanageirans. Winfrey hefur eytt tugum milljóna dala í stúlknaskóla sem hún kom á laggirnar í Suður-Afríku, Oprah Winfrey Leadership Academy for Girls, sem var opnaður formlega í janúar árið 2007. Stephen Fry og geðhvarfasýkin Hinn kunni breski leikari Stephen Fry þjáist af geðhvarfasýki og hefur unnið ötullega að því að kynna sjúkdóminn og verið alls óhræddur við að tjá sig um eigin reynslu af honum, sem hann gerði meðal annars skil í heimildarþátt- unum Stephen Fry: The Secret Life of the Manic-Depressive. Paul McCartney og velferð dýra Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney gæti eflaust valið hvaða baráttumál sem er en hann hefur kosið að ljá dýrum rödd sína. Hann og Linda, eiginkona hans, urðu ákafir talsmenn fyrir réttindum og velferð dýra og grænmetisætur. Paul gerði árangurs- lausa tilraun til að gera Dalai Lama að grænmetisætu. FRÆGA FÓLKIÐ OG BARÁTTUMÁLIN Fjöldi frægs fólks hefur getið sér orð fyrir baráttu sína fyrir hin- um ýmsu málefnum. Sumum stendur velferð dýra nærri hjarta, og hjá öðrum vegur frelsi Tíbeta þyngra á vogarskálunum. Hjá sumum stjörnum snýst baráttan meira um að hampa sjálfum sér og minna um að láta gott af sér leiða Emma Thompson nýtir sér frægð- ina án þess að skaða ímynd sína og áhorf- endur meðtaka fyllilega ástríðu hennar. Leikkonan Emma Thompson Segir listina mikilvæga í baráttunni gegn kynlífsverslun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.