Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 42
xxxxxxxxxx 42 skrýtið 16. júlí 2010 föstudagur stofnandi safnaðarins kallar sig Raël. Hann klæðist öllu hvítu og hefur einkennilegt tákn um háls-inn. Táknið er samsteypa af Dav-íðsstjörnunni og hakakrossinum, sem virðist nokkuð einkennilegt í sögulegu samhengi. Þetta er þó í takt við heimspeki raëlista, því að þeir eru einskærir friðarsinn- ar og vilja endurreisa hakakrossinn sem frið- artákn. Þeir trúa því að einungis þegar friður verður á jörðu muni hinir himnesku forfeð- ur okkar, æðra kyn úr óravíddum geimsins sækja okkur heim. Hann kallar þá „Elohim“ og segir menn hafa misskilið orðið á forn- um tímum, þegar þeir töldu það standa fyrir einn guð. Orðið þýðir í raun „þeir sem komu að himnum ofan“ og er í fleirtölu. PoPPari varð sPámaður Skírnarnafn Raëls er Claude Vorilhon, en hann breytti því þegar hann fékk trúarupp- lifun sína. Áður en það gerðist var hann tón- listarmaður í Frakklandi, og hafði gefið út nokkur lítillega vinsæl lög. En það var árið 1973 eftir að tónlistarferill hans hafði farið í vaskinn að hann átti sinn fyrsta fund við geimveru. Á fáförnu svæði hitti hann fyrir veru sem lenti geimfari sínu í grenndinni og talaði við hann á frönsku. Hún sagði mann- kynið hafa í gegnum tíðina misskilið skila- boðin sem himnesku feður þess höfðu sent. Múhameð, Jesús, Búdda og Móses höfðu allir verið spámenn frá Elohim, en menn- irnir voru of frumstæðir til að skilja boðskap þeirra og afbökuðu skilaboðin. Mannkyn- ið hafði orðið til þegar geimverurnar, sem höfðu yfir tugum árþúsunda af vísindaiðkun að búa, sköpuðu það með erfðavísindum. Claude átti að breiða út þennan boðskap, ásamt því að vinna að byggingu sendiráðs fyrir geimverurnar, sem myndi greiða fyrir komu þeirra til jarðarinnar. Heimurinn er atóm og það eru vísindi Frumspeki Räels telst mjög merkileg. Hann segir að heimurinn sé líkt og atóm, hluti af einhverju stærra, og jafnvel af lifandi veru. Það gildir að sama skapi um atóm í okk- ar heimi. Atóm eru aðrir, minni heimar, sem innihalda svo sjálfir fleiri heima. Þetta heldur áfram í hið óendanlega stóra og hið óendanlega litla. Þetta segir hann að forfeð- ur okkar hafi sannað vísindalega. Tíminn líður mun hraðar innan þessara litlu heima, en mun hægar innan hinum stærri. Það má kalla þetta einfalda eðlisfræðilega ályktun, því þeir minni eru augljóslega massaminni. segðu já við klónun Raël hefur í gegnum árin verið ötull rithöf- undur, en ein bókin eftir hann heitir „Segj- um já við klónun manna“ (Oui au clonage humain). Hún fjallar um það hvernig tækni framtíðarinnar muni frelsa mennina frá dauðanum, og að fjöldi kynslóða muni verða endurlífgaðar með hjálp vísindanna. Klónun manna, flutningur og afrit hugans munu gera menn ódauðlega. Með því að af- rita hugann þinn og færa hann í klón af sjálf- um þér getur þú orðið endurlífgaður. vill gera klónun að veru- leika Hann stofnaði fyrirtæki árið 1997 sem kallast Clonaid, og hefur það markmið að klóna menn. Fyrir- tækið setti hann undir biskup safnaðarins, Brigitte Boisseli- er, sem hefur hvorki meira né minna en tvær doktorsgráð- ur. Fyrirtækið hefur þó verið gagnrýnt af vísindamönnum fyrir innihaldslausar full- yrðingar. Frá Brigitte hafa komið nokkrar yfirlýsingar um að klónun manns hafi tekist, án þess að sýnt hafi verið fram á nein gögn um það. Hún sendi frá sér yfirlýsingu í lok árs 2002 þar sem hún fullyrti að stúlkubarn, Eve, hafi verið klónað. Það hefur þó ekki sést tangur né tetur af erfðaefni til að styðja þetta, né heldur barnið sjálft. Margir vísinda- menn benda á að fyr- irtækið hafi hvorki sérfræðiþekkingu né gögnin sem þarf til þess að klóna mann. Því verður að álykta að draumur Ra- ëls um klónun manns sé fjarlæg- ur draumur, að minnsta kosti enn um sinn. simon@dv.is atóm eru aðrir,minni heimar, sem innihalda svo sjálf- ir fleiri heima. Sumir kannast ef til vill við raëlista. Þeir halda því fram að mannkynið hafi verið skapað af geimverum og að við munum verða eilíf – með því að klóna okkur. Hitti Búdda og MúHaMeð á fjarlægri plánetu raël vorilHon Segir klónun leið mann- kynsins til ódauðleika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.