Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Það er ekki ódýrt að leita sér lækn- inga á stofnun Williams Hitt sem staðsett er í Mexíkó, rétt við landa- mærin að Bandaríkjunum. Á ís- lenskri vefsíðu sem kynnir óson- og þvagmeðferð stofnunarinnar eru birtar tölur yfir kostnað við meðferð gegn ýmsum sjúkdómum. Þar kem- ur fram að meðferð gegn krabba- meini taki fjórar til sex vikur og geti kostnaðurinn numið allt að tveimur milljónum króna. Inni í þessari tölu er ekki ferðakostnaður eða kostnað- ur vegna uppihalds og gistingar. Nafnið ekki á lista verðlauna- hafa Miðstöðin heitir eftir Dr. William Hitt, Bandaríkjamanni sem er á heimasíð- unni o3.is sagður hafa „margoft ver- ið heiðraður fyrir störf sín í þágu vís- inda og læknisfræði“. Hann er sagður hafa hlotið frönsk verðlaun fyrir full- komnun í smásjárrannsóknum sem nefnd eru eftir manni að nafni Van Leeuwenhoek og verðlaun Eli Lily fyrir uppgötvun á nýjum „microplös- mum“. Þegar leitað er að þessum verð- launum á netinu er nafn Willi- ams Hitt hvergi að finna meðal verðlaunahafa. Á íslensku vefsíð- unni er einnig fullyrt að William Hitt hafi sem forsvarsmaður al- þjóðlegra samtaka geðlækna gegn kjarnorkustríði hlotið friðarverð- laun Nóbels árið 1985 ásamt félög- um sínum. Nafn Williams Hitt kem- ur hvergi fram hjá samtökunum og hann er hvergi nefndur á nafn á vef- síðu Nóbelsverðlaunanna. Á vef- síðu mexíkósku miðstöðvarinnar er hvergi minnst á þau verðlaun sem William Hitt á að hafa hlotið í gegn- um tíðina, hvorki friðarverðlaun Nóbels né önnur verðlaun. Starfaði á Keflavíkurflugvelli Einn af þremur læknum stofnunar- innar er John Humiston. Í kynning- artexta um hann á vefsíðu stofnunar- innar segir að hann hafi verið læknir á Keflavíkurflugvelli á vegum banda- ríska hersins. Umsjónarmenn ís- lensku vefsíðunnar o3.is vitna í sam- skipti sín við Humiston hér á Íslandi, en Íslendingum er boðinn sérstak- ur afsláttur af meðferð hjá stofnun- inni og verðið sagt lægra en venju- legt verð. Þvag og óson notað Samkvæmt íslensku vefsíðunni o3.is gengur meðferð William Hitt-stofn- unarinnar út á að ósoni er blandað saman við blóð og því sprautað aft- ur í líkama manneskjunnar í nokkra daga eða vikur. Til viðbótar við óson- meðferðina er þvagmeðferð beitt. Þá eru unnin efni úr þvagi viðkomandi og þessum efnum sprautað í líkam- ann. Margir sjúkdómar Á vefsíðu stofnunarinnar í Mexíkó eru tilteknir þeir sjúkdómar sem sagðir eru læknanlegir hjá stofnun- inni. Sjúkdómarnir eru meðal ann- ars alnæmi, lifrarbólga C, ýmsar teg- undir krabbameina, einhverfa og MND auk fjölda annarra sjúkdóma sem taldir eru erfiðir viðureignar af nútímalæknavísindum. Læknar sem DV hefur rætt við telja meðferð mexíkósku stofnunarinnar varhuga- verða. Þeir segja að ef meðferð við til dæmis lifrarbólgu C hafi tekist jafn vel og af er látið myndi sú vitneskja vera á allra vitorði í heimi lækna- vísindanna. Lifrarbólga C er illvígur krónískur sjúkdómur sem ekki tekst að lækna nema í litlum mæli. Íslensk vefsíða Aðstandendur íslensku vefsíðunnar o3.is eru hjónin Ólafur Einarsson og Björg Marteinsdóttir, eigendur gler- augnaverslunarinnar Sjónarhóls í Hafnarfirði. Þau segjast halda vefsíð- unni úti þar sem Björg hafi læknast af gigt sem hún hafði þjáðst af í níu ár. Þau hafi farið til meðferðar í Willi- am Hitt-miðstöðina í Mexíkó þar sem Björg hafi læknast af gigtinni þar sem óson- og þvagsprautumeð- ferð var beitt. „Löngun okkar er að miðla reynslunni til sem flestra sem svipað er etv. ástatt með og sem vita ekki að til er leið til bata frá erfiðum sjúkdómum. Meðferðin er dýr, sjá síðuna „Spurt og Svarað“, en til mik- ils að vinna,“ segir á vefsíðunni. Loðin loforð Á íslensku vefsíðunni er margít- rekað að engin loforð séu gefin um að lækning sé örugg. Undir liðn- um Spurt og svarað á vefsíðunni er hins vegar sett fram spurning- in: Hvernig veit ég hvort meðferð- in virkar? Í svarinu segir að stroka sé tekin úr nefi og send til William Hitt-miðstöðvarinnar. „Þar er met- ið hvort um vírus, ofnæmi eða eitt- hvað annað er að ræða. Ef um vír- us er að ræða og líkaminn er ekki að ráða við hann (krónískt ástand) SELJA LÆKNINGU VIÐ MND OG KRABBAMEINI JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is Íslensk vefsíða hvetur fólk til að leita sér lækninga hjá stofnun í Mexíkó sem notast við þvag og gastegundina óson til lækninga. Á meðal sjúkdóma sem sagðir eru læknanlegir með þessum að- ferðum eru krabbamein, lifrarbólga C, MND, MS og alnæmi. Til viðbótar við ósonmeðferðina er þvagmeðferð beitt. Þá eru unnin efni úr þvagi viðkomandi og þessum efnum sprautað í líkamann. Stofnandinn Dr.WilliamHitterstofnandimiðstöðvarinnar.ÁskrifborðisínuíMexíkóhefurhannskilaboðfráfyrrverandisjúklingi aðþvíersegirávefsíðunnio3.is.Skilaboðineruþessi:„Takkfyrir,Dr.Hitt–heilaæxliðsemégvarmeðerhorfið.“ MYND WILLIAMHITTCENTER.COM Miðla af reynslunni HjóninÓlafurEinarssonogBjörgMarteinsdóttirhaldaúti vefsíðunnio3.isþarsemfjallaðerítarlegaumóson-ogþvagmeðferðWilliam Hitt-miðstöðvarinnaríMexíkó.ÁvefsíðunnikemurframaðBjörghafilæknastafgigt eftirmeðferðíMexíkó.MYND SJONARHOLL.IS nLæknamiðstöðiníMexíkóbýðurÍslendingumsérstaktverðámeðferðumvið hinumýmsusjúkdómum.„ÞettaertilboðtilÍslendingaogerlægraenvenjulegt verð,“segirávefsíðunnio3.is.Boðiðeruppáhópafsláttafmeðferðumogefum fimmtiltíumannahópaeraðræðaerveittur10til20prósentaaukaafsláttur. Tekiðerframaðverðiðséfastsvofremiaðekkertóvenjulegtkomiuppáhjávið- komandi.Verðinsemgefineruupperuánferðakostnaðar,gistingaroguppihalds. Sjúkdómur Lengd Dollarar Ísl. krónur Síþreyta(Cronicfatique) 7–12dagar 3.200 395.264 Vefjagigt(Fibromyalgia) 7–12dagar 3.200 395.264 Psoriasis(Psoriasis) 7–12dagar 3.200 395.264 Sjálfsofnæmissjúkdómar 12–16dagar 4.400 543.488 LifrarbólgaC(HepatitisC) 22dagar 5.200 642.304 Krabbameinsmeðferð 4–6vikur 2.600pr.viku 1.280.00–1.920.000 Óson- og þvagsprautumeðferð Geir Gunnlaugsson landlæknir seg- ist ekki trúa á kraftaverkalækningar og segir að málið sé nú skoðað inn- an embættisins. Það þurfi að fá mun meiri vitneskju um starfsemi stofn- unarinnar og hvort búið sé að gera einhverjar tilraunir með meðferðina eða framkvæma aðrar rannsóknir. Á vefsíðu mexíkósku stofnunarinnar er greint frá því að tekist hafi að lækna fólk með ólæknandi sjúkdóma, til dæmis alnæmi og MND. Aðspurð- ur hvort greint hafi verið frá þessum árangri stofnunarinnar í fjölmiðlum segist Geir ekki vita til þess. „Bara vegna þess myndi ég setja spurn- ingamerki við trúverðugleikann. “ Trúnaður ríki Að mati Geirs er mjög mikilvægt að það ríki gott og traust trúnaðarsam- band á milli sjúklinga og læknis. „Sérstaklega þegar um er að ræða langvinna og erfiða sjúkdóma og í sumum tilvikum ólæknandi sjúk- dóma. Ef hinum veika hefur verið bent á aðrar leiðir til að bjarga sér þá finnst mér það þáttur í því sambandi að ræða það við viðkomandi lækni. Sá læknir á þá að afla sér upplýsinga um þær meðferðir sem sjúklingur- inn vill prófa og gefa sitt álit. Það er svo á valdi hvers einstaklings að taka ákvörðun á grunni þess og upplýs- inga sem hann aflar sér annars stað- ar frá,“ segir Geir. Leita lækninga Þeir sem greinast með ólæknandi sjúkdóma reyna oft í örvinglun sinni að finna lækningu. „Ég held að í brjósti allra sem eru með lang- vinna sjúkdóma og ekki síst þeirra sem eru með ólæknandi sjúk- dóma lifi von um að lækning finn- ist handan við hornið og mér finnst það ekki óeðlilegt. Það eru eðlileg viðbrögð í erfiðri stöðu. Í framhald- inu getum við svo tekið upp hina siðfræðilegu umræðu um það hvað liggi á bakvið tilboð um lækningu sem er bara flugferð og meðferð í einhverju fjarlægu heimshorni,“ segir Geir. Fjölmörg tilboð um lækningu Tilboð um lækningu með óhefð- bundnum aðferðum er víða að finna í heiminum í dag. Fjölmargir hafa komið fram og sagt frá stórkostleg- um sigrum í baráttunni við erfiða og jafnvel ólæknandi sjúkdóma. „Sum- ir gera einfaldlega út á þetta. Við get- um flutt þessa umræðu í samfélagið hér heima, en hér er nýjasta umræð- an um detox Jónínu Ben. Ég veit ekki betur en með þeirri meðferð sé lof- að bót margra meina sem læknavís- indin hafa ekki fundið svar við. Sum- um finnst þeim hafa himin höndum tekið og hafa tjáð mér að þeir hafi læknast af mörgum kvillum. Ég efa ekki að það sé raunveruleg upplifun. Aðrir hafa tjáð sig um það að þetta sé mesta fúsk,“ segir Geir og bætir við: „Ég fel það raunverulega í hendur á Landlæknir skoðar nú starfsemi mexíkósku stofnunarinnar og setur spurningamerki við trúverðugleikann: Trúir ekki á kraftaverkalækningar Skoðar málið LandlæknirsegistsetjaspurningamerkiviðtrúverðugleikaWilliam HittstofnunarinnaríMexíkó.HannvillaðMNDfélagiðkomiþeimskilaboðum áframfæritilfélagsmannasinnaaðþessimeðferðséekkikynntmeðstuðningi félagsins.MYND RÓBERT REYNISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.