Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 21
föstudagur 16. júlí 2010 nærmynd 21 GullGrafarinn sem keypti upp orkuna Ross Beaty fæddist í Vancouver, Kanada, árið 1951. Hann útskrifaðist með M.Sc. gráðu í jarðfræði frá University of London með láði árið 1975. Þar lagði hann áherslu á rannsóknir í leit að steinefnum. Hann útskrifaðist með B.Sc. gráðu í jarð- fræði frá University of British Columbia árið 1974 og lauk laganámi frá sama skóla árið 1979. Beaty er giftur Trishu Beaty, lækni við University of British Columbia. Þau eiga saman fimm börn. Fjórar stúlkur og einn dreng. Þau eru flest uppkomin. Beaty hefur ferðast mikið í tengslum við nám og starf á lífsleiðinni. Hann er sagður tala reiprennandi ensku, frönsku og spænsku. Auk þess talar hann nokkra rússnesku, þýsku og ítölsku. Hann er sagður hafa starfað í fleiri en fimmtíu ríkjum á lífsleiðinni. Beaty var einn af stofnendum námufyrirtækisins Pan American Silver Corporat- ion auk þess sem hann hefur ýtt nokkrum öðrum fyrirtækjum á sviði jarðefnaleitar úr vör. Pan American Silver er einn af stærstu silfurframleiðendum heims en auk þess hefur Beaty verið nokkuð umfangsmikill í uppgreftri kopars. Pan American Silver starfrækir átta námur í dag, í Mexíkó, Bólivíu, Argentínu og Perú. Beaty þykir vel liðinn meðal kollega sinna í jarðfræðinni vestanhafs og þá sérstaklega í námustarfseminni. Hann er fyrrverandi forseti Silver Institute í Wash- ington, Bandaríkjunum, og fulltrúi í Jarðfræðisambandi Kanada og Kanadísku námastofnuninni. Á þessu ári var Beaty sæmdur Viola MacMillan viðurkenning- unni sem veitt var fyrir þróun í fyrirtækja og námustarfsemi. Endurskoðunarfyrir- tækið Ernst og Young sæmdi Beaty viðurkenningu sem frumkvöðull ársins 2008 á sviði nýtingar náttúruauðlinda til orkuframleiðslu. Heimsborgarinn ross beaty fimm BaRna faðiR Ross Beaty þykir lítillátur maður og starfar í hefðbundnu skrifstofuhúsnæði í Vancouver. Þar er hann með myndir af fjölskyldu- meðlimunum uppi á borðum. Að sögn þeirra sem til hans þekkja skiptir orðsporið Beaty máli. mynd sigtRygguR aRi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.