Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIR 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Belginn Louis Michel, fyrrverandi þróunarstjóri ESB og núverandi þingmaður frjálslyndra á Evrópu- þinginu, hefur hneykslað landa sína og Afríkuþjóðirnar sem áður voru undir belgísku krúnunni, með því að segja að Leópold 2. Belgíukonungur hafi verið „hugsjónahetja“. Leópold 2. er nú talinn með einum grimm- ustu þjóðarleiðtogum allra tíma en á valdatíma hans stóðu Belgar fyrir grimmilegu arðráni í afrískum ný- lendum sínum í Kongó. Er konung- urinn talinn ábyrgur fyrir dauða þriggja til tíu milljóna Afríkumanna. Ummælin þóttu sérstaklega hneykslanleg í ljósi þess að Austur- Kongó (Kongó-Kinshasa), áður Belg- íska-Kongó, heldur í ár upp á 50 ára sjálfstæði. Fór Albert 2. Belgíukon- ungur til Kongó vegna þessara tíma- móta á dögunum til að samfagna Kongómönnum. 5 til 20 milljónir féllu „Leópold 2. var sannur hugsjóna- maður á sínum tíma, sönn hetja,“ sagði Louis Michel í viðtali við belg- íska tímaritið P-Magazine. „Og ef það áttu sér virkilega stað einhverj- ir hræðilegir atburðir í Kongó, hvers vegna ættum við að fordæma þá?“ Undir lok nítjándu aldar varð belgíska nýlendan „Fríríkið Kongó“, sem var skráð sem einkalenda Leópolds 2., fræg af endemum fyr- ir þrældóm og grimmilega meðferð á kongósku þjóðinni. Tölur um þá sem létust af hendi Belga, á meðan þeir tæmdu auðlindir landsins, eru á reiki, en sagnfræðingar telja að fimm til tuttugu milljónir manna hafi fall- ið. Sönn hetja „Leópold 2. á ekki skilið að sitja und- ir þessum ásökunum,“ hélt Louis Mi- chel áfram. Hann er sjálfur kominn af Belgíukonunginum og handhafi riddaraorðunnar í Leópoldsregl- unni, sem er æðsta orðan í Belgíu. „Belgar lögðu járnbrautir, byggðu skóla og sjúkrahús og margfölduðu hagvöxtinn. Breytti Leópold Kongó í þrælkunarbúðir? Er það virkilega? Þannig voru hlutirnir bara gerðir í þá daga. Það er auðvelt að falla í freistni og ýkja þegar kemur að Kongó. En það er mín einlæga skoðun að hann hafi verið sönn hetja, hetja sem vann metnaðarfullt starf fyrir smátt ríki Belgíu. Að nota orðið þjóðarmorð um Kongó er algerlega óásættanlegt og óviðeigandi,“ segir Louis Michel. Fer til Kongó á næstunni Óhætt er að fullyrða að þessi orð hafi valdið miklum usla í Belgíu. Pol Van Den Driessche úr Flæmska demó- krataflokknum hefur sagt að orð Mi- chels séu „siðlaus“. „Ef við myndum miða hann við gildi dagsins í dag, er líklegt að réttað hefði verið yfir Leó- pold 2. hjá mannréttindadómstóln- um í Haag,“ segir Van Den Driessche. Stjórnmálamenn, fræðifólk, trúar- leiðtogar og almenningur um alla Evrópu og Afríku hafa fordæmt orð Michels. Þykir mörgum stinga í stúf að hann hafi gegnt starfi þróunar- stjóra ESB sem vinnur náið með Afr- íkuþjóðum. Og enn skrýtnara þykir að Michel sé varaforseti þingmanna- nefndar sem ber á ábyrgð á samskipt- um við þjóðþing frá Afríku-, Karíba- og Kyrrahafslöndum. Næsti fundur nefndarinnar verður í desember í höfuðborg Austur-Kongó, Kinshasa, sem áður hét Leópoldville, til heið- urs Leópold 2. Belgíukonungi. Verktakar að störfum í hinum ógn- arstóra grunni Ground Zero í New York komu niður á fúnar viðarfjalir sem stingast í beinni röð út úr grárri leðju á þó nokkru dýpi. Mönnun- um þótti augljóst að ekki var um að ræða spýtur á strjáli, þeir sáu strax að þeir höfðu fundið mikla völund- arsmíð. „Fjölunum var svo fullkom- lega uppraðað að þær eru greinilega hluti skips,“ segir fornleifafræðingur- inn Michael Pappalardo í samtali við New York Times, en hann vinnur fyr- ir hafnaryfirvöld í bandarísku stór- borginni við varðveislu sjóminja. Á miðvikudaginn kom endanlega í ljós hvers konar minjar liggja þarna í botninum, þar sem World Trade Center-tvíburaturnarnir stóðu áður. Stærðarinnar viðarskip liggur þarna grafið og hefur líklega legið þar í yfir 200 ár. Hópur fornleifafræðinga var sendur strax á vettvang enda hefst tæring fornminja á borð við þessar um leið og þær komast undir ber- an himinn. Skipið hefur varðveist í langan tíma í þykkri leðju. Fornleifa- fræðingurinn Doug Mackey hrós- aði happi yfir rigningunni í vikunni. „Ef sólin hefði skinið þennan dag,“ sagði hann, „hefði viðurinn molnað um leið. Við ætlum að reyna að skrá allt niður fyrst og rannsaka minjarn- ar síðar.“ Á meðan fornleifafræðingarnir vinna að uppgreftri skipsins halda framkvæmdir áfram. Unnið er að gríðarþykkum grunni fyrir hina nýju turna sem rísa munu á Ground Zero í stað tvíburaturnanna sem hrundu hinn 11. september fyrir níu árum. helgihrafn@dv.is Louis Michel, þingmaður á Evrópuþinginu, segir að Leópold 2. Belgíukonungur hafi verið hetja og hugsjónamaður. Sagnfræðingar telja að Leópold 2. hafi verið einn grimmasti nýlenduherra Afríku á sínum tíma, en talið er að fimm til tuttugu milljónir Kongómanna hafi fallið vegna ásælni hans í náttúruauðlindir landsins. EINN ALRÆMDASTI FJÖLDAMORÐINGI SÖGUNNAR „HETJA“ Grimmur herra Leópold 2. (1835-1909) stýrði nýlendunni Belgísku- Kongó með harðri hendi og skilgreindi landið sem einkaeign sína. HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Breytti Leópold Kongó í þrælkun- arbúðir? Er það virkilega? Þannig voru hlutirnir bara gerðir í þá daga. Fyrrverandi þróunarstjóri „Leópold var hetja.“ Louis Michel var áður æðsti embættismaður ESB í þróunarmálum. Hann mun ferðast til Kongó í desember. Verktakar að störfum í grunni World Trade Center í New York: Fundu 200 ára gamalt skip Gríðarstór grunnur Framkvæmdir eru langt á veg komnar í grunni hinna föllnu tvíburaturna. Þrjú ár fyrir lygi Tuttugu og tveggja ára bresk kona var í dag dæmd í þriggja ára fang- elsi fyrir að ljúga að sér hefði verið nauðgað. Konan, Leyla Ibrahim, vildi kenna vinum sínum ærlega lexíu fyrir að yfirgefa sig þegar þau voru úti að skemmta sér. Fjórir voru handteknir þegar nauðgunarkæran kom inn á borð lögreglu. Þar af voru tveir piltar undir sextán ára aldri. Þeir voru allir vistaðir í fangageymsl- um þar sem þeim var haldið í tæpa þrjá sólarhringa. Leyla, sem er ólétt og komin sjö mánuði á leið, veitti sér sjálf líkam- lega áverka kvöldið örlagaríka, hún reif utan af sér fötin og gaf sjálfri sér glóðarauga – allt í þeim tilgangi að kenna vinum sínum lexíu. Furðusveppi kennt um dular- full andlát Eftir fimm ára rannsóknastarf hafa vísindamenn kennt sak- leysislegum sveppi, sem þekktur er undir nafninu „litli hvíti“, um hundruð dularfullra dauðsfalla í suðvesturhluta Kína á undan- förnum árum. Enginn vissi hvað hefði valdið Yunnan-heilkenn- inu sem fólk á öllum aldri lést fyrirvaralaust úr. Talið er að 400 manns hafi látist á þennan hátt á síðustu þrjátíu árum. Nú hefur úrvalsteymi kínverskra lækna og vísindamanna, nefnd sem skipuð var af Kínastjórn, komist að því að furðusveppurinn er sökudólg- urinn í málinu. Vísindamennirnir fundu eiturefni í sveppategund- inni sem virðist þó ekki vera ban- vænt. Kínversku sérfræðingarnir ætla að reyna að einangra eitrið til að komast að því hvort það geti valdið hjartaáfalli. Sjúkdómurinn herjar á einangruð þorp á dreif- býlissvæðunum í fjallendi Yunn- an-héraðs á hverju sumri. Yfir- gnæfandi meirihluti þeirra látnu, lést í júlí og ágústmánuði. Lofuðu að hjálpa Haítí en lítið um efndir Nú hálfu ári eftir að jarðskjálfti reið yfir á Haítí með þeim afleiðingum að um 220 þúsund manns létust, hafa sárafá ríki reitt fram það fé sem þau lofuðu til endurreisnar og annarra verkefna í landinu. 300 þúsund slös- uðust í skjálftanum og milljón heim- ili voru í rúst. Á sérstökum neyð- arfundi í mars samþykktu fulltrúar fjölmargra ríkja að verja jafnvirði 665 milljarða króna, til þess að koma þjóðlífinu á Haítí af stað á ný. CNN segir frá því að efndir þeirra loforða séu ekki miklar. Það eru einungis Brasilíumenn, Norðmenn, Eistlend- ingar og Ástralar sem hafa staðið við loforð sín. Þegar þetta var skrifað hafði DV ekki komist að því hvernig Ísland hefur staðið sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.