Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 50
50 LÍFSSTÍLL UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR indiana@dv.is 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR EYÐA FÓSTRINU VEGNA ÓGLEÐI Í bandarískri rannsókn kemur fram að 15 prósent þeirra kvenna sem upplifa afar svæsna morg- unógleði láta eyða fóstrinu, jafnvel þótt meðgangan hafi verið skipu- lögð. Sérfræðingar telja lækna mjög varkára þegar kemur að lyfjagjöf í tengslum við mjög slæma morg- unógleði vegna sögunnar en lyfið Thalodo mide sem konum var gefið á sjöunda áratug síðustu aldar, olli hræðilegum fæðingargöllum hjá börnum þeirra mæðra sem tóku lyfið snemma á meðgöngu. Flestar konur upplifa lítils háttar flökur- leika en 2 prósent kvenna þjást gíf- urlega og halda engu niðri og þurfa að leggjast inn á sjúkrahús til að fá vökva og næringu í æð. SIGRASTU Á ÓGLEÐ- INNI Hafðu hafrakex við rúmið og borðaðu nokkrar kökur um leið og þú vaknar svo eitthvað sé í maganum þegar þú ferð á ról. Passaðu að þú fáir nóg prótein. Súptu á kjúklingaseyði svo þú fáir smá kaloríur auk vökvans. Haltu þig við kaldan mat - heit- ur matur lyktar meira sem getur kveikt á ógleði. Taktu inn B6-vítamín. Borðaðu laufgrænmeti því það er ríkt af K-vít- amíni sem virðist hjálpa. Borðaðu brún hrísgrjón. Íhugaðu nálastung- ur. Hreyfðu þig. Stundaðu hugleiðslu til að minnka andlegt álag en stressaðar konur eru líklegri til að þjást af morgunógleði. Talaðu við lækni. ÁSTAR- LÖG HJÁLPA ÁSTAR- LÍFINU Rómantískir tónar geta hjálpað þér í ástarlífinu, samkvæmt rann- sókn sem greint var frá í tímarit- inu Psychology of Music. Franskir vísindamenn skiptu hópi kvenna í tvennt. Í öðrum hópnum hlustuðu ungar konur á þekkt frönsk ástar- lög en í hinum hópnum hlustuðu konurnar á „venjuleg“ lög. Konun- um var svo komið saman við hóp ungra karlmanna sem reyndi að næla í símanúmer þeirra og bjóða þeim á stefnumót. Konurnar sem höfðu hlustað á ástarlögin voru mun viljugri til að gefa upp síma- númer sín en hinar eða 52 prósent á móti 28 prósentum. Sambönd batna með árunum því við eigum auðveldar með að fyrirgefa og virða hvort annað þegar við eld- umst. Þetta kemur fram í rannsókn sem framkvæmd var af Purdue Uni- versity. „Eldri einstaklingar greina frá betri hjónaböndum, sterkari vináttu- samböndum og færri árekstrum við börn og systkini,“ segir dr. Karen Fin- german sem stóð fyrir rannsókninni og bætir við: „Á meðan líkamlegri og andlegu getu hnignar með aldrinum verða samskiptin betri.“ Fingerman segir að þetta sé að þakka vitneskj- unni um að tími okkar sé takmark- aður, vilja til að fyrirgefa og þeirri afstöðu að koma fram við aðra af virðingu. Fingerman og Susan T. Charles prófessor við University of Californ- ia hafa gert aðra rannsókn, sem birt- ist í Current Directions in Psychol- ogical Science. Þar kemur fram að eldra fólk er ólíklegra en yngra fólk til að bjóða andstæðingi sínum birginn þegar það reiðist. „Þeir sem vita að þeir eiga ekki langt eftir vilja ekki eyða tímanum í rifrildi við fólkið í kringum sig,“ seg- ir Fingerman sem segir þetta ekki aðeins eiga við gamalt fólk heldur einnig þá einstaklinga sem vita að þeir muni ekki sjá hvor annan vegna breyttra aðstæðna, sama á hvaða aldri þeir eru. „Það sama á við þeg- ar fullorðin börn neita að ræða erfið mál við aldraða foreldra sína af ótta við að tíminn sem þau eigi eftir með þeim sé svo takmarkaður.“ Eldri einstaklingar eiga auðveldara með að fyrirgefa en þeir yngri: Batnar með aldrinum Batnar með árunum Sambönd batna með árunum því við eigum auðveldara með að fyrirgefa og virða hvort annað þegar við eldumst. 1Segðu góðan daginn við ókunnuga manneskju í lyftu. 2 Borgaðu líka fyrir bílinn á eftir þér þegar þú ferð í gegnum Hvalfjarðargöngin. 3 Taktu þér tíma til að vísa útlendingi veginn þótt þú sért að flýta þér. 4 Skrifaðu bréf til barns sem þarf á auka athygli að halda. Börn elska að fá bréf. 5 Bjóðstu til að fara í búðina fyrir aldraðan nágranna, sérstaklega í slæmu veðri. 6Gefðu róna afgangspítsuna sem þú ætlar með heim í „doggie bag“. 7Segðu „ég elska þig“ við einhvern sem þú elskar. 8Settu klink í útrunninn stöðumæli fyrir einhvern sem þú þekkir ekki. 9Hjálpaðu móður með barnavagn yfir þröskuld, niður tröppur eða haltu hurð opinni fyrir hana. 10Gefðu hjálparstofnun flík í hvert skipti sem þú færð þér nýja. 11Bjóðstu til að keyra krakkahópinn á æfingu þótt annað foreldri ætti í rauninni þetta skipti. 12Færðu aðstoðarmanni þínum kaffi. 13Sendu vini blóm án tilefnis. 14Segðu „takk“ og meintu það. 15Bjóddu gömlu fólki og ófrískum konum sætið þitt í strætó. 16Ekki trufla þegar einhver er að útskýra sig og hegðun sína. 17 Hleyptu öðrum fram úr í umferðinni. 18 Bjóðstu til að passa fyrir einstæða foreldra. 19 Settu innkaupakerruna aftur á sinn stað. 20 Hringdu eða skrifaðu kennaranum sem breytti lífi þínu. 21 Komdu með smákökur á skrifstofuna. 22 Fyrirgefðu syndir vina þinna og minnstu aldrei á þær framar. 23 Hlustaðu á aðra með athygli. 24 Skrifaðu yfirmanni einhvers sem gerði þér gott og útskýrðu hversu vel sá einstaklingur er að sinna vinnunni sinni. 25 Biddu afsökunar þegar þú gerir eitthvað rangt. 26 Hentu ruslinu þínu í ruslatunnuna – og rusli þeirra sem eru með þér líka. Hvort sem þú ert í bíó, í útilegu eða í verslunarferð. 27 Hvettu þann sem er niðurdreginn. 28 Bjóðstu til að hugsa um gæludýr nágrannans eða vinar á meðan hann fer í sumarfrí. 29 Bjóddu fram krafta þína þegar vinur þinn þarf að pakka niður fyrir flutninga. 30 Spurðu: „Hvernig hefur þú það?“ - og hlustaðu virkilega á svarið. 31 Bjóddu fram klink þegar manneskjan fyrir framan þig á ekki fyrir vörunum sínum í búðinni. 32 Gefðu vini þínum uppáhaldsuppskriftina þína og mynd af ykkur saman ef hann er að flytja í burtu. 33 Gefðu þjóninum þjórfé. 34 Nuddaðu vin sem kvartar yfir vöðvabólgu. 35 Lánaðu frábæra bók sem þú varst að enda við að lesa. 35 GÓÐVERK SEM LÁTA ÞÉR LÍÐA VEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.