Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 40
Svandís fæddist á Bíldudal og ólst
þar upp en þar átti hún fjölmenn-
an frændgarð. Hún sinnti þar
verslunarstörfum ung að árum og
stundaði þar síðan húsmóðurstörf.
Svandís og eiginmaður henn-
ar byggðu sér eigið hús á Bíldu-
dal, Ásgarð, og bjuggu þar öll
Bíldudalsárin. Þau fluttu síðan til
Reykjavíkur 1972. Þar voru þau
fyrst búsett í Unufelli 31 til 1994 er
þau fluttu í Hvassaleiti 58.
Svandís hóf hannyrðakennslu
við Barnaskólann á Bíldudal 1961,
réðst síðan til skrifstofustarfa hjá
Hraðfrystihúsi Bíldudals hf. 1963
og starfaði þar til 1971. Þá flutti
hún til Reykjavíkur þar sem hún
stundaði verslunarstörf hjá Dúna
hf. 1972-80 og starfaði hjá Sölu-
miðstöð Hraðfrystihúsanna 1980-
92.
Svandís sinnti ýmsum félags-
störfum á Bíldudal. Hún var for-
maður kvenfélagsins Framsóknar
um skeið og sat í stjórn kvenna-
deildar SVFÍ á Bíldudal en í báð-
um þessum félögum starfaði hún
um langt árabil. Þá var hún áhuga-
leikari og starfaði með leikfélaginu
Baldri á Bíldudal um árabil, auk
þess sem hún söng með kirkjukór
Bíldudalskirkju.
Í Reykjavík starfaði hún með
Thorvaldsensfélaginu, söng í kór
félagsstarfs aldraðra í Gerðubergi
og aðstoðaði við barnastarf í Fella-
sókn í Breiðholti.
Fjölskylda
Svandís giftist 3.3. 1945 Hjálmari
Ágústssyni, f. 30.5. 1920, d. 14.3.
2008, eftirlitsmanni. Hjálmar var
verkstjóri á Bíldudal um tuttugu
ára skeið og síðan eftirlitsmaður
hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna á árunum 1971-90. Hann var
sonur Ágústs Sigurðssonar, versl-
unarstjóra og kaupmanns á Bíldu-
dal, og k.h., Jakobínu Pálsdóttur
húsmóður, sem bæði fórust með
Þormóði 18.2. 1943.
Börn Svandísar og Hjálmars eru
Jakob Ágúst Hjálmarsson, f. 17.4.
1947, prestur, kvæntur Auði Daní-
elsdóttur, f. 13.8. 1947, og eiga þau
þrjá syni; Martha Ásdís Hjálmars-
dóttir, f. 27.2. 1951, lektor í Reykja-
vík, gift Þorsteini Arnóri Jónssyni,
f. 25.7. 1951, og eiga þau tvo syni;
Hera, f. 8.10. 1954, lyfjafræðingur í
Reykjavík.
Synir Jakobs Ágústs og Auð-
ar eru Þórir Ómar, f. 3.11. 1969
en börn hans og Arndísar Hönnu
Arngrímsdóttur, f. 24.3. 1972, eru
Óskar Þór, f. 14.4. 1991, og Margrét
Svandís, f. 2.1. 1994; Óskar Ragn-
ar, f. 12.1. 1971, kvæntur Elínu
Gísladóttur, f. 26.1. 1969 en dæt-
ur þeirra eru Auður María, f. 17.3.
1996, Harpa Sigríður, f. 15.3. 1999,
og Eva Rakel, f. 2.12. 2004; Daní-
el, f. 17.8. 1973, kvæntur Hólmfríði
Völu Svavarsdóttur, f. 24.1. 1974,
en börn þeirra eru Anna María, f.
17.2. 2000, Jakob, f. 23.7. 2001, og
Unnur Guðfinna, f. 13.5. 2006.
Synir Mörthu Ásdísar og Þor-
steins Arnórs eru Hjálmar Þor-
steinsson, f. 6.5. 1971, kvæntur
Bóel Hjartardóttur, f. 6.11. 1971, og
eru dætur þeirra Hekla, f. 5.2. 1994,
Martha, f. 31.10. 2001, og Hera, f.
29.11. 2003; Magni Þorsteinsson, f.
18.2. 1976, en kona hans er Hugrún
Dögg Árnadóttir, f. 18.4. 1977 og er
sonur þeirra Míó, f. 30.8. 2008.
Börn Heru og Hafsteins Haf-
steinssonar, f. 17.10. 1953, verk-
fræðings, eru Inga Dís Hafsteins-
dóttir, f. 4.6. 1977, gift Ævari
Karlssyni, f. 27.7. 1971, og eru börn
þeirra Emilía Rós, f. 27.6. 1995,
Hafsteinn Aron, f. 18.7. 1998, Ís-
leifur Karl, f. 19.2. 2005, og Móey
Rögn, f. 14.3. 2009; Vignir Haf-
steinsson, f. 7.10. 1982, en kona
hans er Katrín Ólafsdóttir.
Systkin Svandísar: Ásta Ás-
mundsdóttir, f. 25.7. 1923, d. 29.8.
2000, húsmóðir í Hafnarfirði; Jónas
Ásmundsson, f. 24.9. 1930, fram-
kvæmdastjóri á Bíldudal og síðar
fjármálastjóri Háskóla Íslands.
Foreldrar Svandísar voru Ás-
mundur Jónasson, f. 24.4. 1899, d.
5.3. 1995, sjómaður og verkamað-
ur á Bíldudal, og Martha Ólafía
Guðmundsdóttir, f. 4.4. 1892, d.
18.2. 1960, húsmóðir.
Ætt
Ásmundur var sonur Jónasar, bú-
fræðings í Reykjarfirði Ásmunds-
sonar, föður Matthíasar prófessors
og Maríu, móður Reynis Axels-
sonar stærðfræðiprófessors. Móð-
ir Jónasar var Kristjana Jónsdótt-
ir, móðir Bjargar, móður Jónasar
Tómassonar tónskálds, afa Jónasar
Tómassonar yngra.
Móðir Ásmundar var Jóna Ás-
geirsdóttir, b. á Álftamýri, bróð-
ur Friðriks, langafa Guðmund-
ar J. Guðmundssonar, alþm. og
formanns Dagsbrúnar, og Hrafns
Friðrikssonar yfirlæknis. Ásgeir
var sonur Jóns, pr. á Hrafnseyri Ás-
geirssonar, prófasts í Holti í Ön-
undarfirði Jónssonar, bróður Þór-
dísar, móður Jóns forseta. Móðir
Jóns var Rannveig Matthíasdóttir,
stúdents á Eyri Þórðarsonar, ætt-
föður Vigurættar Ólafssonar, ætt-
föður Eyrarættar Jónssonar.
Martha var dóttir Guðmundar,
búfræðings og barnakennara frá
Hjallatúni í Tálknafirði Björnsson-
ar. Móðir Guðmundar var Þorbjörg
Einarsdóttur, b. á Hallsteinsnesi
Jónssonar, og Margrétar Arnfinns-
dóttur, b. á Hallsteinsnesi, bróð-
ur Helgu, langömmu Björns Jóns-
sonar, ritstjóra og ráðherra, föður
Sveins Björnssonar, fyrsta forseta
lýðveldisins, og Ólafs Björnssonar,
ritstjóra Morgunblaðsins. Helga
var einnig langamma Ara Arn-
alds, afa Ragnars Arnalds, fyrrv.
alþm. og ráðherra og fyrrv. for-
manns Heimssýnar, Samtaka gegn
aðild Íslands að Evrópusamband-
inu. Arnfinnur var sonur Jóns b. í
Gröf Jónssonar, b. í Gröf Snjólfs-
sonar, bróður Styrkárs, afa Ein-
ars, afa Matthísar Jochumssonar,
pr. og skálds, og langafa Muggs og
skáldkvennanna Ólínu og Herdís-
ar Andrésdætra.
Móðir Mörtu var Helga Jóns-
dóttir, útvegsb. á Suðureyri, Þor-
leifssonar, skipstjóra á Bíldudal,
Jónssonar. Móðir Jóns Þorleifsson-
ar var Helga Sigmundsdóttir, b. í
Akureyjum, Magnússonar, sýslu-
manns á Skarði, Ketilssonar. Móðir
Helgu Jónsdóttur var Þórdís Jóns-
dóttir, skipstjóra í Steinanesi í Arn-
arfirði, Jónssonar, bróður Þorleifs.
Móðir Þórdísar var Margrét Sig-
urðardóttir, systir Jóns forseta.
Útför Svandísar var gerð frá
Grensáskirkju sl. miðvikudag.
andlát
Svandís
Ásmundsdóttir
skrifstofumaður í reykjavík
Fædd 28. 6. 1925 - Dáin 5. 7. 2010
40 minning 16. júlí 2010 föstudagur
merkir íslendingar
Helgi
Sæmundsson
ritstjóri og skáld
f. 17.7. 1920, d. 18.2. 2004
Helgi fæddist í Baldurshaga á
Stokkseyri. Hann stundaði nám í
Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja
1936-39 og lauk prófi frá Sam-
vinnuskólanum í Reykjavík vorið
1940.
Helgi var blaðamaður við Al-
þýðublaðið 1943-52, ritstjóri
Alþýðublaðsins 1952-59 og
starfsmaður Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs 1959-90. Hann var auk
þess ritstjóri tímaritsins Andvara
1960-72, átti sæti í úthlutunar-
nefnd listamannalauna 1952-78
og var oft formaður nefndarinnar,
sat í Menntamálaráði Íslands og
var lengi formaður þess, auk þess
sem hann átti fyrir Íslands hönd
sæti í dómnefnd um bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs 1961-
72.
Meðal rita Helga má nefna: Sól
yfir sundum, ljóð, 1940; Sjá þann
hinn mikla flokk (undir dulnefn-
inu Lupus) 1956; Í minningar-
skyni, 1967; Íslenskt skáldatal I-H
(ásamt öðrum), 1973-76; Sunnan
í móti, ljóð 1975; Fjallasýn, ljóð,
1977; Tíundir, ljóð, 1979; Kerta-
ljósið granna, ljóð, 1981; Vefur-
inn sífelldi, ljóð 1987; Streymandi
lindir, ljóð 1997.
Eiginkona Helga var Vaný
Bárðardóttir og eignuðust þau níu
mannvænlega syni. Meðal þeirra
eru Helgi E. Helgason, fyrrv. sjón-
varpsfréttamaður, Sigurður Helga-
son hjá Umferðarráði og Gísli inn-
heimtumaður.
Helgi var gallharður jafnaðar-
maður, átti lengi sæti í stjórn SUJ
og í miðstjórn Alþýðuflokksins um
árabil. Hann var ágætis skáld, tróð
upp í skemmtiþáttum í útvarpi
sem hagyrðingur, m.a. með Steini
Steinarr, og var prýðilegur bók-
menntarýnir. Hann var langt í frá
smáfríður og var í þokkabót áber-
andi málhaltur. En hann var engu
að síður mælskur og orðhepp-
inn, hrókur alls fagnaðar og hvers
manns hugljúfi.
Magnús Jónsson
lagaprófessor og
fjármálaráðherra
17.7. 1878, d. 22.3. 1924
Magnús fæddist að Úlfljótsvatni
í Grafningi og ólst þar upp í for-
eldrahúsum, sonur Jóns Þórðar-
sonar, bónda þar, og Þórunnar
Magnúsdóttur húsfreyju.
Magnús lauk stúdentsprófi í
Reykjavík frá Lærða skólanum
árið 1898, embættisprófi í lögfræði
við Kaupmannahafnarháskóla
1904 og hagfræðiprófi við sama
skóla árið 1907. Hann ílentist ytra
sem opinber embættismaður, var
aðstoðarmaður í danska fjármála-
ráðuneytinu á árunum 1904-16,
var fulltrúi þar 1916-20, auk þess
sem hann stundaði lagakennslu
og málflutningsstörf. Þá var hann
forstöðumaður dýrtíðar- og mat-
vælaskömmtunarskrifstofunnar í
Kaupmannahöfn 1916-20.
Magnús kom heim 1920, og
varð þá lagaprófessor við Háskóla
Íslands.
Illa gekk að mynda ráðuneyti
Sigurðar Eggerz 1922. Á endan-
um fékk hann tvo utanþingsmenn
í stjórnina, Klemens Jónsson sem
varð atvinnu- og samgönguráð-
herra, og Magnús sem varð fjár-
málaráðherra. Magnús gegndi
ráðherraembættinu í eitt ár en
sagði þá af sér enda frábitinn póli-
tískum darraðardansi.
Í ritinu Ráðherrar Íslands, eft-
ir Magnús Storm, fær nafni hans,
Magnús Jónsson, herfilega útreið.
Þar er hann talinn lélegur laga-
prófessor og óstarfhæfur ráðherra.
Palladómarinn viðurkennir þó að
Magnús hafi verið góður náms-
maður, „gervilegur maður og fríð-
ur sýnum og ljúfmenni í viðmóti“.
Líklega er þetta með harðari
palladómum Magnúsar Storms
og að öllum líkindum ósanngjarn,
ekki síst þegar haft er í huga að
Magnús Jónsson sóttist ekki eftir
argaþrasi stjórnmálanna enda var
hann ekki ráðherra nema í eitt ár.