Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 8
PungsPörk Friðbjarnar Orra n Vefsíðan AMX fer mikinn þessa dagana gegn einum tilteknum óvini síðunnar og heimastjórnararms Sjálfstæðis- flokksins. Mað- urinn hefur ekki verið skynsam- ur í fjármálum sínum síðast- liðin ár og féll nýlega dómur í Hæstarétti þar honum var synj- að um greiðsluaðlögun með nokkuð hörðum orðum. Enginn fjölmið- ill hefur viljað snerta á þessu máli þar sem um er að ræða mannlegan harmleik. AMX fjallar hins vegar um málið ítrekað og spyr meðal ann- ars hver kaupi eiginlega þjónustu af gjaldþrota ráðgjafa og sendir þar með sneið til hans. Friðbjörn Orri Ketilsson, AMX-maður, nýtir því hvert tækifæri til að sparka í pung- inn á manninum ógæfusama og er það væntanlega gert í þeirri von að maðurinn láti af andstöðu sinni við heimastjórnarminn ellegar hljóti hann enn verra af. FOrmaður lögmanna í stríði n Formaður lögmannafélagsins, Brynjar Níelsson, á þessa dagana í stríði við Höllu Gunnarsdóttur, tals- mann Femínistafélagsins. Brynjar og Halla skiptast á að senda hvoru öðru pillur í fjölmiðlum. Þrætuepli þeirra er hvort réttarhöld yfir vænd- iskaupendum eigi að vera lokuð eða opin. Halla vill að réttarhöldin séu opin en Brynjar, sem er verjandi í málinu, vill það ekki. Þykir Brynj- ar tala nokkuð niður til Höllu en á hinn bóginn hefur Halla ekki farið mjúkum höndum um Brynjar og meðal annars talað um „hringavitl- eysu“ hans. Á það hefur verið bent af lögmönnum að ekki sé heppilegt að formaður samtaka þeirra eigi í slíkri orðræðu á opinberum vett- vangi þar sem hætta sé á að lesend- ur telji skoðanir hans vera skoðanir Lögmannafélags Íslands. lárus í leiFsstöð n Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, sást bregða fyrir í Leifsstöð á sunnudaginn var. Glitnismaður- inn var að koma frá heimili sínu í London þar sem hann hefur alið manninn að mestu frá bankahruninu árið 2008. Ekki er vitað í hvaða erindagjörðum Lárus er hér á landi og ómögulegt er að ná í hann eins og flestir fjölmiðlamenn vita. Báð- um farsímum hans hefur verið lok- að. Lárus hefur farið því sem næst huldu höfði síðastliðin tvö ár og ekki gefið neinum fjölmiðlum færi á sér. Þess vegna væri mikill akkur í því ef einhver fjölmiðill næði honum í við- tal til að spyrja hann spjörunum úr en ljóst er að Lárus hefur ýmislegt á samviskunni ef marka má samskipti hans við Jón Ásgeir Jóhannesson sem vitnað er til í nýlegum Glitnis- stefnum. sandkorn 8 fréttir 16. júlí 2010 föstudagur Brúðkaups gjafir FU RS TY N JA N Söfnunarstell 13 teg. á lager - Pöntum inn í enn fleiri stell Hnífaparatöskur f/12m. 72 hlutir margar gerðir Hitaföt - margar gerðir Líttu á www.tk.is FALLEGUR KRISTALL K r i n g l u n n i - S í m i : 5 6 8 9 9 5 5 40 ára Vörur á verði fyrir þig Ótrúlegt glasaúrval á frábæru verði Verum vinir á AuglýsingAstjóri í dAgskrárráðinu Einar Logi Vignisson, auglýsinga- stjóri RÚV, situr einnig í dagskrárráði Rásar 2 og hefur þar nokkur áhrif samkvæmt heimildum DV. Hið sama á við um markaðsstjórann Þorstein Þorsteinsson sem situr í dagskrárráði Sjónvarpsins. Fram til þessa hafa flestir fjöl- miðlar lagt ríka áherslu á skilin milli auglýsinga og dagskrár. Undanfarin misseri hefur umræða um aðkeypt efni þeirra farið vaxandi og kastljósið einna helst beinst að útvarpsstöðv- unum, þar með talið Rás 2, og dæg- urmálaþáttum sjónvarpsstöðva, til að mynda Íslandi í dag á Stöð 2. Dag- skrárstjórar þeirra hafa keppst við að hrinda frá sér fullyrðingum um að hægt hafi verið að kaupa tíma und- ir efni í dagskrá fjölmiðlanna. Það hefur Sigrún Stefánsdóttir, dagskrár- stjóri RÚV, meðal annars gert. Gap á milli Sigrún staðfestir þó að auglýsinga- og markaðsmennirnir, Einar Logi og Þorsteinn, sitji í dagskrárráðun- um en vísar á bug gagnrýni á setu þeirra þar. Hún segir þetta gert með hagræðingu og tímasparnað í huga. „Einar Logi situr í dagskrárráði sem fulltrúi markaðsdeildar og það var ég sjálf sem óskaði eftir því að þetta væri svona. Verkefni hans er að fylgjast með svo markaðsdeildin geti verið í takt við það sem við erum að plana. Þannig getur markaðsdeildin vitað af því hvað er í gangi hjá okkur, til að einfalda upplýsingaflæðið. Þetta býður upp á eðlileg tjáskipti, styttri boðleiðir og er eiginlega bara tíma- sparnaður,“ segir Sigrún. „Ef maður vill mála skrattann upp á vegg þá ég skilið gagnrýnina en ég óskaði sjálf eftir að þetta væri svona því mér fannst þarna gap á milli og að markaðsdeildin vissi ekki allt- af hvað við værum að plana. Það er alveg eins sjónvarpsmegin þar sem Þorsteinn situr til að fylgjast með því sama. Þetta er bara hagræðing fyrir báða aðila. Ég stjórna dagskránni og hef dagskrárráðið mér við hlið. Auð- vitað gæti þetta haft þau áhrif að dag- skrá kunni að stjórnast af auglýsing- um en ég læt það ekki gerast.“ Dyr á veggnum Þorgrími Gestssyni, formanni Holl- vinasamtaka RÚV, líst illa á það fyr- irkomulag að blanda svona sam- an deildum auglýsinga og dagskrár. Sjálfur kýs hann frekar togstreitu þar á milli. „Sem gömlum hundi í þessum bransa finnst mér þetta fyr- irkomulag algjörlega fráleitt. Ég er vanari að sjá frekar togstreitu þarna á milli, á milli auglýsinga og ritstjór- na. Þannig á það frekar að vera finnst mér og þessu á ekki að blanda sam- an,“ segir Þorgrímur. Þorbjörn Broddason, prófessor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, telur sérkennilegt að auglýsinga- deild sé boðið sæti í dagskrárráði. Almennt segir hann miður hversu mjög auglýsingar eru farnar að flétt- ast inn í dagskrá fjölmiðla. „Að aug- lýsingastjóri sitji í dagskrárráði tel ég brot á þeirri grundvallarreglu að auglýsingadeild komi ekki nálægt rit- stjórnum. Þar á að vera brunaveggur á milli þó svo að því miður virðist sá veggur oft á tíðum vera hálf hruninn. Það þarf ekki að hlusta lengi á flest- ar útvarpsstöðvar til að heyra aug- lýsingum troðið inn í ritstjórnarefni. Það nær engri átt og er alveg afleitt. Ef síðan beinlínis er tekin ákvörðun um að auglýsingastjóri sitji í dag- skrárráði er bara verið að setja falleg- ar dyr á brunavegginn, með karmi og öllu saman,“ segir Þorbjörn. Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri RÚV, situr einnig í dagskrárráði Rásar 2. Markaðsstjóri stofnunarinnar, Þorsteinn Þorteinsson, situr hins vegar í dagskrár- ráði Sjónvarpsins. trausti HaFstEiNssON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóssins á RÚV, gagnrýndi í viðtali við DV í mars hversu auð- veldlega auglýsendum reynist að kaupa sig inn í dagskrá fjölmiðla. Talaði hann þar sérstaklega um Ís- land í dag á Stöð 2 og Rás tvö og fékk skammir fyrir frá yfirmönnum RÚV. „Ísland í dag hefur markað sér léttari stefnu og það hefur geng- ið vel hjá þeim að fara þá leið. Við viljum blanda saman fréttum, fróð- leik og skemmtun en ekki breytast í skemmtiþátt og því eru áherslur okkar aðrar. Þess utan hefur maður heyrt af, og tekið eftir, að auglýsend- ur virðast geta keypt sig inn í Ísland í dag. Fyrir stuttu var þar umfjöll- un um eitthvert hraðþjónustufyrir- tæki sem sendir páskaegg útí heim og var öll umfjöllunin útbíuð í lógói fyrirtækisins. Mér virtist þetta vera hórerí af verstu sort og gegn þess- ari þróun eiga allir fjölmiðlamenn að berjast því þetta grefur undan ritstjórnarlegu sjálfstæði miðlanna. Ísland í dag er því miður ekki eina dæmið um þetta, því Rás tvö hef- ur tekið þátt í þessu. Og mér finnst ljótt að heyra hórerí á Rás tvö eða sjá það í Íslandi í dag því það geng- isfellir annað efni, sem yfirleitt er prýðilegt, hjá þessum miðlum. Með þessu er auglýsingum laumað aftan að áhorfendum, hlustendum eða lesendum, sem standa í þeirri trú að þeir séu að skoða efni sem byggir á ritstjórnarlegri ákvörðun. Slíkt aug- lýsingavændi kemur ekki til greina í Kastljósi á meðan þessi hópur er í þættinum því það á ekki að ráð- ast á einhverri auglýsingadeild hvert innihald fjölmiðla er. Það er svo engin afsökun við þessu að fjöl- miðlar séu blankir í kreppunni því ef þeir geta ekki staðið vörð um svona grundvallaratriði, hvernig er þeim þá treystandi í öðrum og stærri sið- ferðismálum?“ trausti@dv.is Hórerí fjölmiðlanna Auðvitað gæti þetta haft þau áhrif að dagskrá kunni að stjórnast af auglýs- ingum en ég læt það ekki gerast. Brostinn eldveggur Þorbjörnsegiraf- leitthversumjögauglýsingarerufarnar aðblandastinnídagskrárefnifjölmiðla. Hannsegirveruauglýsingastjóraí dagskrárráðiopnadyráeldveggsem ættiaðveratilstaðar. Einfaldar boðleiðir Sigrúnsegistsjálfhafaóskaðeftirþvíaðmarkaðsmennirnir sitjiídagskrárráðumhjáRÚVtilaðstyttaboðleiðirogsparatíma.Húngætirþessað auglýsingarnarhafiekkiáhrifádagskrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.