Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 4
BUBBI Á KLÁMSÍÐU n Bubbi Mor thens er þekktur af óvæginni samfélagsrýni sinni. Í Pressupistlum sínum kemur hann víða við og hjólar í þá sem honum finnst eiga það skilið. Í síðasta Pressu- pistli sínum kemur hann inn á það fyrir hverja hann hafi unnið og þegið fyrir laun. Segist hann hafa fengist við „allan andskotann“ en þó ekki dópsölu. Lokaorð hann eru nokkuð hnyttin en þar viðurkennir hann að fara stund- um á klámsíður á netinu. „Sú sem er í mestu uppáhaldi hjá honum er AMX,“ skrifar Bubbi. PALLI OG BJÓRINN n Metnaðarleysi Sjónvarpsins undir stjórn Páls Magnússonar virðist ekki eiga sér nein takmörk. Eftir að fótbolt- anum sleppti er keyrt á endur- sýningum og af- sláttarvöru á borð við Popppunkt sem hóf göngu sína á frístöðinni Skjá einum. Þess á milli dynja á fólki bjórauglýs- ingar. Stöðugar dagskrárkynningar dynja á landsmönnum á milli þess að ólíkindin sjást á skjánum. Meðal þess sem er endursýnt eru heimildarþætt- ir um Alfreð Elíasson stofnanda Loft- leiða sem auglýstir eru stöðugt sem um nýmeti væri að ræða. STJÓRNIN VER ÚTVARPSSTJÓRANN n Á æðstu stöðum er vilji til þess að losna við Pál Magnússon úr embætti útvarpsstjóra og koma skikk á rekst- urinn og ekki síður að móta metnaðarfyllri dagskrárstefnu. Þarna kemst Katrín Jakobs- dóttir mennta- málaráðherra hvorki lönd né strönd. Hluta- félagavæðing Ríkisútvarpsins veldur því að stjórn félagsins undir forystu Svanhildar Kaaber fer með æðsta vald þar. Stjórnin hefur staðið dygg- an vörð um útvarpsstjórann og flest hans hlunnindi. Og meðan svo er sit- ur hann sem fastast. EIRÍKUR SNÝR AFTUR n Eiríkur Hjálmarsson, spunameist- ari Orkuveitunnar, hefur átt ágæta vist hjá Reykjavíkurborg og tengdum fyrirtækjum frá því hann snéri baki við fjöl- miðlaheiminum og gerðist aðstoð- armaður Þórólfs Árnasonar, þá- verandi borgar- stjóra. Eftir að Þórólfur hrökkl- aðist úr embætti sínu fékk Eiríkur starf hjá Orkuveitunni þar sem hann sá um að matreiða sannleikann ofan í fyrrverandi kollega. Nú hefur Orku- veitan lánað Eirík í Ráðhúsið þar sem hann sinnir sérverkefnum. HANNES Á ÍSLANDI n Hannes Smárason, fyrrverandi auðkýfingur og íbúi í Lúxemborg, sást skottast um í Sporðagrunnin- um í austurhluta Reykjavíkur á ní- unda tímanum á fimmtudag. Þetta eru stórmerki þar sem auðmaðurinn fyrrverandi hefur farið huldu höfði frá bankahruninu 2008 og hefur sést afar sjaldan hér á landi. Ástæðan fyrir veru Hannesar í Sporðagrunninum var sú að faðir hans, Smári Sigurðsson, býr í Sporðagrunni 1. Spurningin er sú hvaða íslenski fjölmiðill nái fyrst í skott- ið á Hannesi meðan hann dvelur hér. SANDKORN 4 FRÉTTIR 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Ekki liggur fyrir hvaða gögn Seðla- banki Íslands og Fjármálaeftirlit- ið munu senda umboðsmanni Al- þingis vegna þeirra tilmæla sem stofnanirnar lögðu fyrir fjármögn- unarfyrirtæki í lok síðasta mánaðar. Umboðsmaður Alþingis hefur veitt stofnunum frest til að svara erindinu fram til föstudagsins 16. júlí. DV sendi Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands fyrirspurn þar sem óskað er svara við því hvaða gögn stofnanirnar munu senda um- boðsmanni Alþingis. Í svörum Seðla- banka Íslands hefur komið fram að engin sameiginleg skjöluð gögn liggi fyrir um lögfræðiálit vegna tilmæl- anna. Af samtölum DV við starfsmenn stofnananna hefur mátt skilja að formleg úttekt á tilmælunum hafi ekki verið gerð. Þeir hafa heldur ekki viljað upplýsa um hvaða lögfræðing- ar fóru yfir tilmælin og hvers vegna þeir komust að þeirri niðurstöðu að tilmælin styddust við lög. Eina svarið sem DV fékk frá Seðla- banka Íslands um lögmæti tilmæl- anna var eftirfarandi: „Tilmælin eru í samræmi við lagaheimildir eins og nánar verður útlistað í svari til Um- boðsmanns, enda hefðu þau ella ekki verið gefin. Tilmælin voru vel grunduð og mikil vinna lá að baki þeirra. Við þá vinnu var stuðst við margvísleg gögn sem stofnanirnar höfðu í sínum fórum. Lögfræðingar stofnananna fóru vandlega yfir til- mælin áður en þau voru send.“ Í svari Seðlabanka Íslands segir það hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvaða gögn verði send til um- boðsmanns Alþingis. Auk þess sé óeðlilegt að skýra frá efni bréfsins áður en um- boðsmaður Alþingis fær það í hendur. Í tilmælunum var því beint til fjármögnunarfyrirtækja að þau miði við lægstu vexti Seðlabanka Íslands við endurreikning lána. Ekki hefur verið sátt um þessi til- mæli og hafa lögfróðir menn sem DV hefur ráðfært sig við talið að stofnanirnar hafi brot- ið lög með þeim. Í haust verð- ur líklega skorið úr um fyr- ir dómstólum hvort skuli miða við samningsvexti eða lægstu vexti Seðlabanka Ís- lands við endurreikning lánanna. rhb@dv.is Umboðsmaður Alþingis býst við bréfi í dag, föstudag: Ekkert gefið upp um innihaldið Vildu tryggja fjármálastöðugleika Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabanka- stjóri, lagði áherslu á að fjármálastöðug- leiki yrði tryggður þegar hann kynnti tilmælin. ATLI LAUS EFTIR NÍU ÁR Í FANGELSI Atli Helgason, lögfræðingur og fyrr- verandi fótboltamaður, er laus af Litla-Hrauni eftir níu ára fangelsis- vist. Hann er nú kominn á áfanga- heimilið Vernd þar sem hann dvelur síðustu mánuði afplánunarinnar. Atli var var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2001 fyrir að myrða Einar Örn Birgisson í lok árs 2000. Hann losn- ar því út eftir að hafa setið af sér um helming dómsins. Atli og Einar Örn voru viðskiptafé- lagar og ráku saman verslunina Gap á Laugaveginum. Þeir höfðu báðir getið sér gott orð sem fótboltamenn áður en þessi mikli harmleikur átti sér stað. Umfjöllun um morðmálið tröllreið íslensku samfélagi árið 2000 og 2001 þegar lögreglan rannsakaði málið og þegar réttað var yfir Atla. Atli réð Einari Erni bana með hamri á bílastæði í Öskjuhlíðinni. Samkvæmt fréttum frá þessum tíma deildu þeir Einar Örn og Atli um fjármál sem tengdust rekstri verslun- arinnar og mun Atli hafa verið und- ir áhrifum örvandi lyfja þegar hann myrti Einar. Í dómnum var tekið fram að ekkert hefði bent til þess að Atli hefði verið búinn að taka ákvörðun um að myrða Einar áður en þeir hitt- ust og mátti skilja hann sem svo að Atli hefði gert það í stundarbrjálæði. Atli vill ekki tjá sig Aðspurður vill Atli ekki ræða um stöðu sína um þessar mundir og af- þakkar beiðni um viðtal. „Nei, það geri ég ekki. Það er nóg komið af þessari umræðu. Það finnst mér,“ segir Atli en líkt og áður kom fram var gríðarlega mikið rætt um þetta mál á sínum tíma. Eftir því sem næst verður komist er hluti ástæðunnar fyrir því af hverju Atli losnar af Litla- Hrauni núna sú að hann hegðaði sér vel meðan á afplánuninni stóð. Á Vernd mun Atli fá hjálp við að „aðlagast aftur lífinu í íslensku sam- félagi“ síðustu mánuði refsivist- arinnar, eins og segir á heimasíðu Verndar. „Dvöl í húsinu er áfangi út í lífið eftir að hafa lent í hretviðri lífs- ins og hrasað illilega,“ segir þar einn- ig.  Nokkrir tugir fanga fá að dvelja á Vernd á hverju ári og eru um fimmt- án sem dvelja þar í hvert skipti. Hátt í sjö hundruð fangar hafa dvalið á Vernd frá árinu 1995 og hafa um 90 prósent þeirra staðist þau skilyrði sem sett hafa verið á áfangaheimil- inu. Eftir því hvernig Atli hefur hegð- að sér það sem af er afplánuninni er afar líklegt að hann geri það einnig. Ekki kominn út í lögmennsku DV hafði heyrt af því að Atli hefði hafið störf sem lögfræðingur hjá Jóni Egilssyni lögmanni, en Jón gætti hagsmuna Atla í réttarhöldunum fyrir nærri tíu árum. Í samtali við DV segir Jón hins vegar að ekkert sé hæft í þessum sögusögnum og að Atli hafi ekki hafið störf á lögmanns- stofu hans. Atli segir að ein af ástæðunum fyrir því af hverju hann vill ekki koma í viðtal sé sú að fólkið í kring- um hann sé rétt að byrja að jafna sig og hann vilji ekki að málið komist í hámæli aftur. „Fólk er rétt að byrja að jafna sig á þessu núna,“ segir Atli en með þessu á hann væntanlega við fjölskyldu sína og aðstandendur en fram kom í fréttum á sínum að Atli ætti konu og börn. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Fólk er rétt að byrja að jafna sig á þessu núna. Atli Helgason er laus af Litla-Hrauni eftir níu ára fangelsisvist. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2001 fyrir að myrða Einar Örn Birgisson með hamri. Atli dvelur nú á áfangaheimilinu Vernd og verður þar síðustu mánuði afplánunarinnar. Atli segir að fólkið í kringum hann sé rétt að byrja að jafna sig á málinu. Laus eftir níu ár Atli er laus af Litla-Hrauni og dvelur nú á Vernd. Morðið á Einari Erni vakti mikla athygli og óhug fyrir tæpum tíu árum. Atli segir að nóg sé komið af umræðu um morðið og að fólk sé rétt nýbyrjað að jafna sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.