Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 34
34 viðtal 16. júlí 2010 föstudagur sem rataði á sjónvarpsskjái landsmanna held- ur var hann í viðtölum og tók myndir fyrir fjölda erlendra stöðva og var meðal annars í viðtali við Aljazeera-fréttastöðina sem sendir út á hundruð milljóna heimila um allan heim. EldgosafluggEggjari „Ég ætlaði ekkert að eyða svona miklum tíma í þetta gos. Ég sogaðist hálfpartinn inn í að eyða svona miklum tíma með erlendum sjónvarps- stöðvum.“ Ómar segist ekki hafa tölu á öllum sjónvarpsstöðvunum sem hann aðstoðaði eða vann með í kringum gosin en hann segir verk- efnið bæði hafa verið krefjandi og skemmtilegt. „Ég er búinn að kynnast svo mörgu erlendu sjónvarpsfólki, kvikmyndatökufólki, blaða- mönnum og ljósmyndurum um áratugaskeið sem fylgdarmaður að það var haft samband við mig úr öllum áttum. Ég er búinn að fljúga með þetta fólk um landið, leiðbeina því og hjálpa því við að gera sína þætti, myndir eða jafnvel ljós- myndabækur. Þegar eldgosið byrjaði þá bara sópaðist þetta fólk upp hér.“ Eftir að hafa komið fram á svo mörgum er- lendum sjónvarpsstöðvum segist Ómar hafa upplifað nokkuð sem hann þekkti ekki áður. „Núna eru erlendir ferðamenn farnir að labba upp að mér og segjast þekkja mig úr sjónvarp- inu í sínu heimalandi. „Þú ert þessi eldgosaflug- geggjari,“ segja þeir eða eitthvað í þá áttina. „WhErE is that in thE statE?“ Þrátt fyrir að gosið sé nú búið segir Ómar að enn sé hingað stríður straumur af ferða-, fjölmiðla- og vísindamönnum vegna þess. „Kannski tek ég bara svona mikið eftir þessu því það er alltaf ver- ið að hafa samband við mig. En það hefur verið hér stöðug umferð af fólki sem hefur mikil áhrif erlendis. Þetta fólk á eftir að dreifa þekkingu um land og þjóð og ekki bara um gosið.“ Ómar er harður á því að gosið sé besta mögu- lega landkynning sem Ísland hafi nokkru sinni fengið. „Þetta eldgos er eitthvað það besta sem gat komið fyrir landið,“ segir Ómar og tekur fram að hann meini í víðari skilningi og hann hafi að sjálfsögðu samúð með þeim sem hafi átt um sárt að binda vegna öskufalls. „Menn eiga eftir að átta sig á því seinna að þetta eldgos er það sem kom Íslandi loksins á landakortið. Leiðtogafundur- inn kom og fór. Eldgosið hafði áhrif á allt mann- líf í Evrópu, Ameríku og víðar. Það vita núna all- ir hvar Ísland er í heiminum. Það er ekki lengur þannig að Bandaríkjamenn segi: „Where is that in the state?“ þegar maður segist vera frá Íslandi. Við höfum alveg stórkostlegt tækifæri til þess að byggja ofan á það sem allir þessir fjölmiðla- menn, ljósmyndarar, höfundar og fleiri hafa ver- ið að gera hérna.“ Einstakt myndEfni Auk þess að hafa hjálpað erlendum aðilum í kringum gosið hefur Ómar eins og svo oft áður einbeitt sér að því að ná einstöku myndefni af náttúruhamförunum. „Það sem heillar mig er að geta byggt á mik- illi reynslu til þess að ná myndum sem annars færu forgörðum. Þess vegna hef ég nánast ekkert komið undir Eyjafjöll allan gostímann. Það eru bara aðrir í því. Sem gera það jafn vel eða jafn- vel betur en ég. Ég hef einbeitt mér að því að ná myndefni af því sem enginn annar getur náð.“ Nefnir Ómar sem dæmi myndskeið af því þegar höggbylgjur þeyttust frá gígnum í gegnum öskumökkinn og gosefnin. Þannig að sjá mátti hljóðöldurnar berast í gegnum gosefnin og þeyta þeim á hljóðhraða í bogadregnum hálfhringum. „Fólk heldur að þetta sé eitthvað voðalega til- viljunarkennt en að baki einni ljósmynd eins og birtist í Morgunblaðinu af gígnum eftir gosið er margra vikna vinna. Að finna út hvenær þú get- ur náð þessari ljósmyndari og þú veist að það er ekki hægt nema vera eins nálægt fjallinu og hægt er. Svo sérðu það gerast sem þú áttir von á en gast ekki treyst á. Að fjallið hreinsi sig og það endist í klukkutíma. Kominn, tekur myndina, farinn.“ Ómar segir ekkert þýða að ætla að leggja af stað frá Reykjavík þegar aðstæður sýnast réttar á vefmynd í tölvu, heldur verði maður að vera á staðnum þegar það gerist. Þakklátur Bjarna fEl „Allur minn ferill byggist á þessu. Þú þarft al- veg gríðarlegan undirbúning hvern einasta dag. Það þýðir ekkert að sitja á rassgatinu þegar eitt- hvað gerist og fara þá að safna saman einhverj- um búnaði, kíkja á landakort og undirbúa brott- för. Ég hef alltaf kappkostað að vera með allt klárt þannig að ég geti bara hoppað upp í vél og af stað.“ Ómar segir að fréttamannsferill hans hafi verið svona frá upphafi. Því vegna landafræði- ástríðu sinnar hafi hann verið tekinn úr íþrótt- um yfir í fréttir og sendur af stað. „Þá lá mikið við og það gafst ekki tími til að undirbúa neitt eða skoða landakort þannig að ég var bara sendur af stað. Það hefði ég nú ekki getað gert ef ég hefði ekki haft yndislegan mann til þess að leysa mig af, hann Bjarna Felixson. Bjarni er þess vegna maður sem ég ætti kannski að nefna oftar. Því ef ég hefði ekki haft hann Bjarna Fel til að hlaupa í skarðið fyrir mig þá hefðu hlutirnir kannski þró- ast á allt annan veg. Fyrir bæði mig og hann.“ En hvernig er tilfinningin þegar Ómar hittir naglann á höfuðið og nær þessum augnablikum á filmu? „Þá líður manni bara eins og íþrótta- manni sem er búinn að æfa fyrir eitthvað í marga mánuði og sér afraksturinn. Það gerir mér líka kleift að sætta mig við öll töpin. Þessi stóru sem ég missti af.“ Ómar segist þó enn eiga erfitt með að sætta sig við að hafa misst af því sem hann segir að hefði orðið myndskeið síðustu aldar. „Ég var meira að segja búinn að undirbúa það lengi. Ég var svo óheppinn að ég átti að vera með beina útsendingu sama kvöld í Kastljósi. Ég hefði betur farið í leiðangurinn og náð þessari mynd og látið Kastljósið eiga sig.“ Atvikið sem Ómar nefnir var hápunktur síð- asta þorskastríðsins. „Ég var búinn að fá lánaða flugvél sem hafði allt að 12 tíma flugþol. Ég ætl- aði að fljúga út á miðin í logni sem kæmi eftir brælu. Finna togarana sem ég vissi að væru ein- hvers staðar við Hvalbak og hringsóla yfir þang- að til varðskipið léti til skarar skríða. Í þetta sinn var það varðskipið Ægir sem ætlaði að klippa aftan úr togara, en herskipið Falmouth sigldi þá svo harkalega á Ægi að hann lagðist á hliðina. Guðmundur Kærnested lét þá setja á fulla ferð og rétta varðskipið upp sem sigldi að togara og klippti aftan úr honum vörpuna.“ næstum Því drukknaður Á öllum þessum ferðum sínum hefur Ómar lent í ýmsum háska og nokkrum sinnum lífshættu- legum. „Ég hef lent í alls konar áföllum og sum- um mjög furðulegum. Svona starf gengur bara ekkert áfallalaust fyrir sig. Kannski var ég einna hættast kominn í Reykjafjarðará við Ísafjarðar- djúp klukkan sex að morgni í byrjun febrúar árið 1993.“ Ómar var þá einn á ferð um nótt og ók yfir Steingrímsfjarðarheiði. „Ég var á leiðinni til Bol- ungarvíkur. Það hafði verið asahláka um daginn og vatnavextir áður en rauk svo upp með norð- vestanátt. Heiðin lokaðist á eftir mér og það hafði snjóað ofan á svellbunka á veginum á undan mér sem ég sá ekki.“ Ómar lenti á svellinu og við það rann bíllinn af stað. Ekki nóg með það heldur var brúin yfir Reykjafjarðará fram undan. „Þá kom gömul æf- ing úr rallinu að góðum notum. Í stað þess að reyna að ná brúnni, fara á handriðið og steypast út í ána beygði ég bara út af og fór beint áfram al- veg niður í á. Fram af skör. Þegar ég ætlaði svo að bakka upp á skörina brotnaði hún undir bílnum hægra megin og bíllinn valt á hvolf ofan í ána.“ fékk lánaðan fjósagallann Í kolniðamyrkri og kulda fór Ómar á kaf í ána en hafði heppnina með sér. „Ég var svo heppinn að ég var með fjóra kastara uppi á þakinu á bílnum sem kveikt var á og ljósið slokknaði ekki á þeim niðri í hylnum. Þannig komst ég út úr bílnum en annars hefði mér aldrei tekist það.“ Ómar var líka svo lánsamur að húddhornið endaði uppi á stór- um steini sem gerði það að verkum að bíllinn fór ekki til botns. „Þá hefði slökknað á ljósunum og ég króknað og drukknað.“ Þrátt fyrir að Ómar hafi verið á minna en eins kílómetra hraða þegar skörin gaf sig og bíllinn valt segir hann bílbeltið hafa bjargað sér. „Það kom í veg fyrir að ég slengdist niður í vatnið þeg- ar bíllinn fór á hvolf.“ Ómar var illa hrakinn og kaldur þegar hann komst út úr bílnum og halt- raði til næsta bæjar. „Allar græjurnar mínar voru í bílnum og eyði- lögðust. Ég fékk lánaðan fjósagallann af bónd- anum, náði að komast í flugvél til Ísafjarðar og keypti einu myndavélina sem þar var til sölu. Fór svo til Bolungarvíkur og kláraði fréttina. „The show must go on.““ Ómar hefur einnig lent í ýmsu á flugferðum sínum en hann segir að betur fer sé langt síðan eitthvað slíkt hafi hent hann á flugi. „Þetta hef- ur gengið áfallalaust fyrir sig í ein 23 ár. Síðasta óhappið var á Mývatnsöræfum. Við soguðumst inn í hvirfilbyl og flugvélin brotlenti. Ég hef alltaf verið svo heppinn að sleppa tiltölulega ómeidd- ur þegar eitthvað hefur komið fyrir en ég minn- ist þess á hverjum degi hvað ég fór vel út úr því óhappi þann 24. maí 1987. Ég held upp á það og þakka Guði þann dag árlega.“ „rólEgur ÞEgar Enginn sér mig“ Þótt Ómar segist sjálfur vera rólyndismaður kannast flestir við hann á fullu spani. Allt frá því að vera að skemmta og syngja, berjast fyrir náttúru landsins á pólitíska sviðinu og yfir í að fljúga innan um svífandi hraunborgir í eldgos- um. Hvernig tekst Ómari að halda öllum þessum boltum á lofti? Er hann alltaf á fullu? „Nei, nei, nei. Þetta byggist allt á orkunýtingu. Ég tek sem dæmi fyrsta leik Þjóðverjanna á HM. Hvað sá ég út úr því? Orkuskipulag. Þeir voru að dóla með boltann löngum stundum sýndist manni. En þeir voru í raun og veru að hægja á liðinu til þess að geta sett það á fullt nógu oft.“ Ómar segir dæmi um hið andstæða vera Rússa á síðasta Evrópumóti. „Þá voru þeir á fullu allan leikinn enda sprungu þeir á miðju móti.“ Hann segir að galdurinn sé að átta sig á því hvaða orkuforða maður hefur og passa að hann klárist aldrei. „Fólk sér mig ekki þegar ég er einn alltaf kátur Þrátt fyrir erfiðleika er Ómar alltaf kátur og hann ætlar að fagna 50 ára skemmtanaafmæli með landsmönnum í haust. mynd hörður svEinsson Ég fékk lánaðan fjósagallann af bóndanum, náði að komast í flugvél til Ísa- fjarðar og keypti einu myndavélina sem þar var til sölu. fór svo til Bolungarvíkur og kláraði fréttina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.