Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Mögulegt tap af sölunni á trygginga- félaginu Sjóvá gæti fallið á íslenska ríkið, og þar með íslenska skattgreið- endur, að mestu leyti. Íslandsbanki er með tryggingafélagið í söluferli og stendur einn mögulegur kaupandi eftir samkvæmt Árna Tómassyni, for- manni skilanefndar Glitnis. Íslenska ríkið á nærri 80 prósenta hlut í trygg- ingafélaginu og Glitnir og Íslands- banki eiga rúm 20 prósent. Árni vill af skiljanlegum ástæðum ekki greina frá því hvaða kaupandi stendur eftir en segir að deilt sé um verð og önnur samningsatriði. Verð- ið sem er deilt um er væntanlega þeir 16 milljarðar króna sem núverandi eigendur Sjóvár þurftu að leggja inn í tryggingafélagið til að bjarga því frá gjaldþroti. Þar af lagði íslenska rík- ið Sjóvá til tæpa 12 milljarða. Heim- ildir DV herma hins vegar að um sé að ræða fjárfestahóp á vegum Heið- ars Más Guðjónssonar, fyrrverandi starfsmanna Novators, félags Björg- ólfs Thors Björgólfssonar. Heiðar Már er búsettur í Sviss um þessar þar sem hann starfar fyrir vogunarsjóð. Fall Askar Capital og Avant í vik- unni breytir þó ekki miklu um fram- tíð Sjóvár jafnvel þó að hluti þeirra eigna sem ríkið lagði inn í Sjóvá til að bjarga því frá þroti hafi verið skulda- bréf Askar Capital og Avant. Ástæðan er sú að skuldabréf Askar og Avant eru tryggð með öðrum bréfum sem eru með rík- isábyrgð. Ís- lenska ríkið er því alltaf í ábyrgð fyrir eignunum sem voru settar inn í Sjóvá og skiptir staða Askar og Avant því á endanum ekki höfuðmáli fyrir Sjóvá þar sem þessi ríkisábyrgð er fyrir hendi. Áhættufjárfestingar bjuggu gatið til Leggja þurfti Sjóvá til milljarðana 16 því eignarhaldsfélagið Milestone, eigandi Sjóvár, hafði gengið svo á eignir félagsins að það uppfyllti ekki lengur skilyrði Fjármálaeftir- litsins um gjaldþol tryggingafélaga. Tryggingafélög þurfa alltaf að eiga nægilega miklar eignir til að geta greitt viðskiptavinum sín- um það tjón sem þeir eru tryggð- ir fyrir. Milestone hafði hins vegar notað peninga viðskiptavinanna í áhættufjárfestingar víða um lönd, meðal annars í Makaó í Asíu og eins í Vafningsfléttunni sem nokk- uð hefur verið rætt um í DV. Þessir fjármunir töpuðust síðan og mynd- uðu gat í eignasafni Sjóvár sem rík- ið, Glitnir og Íslandsbanki fylltu upp í tímabundið. Ætlun þeirra er nú að reyna að ná þessum fjármunum til baka með sölu Sjóvár. Vonandi fæst rétt verð Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upplýs- ingafulltrúi fjármálaráðuneytisins, segir að ekki liggi ljóst fyrir hvaða áhrif salan á Sjóvá muni hafa á eigna- safn Seðlabanka Íslands sem heldur utan um hlut ríkisins í tryggingafé- laginu. „Seðlabankinn er bara með þetta inni í sínu eigna- umsýslufélagi. Þar með er þetta á hans forræði. Ekki er hægt að gera sér grein fyrir því í dag hvaða áhrif salan á Sjóvá hefur á eignaum- sýslufélagið. En vonandi verður kaupverðið það sem lagt var upp með þannig að ríkissjóður tapi ekki á því að hafa bjargað trygginga- félaginu,“ segir Rósa Björk. Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokks- ins, hefur mikið velt fyrir sér aðkomu ríkisins að Sjóvá eft- ir inngripið í starfsemi trygg- ingafélagsins í fyrra og hef- ur spurt spurninga á þingi um þessa aðkomu sem og um áhrif falls Askar og Av- ant á Sjóvá. Þingkonan vill að málið verði tekið upp á fundi í viðskiptanefnd Alþingis og verður málið rætt á næsta fundi hennar. „Þegar íslenska ríkið setur skuldabréf Askar og Avant inn í Sjóvá virðist vera að þeir hafi gert sér grein fyrir því að Askar væri illa statt. Þess vegna setja þeir þessar tryggingar með skuldabréfunum. Því spyr mað- ur sig hvort ekki hefði verið eðlilegra að setja þessi bréf með ríkisábyrgð- inni inn í Sjóvá frekar en skuldabréf Askar. Ég átta mig ekki á því af hverju þetta var gert svona og ætla að fá svör við þeim spurningum á þessum fundi í viðskiptanefnd. Ég vil fá að vita hver ástæðan er fyrir allri þessari pappírsleikfimi sem mér finnst lykta óþarflega mikið af 2007,“ segir Eygló. Erfitt að átta sig á tapinu Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Sjóvár, Ólafur Njáll Sigurðsson, seg- ir að fall Askar muni ekki hafa nein áhrif á tryggingarekstur Sjóvár en að reyna muni á þær ríkisábyrgðir sem eru á bak við Askarbréfin sem lög voru inn í félagið. Hann segir jafnframt að erfitt sé að segja til um hvort íslenska ríkið muni tapa einhverjum fjármunum með sölunni á Sjóvá en DV leitaði til hans með þessa spurningu. „Það er engin leið að átta sig á því. Þar til síð- ustu bréfin í Sjóvá verða seld og þar til fyrir liggur hversu mikið fæst fyr- ir félagið þá er ekki hægt að segja til um það. Það verður að meta þetta út frá því hversu mikið fáist fyrir félagið og hvort það verður svipuð upphæð og var lögð inn í það. Við starfsmenn Sjóvár erum annars ekkert inni í þessu söluferli. Það eru eigendur félagsins sem sjá um söluna og þeir verða að ræða um það,“ segir Ólaf- ur Njáll en fastlega má ætla að rík- ið, Glitnir og Íslandsbanki ætli sér að reyna að koma út á sléttu í viðskipt- unum með tryggingafélagið. Alls ekki er þó ljóst að af þessu verði en til marks um það má vitna til orða Árna Tómassonar í DV fyr- ir skömmu þar sem hann sagði að deilt væri „um verð og einhver önnur samningsatriði“ í viðræðunum um söluna á Sjóvá. Bjarni sagði ríkið líklega ekki tapa Áhugavert verður að fylgjast með niðurstöðunni úr söluferlinu á Sjó- vá og hversu hátt verð mun fást fyr- ir félagið. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú að þá mun liggja ljóst fyrir hversu miklu íslenska ríkið mun tapa á því að hafa bjargað félaginu í kjöl- far áhættufjárfestinga og taps Miles- tone. Í desember í fyrra ræddi DV við Bjarna Benediktsson, formann Sjálf- stæðisflokksins, um aðkomu hans að viðskiptum eignarhaldsfélags- ins Vafnings og Þáttar Internation- al - Bjarni veðsetti hlutabréf pabba síns og frænda í Vafningi fyrir láni frá Glitni. Sjóvá kom svo einnig að Vafn- ingsfléttunni en eigendur trygginga- félagsins, Milestone-bræður, áttu Vafning með fjölskyldu Bjarna. Þá var eitt af umræðuefnunum hversu miklu íslenska ríkið myndi tapa vegna björgunaraðgerða ríkisins á félaginu. Bjarni sagði að ekki væri ljóst hvort ríkið myndi tapa á við- skiptunum. Þetta var rétt hjá Bjarna og eiga þessi ummæli ennþá við í dag. Orðrétt sagði Bjarni: „Hvenær lagði ríkið fram peninga sem það fær ekki til baka? Væntanlega mun ríkið ekki bera neinn skaða af þessu. Þegar þú segir að ríkið tapi þeim peningum þá verður það að vera komið í ljós að ríkið fái þá peningana ekki til baka. Þegar maður tapar einhverju þá fær maður það ekki endurgreitt sem maður lánar,“ en Bjarni var ósáttur við að fullyrt hefði verið í blaðinu að íslenskir skattgreiðendur þyrftu að leggja félaginu til ákveðna upphæð. Á næstunni mun væntanlega koma í ljós hvort og þá hversu miklu íslenska ríkið mun tapa vegna Sjó- vár og áhættufjárfestinga eigenda tryggingafélagsins og viðskiptafélaga þeirra, meðal annars Bjarna Bene- diktssyni. Íslenska ríkið gæti tapað einhverju af þeim tæplega 12 milljörðum króna sem lagðir voru inn í Sjóvá í fyrra. Áhættufjárfestingar knésettu Sjóvá, meðal annars Vafningsviðskiptin. Framkvæmdastjóri hjá Sjóvá segir of snemmt að spá fyrir um hugsanlegt tap ríkisins og undirstrikar að starfsemi Sjóvár sé tryggð. Upplýs- ingafulltrúi fjármálaráðuneytisins segir að bíða þurfi eftir að gengið verði frá sölunni á Sjóvá. TAPIÐ AF SJÓVÁ GÆTI LENT Á RÍKINU INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is En vonandi verð-ur kaupverðið það sem lagt var upp með þannig að ríkis- sjóður tapi ekki á því að hafa bjargað trygginga- félaginu. ögurstund ögmundar F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð syngjandi sýslumaður á Catalinu Hetjurnar í Hornunum neytendur Ljúffengar smákökur Töpuðu MILLJöRðuM á LÚXuSTuRNI í aSíu: : n uppskriftir að draumakökum dv.is miðvikudagur o g fimmtudagur 9. – 10. deseMBeR 2 009 dagBlaðið vísi R 162. tBl. 99. áRg. – veRð k R. 395 BJARNI BEN Í BRASKI fóLk yrkir um ástarsorg og kLikkun fóLk Langaði að berja atLa 24 SÍðNA SéRBlAð AKuREyRI sport n með umboð frá föður og frÆn da n engeyjarÆtt m eð Wernersson um n sjóvá tapaði 3, 2 miLLjörðum n fjárfestu í asís ku Las vegas vann 14 miLLjónir í póker n tvítugur garð bÆingur spiLar á nóttu nni fréttir n á varLa afturk vÆmt í ríkisstjórnina Vertu þinn eigin læknir fólk F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Fyrst lúxusturn en svo breskar búðir: bjarni í breskri útrás dv.is mánudagur og þriðjudagur 14. – 15. deseMBeR 2009 dagBlaðið vísiR 164. tBl.99. áRg. – veRð kR. 395 n fjárfesting Wernersbræðra og engeyinga n Vafningur keypti litla-baug á 5,4 milljarða n sjóVá lánaði 10,6 milljarða í útrásina n bjarni Veðsetti Vafning fyrir tVeimur lánum n Vildi stöðVa umfjöllun dV n þrír menn í bráðri lífshættu á þaki jeppa í straumharðri á „þakklátur fyrir að Vera á lífi“ fréttir ramos leitar að eiginkonu fólk besta hangikjötið úr þingeyjarsýslum neytendurn matgæðingardV dæma gjafmilt actaVis: tugmilljóna jólagjafir kynlíf til að nálgast guð foreldrar ánægðir með Verðlaunaféð fréttir fréttir n íslenskur sértrúarsöfnuður fréttir F R J Á L S T , Ó H Á Ð D A G B L A Ð 22. – 24. JANÚAR 2010DAGBLAÐIÐ VÍSIR 9. TBL. – 100. ÁRG. – VERÐ KR. 595 n FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS FLÆKTUR Í MILLJARÐAPLOTT UM AÐ TAKA BÓTASJÓÐ SJÓVÁR n VAFNINGUR ENGEYINGA OG MILESTONE TIL RANNSÓKNARn SEXTÁN MILLJARÐAR TEKNIRÚR SJÓVÁ Á EINUM DEGI SVONA TÓKU ÞEIR SJÓÐINN YFIRHEYRSLUR HJÁ SAKSÓKNARA VEGNA BÓTASJÓÐS SJÓVÁR: ÞAÐ SEM ÞÚVISSIR EKKI UM STRÁKANA Draumalíf Anitun PAPPARASSARNIR ERU FARNIR AÐ ELTA ANITU BRIEM Í HOLLYWOOD TILBOÐ GILDIR TIL 31. JANÚAR 2010 Í SAL OG SÓTT GRENSÁSVEGI 10 HRAUNBÆ 121 www.rizzo.is YFIRHEYRÐUR YFIRHEYRÐURBENDIR Á KARL BENDIR Á ÞÓR VAFNINGUR FÉKK LÁN HJÁ SJÓVÁ UPPSAGNIR RÚV: SONUR KALLA Í PELSINUM:YFIRHEYRSLAN„SKRÍTINREYNSLA“ SKAPOFSIHANDTEKINN STJÖRNURFJÚKAn SÍÐASTA VERK ÞÓRHALLS Sagði ríkið ekki bera skaða BjarniBenediktssonsagðií viðtaliviðDVíloksíðastaárs aðíslenskaríkið,ogþarmeð íslenskirskattgreiðendur,myndu væntanlegaekkiberaneinn skaðaafbjörgunríkisinsáSjóváí fyrra.Þettaerallsekkivístvegna þessaðekkiliggurfyrirhvað Sjóváverðurseltfyrirmikið. Fall Askar undirstrikar áhættuna KarlogSteingrím- urWernerssyniráttuSjóvá enTryggviÞórHerbertsson varforstjóriAskarCapital lengstaf. 9. desember 2009 14. desember 2009 22. janúar 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.