Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 16. júlí 2010 FRÉTTIR 25 Indland tekur upp merki fyrir rúpíu Indversk stjórnvöld hafa tek- ið í notkun sérstakt merki fyrir gjaldmið- il landsins, indversku rúpíuna. Rú- pían er að- eins fimmti gjaldmið- ill heims sem tákn- að er með myndrænu merki, en allir þekkja merkin sem notuð eru fyrir banda- ríkjadalinn, breska pundið, evruna og japanska jenið. Indverjar segja að upptaka merkisins sé táknræn fyrir aukinn efnahagsmátt landsins í heiminum. Samkeppni var haldin um merk- ið nýja og bárust Seðlabanka Ind- lands þrjú þúsund tillögur. Eftir að valnefnd, sem seðlabankastjórinn, listamenn og hönnuðir skipuðu, voru fimm merki tilnefnd. Sigurveg- arinn var meistaraprófsneminn D. Udaya Kumar, sem fékk um 600 þús- und íslenskar krónur fyrir. Lenti í klóm CIA Shahram Amiri, íranski vísinda- maðurinn, sem stjórnvöld í Íran saka bandarísku leyniþjónustuna um að hafa rænt, var ákaft fagnað þegar hann kom heim til Tehran á fimmtudaginn. Amiri segir að bandarískir leyniþjónustumenn hafi klófest hann þegar hann var staddur í pílagrímsferð í Sádi-Arabíu. „Þeir sprautuðu mig með svefnlyfjum og fluttu mig til Bandaríkjanna með herflugvél. Ég var beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi í yfirheyrslum hjá CIA,“ segir hann. Bandarísk stjórn- völd vísa þessu á bug. Argentína leyfir hjónabönd sam- kynhneigðra Argentína varð á fimmtudag fyrsta land Suður-Ameríku til að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Efri deild argentínska þingsins sam- þykkti það á fimmtudag. 33 atkvæði studdu lagabreytinguna, 27 voru á móti og þrír nýttu ekki atkvæðisrétt sinn. Cristina Fernández de Kirc- hner forseti var stödd í opinberri heimsókn í Kína en sagði í fjölmiðl- um að lagabreytingin hefði „jákvæð áhrif á baráttuna fyrir réttlæti minni- hlutahópa“. Málið olli deilum í Arg- entínu og söfnuðust stuðningsmenn andstæðra fylkinga saman fyrir utan þinghúsið í Buenos Aires. Púertóríkanski söngvarinn Ricky Martin fagnaði lagabreytingunni. „Þetta er stórkostlegt skref hjá stór- kostlegri þjóð. Takk Argentína fyrir að vera fordómalaust og upplýst land. Til hamingju,“ segir söngvar- inn ástsæli. Ríki Suður-Ameríku hafa á síðustu árum sýnt aukinn samstarfsvilja og stofnuðu Samband Suður-Amer- íkuþjóða (UNASUR) árið 2008 sem er vísir að efnahags- og stjórnmála- bandalagi í ætt við Evrópusamband- ið. Stofnsáttmáli UNASUR var undir- ritaður í maí árið 2008 í Brasilíuborg, höfuðborg Brasilíu. Samkvæmt hon- um verða höfuðstöðvar sambands- ins í Quito í Ekvador, Suður-Amer- íkuþingið verður í Cochabamba í Bólivíu og seðlabanki sambandsins Banki suðursins, verður í Caracas í Venesúela. Stofnun ríkjabandalagsins kem- ur í kjölfar vinstribylgju sem hófst í Suður-Ameríku upp úr aldamótum. Hægriflokkar hafa víðast hvar misst völdin vegna þeirra efnahagslegu og félagslegu vandamála sem stefna nýfrjálshyggjunnar þykir hafa vald- ið í álfunni og forsetar vinstra meg- in í stjórnmálalífinu víðast hvar verið þjóðkjörnir í staðinn. Þessir þjóðhöfðingjar eru ólík- ir sín á milli, en hafa þá sameigin- legu stefnu að vilja minnka forræði Bandaríkjanna, draga úr alþjóða- væðingu og mikilvægi alþjóðastofn- ana á borð við AGS í löndum sínum til þess að öðlast efnahagslegt sjálf- stæði og stuðla að félagslegri velferð á meðal þegnanna. Bandalag tólf landa Bandalagið ber nafnið Samband Suður-Ameríkuþjóða og ber opin- berlega þann titil á fjórum tungu- málum, spænsku, portúgölsku, hol- lensku og ensku. Aðildarlöndin eru tólf: Argent- ína, Bólivía, Chile, Ekvador, Kólumb- ía, Paragvæ, Perú, Úrúgvæ, Venes- úela (opinbert tungumál spænska), Brasilía (opinbert tungumál portú- galska), Súrínam (hollenska) og Gvæana (enska). Eina land álfunnar sem stendur utan sambandsins er Franska-Gvæana, sem er meðlimur í Evrópusambandinu, en ríkið hef- ur enn ekki öðlast sjálfstæði frá ný- lenduherrum sínum Frökkum. Samtals telja íbúar innan vé- banda sambandsins um 387 millj- ónir manna. Landflæmið er gífurlegt og um fjórfalt stærra en það sem Evr- ópusambandið hefur yfir að ráða. Verður að veruleika 2019 Sambandið er, sem áður segir, byggt á líkani Evrópusambandsins, en er enn í mótun og á byrjunarstigi. Þjóð- höfðingjarnir sem skrifuðu und- ir stofnsáttmálann lýstu því yfir að þeir vildu stofna samband í líkingu við ESB með sameiginlegum gjald- miðli, þingi og vegabréfaeftirliti, svo eitthvað sé nefnt. Rætt hefur verið um að fullskapað ríkjabandalag, sem samsvarar ESB, gæti orðið að veru- leika árið 2019. Afnema tolla og stofna banka Helstu markmið sambandsins eru að skapa opið markaðssvæði. Tollar verða afnumdir kerfisbundið til árs- ins 2014. Forsetar stofnlandanna sjö (Arg- entínu, Bólivíu, Brasilíu, Ekva dor, Paragvæ, Venesúela og Úrúgvæ) stofnuðu sameiginlegan banka árið 2007. Honum verður breytt í stóra bankastofnun sem mun fjárfesta í þróunarverkefnum í álfunni og lána fé til landa. Bankanum er ætlað að stuðla að jöfnuði í Suður-Ameríku. Í framtíðinni á bankinn að verða seðlabanki fyrir nýjan sameiginlegan gjaldmiðil landanna. Í framtíðinni eiga allir íbúar Suð- ur-Ameríku að geta ferðast og flust á milli landanna án vandkvæða. Samningar hafa ekki tekist um að taka höndum saman í varnarmálum. Brasilía og Venesúela hafa lagt til að sambandið stofni hernaðarbandalag í ætt við NATO. Kólumbía var á móti því í fyrstu en síðan hafa þjóðirnar skipað rannsóknarnefndir til að at- huga málið. Að lokum má nefna sáttmála þjóðanna um byggingu hraðbrauta í álfunni sem á í framtíðinni að tengja öll lönd álfunnar saman. Samband Suður-Ameríkuþjóða er nýstofnað ríkjabandalag allra landa álfunnar. Það er hannað með Evrópusambandið í huga. Höfuðstöðvar sambandsins verða í Quito, höfuðborg Ekvador. Löndin vilja með sambandinu öðlast efnahagslegt sjálfstæði og stuðla að félagslegri velferð á meðal þegnanna. SUÐUR-AMERÍKA SAMEINAST HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Gaman að vera saman Suður-amerískirþjóðarleiðtogarviðundirritunstofnsáttmálans. Stofnuðu banka Hérsjástvaldamestumenn Suður-Ameríkuþegarundirritaðirvorusamningar umsameiginleganbankaálfunnar. Aðalritari NestorKirchner,fyrrverandi forsetiArgentínu,eraðalritariSambands Suður-Ameríkuþjóða. Samtals telja íbúar innan vébanda sambandsins um 387 milljónir manna. Franska- Gvæana Úrúgvæ Argentína Brasilía Perú Ekvador Chile Venesúela Gvæana Súrínam Bólivía Paragvæ n Aðildarríki n Evrópusambandið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.