Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 16
„Ég fæ hana ekki tekna fyrir,“ segir
Þráinn Bertelsson þingmaður en
þingsályktunartillaga hans sem
gengur út á að skerða eftirlaun
sjömenninganna, sem taldir eru hafa
sýnt af sér vanrækslu í starfi í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis, hefur
verið lögð fyrir á Alþingi. Þráinn seg-
ir að tillagan gangi út á að forseta Al-
þingis eða ríkisstjórninni verði falið
að semja, að pólskri fyrirmynd, frum-
varp að lögum um endurskoðun eft-
irlauna þeirra þingmanna sem sagð-
ir eru hafa sýnt vanrækslu í starfi.
Hann hefur ekki fengið þessa tillögu
tekna fyrir á yfirstandandi þingi.
Furðulegt áhugaleysi
„Ég mæti furðulegu áhugaleysi hjá
forseta þingsins og það bendir til
þess að ríkisstjórnin, eða að minnsta
kosti Jóhanna Sigurðardóttir og
Steingrímur J. Sigfússon, hafi ekki
áhuga heldur,“ segir hann.
Þráinn segir það breyta sig litlu
þótt hann hafi mætt áhugaleysi því
hann ætlar að leggja þingsályktunar-
tillöguna aftur fyrir þegar þing kem-
ur saman næsta haust. „Ef menn
vilja þetta ekki ætla ég að sjá til þess
að það komi til atkvæðagreiðslu um
þetta á þinginu svo þjóðin sjái hvaða
þingmenn styðja þetta og hverjir eru
á móti,“ segir Þráinn.
Haldi lifibrauðinu
Þráinn segir að þeir þingmenn sem
sagðir eru hafa sýnt vanrækslu í starfi
og valdið þjóðinni tjóni séu í þeirri
stöðu að þeir hafi eftirlaunarétt hjá
því opinbera sem þeir hafa búið sér
til sjálfir. „Þá er pælingin sú að svipta
ekki menn lifibrauðinu, allir þurfa
að lifa burt séð frá því hversu mikla
vanrækslu þeir hafa sýnt, heldur að
koma í veg fyrir að menn sem hafa
unnið þjóð sinni tjón geti ekki geng-
ið frá þeim leik á margföldum laun-
um,“ segir Þráinn.
Þessi leið er sem fyrr segir byggð
á pólskri fyrirmynd en Pólverjar tóku
sig til og skertu lífeyri Wojciechs
Jaru zelski hershöfðingja og fjörutíu
þúsund annarra karla og kvenna sem
unnu fyrir pólsku leyniþjónustuna.
„Pólverjar færðu eftirlaun þeirra nið-
ur í það sem eðlilegt er og sanngjarnt.
Svo að þetta af minni hálfu snýst um
sanngirni og heilbrigða skynsemi og
að koma í veg fyrir að menn dragi sér
fé frá ríkinu,“ segir Þráinn sem seg-
ir þetta ekki vera hefndarráðstöfun
heldur ráðstöfun til að koma í veg
fyrir að menn hafi beinlínis hag af því
að valda ríkinu tjóni.
„Það er mikil tregða í kerfinu að
taka þessa þingsályktunartillögu
mína á dagskrá. Það er allt í lagi,
ég mun halda áfram að berjast fyr-
ir henni. Þetta er hið besta mál fyrir
alla þá sem eiga ekki einhverra und-
arlegra hagsmuna að gæta.“
Niðurstaða nefndar
Það var niðurstaða rannsóknar-
nefndar Alþingis að Geir H. Haarde,
þáverandi forsætisráðherra, Árni
M. Mathiesen, þáverandi fjármála-
ráðherra og Björgvin G. Sigurðsson,
þáverandi viðskiptaráðherra, hefðu
sýnt af sér vanrækslu í starfi í aðdrag-
anda bankahrunsins. Sama gildir
um Jónas Fr. Jónsson, þáverandi for-
stjóra Fjármálaeftirlitsins, og Davíð
Oddsson, Ingimund Friðriksson og
Eirík Guðnason, sem sátu í banka-
stjórn Seðlabanka Íslands í aðdrag-
anda bankahrunsins.
„Held að menn þurfi að fara
varlega“
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, segist ekki hafa kynnt
sér þingsályktunartillöguna en seg-
ist þó ekki viss um að menn eigi að
fara út á nýjar brautir þegar kemur
að refsingu. „Það er spurning hvaða
refsingar menn vilja hafa. Við höf-
um hingað til takmarkað okkur við
fangelsi eða sektir. Ég veit ekki hvort
menn eiga að fara út á nýjar braut-
ir á því sviði,“ segir Pétur. Hann seg-
ir að ekki sé hægt að sækja eftirlaun
til manna með aðfarargerð og að því
sé ekki hægt að ganga að þeim og
kemur eignarétturinn einnig til álita
í þessu máli.
„Ég held að menn þurfi að fara
varlega. Fangelsi og sektir eru full-
nægjandi refsingar en auðvitað geta
menn hugleitt nýjar tegundir af refs-
ingum,“ segir Pétur. Þá segir hann að
ekki sé hægt að skerða lífeyri þeirra
sem taldir eru hafa sýnt af sér van-
rækslu án þess að vera dæmdir.
Kjósendur dæma
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Vinstri grænna, segist ekki hrifinn af
þessari leið sem Þráinn vill fara. „Ég
er ekki ýkja hrifinn af henni. Ég held
að hafi menn gerst sekir um eitthvað
sem brýtur gegn lögum þá eigi að
leysa það fyrir dómstólum. Ef þing-
menn gerast sekir um vanrækslu þá
er það nokkuð sem kjósendur gera
upp við einstaklingana ef þeir gera
það ekki upp sjálfir gagnvart sér.“
Fyrsta skrefið
Þór Saari, þingmaður Hreyfingar-
innar, segir að sér lítist ágætlega á
þessa þingsályktunartillögu fyrrver-
andi flokksbróður síns en segir hana
vera vandmeðfarna. „Þetta er fyrsta
skrefið í því að ráðamenn verði látnir
sæta ábyrgð fyrir gjörðir sínar. Þing-
menn og ráðherrar hafa áratugum
saman keyrt hérna allt í kaldakol og
fá fyrir það eftirlaun sem samræmast
konungslaunum. Þessi tillaga er þó
vandmeðfarin því það þarf að setja
einhverjar reglur um það hvernig
vanrækslan á að hafa átt sér stað,“
segir Þór. Hann segist þó ekki vilja
stoppa við skýrslu rannsóknarnefnd-
arinnar.
Yfirstétt skammtar eftirlaun
„Ég myndi vilja gera þetta að viðvar-
andi tæki í stjórnsýslunni þannig að
hægt verði að endurskoða rétt þeirra
til eftirlauna sem sýnt hafa van-
rækslu í starfi.“
Hann segir að í Póllandi hafi verið
sá háttur á að yfirstétt kommúnista-
flokksins hafi skammtað sér ríkuleg
eftirlaun og að mati Þórs hefur það
einnig verið gert hér á landi.
„Hér hefur ákveðin yfirstétt
skammtað sér eftirlaun sem hún
fær alveg sama hvað. Það er ekki rétt
meðferð á almannafé og ekki sann-
gjarnt heldur. Þú vilt á hinn bóginn
geta ráðið inn hæfa embættismenn
eða hæft fólk til að gefa kost á sér í
stjórnmál en það er spurning hvort
eftirlaunin eigi að vera þáttur þar,“
segir Þór og vill fremur að menn fái
laun sem samræmist launum ann-
arra í landinu í þann tíma sem þeir
sinna þingmennsku en að eftirlaun-
in séu ekki gulrótin til að toga fólk í
stjórnmálin.
Málin kæfð
Aðspurður hvers vegna hann telji að
þingsályktunartillaga Þráins hafi ekki
verið tekin fyrir segir hann að það hafi
einfaldlega ekki verið tími til þess.
„Það var fullt af málum sem ekki voru
tekin fyrir. Málin eru ekki tekin fyrir í
númeraröð heldur eru þingmanna-
mál upp á náð og miskunn meiri-
hlutans komin. Öll mál eiga að fá
þinglega meðferð, finnst mér, og yrði
það lýðræðislegt fyrirkomulag,“ segir
Þór. Hann segir minnihlutann ekki
vera hátt skrifaðan hjá meirihlutan-
um en þó örli fyrir breytingum á því
viðhorfi. „Þingmannamál hafa fengið
afgreiðslu og er það hænuskref í rétta
átt en það þarf miklu stærra skref en
það. Það þarf að breyta þingsköpun-
um þannig að málin verði ekki svæfð
í nefndum.“
16 FRÉTTIR 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR
EFTIRLAUN SKERT
MEÐ P LSKRI LEIÐ
BIRGIR OLGEIRSSON
blaðamaður skrifar: birgir@dv.is
Þingmaðurinn Þráinn Bertelsson vill skerða eftirlaun þeirra sjö þingmanna sem taldir eru hafa sýnt af sér
vanrækslu að mati rannsóknarnefndar Alþingis. Hugmyndin er fengin frá Póllandi en Þráinn segist mæta
tregðu hjá forseta Alþingis um að taka málið fyrir. Hann segist ætla að koma tillögunni í atkvæðagreiðslu á
næsta þingi og þá sjái þjóðin hverjir vilji þessa leið og hverjir ekki.
Þetta er hið besta mál fyr-
ir alla þá sem eiga ekki
einhverra undarlegra
hagsmuna að gæta.
Horfir til Póllands ÞráinnBertelssonvillskerðaeftirlaunþeirraþingmannasemtaldireruhafasýntafsérvanræksluístarfi.Að
þessuleytimásegjaaðhannhorfitilPóllands.
Umdeildur hershöfðingi PólskaþingiðákvaðaðskerðaeftirlaunWojciechsJaru-
zelskisog40.000annarrakarlaogkvennasemunnufyrirpólskuleyniþjónustuna.
Vill hafa varann á PéturBlöndal,
þingmaðurSjálfstæðisflokksins,segir
mennþurfaaðhafavarannáþegarnýjar
refsingarkomitilálita.
Ekki hrifinn ÖgmundurJónasson,
þingmaðurVinstrigrænna,erekki
hrifinnafhugmyndÞráinsogsegir
kjósendureigaaðdæmamenn.
Fyrsta skrefið ÞórSaari,þingmaður
Hreyfingarinnar,segirpólskuleiðina
verafyrstaskrefiðíáttaðþvíaðláta
embættismennsætaábyrgð.