Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 27
„Nei, ég er ekki flokksbundinn.“ Birkir ingiBjartsson 24 ára, Nemi í arkitektúr „Nei.“ Hafþór Örn 26 ára, öryggisvörður „Nei.“ Hlynur axelsson, 30 ára, Nemi í arkitektúr „Nei.“ sólrún Ýr guðBjartsdóttir 25 ára, Námsmaður „Nei, ég er það ekki.“ inga Ævarsdóttir 37 ára, Nemi Ert þú flokksbundin/n? aðalHeiður Borgþórsdóttir er framkvæmdastjóri listahátíðarinnar Lunga sem fram fer á seyðisfirði um helgina. mikið verður brallað fyrir austan þar sem meðal annars Hjálmar og Hjaltalín spila. Styrkjaleit gekk vel Á miðöldum var lýðræði framandi hugtak og hafði óljósa skírskotun til veruleikans. Löghlýðni bænda og búaliðs undir lénsfyrirkomulagi var tryggð með valdboði konung- dæma og lénsherra með fulltingi kirkjunnar. Valdið var hjá guði og umboðsmenn hans á jörðu, kirkju- höfðingjar og aðall, lifðu í skjóli þessa valds og yfirráða. Í nafni guðs þrælaði almúginn, sums staðar undir hótunum og helvítispredik- unum klerka. Sums staðar lofuðu klerkarnir útvalningu í himnaríki ef menn „breyttu rétt“ og fetuðu þröngan stíg dyggðanna. Dyggðugt var meðal annars það líferni sem fól í sér hlýðni við valdið og aflaði vista á allsnægtaborð höfðingja og kirkj- unnar þjóna. Með lýðræðishugmyndinni var þessari löghelgun valdsins kollvarp- að enda mætti hún harðri andstöðu á nítjándu öld. Andstaðan við lýð- ræði hvarf mikið til Í Evrópu á fyrri hluta tuttugustu aldar. Hugtakið varð gildishlaðið, fékk á sig jákvæð- an blæ, svo að ekki gekk að vera andsnúinn því. Hin ríkjandi stétt var vitanlega á móti lýðræði, enda vofði yfir að hún yrði að afsala sér völdum og hefðbundnum forréttindum ef það festist í sessi. Valdastéttin varð þó yfirleitt að láta í minni pokann um og upp úr fyrri heimsstyrjöld- inni. Þessi vendipunktur varð kjöl- festan að breyttum valdahlutföllum í Vestur-Evrópu. sjálfstæðið færir sumum völd Með líku sniði varð sjálfstæðis- hugtakið gildishlaðið í framhaldi af byltingunum 1830 og 1848. Að þessu sinni kom það sér vel fyr- ir borgarastéttina í fyrrum nýlend- um. Þar gat verkalýðsstéttin, einnig á Íslandi, ekki annað en stutt þessa hreyfingu til sjálfstæðis. Öll tuttugasta öldin á Íslandi ein- kenndist af þessum bælandi gild- um sjálfstæðisins sem borgaraöflin höfðu tekið í sína þjónustu og notað sem valdatæki. Þátttaka í alþjóða- samtökun krata og komma var álitin föðurlandssvik. Sama gilti um þátt- töku í fjölþjóðlegum tollabanda- lögum eða aðild að alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Þeim var brigslað um svik sem fóru með hug- myndum sínum og málflutningi gegn heilögu sjálfstæðinu og síðar flokknum, sem kenndi sig við þetta sjálfstæði. Eitt helsta hugðarefni Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dóms- málaráðherra, var til að mynda að koma á herskyldu og undirbúa lög um landráð gegn sjálfstæðinu. Björn beitti sér enn fremur fyrir því að Mannréttindaskrifstofa Íslands fékk ekki ríkisframlög. Nú bjástrar fyrsta ríkisstjórn jafn- aðar- og vinstrimanna á Íslandi við að festa í sessi gildi sem alla síðustu öld treystu völd pólitískra andstæð- inga þeirra. Sem dæmi lætur hún spyrjast um þessa heillum horfnu þjóð að hún virði ekki tilmæli mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og traðki á sjómönnum í þágu útgerðaraðals sem hatramm- legast allra heldur á lofti sjálfstæð- isgildum í nafni sérhagsmuna sinna Sjálfstæðisáherslur Sjálfstæðis- flokksins hafa um áratugaskeið ofið saman andstæða hagsmuni og um leið dregið tennurnar úr verkalýðs- hreyfingunni hér á landi. Sjálfstæð- isgildin gegnsýra enn ystavinstrið í VG og fyrir vikið er það sem verkfæri í höndum gömlu sérhagsmuna- gæslunnar. stolt fram af bjargbrúninni Nánast allt sem verkalýðshreyfing- in reynir að þakka sér er afrakst- ur verkalýðsbaráttunnar í Þýska- landi og á Norðurlöndum. Hún átti ekki frumkvæði að neinu öðru en að flytja inn velferðarkerfi Skand- inavíu – meira og minna skert. Þrátt fyrir skylduaðild að stéttarfélögum eru virkir launamenn innan þeirra ef til vill aðeins 1 prósent. Skylduað- ildin hefur komið vinstrimönnum í eins konar leppstöðu íhaldsins. Hægrimenn eiga stundum fjórð- ung fulltrúa í valdastofnunum ASÍ. Í öðrum löndum, sem ekki skylda launamenn til stéttarfélagsaðildar, er þetta hlutfall miklu lægra. Þessi hrærigrautur lamar ASÍ sem hreyfiafl gegn ítökum hægri- manna og sjálfstæðissinna. Sam- suðan er lamandi samspyrðing hagsmuna þar sem hallar á launa- menn á flestum vígstöðvum. Þetta kemur fram með skýrum hætti í lög- helguðum ítökum atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða launamanna. Þessi þjóðfélagsmynd er gerólík þeirri sem við blasir annars staðar á Norðurlöndum og víðar um Evr- ópu. Þessi bitlausa, ógagnrýna og þaggandi samspyrðing hagsmun- anna innan verkalýðshreyfingar og jafnvel innan íslenskra stjórnmála- flokka, háskóla og fjölmiðla reyndist meira en lítið afdrifarík fyrir þjóð- ina. Á meðan hún söng „Hraust- ir menn“ og „Brennið þið vitar“ fór hún fram af hengiflugi bankahruns- ins og þiggur nú súpu úr ölmusueld- húsum auðmanna meðan mannúð- in fer í sumarfrí. Þrælað í nafni sjálfstæðisins myndin Hver er konan? „alla Borgþórs.“ Hvar ertu uppalin? „Ég er fædd í vestmannaeyjum og alin þar upp til unglingsaldurs. Þaðan flutti ég á seyðisfjörð og hef búið þar síðan.“ Hvað drífur þig áfram? „Lífið sjálft.“ Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi? „Ég hugsa að ég myndi vilja búa í Danmörku.“ Hvaða bók lastu síðast? „Það er orðið svo langt síðan ég las eitthvað.“ Hvað er lunga? „Lunga er listahátíð fyrir ungt fólk þar sem gestir fá ekki bara að njóta, þeir fá líka að gera. Fólk fær að vera þátttakendur á hátíðinni. á henni eru þrír aðallhlutar: smiðjur, viðburðir og stórir tónleikar.“ er þessi hátíð fyrir alla? „Já, tvímæla- laust. Það er reyndar aldurstakmark í smiðjurnar en annars er hún fyrir alla.“ Hvað er í boði á lunga í ár? „Það eru náttúrulega þessar smiðjur og svo er fatahönnunarsýning þar sem 13 ungir hönnuðir sýna. síðan eru tónleikar bæði á föstudags- og laugardagskvöld. á föstudaginn er sumargleði kimi-records og svo eru afmælistónleikar á laugar- daginn.“ Hefur verið erfiðara að skipuleggja hátíðina en áður? „Jú, auðvitað eitthvað, kostnaðurinn hefur náttúrulega hækkað og það er ekki eins gott aðgengi að styrkjum og vanalega. Þangað sem við höfum leitað hefur okkur samt verið tekið vel.“ er eitthvað sem þú mælir sérstak- lega með í ár? „afmælistónleikarnir á laugardagskvöldið. Þar spila til dæmis Hjaltalín, Bloodgroup með strengjasveit, miro, retro stefson og seabear.“ Hvað kostar svo fyrir fólk sem er í nágrenninu og langar að kíkja? „Það kostar 2.000 krónur á afmælis- tónleikana en ef fólk kaupir armband fyrir klukkan 19.00 á föstudaginn fá þau frítt inn á plötusnúð sama kvöld. Þá kostar líka bara 1.500 krónur á tónleika Hjálma. annars er hægt að nálgast frekari upplýsingar á Lunga.is.“ maður dagsins dómstóll götunnar kjallari föstudagur 16. júlí 2010 umræða 27 kosningaskrifstofan rýmd Hún er heldur látlaus, skrifstofan sem var samkomustaður liðsmanna Besta flokksins í kosningabaráttunni. eina auðkenni stjórnmálanna sem þar var eftir á fimmtudag var poki með merki vinstri-grænna, stjórnarandstöðuflokks í borgarstjórn reykjavíkur. dv-mynd róBert reynisson jóHann Hauksson blaðamaður og dr. sÆvar tjÖrvason skrifa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.