Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 15
ráð sem mótar vísindastefnu stjórn- valda og ég mun líka senda því erindi um þá eyðileggingu á rannsóknar- starfi sem nú fer fram í HR,“ segir Einar. „Að leggja niður Kennslufræði- og lýðheilsudeildina er svo alvarlegt því að með því er verið að eyðileggja mikið af öflugustu vísindastarfsemi skólans, sem er að langmestu leyti fjármögnuð með opinberu fé, og slíkt hlýtur að varða stjórnvöld. Án þess að nokkur fái rönd við reist virðist HR geta lagt niður það sem skólinn sjálfur hefur lýst yfir að sé öflugasta rannsóknarstarfsemin. Án afskipta stjórnvalda eru stjórnendur skólans þannig að eyðileggja það sem þeim sýnist varðandi vísindastarf í land- inu.“ Gegn yfirlýstri stefnu Einar bendir á að það hafi ver- ið yfirlýst stefna skólans undanfar- in misseri að komast í fremstu röð meðal rannsóknarháskóla á alþjóða- vettvangi. Langur vegur sé hins veg- ar frá því að unnið hafi verið að því markmiði og það hefur hann gagn- rýnt harðlega innanhúss. Þá gagn- rýni telur Einar hafa orðið til þess að hann fékk á endanum reisupassann. „Ég er sannfærður um, og tel mig hafa fyrir því mjög mikið af gögn- um og vitnisburði ýmissa manna, að ástæða brottrekstrarins sé sú að ég hef gagnrýnt forystu skólans fyr- ir störf hennar og hvernig hún fer í bága við yfirlýsta stefnu. Ef það er rétt, sem ég held hiklaust fram, þá er verið að brjóta gegn yfirlýsingu um akademískt frelsi háskólamanna sem allir háskólar á Íslandi eru aðilar að. Alls staðar annars staðar í heim- inum, og í öllum háskólaheiminum, yrði litið á slíkt sem mjög alvarlegt mál,“ segir Einar ákveðinn. „Því miður virðast engin viður- lög við því að það frelsi sé brotið og ekkert yfirvald sem ég get snúið mér til vegna þess, að minnsta kosti ekki innan HR. Þessi akademíski réttur til tjáningar um stefnu og störf skólans virðist því algjörlega marklaus.“ „Súper-menntaskóli“ Aðspurður segist Einar einfaldlega ekki hafa getað sætt sig við að stjórn- endur skólans stefndu í öfuga átt mið- að við yfirlýsta stefnu um að efla rann- sóknarstarf. Hann segir ráð erlendra ráðgjafa hafa verið höfð að engu. „Háskólinn í Reykjavík hefur á sínum snærum mjög öfluga ráðgjafarnefnd sem samanstendur af framúrskar- andi vísindamönnum víðs vegar að úr heiminum. Sú nefnd hefur ráðlagt stjórnendum um nauðsynlegar að- gerðir til að ná hinu yfirlýsta markmiði skólans. Því miður hafa nánast allar til- lögur nefndarinnar verið hunsaðar af stjórnendum skólans. Það hef ég líka gagnrýnt harðlega,“ segir Einar. „Það er vel hægt að gera Háskólann í Reykjavík að öflugum rannsóknarhá- skóla, og um leið mjög öflugum skóla í alþjóðlegum samanburði, en það tek- ur tíma. Það er búið að byggja upp tals- vert af öflugu vísindastarfi þar, í sam- ræmi við stefnuna, en það hefur tekið tíma og þrotlausa vinnu að byggja það upp og nú á að rústa það á nokkrum vikum. Alþjóðlegt vísindasamstarf sem við höfum byggt upp er nú í upp- námi ásamt háum vísindastyrkjum okkar. Ég get ekki komist að neinni annarri niðurstöðu en að eigendur skólans og núverandi rektor hafi ekki áhuga á að byggja upp öflugan rann- sóknarskóla, þrátt fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar. Það virðist eiga að bakka með hann aftur í nokkurs konar fag- menntaháskóla, sem sumir hafa kall- að „súper-menntaskóla“, og ég óttast að það sé skýringin á þessum breyt- ingum núna.“ Óþægur ljár í þúfu Eins og áður sagði var Einar rekinn um miðjan júní og fær í virðingar- skyni við störf fyrir skólann 6 mán- aða uppsagnarfrest í stað þeirra þriggja sem ráðningarsamningurinn kveður á um. Í yfirlýsingu skólans vegna brottrekstrarins er þó sérstak- lega tekið fram að hann skuli halda sig frá húsnæði skólans í Nauthól- svík. Einar ítrekar þá skoðun sína að gagnrýni hans hafi leitt til uppsagn- arinnar. „Ég hef alltaf verið hrein- skilinn varðandi gagnrýni mína, al- veg frá upphafi þegar ég hóf þarna störf og haldið henni á lofti á opn- um fundum skólans. Gagnrýni mín beindist ekki aðeins að núverandi stjórn heldur hef ég verið óánægður með margt hjá fyrri rektorum. Það er alveg augljóst að ég var rekinn fyrir að rífa kjaft,“ segir Einar. „Það eru mjög margir sem vita og hafa sagt mér að ég hafi verið rek- inn fyrir gagnrýni mína. Nokkrum kollegum mínum var sagt á fundi í desember síðastliðnum að alveg ljóst væri að ég yrði rekinn þar sem ég væri of erfiður og óþægilegur fyr- ir stjórn skólans. Ég væri of mikið að hafa mig Í frammi og skipta mér af störfum forystunnar.“ Hjartans mál Einar segist hafa lagt mikla orku síðastliðin fimm ár í að byggja upp rannsóknarstarf við HR og það hafi verið honum hjartans mál. Það eina sem hann segist hafa gagnrýnt er að stjórnendur væru ekki að starfa samkvæmt eigin yfirlýstri stefnu. „Í venjulegum fyrirtækjum gæti það al- veg talist eðlilegt að stjórnendur láti starfsmann fara sem hefur gagnrýnt starfshætti og stefnu, að því tilskildu að gagnrýnin hafi neikvæð áhrif á fyrirtækið og sé ekki réttmæt. Hafi viðkomandi hreinlega aðra skoðun og setji hana fram á réttum vettvangi horfir málið öðruvísi við. Þar að auki gilda allt önnur lögmál í háskólum þar sem háskólamenn eiga að njóta hins akademíska frelsis og þar með réttar til að gagnrýna starfshætti og stefnu stofnunar sinnar. Ég var ekki að gera neitt annað,“ segir Einar. „Það var búið að vera að skipu- leggja kennslu mína næsta vetur í tvo mánuði áður en ég var rekinn. Að vissu leyti kom þetta því eins og þruma úr heiðskíru lofti en á sama tíma er ég búinn að vita lengi að stjórnendur vildu losna við mig. Meðal annars hafði fyrri rektor, Svafa Grönfeldt, tvisvar boðið mér að fara í langt „rannsóknaleyfi“ þar sem ljóst var að ég átti ekki að snúa aftur. Ég var því löngu búinn að ganga í gegn- um allar tilfinningarnar; reiði, von- brigði, uppgjöf og sorg. Brottrekstur- inn nú var því minna áfall fyrir mig, en mikið sjokk fyrir marga aðra. Það hef ég fundið á þeim miklu viðbrögð- um sem ég hef fengið úti um allt.“ Íhugar málsókn Í uppsagnarbréfi Einars er ástæða uppsagnarinnar sögð niðurskurð- ur en þá skýringu segir hann vera bull. Hann hefur leitað til lögfræð- inga og útilokar ekki málshöfðun gegn HR. „Rökin fyrir því að leggja Kennslufræði- og lýðheilsudeildina niður og reka mig og fleiri, af fjár- hagsástæðum, eru algjör þvætting- ur. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum ákvörðunum. Þessi sparn- aður núna, sem felst í brottrekstri um þrettán starfsmanna, er varla nema helmingur af þeim kostnaði sem fer í yfirstjórn skólans. Ég hika ekki við að segja að hægt væri að skera yfir- stjórnina niður um helming án þess að það kæmi nokkuð niður á starf- semi skólans. Ég tel engar líkur á því að toppvísindamenn, bæði íslenskir og erlendir, sem komið hafa til skól- ans til að byggja upp vísindastarf- ið endist þarna við þessar aðstæður. Það er verið að drepa niður rann- sóknarstarfið,“ segir Einar. „Þetta eru auðvitað mikil von- brigði. Ég flutti hingað til Íslands mikið fyrr en ég ætlaði mér upp- haflega vegna þess að Háskólinn í Reykjavík ætlaði að ráðast í kraft- mikla uppbyggingu vísindastarfs. Fyrstu árin vann ég með fólki sem vann af heilum hug og byggði upp öflugar rannsóknir, meðal annars í Kennslufræði- og lýðheilsudeildinni, en það starf er núna verið að eyði- leggja og hrekja burt þá sem unnu það. Ég er svo sannarlega að velta fyrir mér málshöfðun og hef leitað til lögfræðinga. Það er alveg á hreinu að ég mun athuga hvort ég get leitað réttar míns fyrir dómstólum, enda virðist ekki gert ráð fyrir að slíkt sé hægt með öðrum hætti í málum sem varða akademískt frelsi.“ FÖSTUDAGUR 16. júlí 2010 FRÉTTIR 15 „REKINN FYRIR AÐ RÍFA KJAFT“ n Eftir að Einari Steingrímssyni, stærðfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, var sagt upp störfum hafa virtir stærðfræðingar um víða veröld tekið sig saman og sent skólanum yfirlýsingu þar sem stuðningi er lýst við Einar. Sú yfirlýsing var send Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra, Vísinda- og tækniráði og Samstarfsnefnd háskólastigsins. Undir yfirlýsinguna rita margir af öflugustu stærðfræðingum heims, meðal annars frá Yale, Stanford, MIT, Cornell, Berkeley, Hebreska háskólanum í Jerúsalem og Vínarháskóla. Í henni segir: „Tíðindi af uppsögn okkar virta kollega, prófessors Einars Steingrímssonar, frá Háskólanum í Reykjavík vekja miklar áhyggjur. Hann hefur síðastliðin ár byggt upp frá grunni alþjóðlegan rannsóknarhóp sem leitt hefur rannsóknir á sviði algebrulegr- ar fléttufræði. Uppsögn hans kemur okkur mjög á óvart og virðist fordæmislaus. Þar að auki virðist hún órökrétt á tímum þar sem framúrskarandi rannsóknarstörf eru lykillinn að árangri háskóla. Sem leiðandi rannsakandi á sínu sviði, hefur prófessor Steingrímssyni tekist að koma Íslandi, og sérstaklega Háskólanum í Reykjavík, á kortið sem alþjóðlegri miðstöð í fléttufræði. Því til stuðnings er rétt að nefna að rannsóknarhópur HR á sviði fléttufræði hefur verið valinn til að stýra einni stærstu ráðstefnu næsta árs á sviði fléttufræði í heiminum. Á tímum niðurskurðar og efna- hagsþrenginga segir reynsla okkar sem vísíndamanna víða í veröldinni að það séu þeir háskólar sem leggja áherslu á vísindalegan styrk sinn sem ná árangri. Sé horft til framtíðar vísinda á Íslandi lýsum við yfir stuðningi við prófessor Steingrímsson.“ Alþjóðlegur stuðningur við Einar Ég hika ekki við að segja að hægt væri að skera yfirstjórnina niður um helming án þess að það kæmi nokkuð nið- ur á starfsemi skólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.