Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR MENGUNARVÖLDUM BREYTT Í ELDSNEYTI Bandaríkjamaðurinn Karl Kuschner er doktor í eðlisfræði sem vinnur að því að breyta mengunarefnum í elds- neyti framtíðarinnar. Hann er kvænt- ur íslenskri konu og barðist gegn öflum Saddams Hussein í fyrra Íraks- stríðinu. Eftir starfslok hjá hernum kláraði hann doktorsritgerð sína og vinnur nú að þessu metnaðarfulla verkefni í orkubransanum, styrktur af olíufyrirtæki. Eldsneytið sem hann vinnur að þróun á er lífræn dísilolía úr þörung- um. Ef verkefnið heppnast mun það líklega leysa gríðarlega stóran meng- unarvanda við austurströnd Banda- ríkjanna. Þörungarnir sem dísilolían er unnin úr valda því að fjöldi fiska og annarra sjávardýra drepst í stærsta árósi Bandaríkjanna og það myndast svokölluð „dauð svæði“ þar sem ekk- ert súrefnisháð líf þrífst. Hópurinn sem Karl er hluti af hefur hugsanlega þróað aðferð til að ráða bót á þessu vandamáli – að fjarlægja þörungana og vinna úr þeim eldsneyti. Mengandi þörungar Chesapeake-flói í Bandaríkjunum er stærsti árós þar í landi. Þörungarnir sem Karl og kollegar hans hyggjast nýta valda miklum skaða fyrir fisk- veiðar í þessum flóa og því væri nýt- ing þeirra bæði nytsamleg sem um- hverfisvæn orkulind og sem lausn á þessu vandamáli. Árnar sem renna í flóann bera með sér áburð frá ökrum inni í landi sem inniheldur efni skað- leg sjávarlífinu. „Það sem gerist er að þegar bændur inni í landi bera áburð á akrana sína berst köfnunarefni og fosfórsýrur niður í flóann.“ Agn- arsmáir dreifkjarna þörungar eru í gríðarlegu magni í flóanum (vatn- ið virðist grænt á lit, þegar mikið er um þá) og þeir sjúga efnin í sig og þá myndast vandamál. Þörungarnir drepast, efnin sleppa út og í dauða- teygjunum taka þeir með sér allt súr- efni í kringum sig. Við það drepst allt súrefnisháð líf í kring. „Þetta er mjög stórt vandamál, meðal annars fyrir fisk- og ostruiðnaðinn. Mikið af lífverunum deyr og veiðar dragast saman.“ Þess vegna fékk rannsóknarhóp- urinn, sem Karl er hluti af, þá hug- dettu að fjarlægja þörungana úr vatninu áður en þeir drepast: „Ef þú fjarlægir þá úr vatninu áður, færðu súrefni í andrúmsloftið og ekkert deyr af völdum þeirra.“ Enn fremur hverfur mengunin úr vatninu með þörungunum. Eftir það er hægt að breyta þeim í eldsneyti, eða endur- nýta efnin sem áburð. Eldsneyti „ræktað“ neðansjávar Vanalega hafa þörungar til eldsneyt- isvinnslu verið ræktaðir á landi. Það er gert í löngum rennum, sem eru líkt og flöt rennibraut. „Vatnið er látið flæða inn á öðrum endanum og yfir á hinn. Þá vaxa þörungarnir meðfram rennunni og er þeim einfaldlega aus- ið upp seinna.“ Það sem Karl og kollegar hans sjá fyrir sér er þó örlítið öðruvísi. „Auð- vitað byrjuðum við að hugsa ræktun- ina sem flata, en við komumst að því að þörungarnir höfðu það fínt þó að við létum rennuna á hlið.“ Hún verð- ur höfð neðansjávar og hugsunin er að búa til eins konar fjögurra hliða rennu, líkt og bunustokk á húsi. Þá er mögulegt að rækta mun meira. „Auðvitað tekur þetta þá ekkert pláss uppi á landi,“ sem Karl bendir á að sé augljós kostur. „Við teljum með rennunni sem við vinnum að núna, sem er um 15 metrar á lengd og 1 á breidd, náist að hreinsa upp 5–10 prósent af allri mengun í flóanum.“ Það þarf því ekki mikið til að hreinsa þennan 300 kílómetra langa flóa. Lærði eðlisfræði og flug í herskóla „Þegar ég var 17 ára sótti ég um í há- skóla flughersins í Bandaríkjunum og lærði að fljúga flugvélum.“ Karl gerir ekki mikið úr þessari staðreynd, en skólinn er einn sá besti í Banda- ríkjunum. Mjög háar kröfur eru gerð- ar til nemenda þar og þurfa þeir meðal annars að standast strangt þolpróf, sýna leiðtogahæfileika og góðan námsárangur. Hann hefur verið listaður sem annar besti rík- isháskóli Bandaríkjanna af Forbes- tímaritinu og sem sjöundi besti af öllum háskólum þarlendis. Aðspurð- ur um námsárin þar segir Karl: „Við fórum í tíma eins og aðrir háskóla- nemar, en þegar allir aðrir voru að skemmta sér vorum við úti að mars- éra.“ Hann útskrifaðist þaðan með BS-gráðu í stærðfræði og eðlisfræði og fór þaðan til Þýskalands. „Við sáum um að vakta landa- mærin á milli Austur- og Vestur- Þýskalands. Ef stríð brytist út vorum við til staðar til að verja þessi landa- mæri.“ Þetta var í miðju kalda stríð- inu, þegar stórveldin tvö, Bandaríkin og Rússland, elduðu grátt silfur. „Mitt starf var að taka varnarflaugar óvin- arins úr umferð, S.A.M.-flaugar eru þær kallaðar, svo að við kæmumst yfir landamærin ef við þyrftum þess við.“ Seinna var hann færður til Jap- an, þar sem hann flaug F-15 orrustu- vél. Vélin er talin ein sú best heppn- aða af nútímaflugtækjum og er mikið notuð af Bandaríkjaher. „Þar var verkefni mitt að varna því að flug- vélar óvinarins kæmust að landinu,“ segir Karl er hann minnist áranna í hernum. Barðist við Saddam og kláraði doktorsgráðuna Í Japan var Karl foringi flugsveitar sinnar. Í hverri sveit eru að jafnaði 24 flugvélar og 36 flugmenn. „En sveitin sem ég leiddi var einungis helmingur af þessu,“ segir hann hógvær. Frá Jap- an lá leið hans aftur til Þýskalands, en þaðan flaug hann til Íraks, þegar Persaflóastríðið geisaði. „Ég fór frá Þýskalandi með liðsafla NATO, sem sendur var frá Tyrklandi.“ Þessi liðs- afli var sendur til Norður-Íraks. „Við áttum að ráðast á norðurhluta Íraks, norðan við Bagdad, en orrustan þar var miklu minni en stríðið sjálft, sem var háð frá Sádi-Arabíu,“ sem liggur sunnan Íraks. Árið 2004 hóf hann aftur nám, í William and Mary háskólanum í Bandaríkjunum, eftir tugi ára í flug- hernum. „Mig hafði alltaf langað til þess að klára doktorsgráðuna mína, en í hernum var það í raun og veru ómögulegt.“ Hann þurfti þó að end- urnýja kynnin við fræðin, eftir langa fjarveru. „Ég þurfti að byrja aftur á vinnu við mastersgráðuna mína, það var liðinn svo langur tími síðan ég stundaði nám.“ Hann hafði fengið mastersgráðu í eðlisfræði frá Texas- háskóla árið 1993, en þurfti að fríska upp á hana. „Svo stundaði ég rann- sóknir í þrjú ár og fékk doktorsgráð- una árið 2009.“ Tengslin við Ísland sterk Karl kynntist konunni sinni, Björk Jónasdóttur, í Lúxemborg er hann þjónaði í hernum í Þýskalandi. Þau eiga tvö börn saman, Erin Kristjönu og Erik Braga, og fjölskyldan reyn- ir að ferðast til Íslands á allavega tveggja ára fresti. „Við reynum að koma oftar, núna þegar við eigum börn, við viljum að þau þekki ætt- ingja sína.“ Hann segir þó fjölskylduna ekki vera eina hvatann til að heimsækja Ísland. „Ég myndi líklega ekki koma eins mikið hingað, en ég hrífst af landinu, og fólkið hér er mjög vina- legt.“ Hann bætir við að margir Ís- lendingar búi á hans heimaslóðum. „Margir eru á vegum Eimskips heima og eru í vinnu þar.“ Hjónin fara á hverju ári á þorrablót, sem um tvö hundruð manns mæta á. „Ég fæ mér kannski brennivín, en kindahausar eru ekki fyrir mig,“ bætir hann við, glaður í bragði. Norskur olíurisi fjármagnar vinnuna Norska fyrirtækið StatoilHydro fjár- magnar þörungaverkefnið. „Ég var í raun mjög hissa þegar ég komst að því hver fjármagnaði verkefnið,“ segir Karl, en bætir við að olíufyr- irtækin verði að aðlagast breyttum aðstæðum og leggja aukna áherslu á aðra orkugjafa. Þau fyrirtæki sem reyni ekki að haga seglum eftir vindi munu einfaldlega leggja upp laup- ana. Lífræna dísilolían sem unnin er úr þörungum hefur einna mestu möguleikana á því að verða sam- keppnishæf jarðefnaeldsneytum. Dísilolía hefur áður verið framleidd úr maís og sojabaunum, en þörung- ar eru betri kostur. „Við getum nýtt hvern fermetra til fulls í ræktun og við uppskerum allt árið um kring, svo tekur hún auðvitað ekki pláss á landi.“ Hlutverk Karls sem eðlisfræðings er að hanna rennuna. „Það eru mjög góðar eðlisfræðispurningar í verk- efninu, til dæmis hvort vatnið geti runnið auðveldlega í gegnum stokk- inn eða hvort það þurfi að dæla því, eða breyta stefnu þess,“ segir Karl. „Svo eru eðlisfræðingar vanir því að gera tilraunir og í háskólan- um okkar er engin verkfræðideild.“ Eðlisfræðingarnir eru því þeir einu sem eru þessu starfi vaxnir. Næstu ár verður reynt að finna út hvern- ig vél væri hentugast að nota til að safna þörungunum, hvernig stokk- inn megi endurbæta ef þess þarf og hvernig best sé að vinna úr þörung- unum. Einungis tíminn mun leiða í ljós hvort dísilolía unnin úr þörung- um reynist vera framtíðarorkugjafi eður ei. SÍMON ÖRN REYNISSON blaðamaður skrifar: simon@dv.is Mitt starf var að taka varnar- flaugar óvinarins úr um- ferð, S.A.M.-flaugar eru þær kallaðar, svo að við kæmumst yfir landa- mærin ef við þyrftum þess við. Karl Kuschner er doktor í eðlisfræði og var flugsveitarforingi í bandaríska flughernum. Hann er giftur ís- lenskri konu en hefur ekki smekk fyrir þorramat. Karl sá um landamæravarnir í Þýskalandi og átti að verjast flugvélum kommúnista í Japan þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Í dag vinnur hann ásamt kollegum sínum að þróun á eldsneyti framtíðarinnar og kemur fjármögnunin frá olíurisa. Karl Kuschner Karlerdoktoríeðlisfræði,en áyngriárumflaughannF-15orrustuþotum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.