Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 62
Vel var mætt á „pub quiz“ sem haldið var á Karaoke Sports Bar við Frakkastíg á miðvikudags- kvöldið. Kvöldið var haldið í tilefni útgáfu bókarinnar Hver er maðurinn? eftir dularfullan mann sem kallar sig Meðal-Jón, en eins og sagt var frá í DV í vik- unni er bókin eins konar upp- talning á fjölmörgum þjóðþekkt- um Íslendingum ásamt stuttum upplýsingum um viðkomandi og skrípamyndum af mörgum sem fjallað er um. Á meðal þeirra sem létu sjá sig voru Ármann Reynis- son, fagurkeri og vinjettuhöfund- ur, og Björn Blöndal, hirðljós- myndari tímaritsins Séð og heyrt, en svo skemmtilega vill til að um þá báða er fjallað í bókinni. Spyrlar voru grínistinn Steindi jr. og Magnús Leifsson, betur þekkt- ur sem Maggi Noem, en engum sögum fer af því hverjir urðu hlutskarpastir í pöbbkvisinu. „Já hún er í bígerð,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta aðspurð um væntanlega ævisögu sína. Ásdís Rán vill þó ekki fara út í nein smáatriði. „Þetta er bara í vinnslu. Það er frá- bær höfundur að leggja drög að henni. Meira get ég ekki sagt,“ en það verður af nægu að taka því þrátt fyrir ungan aldur hefur Ásdís upplifað ýmislegt. Hún lauk til dæmis nýverið við myndatöku fyrir hið heimsþekkta tímarit Playboy og mun prýða for- síðu búlgörsku útgáfu þess. Þá hefur hún verið gestur hjá Hugh Hefner á Playboy-setrinu og skemmt sér með stórstjörnum á borð við Jerry Bruck- heimer og Michael Bay. Þá hefur Ásdís prýtt hverja forsíðuna á fætur annarri í Búlgaríu og eru vinsældir hennar svo miklar að búlgarskt par skírði dóttur sína í höfuðið á henni. Ásdís hefur lent í ýmsu í einkalífinu í gegnum tíðina. Þegar hún var ungl- ingur lenti hún í mjög alvarlegu bíl- slysi þegar hún varð fótgangandi fyr- ir bíl. Hún er 70 prósent öryrki vegna þess. Hún lenti svo aftur í alvarlegu bílslysi þegar hún var ólétt. Þá lenti Ásdís í þeirri erfiðu lífsreynslu að fá góðkynja æxli í kviðarhol sem reif síð- an gat á annan eggjastokkinn. Ásdís var þá nýflutt til Búlgaríu og lýsti hún dvölinni á sjúkrahúsinu sem skelfi- legri. Herbergið sem hún lá í hefði helst minnt á fangelsi. Það verður því af nægu að taka í ævisögu þessarar mögnuðu fyrir- sætu. asgeir@dv.is Ævisaga á leiðinni Fagurkeri á „pub quiz“ Ásdís RÁn legguR dRög að ævisögu sinni: Fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, Ólafur Stefánsson, fór á fimmtudaginn í aðgerð á hné vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann í nokkurn tíma. Ólafur er uppalinn Valsari og hjálpuðu Valsmenn honum um daginn þegar hann langaði að hreyfa sig og komast í smá handbolta fyrir aðgerðina. Var smalað sam- an nokkrum strákum úr 2. og 3. flokki Vals sem fengu að æfa með silfurhetjunni. Var þó ekki farið hratt yfir á æfingunni heldur áttu allir að gera alla hluti rosalega hægt og sjá alla möguleikana í hverri stöðu en þannig vill Ólafur Stefánsson spila handbolta. smalað Fyrir Óla 62 fólkið 16. júlí 2010 föstudagur kristrún Ösp Barkardóttir: Ásdís Rán Hefur í nægu að snúast. Það telst vart til tíðinda að krakkar í bæjarvinnunni finni gras enda snýst stór hluti starfs þeirra um að slá og hirða það. Það var þó öðruvísi gras og það töluvert dýrara og ólöglegt sem hópur flokkstjóra í bæjarvinn- unni á Akureyri fann í vikunni. Einn af flokkstjórunum er fyrirsætan sem hefur verið í tygjum við knattspyrnu- hetjuna Dwight Yorke, Kristrún Ösp Barkardóttir. „Krakkarnir sem við erum yfir voru í fríi þannig að þetta voru við bara við flokkstjórarnir að vinna. Við vorum að vinna við BYKO þegar tveir strákar úr hópnum fundu krukku innvafða í plastpoka. Þegar þeir opn- uðu krukkuna komust þeir að því að þetta væri gras. Við fórum strax að pæla í hvað við ættum að gera. Á endanum ákváðum við að hringja á lögregluna. Hún kom stuttu seinna og staðfesti að þetta væri gras,“ segir Kristrún Ösp, en magnið var um sjö grömm sem myndu kosta á bilinu 25–30 þúsund krónur á götunni. „Þegar lögreglan sagði okkur hvað þetta væri mikið hugsuðum við að við hefðum bara getað selt þetta og keypt áfengi fyrir starfsmannapartíið sem er í kvöld [föstudagskvöld innsk. blm.],“ segir Kristrún kímin. „Við vor- um nú bara svona að grínast með þetta á milli okkar en við erum auð- vitað til fyrirmyndar og hringdum því á lögregluna.“ Kristrún verður í bæjarvinn- unni í sumar en í haust flytur hún til Reykjavíkur þar sem hún ætlar í skóla að læra að verða förðunarfræð- ingur. Henni gengur þó illa að finna íbúð fyrir sunnan. „Þetta er bara ekki að ganga upp hjá mér. Það er alltaf eitthvað sem kemur upp á eða mér líkar ekki,“ segir Kristrún Ösp sem hefur lagt fyrirsætubransann aðeins til hliðar á meðan hún klárar námið. „Það er ekki eitthvað sem mig langar að gera hér heima. Ég ætla að klára að læra og svo fer ég klár- lega eitthvað út. Ég var að pæla í að fara strax í haust en ákvað nú að klára námið fyrst,“ segir Kristrún Ösp Barkardóttir. tomas@dv.is Fann gras í vinnunni Flokkstjórahópur í bæjarvinnunni á akureyri með fyrirsætuna Kristrúnu Ösp Bark- ardóttur innanborðs fann töluvert magn af marijúana við skyldustörf í vikunni. Þau gerðu hið rétta og hringdu á lögregluna. Heiðarleg Kristrún og félagar fundu eiturlyf en skiluðu þeim til lögreglunnar. mynd ÞóRHalluR PedRomyndiR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.