Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 30
EINA BALL SUMARSINS Á móti sól á Sumargleði Bylgjunnar á Flúðum á laugardaginn. Í fréttatilkynn- ingu segir að þetta sé eina ball ÁMS í sumar og að hljómsveitarmeðlimir hlakki hrikalega til. Sérstakir gestir verða Raggi Bjarna,Toggi og Hemmi Gunn. Allir eru þeir á heimsminjaskrá Unesco, að því er segir í tilkynningunni. TODMOBILE Á GRÆNA HATTINUM Einhver magn- aðasta tónleikahljómsveit landsins, Todmobile, spilar á Græna hattinum á Akureyri um helgina. Bandið spilar þar á laugardagskvöldið en það er í fyrsta sinn í töluverðan tíma. Vart þarf að kynna Todmobile fyrir tónlist- aráhugamönnum. Sveitin var stofnuð árið 1988 af þeim Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni, Eyþóri Arnalds og Andreu Gylfadóttur og gaf Todmobile út átta plötur áður en hún hætti störfum 1994. Eftir endurreisn tæpum áratug síðar hefur hún meira og minna verið starfandi við góðan orðstír. Tónleikarnir á laugardaginn hefjast klukkan 22 og standa til kl. 1. Listahátíðin LungA fer fram á Seyðisfirði um helgina: 10 ára afmælishátíð LungA Í tilefni af tíu ára afmæli listahá- tíðarinnar LungA verður tónlist- arveisla hátíðarinnar sérstaklega glæsileg. LungA, sem stendur fyr- ir „Listahátíð ungs fólks á Aust- urlandi“ fer fram um helgina, á Seyðisfirði sem fyrr. Miðbæjar- svæði bæjarins verður breytt í eitt samfellt hátíðarsvæði á laugar- daginn þar sem tvö útisvið  verða með stanslausa tónlist allan daginn fram til klukkan eitt eftir miðnætti. Á afmælistónleikum LungA koma fram Seabear, Hjaltalín, Bloodgrup ásamt strengjasveit, Miri, Helmus und Dalli, Óli Ofur, Oculus, (Cassette), DJ Flugvél og Geimskip, Muted/Hypno og Retro Stefson. Fimmtán ára og yngri fá aðgang í fylgd með fullorðnum og fólk fimmtíu ára og eldra fær frítt inn á tónleikana. LungA var fyrst haldin árið 2000. Af því tilefni mun aðeins kosta 2000 krónur á tónleikana, og þeir sem kaupa í forsölu fá frítt inn á upp- skeruhátíðina sem hefst klukkan 14. Auk tónlistarveislu LungA á laugardaginn eru margir spenn- andi viðburðir í gangi yfir alla há- tíðina. Þar má nefna sumargleði Kimi records, glæsilega fatahönn- unarsýningu, listasmiðjur, tón- leika með Hjálmum og margt fleira. Dagskrána í heild sinni er að finna lunga.is. 30 FÓKUS 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR BRUSTAD OG BRAHMS Á GLJÚFRASTEINI Gunnhildur Daðadóttir og Guð- ríður St. Sigurðardóttir spila á fiðlu og píanó á stofutónleikum Gljúfra- steins á sunnudaginn klukkan 16. Á efnisskránni eru Ævintýrasvíta Bjarne Brustads og Sónata fyrir fiðlu og píanó í G-dúr op 87 eftir Johann- es Brahms. Gunnhildur hefur ver- ið meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Strengjakvartettinum Loka og Mela- kvartettinum. Guðríður hefur víða komið fram, ýmist sem einleikari eða með öðrum tónlistarmönnum, bæði hljóðfæraleikurum og söngvurum, hér á landi sem erlendis. Aðgangs- eyrir er 1.000 krónur og allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. ÚTGÁFU- OG AFMÆLISBOÐ Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur fagnar 80 ára afmæli sínu á sunnu- daginn, 18. júlí. Af því tilefni kemur út níunda ljóðabók hennar, Síðdegi. Þessum tvöföldu tímamótum verður fagnað með útgáfu- og afmælisboði í Bókabúð Máls og menningar að Laugavegi 18 á afmælisdaginn milli klukkan 16-17. Allir velkomnir. Lungamjúkt stuð Bloodgroup er á meðal þeirra hljómsveita sem spila á afmælistónleikum LungA. MYND ARNAR ÓMARSSON BÍTLARNIR, STONES OG ÁRNI JOHNSEN Stokkseyringar boða til Bryggju- hátíðar í sjöunda sinn nú um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði fram til sunnudags en hátíð- in hófst á fimmtudaginn. Ákveðinn hápunktur hátíðar- innar verður á föstudagskvöld- ið þegar fjölskylduskemmtun verður á Stokkseyrarbryggju. Þyrlusveit Landhelgisgæslunn- ar kemur í heimsókn og lendir á bryggjunni, Árni Johnsen stjórnar bryggjusöng við varðeld eins og hann hefur gert á öllum hátíðun- um, hljómsveitin Granít frá Vík í Mýrdal verður með bryggjuball þar sem áhersla verður meðal annars á lög Bítlanna og Rolling Stones og munu þá þekktir með- limir bætast í hljómsveitina svo um munar. Nánar á stokkseyri.is. Toggi er klæddur svört-um vinnubuxum með grasgrænu í þar sem hann hittir blaðamann á sólríkum degi í mið- borginni. Ástæðan fyrir grasgræn- unni er sú að Toggi rekur sitt eigið fyrirtæki, Hreinir Garðar, sem sér um almenna garðaumhirðu hjá einstakl- ingum og fyrirtækjum. „Ég hef alltaf haft dagvinnu með- fram tónlistinni en stofnaði nýlega þetta fyrirtæki með bróður mínum. Ég vinn frekar mikið, er í vinnunni á daginn og stúdóinu á kvöldin og nóttunni. Ég sef svona einu sinni í viku!,“ segir hann og brosir. Nú á dög- unum sendi hann frá sér stuðsmell- inn „Take Me Dancing“ – lagið er að finna ókeypis á netinu. „Ég vil auðvitað að sem flestir hlusti á lagið og heyri það og svona. Þannig vekur það athygli. Og það skilar sér í plötusölu. Það er alltaf einhver fjöldi sem vill eiga diskinn, ég er þannig, vil eiga diskinn sjálf- ur, ekki bara einhvern MP3-fæl. Fyr- ir utan að svona fælar eru ekkert í sömu gæðum og þú ert að fá á plöt- unni, þeir eru alltaf þjappaðir. Það eru reyndar engir peningar í plötu- sölu heldur eru peningarnir í spila- mennsku, selja tónlist í auglýsingar, bíómyndir og sjónvarpsþætti.“ Toggi segist fara víða í textagerð- inni á nýju plötunni. „Hún er fjöl- breyttari en síðasta plata, síðasta plata var mikið unglingsárauppgjör, ástarsorg og svona. Þessi er beittari. Aðeins meira blóð á tennurnar í text- unum. Þetta er framhjáhald, heim- ilisofbeldi, kynlíf. Á köflum tekur hún sig ekki jafn alvarlega, ekki jafn dramatísk. Á öðrum stöðum fer hún miklu lengra. Textalega er hún miklu fjölbreyttari, minna persónuleg á yf- irborðinu en gefur samt betri mynd af mér, er þrívíðari. Ég er ekkert bara ljúfur og góður og í ástarsorg. Ég hef verið mígandi fullur og komið illa fram við fólk og haldið framhjá – raunar ekki með núverandi konunni minni, en áður. Ælt úti í horni og ver- ið kúkalabbi. En svo hef ég líka verið mjög fínn. Þessi plata flakkar miklu meira og lengra. Það eru til dæmis tvö lög þarna um kjallaranauðgar- ann í Austurríki,“ segir Toggi. Engin poppstjarna Toggi hefur ekki haft sig mikið í frammi, heldur ekki oft tónleika og sækist ekki eftir viðtölum í glans- tímaritum. Það má því geta sér þess til að honum sé ekkert allt of vel við að vera þekktur – hvað þá popp- stjarna með vinsælasta lag ársins. „Ég er ekki poppstjarna, Páll Ósk- ar er sá eini sem getur raunverulega kallað sig poppstjörnu. En mér hef- ur aldrei heldur þótt það eftirsókn- arvert. Ég hélt til dæmis að ég myndi fá eitthvað kikk út úr því þegar fólk myndi þekkja mig úti í búð eða eitt- hvað. En tveir eða þrír bensínstöðv- armenn hafa spurt mig hver ég sé og mér finnst það frekar óþægilegt bara, vandræðalegt. Það er heldur ekkert að hafa upp úr því hérna heima. Til þess að verða svona einhversskonar celeb hérna á Íslandi, eins og mörg- um finnst eftirsóknarvert, yfirleitt sömu típunum, þá þarftu yfirleitt að vera annaðhvort einhverskonar trúður eða frík. Og ég er hvorugt og hef engan sérstakan áhuga á að troða mér í þann flokk. En þetta er rosalega mikið sömu típurnar, sækjast eftir því að komast í Séð&Heyrt, eru í Innlit/ Útlit og eru bara allsstaðar en hafa í sjálfu sér ekki neitt fram að færa. Ég hef engan áhuga á því að taka þátt í því eða tengja mig sérstaklega við það fólk.“ Toggi nam bókmenntafræði í há- skólanum á sínum yngri árum og þykir bráðfyndinn og beittur penni. Nú þegar allir virðast gefa út bæk- ur er forvitnilegt að vita hvort hann hafi ekki hug á bókarskrifum. „Það getur vel verið að ég skrifi þegar ég er búinn að missa röddina og orð- inn of gamall og feitur og ógeðsleg- ur. En það er ekkert núna. Það hefur svolítið verið pressað á mig að nýta þetta sem plöggtæki, blogga mjög mikið eða eitthvað svoleiðis til þess að keyra upp einhvern celebstatus á mér og ég hef reynt það tvisvar held ég. Mér fannst það bara eitthvað svo asnalegt, fólk er alltaf að skrifa um það sem það er að gera og ég geri ekki neitt. Ég geri ekkert nema vinna og vera í tónlist, það er ekkert ann- að í mínu lífi, ekki neitt. Það er helst að ég fari í bíó, ég fer ekki á djam- mið og ég er helst hræddur við að ef ég færi að blogga eða skrifa eitt- hvað svona reglulega inn þá komist bara upp um það hvað ég er í raun og veru leiðinlegur. Og þess vegna hélt ég lengi vel svona huldumann- astatus af því að þá svona hélt fólk já hann er svona spennandi, úti í horni og bak við einhverja hulu, við vitum ekkert um hann. Þá hélt ég svona, að fólk mundi fara að grennslast fyrir um mig og finnast ég meira spenn- andi, þannig fengi ég meiri athygli. Svo virkaði það í rauninni ekkert sér- staklega vel, fólk tók bara minna eft- ir mér. Ég geri ekki neitt nema sinna tónlist og ég lifi mjög hversdagslegu, döll lífi svona út á við. Mér finnst það ekkert leiðinlegt en það væri mjög leiðinlegt að vera áhorfandi að líf- inu hjá mér,“ segir Toggi og brosir út í annað. Þroskaðist við að hætta að drekka Toggi á tvö börn með unnustu sinni og segir fæðingu barna sinna ekki hafa umbylt lífinu – en það sé óum- deilanlega skemmtilegra. „Ég var einmitt búinn að heyra svo mikið svona, að þetta umbylti öllu og ég ætti aldrei eftir að líta lífið sömu aug- um. Það breyttist ekkert hjá mér, ég spila ennþá sömu tölvuleikina með strákana við hliðina á mér. Það er einna helst að ég get ekki sofið út, allavega sjaldan og er því almennt frekar illa sofinn. Og lífið er skemmti- legra. Fram að því að ég eignað- ist strákana, þá var ég pínu morbid eins og það er sagt á ensku, ekki með dauðaósk en ég var ekkert ósátt- ur við það ef til þess kæmi. Hugsaði alltaf með ákveðinni hlýju til þess að svona einhvern tímann drepst ég og það verður frekar kósí því þá er „MEIRA BLÓÐ Á TENNURNAR“ Tónlistarmaðurinn Toggi hefur gefið frá sér glænýja smáskífu af plötu sem er vænt- anleg í haust. Nýja platan er beinskeytt og textarnir fjölbreyttari en áður, lífið er ekki bara ljúft og gott í ástarsorg. Toggi segir barneignir litlu hafa breytt í sínu lífi, hann spili ennþá tölvuleiki - nú með syni sína sér við hlið. ÁFENGISLEYSI GOTT Toggi segist hafa tekið út mikinn þroska þegar hann hætti að drekka. MYND HÖRÐUR SVEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.