Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 28
Eftir furðulega fáar vikur getum við „haldið upp á“ tveggja ára af- mæli hrunsins. Það er undarleg staðreynd. Því tvö ár geta verið svo dæmalaust langur tími. Barn, sem fæddist um þær mundir sem Þor- steinn Már Baldursson fór sína feigðarför til Davíðs Oddssonar í Svörtuloftum Seðlabankans, það fór að hjala um það leyti sem þjóðin rak upp sitt ramakvein við Alþingishús- ið og búsáhaldabyltingin hófst. Þeg- ar kosningar til Alþingis fóru fram og þjóðin sagði álit sitt á stjónar- háttum undanfarinna missera, þá sagði barnið „mamma“ og „pabbi“ í fyrsta sinn. Þegar fyrra Icesave-mar- aþonið stóð á Alþingi í fyrrasumar var það farið að skríða, og það steig sín fyrstu skref þegar seinni um- ræðuhrinan stóð sem hæst. Og þá orðið eins árs. Um það bil sem Ólaf- ur Ragnar Grímsson reyndi að mála yfir orðspor sitt sem gólftuska útrás- arvíkinganna, þá var barnið komið með tennur. Núna, þegar við sitjum föst í ein- hverju undarlegu millibilsástandi þar sem okkur er annars vegar boð- að þrefalt svarthol yfirvofandi, en hins vegar að héðan í frá muni leið- in liggja upp á við á ný, þá er barn- ið farið að tala. Auðvitað ekki altal- andi, en það er töluvert farið að tjá sig. Á þessum tæpu tveim árum hafa foreldrar barnsins fylgst með þeim galdri sem er þroski þess og vöxtur, það hefur svo margt gerst, tilveran hefur tekið ótal heljarstökk, hug- arfar foreldranna er að ýmsu leyti gjörbreytt og allt hefur tekið stakka- skiptum mörgum sinnum – en nú er þarna komin manneskja, sem hleypur um öll gólf, kjaftar á henni hver tuska, þess albúin að láta til sín taka í lífinu. En hvað hefur gerst á þessum tveim árum í hugarfari íslensku þjóðarinnar, hvað hrunið snertir? Höfum við borið gæfu til að taka heljarstökk til að hindra að hrun geti aftur orðið, er hugarfar okkar á einhvern hátt nýtt, hefur eitthvað raunverulega breyst? Því miður – sorglega fátt. Við vit- um hvað gerðist, við vitum hverj- ir eiga sökina, við vitum að þeir gera hvaðeina til að koma í veg fyr- ir að þeir axli nokkra raunverulega ábyrgð á þeirri sök, við vitum þetta allt, en við höfum samt engan veg- inn borið gæfu til að þroskast jafn mikið þessi tvö ár og við hefðum átt að gera. Jafnaldrar bankahrunsins þrosk- ast hröðum skrefum, en við – sem samfélag - sitjum í sömu súpunni og fyrr. DÖSUÐ OG RINGLUÐ AF BÖLMÓÐI KREPPUNNAR Að sjálfsögðu gat þetta aldrei orðið auðvelt. Þótt sú kreppa sem nú geng- ur yfir okkur geti auðvitað ekki talist neitt ógnarleg svona í samanburði við alvöru hörmungar erlendis, þá er hún samt skelfilegt áfall. Það versta er kannski ef heil kynslóð Íslendinga verður eftir hrunin hneppt í skulda- fjötra allt sitt líf, án þess að hafa til þeirra saka unnið. Því börn þessarar kynslóðar munu hafa sig á brott við fyrsta tækifæri, frekar en sitja uppi með armæðu foreldra sinna, og þau munu ekkert endilega snúa aftur. En verði skuldavandinn einhvern veginn leiðréttur í alvöru, og ef tekst að auka atvinnu á ný, þá verðum við líklega fljót að ná okkur á strik á ný – eða gæt- um að minnsta kosti verið það. En ég er smeykur um að hugarfar- ið gæti reynst okkur verst. Við erum flest hver orðin svo dösuð og ringluð af hruninu og krepputali og bölmóði þessara síðustu tveggja ára, að ef okk- ur tekst ekki að brjóta okkur úr víta- hring svartsýninnar, þá mun jafnvel efnahagslegur bati ekki megna að létta okkur lund. Ég skal viðurkenna að ég á svolít- ið erfitt með að þola það þegar fólk atyrðir núverandi ríkisstjórn og telur hana bera sök á öllum okkar vanda. Það er svo fjarri lagi. Sökin á hrun- inu liggur hjá stjórnvöldum fyrri ára, ríkisstjórnum Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, og ég leyfi mér að fullyrða að engin önnur sjáan- leg ríkisstjórn hefði staðið sig öllu bet- ur en stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Vandinn sem við er að eiga er einfald- lega meiri en svo. Í gær hitti ég gamlan vin minn sem starfar hjá íslensku fyrirtæki sem rekur mestöll sín viðskipti erlendis. Í raun væri væntanlega eðlilegast að fyrirtækið færi að öllu leyti úr landi. En ennþá er haldið úti starfsstöð hér á landi, og vitiði af hverju? HRÆÓDÝRIR SKRIFSTOFUMENN Af því að hér er svo ódýrt vinnuafl. Ekki þarf að borga fólkinu sem vinn- ur á skrifstofunni nema hluta af því sem þyrfti að borga starfsfólki til dæmis á Norðurlöndum. Þetta viss- um við kannski öll, en vitiði hversu miklu munar? Þá datt nefnilega af mér andlitið, þegar hann sagði mér það. Skrifstofumaður á Íslandi kostar 30 prósent af því sem skrifstofumað- ur á Norðurlöndunum myndi kosta. Segi og skrifa 30 prósent! Auðvitað er það ekki ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að kenna þegar við höfum dregist svo langt, langt aftur úr hinum Norðurlanda- þjóðunum. Þeim Norðurlandaþjóð- um, sem íslenska Viðskiptaráðið taldi á hátindi „góðærisins“, rétt fyr- ir Davíðshrunið, að við ættum að hætta að bera okkur saman við, því við stæðum þeim svo miklu framar. Þessi hryllingur, að við séum ekki einu sinni hálfdrættingar á við Norð- urlandaþjóðirnar, er annars vegar stjórnarfarinu síðasta hálfan annan áratug að kenna, og hins vegar ís- lensku krónunni. Og fléttast þær sak- ir þó saman, því það voru jú sömu menn sem blésu upp góðærisbóluna og tóku ekki í mál að við kæmum okkur í samband við siðaðar þjóðir og tækjum upp alvöru mynt. Evran er ekki fullkomin, og hún hefur mátt þola ágjöf síðustu misseri, en mér sýnist hún bara ætla að komast ljóm- andi vel frá þeim hildarleik. Ólíkt okkar íslensku krónu, en hræ hennar liggur nú á sextugu dýpi út af Svörtuloftum. SKORTIR HINA ANDLEGU LEIÐSÖGN Nei, kreppan nú er ekki ríkisstjórn- inni að kenna. Það má alveg finna til hitt og þetta, sem hún hefði átt að gera betur. Og getur enn gert. Hvar eru til dæmis einhver merki þess að það verði skorin upp herör gegn hinum klassísku peningastéttum sem sitja nú eins og púkar á fjósbit- um slitastjórnanna og maka krók- inn? Gerið svo vel að skera upp þá herör strax, hæstvirt ríkisstjórn – þá mun þér vel farnast. En það sem nú- verandi ríkisstórn hefur hins vegar flaskað allra verst á, og það býsna illilega, það er hin andlega leiðsögn. Já, ég voga mér að segja það – upp- örvun! Ég efast svo sem ekki um að allir séu að gera sitt besta, þó það sé reyndar nokkuð átakanlega misgott. En það skortir alla viðleitni til að ráð- ast gegn bölsýninni og armæðunni sem gagntekur samfélagið. Tveggja ára barnið hleypur skríkj- andi út í lífið. Tveggja ára hrun hef- ur hins vegar lagt á herðar okkar þær byrðar vonleysis og deyfðar að við gætum kiknað undir því. Það er hlut- verk ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðar- dóttur að koma í veg fyrir það. Túristar fylla stræti og torg Reykjavíkur á þessum árstíma sem aldrei fyrr. Sú staðreynd leiddi huga minn í vikunni að fyrstu utan- landsferð minni án mömmu og pabba. Það var túristaferð til London með tveimur vinum mínum fyrir tæpum fjórtán árum. Eða við skulum segja að uppleggið hafi verið „túristaferð“. Stóra stundin var plön-uð helgi eina í nóv-ember árið 1996. Þá var ég sautján ára og hafði farið í vikuferð með foreldrum mínum og litlu systur til Nova Scotia sumarið áður. Eftir akstur um sveitir hins rómaða héraðs á austurströnd Kanada í sjö langa daga, þar sem gist var á hlýlegum gistiheimilum og ekki einu sinni umræðuflötur á því að maður fengi að sleppa bara einu sinni við að vakna klukkan átta til að snæða morgunmat með familíunni, var ljóst að utanlandsferðir í þessum félagsskap yrðu saltaðar í bili. Þegar mamma heyrði fyrst af plönum okkar félaganna um Londonferðina tók hún illa í hana. En ég var vel undirbúinn fyrir samtalið við múttu eitt októberkvöld og talaði með miklum spennutón í röddinni um hvað mig langaði að skoða vax- myndirnar af fræga fólkinu í Madame Tussauds-safninu, gaupurn- ar og gíraffana í dýragarðinum og jafnvel Big Ben og Buckingham Palace ef tímist gæfi til. Hún samþykkti því eftir smá diskúteringar að ég færi, og hugsaði sér um leið gott til glóðarinnar með kaup mín á tilteknu ilmvatni fyrir hana sem fékkst fyrir spottprís í fríhöfninni. Í framhaldinu var gengið frá flugmiðakaupum, hótelgistingu og um mánaðarlöng biðin tók svo við. Hver dagur leið nú jafnvel hægar en dagarnir sjö í Nova Scotia. Flugið tók fljótt af þar sem táningarnir skemmtanaglöðu fóru á skólaball kvöldið áður. Svefnþörfin var það aðkallandi að við vorum nánast sofnaðir fyrir flugtak og rétt rumskuðum til þess að borða hinn ávallt ljúffenga flugvélamat um miðbik ferðar. En segja má að hægst hafi aðeins á klukkunni þegar á hótelið var komið. Við höfðum ekki beint efni á dýrri hótelgistingu og fyrir val- inu varð hótel þar sem nóttin fyrir herbergi sem rétt rúmaði okkur alla félagana kostaði um þrjú þúsund krónur. Believe it or not en við afþökkuðum morgunverð með gistingunni. Staðsetningin var frábær, alveg við Piccadilly Circus, og þegar inn í anddyrið var komið varð ánægjan með hótelið enn meiri. Molluhiti tók hins vegar á móti okkur þegar við stigum út úr lyftunni á þriðju hæð með þungar töskurnar í eftirdragi. Og herbergið var ekki upp á marga fiska, sirka 4 x 4 metrar að stærð, með einu hjónarúmi og eins manns bedda sem ískruðu upp á 169 desíbel þegar lagst var til hvílu. Útsýnið út um gluggann var skítugt og drungalegt húsasund, og klósettin tvö á hæðinni voru svo gott sem ónothæf, alla vega fyrir páfaskák þar sem annað þeirra var setulaust og fyrir framan hitt var svo stór pollur á teppinu á hótel- ganginum alla helgina að Kanada hefði komist fyrir í honum. Við létum vonbrigðin með hótelið þó ekki á okkur fá og eydd-um því sem eftir var dagsins í að rölta um stórborgina og taka inn þessi miklu tímamót í lífi okkar, að vera staddir í útlönd-um, fjarri öllum foreldrum og forráðamönnum. Frelsisitil- finningin var engu lík. Um kvöldið var svo gert nokkuð sem ekki hafði komið til tals í samtalinu við mömmu mánuði áður - sest inn á breskan pöbb og pantaður bjór. Ekkert alvarlegra en það gerðist það kvöld, að frátöldu skrúfjárninu sem pantað var skömmu síðar á línuna. Daginn eftir túrhestuðumst við eins og ótemjur; fórum á vaxmyndasafnið sem við mamma vorum sammála um að væri of- boðslega skemmtilegt fyrirbæri, fengum okkur ís á Leicester Square eða einhverju álíka torgi og örkuðum Oxfordstreet eins og kaupalkar á túr. Lítið var þó um kaup enda fjárráð táninganna ekki mikil. En svo rann upp föstudagskvöld og þá átti aðeins að hækka rána. Súlustaður skyldi það vera. Við vorum allir með sama ár-angur á afrekaskránni í þeim efnum – ein heimsókn á Bóhem við Grensásveg sumarið áður. Sátum þá frosnir í um klukku- tíma, drukkum einn bjór á mann áður en við læddumst þöglir út. En um þá heimsókn var talað mikið næstu vikur á eftir. Í leit að góðum súlustað, hvernig svo sem þeir líta út að utan, römbum við inn í Soho-hverfið. Eftir mjög stutta stund þar sáum við bleikt neonskilti, með textanum „Sexy Dancing“, blikka á næsta horni við götuna sem við gengum eftir. Þegar við nálgumst helgidóminn vindur hins vegar upp að okkur þybbinn maður með skalla, í gráum frakka og svartri skyrtu. Hann spyr hvort við séum á leiðinni „þangað inn“ og bendir á húsið með bleika neonskiltinu. Um leið og við játtum því rétti hann okkur „flyer“, eða dreifimiða, sem geymdi allar grunnupplýsingar um annan stað með „sexy dancing“. Maðurinn benti yfir götuna þar sem neon- skilti (einnig bleikt) með orðunum „Revue“ og „Bar“ glitraði framan á einu húsanna, sagði þetta vera staðinn og að allt væri helmingi ódýrara þar en á staðnum sem við ætluðum á. Við litum hver á ann- an, ræddum mjög stuttlega þá stöðu sem upp var komin og enduð- um á að ganga að boði Bretans þybbna. (Framhald í næsta helgarblaði.) BESTA LITLA HÓRUHÚSIÐ Í LONDON? KRISTJÁN H. GUÐMUNDSSON skrifar HELGARPISTILL 28 UMRÆÐA 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR – FYRRI HLUTI TRÉSMIÐJA ILLUGA Evran hefur mátt þola ágjöf en mér sýnist hún ætla að komast vel frá þeim hildarleik. Illugi Jökulsson uppgötvaði að það styttist óðum í tveggja ára afmæli hrunsins: ER KREPPAN FARIN AÐ TALA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.