Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Side 25
FÖSTUDAGUR 16. júlí 2010 FRÉTTIR 25 Indland tekur upp merki fyrir rúpíu Indversk stjórnvöld hafa tek- ið í notkun sérstakt merki fyrir gjaldmið- il landsins, indversku rúpíuna. Rú- pían er að- eins fimmti gjaldmið- ill heims sem tákn- að er með myndrænu merki, en allir þekkja merkin sem notuð eru fyrir banda- ríkjadalinn, breska pundið, evruna og japanska jenið. Indverjar segja að upptaka merkisins sé táknræn fyrir aukinn efnahagsmátt landsins í heiminum. Samkeppni var haldin um merk- ið nýja og bárust Seðlabanka Ind- lands þrjú þúsund tillögur. Eftir að valnefnd, sem seðlabankastjórinn, listamenn og hönnuðir skipuðu, voru fimm merki tilnefnd. Sigurveg- arinn var meistaraprófsneminn D. Udaya Kumar, sem fékk um 600 þús- und íslenskar krónur fyrir. Lenti í klóm CIA Shahram Amiri, íranski vísinda- maðurinn, sem stjórnvöld í Íran saka bandarísku leyniþjónustuna um að hafa rænt, var ákaft fagnað þegar hann kom heim til Tehran á fimmtudaginn. Amiri segir að bandarískir leyniþjónustumenn hafi klófest hann þegar hann var staddur í pílagrímsferð í Sádi-Arabíu. „Þeir sprautuðu mig með svefnlyfjum og fluttu mig til Bandaríkjanna með herflugvél. Ég var beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi í yfirheyrslum hjá CIA,“ segir hann. Bandarísk stjórn- völd vísa þessu á bug. Argentína leyfir hjónabönd sam- kynhneigðra Argentína varð á fimmtudag fyrsta land Suður-Ameríku til að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Efri deild argentínska þingsins sam- þykkti það á fimmtudag. 33 atkvæði studdu lagabreytinguna, 27 voru á móti og þrír nýttu ekki atkvæðisrétt sinn. Cristina Fernández de Kirc- hner forseti var stödd í opinberri heimsókn í Kína en sagði í fjölmiðl- um að lagabreytingin hefði „jákvæð áhrif á baráttuna fyrir réttlæti minni- hlutahópa“. Málið olli deilum í Arg- entínu og söfnuðust stuðningsmenn andstæðra fylkinga saman fyrir utan þinghúsið í Buenos Aires. Púertóríkanski söngvarinn Ricky Martin fagnaði lagabreytingunni. „Þetta er stórkostlegt skref hjá stór- kostlegri þjóð. Takk Argentína fyrir að vera fordómalaust og upplýst land. Til hamingju,“ segir söngvar- inn ástsæli. Ríki Suður-Ameríku hafa á síðustu árum sýnt aukinn samstarfsvilja og stofnuðu Samband Suður-Amer- íkuþjóða (UNASUR) árið 2008 sem er vísir að efnahags- og stjórnmála- bandalagi í ætt við Evrópusamband- ið. Stofnsáttmáli UNASUR var undir- ritaður í maí árið 2008 í Brasilíuborg, höfuðborg Brasilíu. Samkvæmt hon- um verða höfuðstöðvar sambands- ins í Quito í Ekvador, Suður-Amer- íkuþingið verður í Cochabamba í Bólivíu og seðlabanki sambandsins Banki suðursins, verður í Caracas í Venesúela. Stofnun ríkjabandalagsins kem- ur í kjölfar vinstribylgju sem hófst í Suður-Ameríku upp úr aldamótum. Hægriflokkar hafa víðast hvar misst völdin vegna þeirra efnahagslegu og félagslegu vandamála sem stefna nýfrjálshyggjunnar þykir hafa vald- ið í álfunni og forsetar vinstra meg- in í stjórnmálalífinu víðast hvar verið þjóðkjörnir í staðinn. Þessir þjóðhöfðingjar eru ólík- ir sín á milli, en hafa þá sameigin- legu stefnu að vilja minnka forræði Bandaríkjanna, draga úr alþjóða- væðingu og mikilvægi alþjóðastofn- ana á borð við AGS í löndum sínum til þess að öðlast efnahagslegt sjálf- stæði og stuðla að félagslegri velferð á meðal þegnanna. Bandalag tólf landa Bandalagið ber nafnið Samband Suður-Ameríkuþjóða og ber opin- berlega þann titil á fjórum tungu- málum, spænsku, portúgölsku, hol- lensku og ensku. Aðildarlöndin eru tólf: Argent- ína, Bólivía, Chile, Ekvador, Kólumb- ía, Paragvæ, Perú, Úrúgvæ, Venes- úela (opinbert tungumál spænska), Brasilía (opinbert tungumál portú- galska), Súrínam (hollenska) og Gvæana (enska). Eina land álfunnar sem stendur utan sambandsins er Franska-Gvæana, sem er meðlimur í Evrópusambandinu, en ríkið hef- ur enn ekki öðlast sjálfstæði frá ný- lenduherrum sínum Frökkum. Samtals telja íbúar innan vé- banda sambandsins um 387 millj- ónir manna. Landflæmið er gífurlegt og um fjórfalt stærra en það sem Evr- ópusambandið hefur yfir að ráða. Verður að veruleika 2019 Sambandið er, sem áður segir, byggt á líkani Evrópusambandsins, en er enn í mótun og á byrjunarstigi. Þjóð- höfðingjarnir sem skrifuðu und- ir stofnsáttmálann lýstu því yfir að þeir vildu stofna samband í líkingu við ESB með sameiginlegum gjald- miðli, þingi og vegabréfaeftirliti, svo eitthvað sé nefnt. Rætt hefur verið um að fullskapað ríkjabandalag, sem samsvarar ESB, gæti orðið að veru- leika árið 2019. Afnema tolla og stofna banka Helstu markmið sambandsins eru að skapa opið markaðssvæði. Tollar verða afnumdir kerfisbundið til árs- ins 2014. Forsetar stofnlandanna sjö (Arg- entínu, Bólivíu, Brasilíu, Ekva dor, Paragvæ, Venesúela og Úrúgvæ) stofnuðu sameiginlegan banka árið 2007. Honum verður breytt í stóra bankastofnun sem mun fjárfesta í þróunarverkefnum í álfunni og lána fé til landa. Bankanum er ætlað að stuðla að jöfnuði í Suður-Ameríku. Í framtíðinni á bankinn að verða seðlabanki fyrir nýjan sameiginlegan gjaldmiðil landanna. Í framtíðinni eiga allir íbúar Suð- ur-Ameríku að geta ferðast og flust á milli landanna án vandkvæða. Samningar hafa ekki tekist um að taka höndum saman í varnarmálum. Brasilía og Venesúela hafa lagt til að sambandið stofni hernaðarbandalag í ætt við NATO. Kólumbía var á móti því í fyrstu en síðan hafa þjóðirnar skipað rannsóknarnefndir til að at- huga málið. Að lokum má nefna sáttmála þjóðanna um byggingu hraðbrauta í álfunni sem á í framtíðinni að tengja öll lönd álfunnar saman. Samband Suður-Ameríkuþjóða er nýstofnað ríkjabandalag allra landa álfunnar. Það er hannað með Evrópusambandið í huga. Höfuðstöðvar sambandsins verða í Quito, höfuðborg Ekvador. Löndin vilja með sambandinu öðlast efnahagslegt sjálfstæði og stuðla að félagslegri velferð á meðal þegnanna. SUÐUR-AMERÍKA SAMEINAST HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Gaman að vera saman Suður-amerískirþjóðarleiðtogarviðundirritunstofnsáttmálans. Stofnuðu banka Hérsjástvaldamestumenn Suður-Ameríkuþegarundirritaðirvorusamningar umsameiginleganbankaálfunnar. Aðalritari NestorKirchner,fyrrverandi forsetiArgentínu,eraðalritariSambands Suður-Ameríkuþjóða. Samtals telja íbúar innan vébanda sambandsins um 387 milljónir manna. Franska- Gvæana Úrúgvæ Argentína Brasilía Perú Ekvador Chile Venesúela Gvæana Súrínam Bólivía Paragvæ n Aðildarríki n Evrópusambandið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.