Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Page 38
106 ÁRA Á FIMMTUDAG 38 ÆTTFRÆÐI UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON kjartan@dv.is 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Ívar Daníelsson FYRRV. LYFSALI Í REYKJAVÍK Ívar fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi í MR 1939, var í lyfja- verknámi í Lyfjabúðinni Iðunni 1939-42, lauk Exam.pharm. námi í Lyfjafræðingaskóla Íslands 1942, var í lyfjafræðinámi í Philadelp- hia College of Pharmacy and Sci- ence 1942-44, lauk doktorsprófi í lyfjaefnafræði í Purdue University í Lafayette í Indiana í Bandaríkjun- um 1947 og stundaði framhalds- nám í Bandaríkjunum á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um 7 mánaða skeið, 1956- 57. Ívar var aðalkennari í Lyfja- fræðingaskóla Íslands 1948-57, eftirlitsmaður lyfjabúða 1948-68, dósent í lyfjafræði lyfsala við HÍ frá 1957 og stofnandi og fyrsti lyf- sali Borgarapóteks í Reykjavík frá 1968-95. Ívar var ráðunautur Trygginga- stofnunar ríkisins um lyfsölumál 1948-50 og í lyfjanefnd Trygginga- stofnunarinnar 1951-68. Hann var varamaður fyrir Íslands hönd í norrænu lyfjaskrárnefndinni 1959-68 og í lyfjaskrárnefnd Ís- lands frá stofnun hennar 1963-68. Ívar var formaður efnaverk- fræðideildar Verkfræðingafélags Íslands 1968-69, sat í stjórn Ap- ótekarafélags Íslands 1968-69 og 1970-73, var formaður þess 1975- 76 og sat í stjórn Apótekarafélags Reykjavíkur 1969-74. Fjölskylda Ívar kvæntist 7.8. 1948 Þorbjörgu Bjarnar Tryggvadóttur, f. 25.9. 1922, d. 14.11. 2007, húsmóður. Foreldrar Þorbjargar voru Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra og k.h., Anna Klemenzdóttir hús- móðir. Ívar og Þorbjörg skildu. Börn þeirra: Tryggvi, f. 13.1. 1949, d. 24.6. 1979, lyfjafræð- ingur; Guðrún Ína, f. 31.3. 1950, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í Reykjavík, gift Kristni Valdimars- syni skólastjóra og eiga þau þrjár dætur; Anna Guðrún, f. 26.8. 1959, hagfræðingur og bankamaður. Ívar kvæntist 12.9. 1972 ann- arri konu sinni, Natalie Joy Kamm Wolf, f. 30.1.1924, húsmóður. For- eldrar Natalie: Rudolph Kamm, öl- gerðareigandi, og k.h., Josephine, f. Schaffer. Ívar og Natalie skildu. Ívar kvæntist 10.11. 1979 þriðju konu sinni, Kristínu Árnadóttur, f. 12.12. 1939, húsmóður. Foreldr- ar Kristínar: Árni Þórarinsson, b. á Ormarsstöðum í Fellum, og k.h., Sólveig Eiríka Sigfúsdóttir. Ívar og Kristín skildu. Kjörforeldrar Ívars: Daníel Halldórsson, f. 17.10. 1891, d. 3.7. 1940, kaupmaður í Reykja- vík, og k.h., Guðrún Ágústa Guð- laugsdóttir, f. 5.6. 1892, d. 12.1. 1948, húsmóðir. Foreldrar Ívars: Guðmundur Eiríksson, kaupmaður í Reykjavík, og k.h., Leopoldine Halldórsdóttir, systir Daníels, kjörföður Ívars. Ætt Guðmundur var bróðir Sigríðar, hjúkrunarkonu og formanns Fé- lags íslenskra hjúkrunarkvenna um árabil, móður Vigdísar Finn- bogadóttur. Guðmundur var son- ur Eiríks, trésmiðs í Reykjavík, bróður Einars, b. í Miðdal, föður Guðmundar frá Miðdal myndlist- armanns, föður Errós, Ara Trausta jarðfræðings og Egils arkitekts. Dóttir Einars var Sigríður, móð- ir Jónínu Margrétar Guðnadótt- ur sagnfræðings og Bergs Guðna- sonar lögfræðings, föður Guðna, fyrrv. knattspyrnumanns. Önnur dóttir Einars var Karólina, móðir Hlédísar Guðmundsdóttur læknis. Þriðja dóttir Einars var Inga, móð- ir Þuríðar Sigurðardóttur söng- konu. Systir Eiríks var Guðbjörg, móðir Gríms Norðdahls á Úlfars- felli, og Haraldar Norðdahls, föð- ur Skúla Norðdahls arkitekts. Ei- ríkur var sonur Guðmundar, b. í Miðdal, bróður Margrétar, lang- ömmu Ólafs Kr. Magnússonar ljósmyndara, og Gunnars, föður Magnúsar forstjóra. Guðmund- ur var sonur Einars, b. á Álfsstöð- um á Skeiðum, bróður Guðmund- ar ríka, b. í Miðdal og Haukadal, föður Jóns, ættföður Setbergsætt- ar. Einar var sonur Gísla, b. á Álfs- stöðum Helgasonar, bróður Ing- veldar, móður Ófeigs Vigfússonar ríka á Fjalli. Móðir Guðmundar í Miðdal var Margrét Hafliðadótt- ir. Móðir Eiríks Guðmundsson- ar, Vigdís, var systir Helgu, lang- ömmu Jóns Eiríkssonar, oddvita í Vorsabæ á Skeiðum. Vigdís var dóttir Eiríks, b. í Vorsabæ Hafliða- sonar, bróður Elínar, langömmu Gunnars Guðmannssonar, fyrrv. forstjóra Laugardalshallarinnar, Sigurgeirs Guðmannssonar, fyrrv. framkvæmdastjóra ÍBR, og Krist- bjargar, móður Sigurðar Sigur- jónssonar leikara. Elín var einn- ig langamma Gunnlaugs, föður Jóns Steinars hæstaréttardómara. Þá var Elín langamma Ísleifs Jóns- sonar verkfræðings og amma Óla- far, ömmu Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar. Elín var einnig móð- ir Hafliða, afa Sigurliða Kristjáns- sonar kaupmanns. Önnur syst- ir Eiríks í Vorsabæ var Ingveldur, amma Gísla Gunnarssonar, fyrrv. pr. í Glaumbæ, og langamma Vil- hjálms, föður Manfreðs Vilhjálms- sonar arkitekts. Bróðir Eiríks var Þorsteinn, langafi Þorgerðar Ing- ólfsdóttur söngstjóra. Móðir Guðmundar kaupmanns var Vilborg, systir Guðna á Keld- um, langafa Björns Vignis Sigurp- álssonar, fyrrv. blaðamanns. Vil- borg var dóttir Guðna, b. á Keldum í Mosfellssveit, bróður Þorvarð- ar, langafa Margrétar Sigurðar- dóttur, móður Bjargar Sveinsdótt- ur myndlistarmanns. Guðni var sonur Guðna, b. í Saurbæ í Ölfusi, bróður Sigríðar, langömmu Hall- dórs Laxness og Guðna Jónsson- ar prófessors, föður prófessoranna Bjarna og Jóns. Guðni var sonur Gísla, b. í Reykjakoti í Ölfusi, bróð- ur Guðmundar, afa Ólafs, afa Þór- halls Vilmundarsonar prófessors og langafa Ólafs Ólafssonar, fyrrv. landlæknis og listfræðinganna Gunnars Kvarans og Ólafs Kvar- ans. Annar bróðir Gísla var Jón, langafi Konráðs, langafa Júlíusar Hafstein sendiherra. Systir Gísla var Ingveldur, langamma Valgerð- ar, ömmu Guðmundar H. Garð- arssonar, fyrrv. alþm., og Vals Vals- sonar bankastjóra. Gísli var sonur Guðna, ættföður Reykjakotsættar Jónssonar. Leopoldine var dóttir Hall- dórs, hæstaréttardómara í Rvík, Daníelssonar, prófasts á Hólm- um í Reyðarfirði Halldórsson- ar, prófasts á Melstað Ámunda- sonar, smiðs og málara í Syðra-Langholti Jónssonar. Móðir Halldórs Daníelssonar var Jakob- ína Magnúsdóttir Thorarensens, b. á Stóra-Eyrarlandi Stefáns- sonar, amtmanns á Möðruvöll- um Þórarinssonar, sýslumanns á Möðruvöllum Jónssonar, ættföður Thorarensensættar. Móðir Leopoldine var Anna Halldórsdóttir, yfirkennara Frið- rikssonar, yfirkennara í Reykja- vík Halldórssonar, bróður Ólínu, langömmu Snæbjarnar Jónasson- ar, fyrrv. vegamálastjóra. Halldór var sonur Friðriks, verslunarstjóra á Eyri í Skutulsfirði Eyjólfsson- ar, pr. á Eyri Kolbeinssonar, pr. og skálds í Miðdal Þorsteinssonar. Móðir Halldórs var Sigríður Ól- afsdóttir, b. á Stakkanesi, bróður Hjalta Thorbergs, ættföður Thor- bergsættar, afa Bergs Thorbergs landshöfðingja. Ólafur var sonur Þorbergs pr. á Eyri Einarssonar, föður Guðrúnar, móður Marret- he Hölter, ættmóður Knudsenætt- ar. Móðir Þorbergs var Guðrún Hjaltadóttir, prófasts og málara í Vatnsfirði Þorsteinssonar. 90 ÁRA Á SUNNUDAG Margrét fæddist á Núpsstað í Vest- ur-Skaftafellssýslu og ólst þar upp. Fjölskylda Margrét giftist 20.9. 1930 Samú- el Kristjánssyni, f. 8.10. 1899, d. 1965, sjómanni. Hann var sonur Kristjáns Péturssonar, sjómanns í Grunnavík og á Ísafirði, og Stefan- íu Stefánsdóttur húsfreyju. Börn Margrétar og Samúels: Hanna Þ. Samúelsdóttir, f. 22.3. 1932, d. 21.4. 2010, húsmóðir, var búsett í Borgarnesi, var gift Hauki Gíslasyni sem einnig er látinn en hún átti fjögur börn með fyrri manni sínum, Hreggviði Guðgeirs- syni; Jón Valur Samúelsson, f. 21.8. 1933, búsettur í Kópavogi, kvænt- ur Lovísu Gunnarsdóttur og eiga þau þrjá syni; Elsa Samúelsdóttir, f. 23.11. 1935, búsett í Garðabæ og á hún þrjú börn með fyrrv. manni sínum, Hreini Árnasyni; Auður Helga Samúelsdóttir, f. 20.12. 1941, d. 15.1. 1993, var búsett í Hafn- arfirði, var gift Sverri Lúthers og eignuðust þau sex börn; Margrét Samúelsdóttir, f. 11.3. 1944, búsett í Kópavogi, gift Sveini Sveinleifs- syni og eignuðust þau þrjá syni en tveir þeirra eru á lífi. Systkini Margrétar: Dagbjört Hannesdóttir, f. 29.10. 1905, nú lát- in, var búsett á Bíldudal; Eyjólfur Hannesson, f. 21.6. 1907, nú látinn, var búsettur á Núpsstað; Filippus Hannesson, f. 2.12. 1909, nú látinn, var búsettur á Núpsstað; Margrét Hannesdóttir, f. 23.12. 1910, nú lát- in, var búsett á Keldunúpi á Síðu og síðan á Kirkjubæjarklaustri; Jón Hannesson, f. 14.11. 1913, búsettur í Svíþjóð; Málfríður Hannesdóttir, f. 17.12. 1914, nú látin, var búsett í Reykjavík; Sigrún Hannesdóttir, f. 7.1. 1920, d. 1.6. 1982, var búsett á Húsavík; Jóna A. Hannesdóttir, f. 30.3. 1923, búsett í Reykjavík; Ág- ústa Þ. Hannesdóttir, f. 4.8. 1930, búsett í Hafnarfirði. Foreldrar Margrétar voru Hannes Jónsson, f. 13.1. 1880, d. 29.8. 1968, bóndi og landpóstur á Núpsstað í Vestur-Skaftafellssýslu, og k.h., Þóranna Þórarinsdóttir, f. 14.5. 1886, d. 8.9. 1972, húsfreyja. Ætt Hannes var sonur Jóns Jónsson- ar, b. á Núpsstað og Valgerður Einarsdóttir. Hálfsystir Hannesar, samfeðra, var Ásta, amma Davíðs Oddssonar Morgunblaðsritstjóra. Þóranna var dóttir Þórarins Ólafssonar, sem drukknaði í sjó- mennsku frá Eyrarbakka. Margrét Hannesdóttir HÚSMÓÐIR Í REYKJAVÍK 30 ÁRA Á FÖSTUDAG Jón fæddist á Hvammstanga en ólst upp á Böðvarshólum í Vest- ur-Hópi. Hann var í Vestur-Hóps- skóla og síðan í Laugabakkaskóla, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og VMA en stundar nú nám við Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra. Jón ólst upp við öll almenn sveitastörf á Böðvarshólum og hef- ur stundað ýmis sumarstörf á veg- um Hvammstangabæjar. Jón hefur sinnt ýmiss konar sjálfboðavinnu á vegum Seeds Ice- land. Fjölskylda Hálfsystkini Jóns, sammæðra, eru Þorbjörg Helga Konráðsdóttir, f. 9.2. 1983, húsmóðir á Akureyri; Ing- veldur Ása Konráðsdóttir, f. 22.3. 1985, háskólanemi, búsett að Böðv- arshólum; Daníel Óli Konráðsson, f. 26.3. 1990, framhaldsskólanemi, búsettur á Böðvarshólum. Foreldrar Jóns eru Jón Heiðar Magnússon, f. 4.10. 1956, verka- maður á Selfossi, og Jónína Ragna Sigurbjörnsdóttir, f. 2.12. 1959, bóndi og húsfreyja að Böðvarshól- um. Stjúpfaðir Jóns er Konráð Pét- ur Jónsson, f. 8.10. 1958, bóndi að Böðvarshólum. Jón Frímann Jónsson RITHÖFUNDUR Á HVAMMSTANGA 30 ÁRA Á FÖSTUDAG Arnar fæddist í Hannover í Þýska- landi en ólst upp í Reykjavik. Hann var í Foldaskóla, lauk stúdents- prófi frá MS 2000, stundaði nám við Flugskóla Íslands, lauk þaðan einkaflugmannsprófi og síðan at- vinnuflugmannsprófi áríð 2001. Þá stundar hann nú nám í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. Arnar starfaði í Álverinu í Straumsvík með námi, var flugum- sjónarmaður hjá Bláflugi 2004 en hóf störf sem flugmaður hjá Ice- landairj 2005 og hefur starfað þar síðan. Fjölskylda Kona Arnars er Ingibjörg Sigurðar- dóttir, f. 3.6. 1981, lyfjafræðingur. Dætur Arnars og Ingibjargar eru Anna Sigríður Arnarsdóttir, f. 25.11. 2003; Helena Björk Arnars- dóttir, f. 25.11. 2003; Rakel Vilma Arnarsdóttir, f. 6.7. 2008. Systir Arnars er Vala Ragna Ing- ólfsdóttir, f. 27.11. 1977, arkitekt. Foreldrar Arnars eru Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson, f. 8.1. 1950, fjármálaráðgjafi í Reykjavík, og Bardel Schmid, f. 29.11. 1951, fé- lagsráðgjafi í Reykjavík. Arnar Benjamín Ingólfsson FLUGMAÐUR Í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.