Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Page 10
10 | Fréttir 22.–26. desember 2010 Jólablað Kúlulánin draga dilk á eftir sér fyrir starfsmennina: Kaupþingsmönnum stefnt • Dregur úr vöðvaspennu • Höfuð- háls- og bakverkjum • Er slakandi og bætir svefn • Notkun 10-20 mínútur í senn • Gefur þér aukna orku og vellíðan Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Nálastungudýnan Tilboð til jóla 40% afsláttur ! Tilboðsverð 5.850 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Stjórnin til Seattle í skugga atvinnuleysis „Við þóttumst sleppa nokkuð ódýrt frá þessari ferð,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Félags iðn- og tæknigreina (FIT). Tíu stjórn- armenn félagsins fóru til Seattle á dögunum á kostnað félagsins þar sem Boeing-verksmiðjurnar voru meðal annars heimsóttar. Tilgang- ur ferðarinnar var að sækja end- urmenntunarnámskeið hjá Boe- ing. Félagsmaður í FIT, sem vill ekki láta nafn síns getið, gagnrýnir tímasetningu ferðarinnar þar sem rúmlega 300 félagsmenn eru at- vinnulausir. Ódýrara en Ísland Hilmar segir að ekkert óeðlilegt sé við ferð stjórnarmannanna sem farin var þann 8. desember síðast- liðinn. Á námskeiðunum í Seattle var meðal annars farið yfir lestur á ársreikningum og ábyrgð stjórn- armanna. Hann segir að stjórnar- menn í félaginu þiggi ekki laun fyr- ir stjórnarsetu í félaginu heldur sé þeim umbunað með endurmennt- unarnámskeiðum. Bendir Hilmar á að vel hefði verið hægt að sækja sambærileg námskeið hér á landi. Kostnaðurinn hefði samt orðið meiri. „Slík námskeið í Háskólan- um í Reykjavík kosta um 160 þús- und krónur.“ Hilmar segir að ferðin hafi kost- að um 144 þúsund krónur fyr- ir hvern stjórnarmann og því má áætla að samanlagur kostnaður sé um ein og hálf milljón. Engir dagpeningar „Við erum alltaf að reyna að kynna okkur nýjustu tækni í okkar þágu og við fórum í Boeing-verksmiðj- urnar til að kynna okkur endur- menntun hjá þeim,“ segir Hilmar og bætir við að makar hafi borg- að sjálfir. Þá segir Hilmar að ekki hafi verið greiddir dagpeningar eins og oft tíðkast. Hann segir að gerð sé krafa um að stjórnarmenn endurmennti sig þar sem þeir beri ábyrgð á rekstri félagsins. „Það varð nú hrun þannig að menn höfðu ekki gert neitt slíkt í þrjú ár. Síðan var hægt að samnýta í sömu ferðinni tvö námskeið,“ segir Hilmar og bætir við að þetta sé í annað skipti frá árinu 2003 sem stjórnarmenn fari til útlanda á kostnað félagsins. Auk þess að sækja námskeiðin kynntu stjórn- armenn sér hvernig Boeing nýtir tækni sína með koltrefjar. „Þetta er eitthvað sem mun fara í alla bíla og þetta var eitthvað sem var gaman að skoða.“ 300 án atvinnu Félagsmaður sem DV ræddi við gagnrýnir ferðina og bendir á að atvinnuleysi sé mikið í félaginu sem telur um 4.400 félagsmenn. Hilmar segir að atvinnuleysi þar sé ekki meira en gengur og gerist í öðrum atvinnugreinum. „Það er ekki mikið atvinnuleysi hjá okk- ur. Það var um 7,3 prósent síðast þegar ég vissi en það minnkaði í sumar,“ segir hann en miðað við þetta eru rúmlega 300 félagsmenn án atvinnu í félaginu. Hilmar seg- ir að aðalatriðið sé það að stjórn- armenn verði að viðhalda þekk- ingu sinni og til þess þurfi þeir að sækja endurmenntunarnámskeið eins og í þessu tilfelli. „Ég veit ekki alveg hvernig menn eiga að velja sér stjórn ef þeir fá enga umbun fyrir. Svo lítum við heldur ekki á þetta sem umbun því ef menn sitja í stjórnum verða þeir að vera hæfir til þess.“ n Stjórn Félags iðn- og tæknigreina á námskeiði hjá Boeing n Ódýrara en endur- menntun á Íslandi n Ekki allir sáttir við ferðina n Þrjú hundruð án atvinnu „Ef menn sitja í stjórnum verða þeir að vera hæfir til þess. Glæsileg verksmiðja Verksmiðja Boeing í Seattle er stórglæsileg. Stjórnarmenn kynntu sér meðal ann- ars hvernig fyrirtækið nýtir tækni sína með koltrefjar. Sluppu vel „Við þóttumst sleppa nokkuð ódýrt frá þessari ferð,“ segir Hilmar. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Kaupþing hefur stefnt tveimur af fyrrverandi starfsmönnum bank- ans, Ingvari Vilhjálmssyni og Hann- esi Frímanni Hrólfssyni, vegna kúlu- lánaskulda þeirra við bankann. Fyrirtökur voru í báðum málunum á þriðjudaginn var. Á næstunni mun Kaupþing stefna fleiri fyrrverandi starfsmönnum vegna útistandandi hlutabréfaskulda við bankann. Kaupþing krefur þá Ingvar og Hannes um endurgreiðslu á hluta af þeim upphæðum sem þeir fengu lánaðar frá bankanum til að kaupa hlutabréf í honum á árunum fyr- ir hrun. Í einhverjum tilfellum var um að ræða að þeir Ingvar og Hann- es voru í 100 prósent ábyrgðum fyrir lánunum sem þeir fengu en þau voru veitt í nokkrum hlutum á nokkurra ára tímabili. Í öðrum tilfellum voru þeir bara í persónulegum ábyrgðum fyrir hluta lánanna. Ingvar var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Kaupþingi og Hannes Frímann var aðstoðarfram- kvæmdastjóri fjárstýringar og mark- aðsviðskipta. Í lánabók Kaupþings frá árinu 2006 kemur fram að Ingv- ar hafði fengið nærri 1.700 milljón- ir króna frá bankanum til að kaupa hlutabréf í honum. Hannes Frímann hafði þá fengið rúmar 400 milljónir króna að láni til að kaupa hlutabréf í honum. Ingvar og Hannes gætu því verið krafðir um endurgreiðslu á tugum til hundraða milljóna króna vegna kúlulánanna. ingi@dv.is Fleiri stefnur á næstunni Fleiri starfsmönnum Kaupþings verður stefnt á næstunni vegna útistandandi hlutabréfaskulda við bankann. Hreiðar Már Sigurðsson var forstjóri Kaupþingssamstæðunnar. Árétting Vegna fréttar um árásina á Máv- anesi sem birtist í blaðinu 15. desember vill DV koma þeirri áréttingu á framfæri að Hlynur Ingi Baldursson sat inni í 16 mán- uði, sem eru tveir þriðju dómsins en ekki rúmlega helming dóms- ins eins og stóð í fréttinni. Kristj- án Víðir Kristjánsson sem fékk tveggja og hálfs árs dóm, dvelur nú á áfangaheimilinu Vernd, hann er því ekki laus úr fangelsi. Lögreglumaður sóttur til saka: Grunaður um brot gegn ungri stúlku Ríkissaksóknari hefur höfðað saka- mál á hendur lögreglumanni sem rekið er fyrir Héraðsdómi Norður- lands eystra. Ríkislögreglustjóri hef- ur vikið manninum tímabundið úr starfi. Þetta staðfestir Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Hvorki hann né saksóknari sem hefur málið til meðferðar gátu tjáð sig frekar um málið að svo stöddu. Samkvæmt heimildum DV er um kynferðisbrot að ræða og lögreglu- maðurinn mun hafa verið frá störf- um í tvo til þrjá mánuði vegna máls- ins. Heimildir DV herma að lög- reglumaðurinn sé grunaður um að hafa leitað á stúlku í tíunda bekk grunnskóla. Stúlkan hafi lokið knatt- spyrnuæfingu þegar lögreglumaður- inn, óeinkennisklæddur, hafi káfað á stúlkunni. Ekki hafi verið vitni að atvikinu en að vinatengsl hafi verið á milli fjölskyldna þeirra beggja og þau hafi því þekkst. Atvikið á að hafa átt sér stað fyrir um ári í íþróttahúsi í því bæjarfélagi sem maðurinn sinnti löggæslustörf- um í. Sömu heimildir herma að barn lögreglumannsins hafi verið í bekk með stúlkunni. Að því er DV kemst næst hafa vitnaleiðslur farið fram og dóms að vænta innan skamms.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.