Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Page 12
12 | Fréttir 22.–26. desember 2010 Jólablað „Þetta eru ákveðin tímamót í sögu meirihlutans á þingi og í lífi ríkis- stjórnarinnar,“ segir Álfheiður Inga- dóttir, þingmaður VG, um hjásetu flokkssystkinanna Atla Gíslasonar, Lilju Mósesdóttur og Ásmundar Ein- ars Daðasonar, við afgreiðslu fjárlaga í síðustu viku. „Menn velja ekkert um fjárlögin, þau verður að afgreiða. Þeir þingmenn VG, sem ekki studdu fjár- lögin, gera væntanlega betur grein fyrir því þótt síðar verði. Ef það er eitt- hvað sem Vinstri grænir kunna betur en aðrir þá er það að ræða hlutina og ræða þá vel og lengi,“ segir Álfheiður. Forystan rumskar Frá því að bera tók á opinni andstöðu innan þingflokks VG við verklag og afgreiðslu ýmissa mála á vegum rík- isstjórnarinnar og þingmeirihlut- ans hafa stuðningsmenn Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, hald- ið sér til hlés. Þar til nú eftir hjásetu þingmannanna þriggja við afgreiðslu fjárlaganna. Steingrímur, Björn Val- ur Gíslason, Árni Þór Sigurðsson og Katrín Jakobsdóttir og nú Álfheiður Ingadóttir hafa beitt sér af meira afli og sýna skærunum minna umburðar- lyndi en áður. Ágreiningsefnin eru mismunandi eftir því hvaða þingmenn eiga í hlut. Jón Bjarnason er andsnúinn aðildar- umsókn að ESB rétt eins og Ásmund- ur Einar Daðason, Atli Gíslason og Ögmundur Jónasson. Lengst gengur Ásmundur, sem jafnframt er formað- ur Heimssýnar, í andstöðu sinni. Ög- mundur hefur tekið sæti í ríkisstjórn- inni á ný og styður aðildarferlið. Jón vill breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu með róttækari hætti en samráðherrar hans virðast vilja gera. Hann lagði fram frumvarp í ríkisstjórn fyrir 3 til 4 vikum sem meðal annars kveður á um að rík- ið leigi út allt að 10 þúsund tonn af við- bótarkvóta í þorski og 5 þúsund tonn af ýsu. Ætlun Jóns var að afla allt að 2,8 milljörðum króna í ríkissjóð með þess- um hætti. Þetta frumvarp er í frysti, á svonefndri biðmálaskrá ríkisstjórnar- innar. Loks er á það að líta að óvíst er hversu lengi Jón heldur ráðherrastól sínum verði væntanlegt frumvarp um atvinnuvegaráðuneyti að lögum á vor- þinginu. Stöðug átök Lilja Mósesdóttir hefur gert margvís- legar athugasemdir við niðurskurð. Hún beinir auk þess reglulega spjót- um sínum að samstarfinu við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn um endurreisn efna- hagslífsins. Atli Gíslason er fylgismaður Jóns um róttækar breytingar á kvótakerf- inu og andsnúinn aðild að ESB. Sam- kvæmt heimildum DV hafði hann í heitingum vegna ESB-stefnunnar þeg- ar í odda skarst á flokksstjórnarfundi VG en hann var haldinn í Hagaskóla í Reykjavík fyrir einum mánuði. Þar samþykktu flokksmenn með afger- andi hætti að fylgja stefnu ríkisstjórn- arinnar um aðildarumsókn að ESB til enda. Athyglisvert er að það voru ekki síst flokksmenn VG í Norðvesturkjör- dæmi sem sýndu Steingrími J. Sigfús- syni stuðning í þeim efnum gegn vilja Ásmundar Einars Daðasonar og Jóns Bjarnasonar. Að standa við fyrirheitin Margir þeirra sem fylkja sér bak for- manni sínum og forystu flokksins bundu vonir við að friðlegra yrði í þing- flokknum með inngöngu Ögmundar Jónassonar aftur í ríkisstjórnina. Það varð ekki, eins og hjáseta og harðorð yfirlýsing Lilju, Ásmundar Einars og Atla bar með sér við afgreiðslu fjárlag- anna. Það er ekki síst þessi staðreynd sem um og eftir síðustu helgi knúði fylgismenn Steingríms til harðari við- bragða en áður gegn „órólegu deild- inni“ í flokknum. Sú hugmynd hefur einnig verið rædd hvort ekki sé kom- inn tími til að bjóða þingmönnunum fimm til sex birginn, jafnvel vísa þeim úr flokknum. Ögmundur hefur sjálfur svar- að þessum bollaleggingum á vefsíðu sinni. „Ég hélt að þessu tímabili hefði lokið með falli sovéska kommúnista- flokksins. Staðreyndin er náttúrlega sú að alþingsmenn eru kjörnir á þing undir merkjum stjórnmálaflokka. Það hefur enginn rétt til að skipa einum eða neinum fyrir verkum eða reka á dyr. Hver og einn verður að eiga það við sjálfan sig hvort hann eða hún er trúr þeim fyrirheitum sem gefin voru kjósendum.“ Hvað gerist næst? Að öllu samanlögðu virðist sem tólf- unum hafi verið kastað með hjásetu VG-þingmannanna þriggja við af- greiðslu fjárlaga  fyri jól. Því er spurt hvaða kostir séu í stöðunni. Í fyrsta lagi gæti Jóhanna Sigurð- ardóttir gengið á fund forseta Íslands, skilað umboði sínu, og óskað eftir þingrofi. Þar með yrði gengið til kosn- inga fyrr en síðar. Fullyrða má að lítill vilji sé til þess innan stjórnmálaflokk- anna að fara þessa leið nú. Fylgi stjórn- arflokkanna er lítið og hætt við að ný framboð – með svipuðu sniði og Besti flokkurinn – fengju drjúgt fylgi. Þá er Icesave-málinu ekki fyllilega lokið þótt margir telji yfirgnæfandi líkur á því nú að gengið verði frá samningum eftir fá- einar vikur. Í öðru lagi getur ríkisstjórnin og þingmeirilhutinn látið sem ekkert hafi í skorist og haldið stefnu sinni þrátt fyrir andóf „órólegu deildarinnar“. Gamalkunn tilgáta í stjórnmálafræði fjallar um að hæst heyrist í hagsmuna- og þrýstihópum þegar völd þeirra og áhrif þverra. Auk þess sé nær útilok- að að Atli, Ögmundur, Jón, Lilja, Guð- fríður Lilja og Ásmundur stuðli að falli ríkisstjórnarinnar og verði á blöðum sögunnar talin hafa lyft Sjálfstæðis- flokknum aftur til valda. Sjálf telja þau, eins og formaður VG, að þeirra fremsta verk um þessar mundir sé að endur- reisa þjóðfélagið eftir hrun sem Sjálf- stæðisflokkurinn beri mesta ábyrgð á. Miðjumenn sameinist Í þriðja lagi er hugsanlegt að leita frekari stuðnings við ríkisstjórnina og styrkja þingmeirihlutann á bak við hana með því að leita til annarra flokka. Framsóknarflokkurinn er tíðast nefndur í því sambandi, einkum vegna stuðnings Guðmundar Steingríms- sonar, Birkis Jóns Jónssonar og Siv- jar Friðleifsdóttur við umsóknina um aðild að ESB og síðar þjóðaratkvæða- greiðslu. Loks væri í fjórða lagi hægt að hugsa sér frumkvæði miðjumanna á þingi við að ná málefnalegri samstöðu, jafnvel um að víkka út þá sameiningu jafnaðar- og vinstrimanna sem hófst árið 1999 með stofnun Samfylkingar- innar. DV hefur leitt líkur að því að á Alþingi gætu hugsanlega 32 þingmenn myndað slíka samsteypu um grund- vallarmálefni. Í þingflokki VG er vafa- lítið allt að helmingur þingmanna sem hefði lítið við það að athuga að ganga í Evrópusambandið, en allir flokkar nema Samfylkingin eru klofnir í mál- inu. Er hún nokkuð veik? Yfirgnæfandi líkur eru á að ríkisstjórn- in standi af sér veðrið og reyni með hægð að koma Icesave-samningnum í höfn. Þar hefur hún allt að vinna, að sumu leyti á kostnað stjórnarandstöð- unnar, sem óspart hefur notað málið gegn henni í eitt og hálft ár. Verðugt er að líta til sögunnar þeg- ar metinn er þingstyrkur ríkisstjórna. Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem sat í 12 ár frá lok- um sjötta áratugar síðustu aldar fram í byrjun þess áttunda, studdist yfir- leitt við minnsta mögulega þingmeiri- hluta eða 32 til 33 þingmenn af 60. Al- þingi var þá skipt í efri og neðri deild og þurfti því stuðning 32 þingmanna. Viðreisnarstjórnin var ekki talin sér- staklega veik af þessum sökum; allt eins má ætla að naumur meirihluti herði ríkisstjórnir og þétti raðir manna þegar til lengdar lætur. Séð í þessu ljósi getur ríkisstjórn leikandi setið fram á vor 2013, eða út kjörtímabilið. Gerast góðir hlutir hægt? Leiða má að því rök að staða Stein- gríms J. Sigfússonar, formanns VG, sé styrkari nú en nokkru sinni frá því hann hófst til valda og hann njóti meiri virðingar en áður sem leiðtogi. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis- ráðherra og formaður Samfylkingar- innar, virðist eiga erfiðara uppdráttar. Engu að síður bera verk hennar við að koma stjórnlagaþingi á laggirnar og tilraunir til endurnýjunar stjórn- kerfisins vott um vilja til lýðræðis- legra umbóta. Slíkar umbætur skila sér ekki umbúðalaust í buddu lands- manna en kunna að reynast mikil- vægar síðar meir. Eftir því sem næst verður komist hefur það þegar vak- ið athygli utan landsteinanna að slíkt frumkvæði skuli koma frá forsætisráð- herra. Venjulega er þrýst á um breyt- ingar utan stjórnkerfanna, oft í kjölfar hneykslismála. n „Hjásetan er ákveðin tímamót í lífi ríkisstjórnarinnar“ n Viðreisnarstjórnin hélt velli í 12 ár með mjög naumum meirihluta n Ólíklegt er talið að „órólega deildin“ í VG vilji stuðla að því að Sjálfstæðisflokk- urinn nái völdum í bráð n Enginn hefur rétt til að reka menn á dyr, segir Ögmundur Jónasson Níu líf Jóhönnu og Steingríms „Séð í þessu ljósi get- ur ríkisstjórn leik- andi setið fram á vor 2013, eða út kjörtímabilið. U:\_DV\CMYK_STAFF\Blaða- menn\DV0199190207 Jóhann Hauksson 04.jpg Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.