Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 18
Mars 1930. Í fyrrakveld fór það að berast út um bæinn, að sam- komulag væri að nást um Ís- landsbankamálið á Alþingi. Í gær var það fullyrt og í dag mun það verða gert opinbert. Það var fullyrt í gær, að stjórnin og sá meginhluti Framsóknarf lokksins, sem til þessa hafði verið því andvíg- ur, að bankanum yrði bjarg- að, hefði á elleftu stundu séð að sér og ákveðið að fallast á frumvarp þeirra Ásgeirs, Bjarna og Lárusar í aðalat- riðum. Ekki er þó í ráði að samþykkja það frumvarp, heldur mun fjármálaráðherr- ann sjálfur í dag leggja fyrir þingið nýtt frumvarp um endurreisn bankans undir nýju nafni og með enn meira fjármagni en áður var ráðgert. Mun allt tryggingarfé bankans eiga að verða 12 milljónir, en greiðslufrestun innistæðufjár falla niður. Fullyrt er, að ekki aðeins Framsóknarf lokkurinn, held- ur einnig hinn stjórnarf lokk- urinn í þinginu, hafi tekið þessum sinnaskiftum í mál- inu. Stórbruni. —o— Efri hæðir Herkastalans brenna, og allt húsið verður fyrir miklum skemdum. —o— Janúar 1930. Á elleftu stundu í gærkveldi varð þess vart, að eldur væri laus orðinn í gisti - og samkomuhúsi Hjálpræðishersins í Kirkjustræti 2. Húsið var í smíðum að því leyti, að byggð hefir verið ofan á það ein hæð í vetur og var hún fyrir skömmu komin undir þak. Þegar slökkviliðinu var gert aðvart, var loftið að heita mátti alelda og nokkur eldur kominn niður á næstu hæð. Var þegar augljóst, að ekki mundi nein tiltök, að slökkva eldinn í byggingunni, enda mun mikið af þurru timbri, steypumót, o.þ.h. hafa verið á tveim efstu gólfum hússins. Hitt þótti reynandi, að varna eldinum að komast niður á neðri hæðirnar, enda mun enginn eldur hafa komst á neðstu hæðina. En aðaláherslan var að sjálfsögðu lögð á það, að verja næstu hús og það tókst fyrir frábæran dugnað og snarræði slökkviliðsins. ...fyrir 80 árum Miðvikudaginn 22. desember 201018 V Í S I R árið 1930 María Markan söngkona Júlí 1930. er nýkomin heim eftir tæpra 3 ára söngnám í Berlín. – Ég hafði haft spurnir af því, að María hefði mikla og fagra sópran rödd, og aðra sönghæfileika að sama skapi, og spyr hana því, hvernig söngnámið gangi. — Ég held mér sé óhætt að segja að það gangi vel. Kennari minn, Ella Schmucker, er einhver besti söngkennari Berlínar. Hefir hún t.d. „skólað“ raddir þeirra Marín Basca og Margot Stahl o.f l. — Nýlega hélt kennari minn nemenda-konsert (3. júní) og getið þér hér séð dómana sem ég fékk: Ég tók tvo af handahófi, annar var eftir dr. Welter í Steglitzer Anzeiger, er segir: „María Markan hefir háan dramatískan sópran, sem óefað er skapaður fyrir óperurnar. Aríurn- ar eftir Puccini og Cimara voru hámark þessa listræna kvelds. Hinn dómurinn er eftir Hans Pascher í „Signale“, sem er þekktasta músíkblað í Evrópu, á þessa leið: „María Markan hefir dásamlega dramatíska hæfileika, hún syngur Santússa aríu með fagurri rödd og ríkum músíkölskum litbrigðum.“ — Hvenær farið þér aftur? Og hvenær fáum við Reykvíkingar að heyra yður? — Að líkindum fer ég í ágúst, til framhaldsnáms, og jafnframt er ég ráðin til að syngja í óperudeild Berlínar-Radío í haust. Næstkomandi miðvikudag syng ég í Nýja Bíó, að öllu forfalla- lausu. Svo kveð ég hina íslensku söngkonu og óska henni alls góðs í framtíðinni. Musicus. Bankamálið á enda kljáð. —o— Stjórnin sér sig um hönd og beitir sér fyrir endurreisn Íslandsbanka. —o— Frá Þingvöllum. Júní 1930. Í gærkveldi var sífelldur straum- ur troðfullra bifreiða á ferð til Þingvalla, og er fréttaritari Vísis kom þar laust eftir kl. 11 var ein iðandi mannkös í gjánni, og til að sjá voru vellirnir að sjá eins og fiskbreiða eða ullar, því að hvít tjöld þöktu þá endanna á milli. Lít- ilf jörleg súld virtist hvorki spilla umferðinni né gleði manna. Það þótti helst á bresta, að tjöld Reyk- víkinga voru meira en 3 km frá Völlunum og bifreiðaferðir þangað alldræmar, en um það varð þó ekki fengist. Gleðskapur var sæmileg- ur en þó við hóf. (Frá fréttaritara Vísis á Þingvöllum) Stórkostleg verðlækkun á nýja H U D S O N. Til dæmis verður 7 manna „drossia", 8 cyl., nú um kr. 1500 ódýrari en í fyrra, þrátt fyrir alt hlutabréfa- verðfallið í kauphöllinni í New York. Nú er Hudson ekki lengur of breiður eins og undanfarin ár og ekki of dýr fyrir þann, sem fagran, stóran og sterkan bíl ætlar sér að kaupa. En þeir sem hafa í hyggju að kaupa ódýra 5 manna bíla, ættu ekki að afgera neitt því viðvíkjandi, þar til þeir hafa séð nýju ESSEX bílana, sem koma hingað um næstu mánaðamót. Þeir eru nú stærri, kraftmeiri, lengri og fallegri en nokkuru sinni fyr. Einkasali á Íslandi fyrir Hudson og Essex Magnús Skaftfjeld.Sími 1395. Sími 1395.Bifreiða viðgerðir eru ágætar á Grettisgötu 16 & 18. Einnig allar gúmmí- viðgerðir bæði á dekkum og slöngum. — — Reynið viðskiftin. — EGILL VILHJÁLMSSON. Alþingi var sett í gær. – Þingmenn gengu í kirkju stundu eftir hádegi. Ás- mundur Guðmundsson dósent steig í stólinn og mæltist honum sköru- lega. Að messugerð lokinni söfn- uðust þingmenn saman í sal neðri deildar. Las forsætisráðherra upp boðskap konungs, en þingmenn hrópuðu nífalt húrra fyrir konungi, nema jafnaðarmenn; þeir sátu sem fastast. P. Petersen, Eigandi Gamla Bío, bauð nokkr- um mönnum á fyrstu talmynd sína á föstudaginn 23. ágúst. Var mynd þessi bæði tal- og söngmynd og margbreytileg að formi og efni, t.d. voru sumir þættirnir með litum. Samtalið var fremur greinilegt og hjá mörgum ágætt, og betra en í mörgum samskonar húsum í út- löndum, til dæmis í London og Ed- inborg, því sá sem þetta ritar hefir hlustað á talmyndir þar. Það er tals - verður hægðarauki líka fyrir fólk að fara á þessar myndir, því þótt á ensku eða þýsku sé talað, er þýðing á dönsku, og munu því f lestir hafa gagn af, þó að ekki skilji ensku og þýsku. – Yfirleitt eiga eigendur beggja kvikmyndahúsanna þakkir fyrir að hafa fylgst svona vel með breytingum sem eru í þessari grein í útlöndum og hafa þegar hagnýtt sér þær og komið þeim fyrir hér heima. X. Hjálparbeiðni. Kærleiksverk, væri að rétta hjálparhönd einstæðingsstúlku einni hér í bænum. – Hún er heilsu- tæp, hefir legið að undanförnu, á fyrir tveim börnum að sjá, en hefir alls ekkert fyrir sig að leggja. Vísir hefir góðfúslega lofað að taka við samskotum til hennar. Nánari upp- Gleðilegra jóla óskar Vísir öllum lesöndum sínum. Utan af landi. Úr Mýrdal. 16. jan. F.B. Úr Mýrdal er skrifað 16. des.: Tíðin hefir verið fremur góð, snjó- aði lítið eitt fyrir fáum dögum, en er nú tekið upp aftur að mestu leyti. Heilbrigði fremur góð. – Bifreiðir ganga enn að Seljalandi, varð þó ekki fært að austanverðu í sveitinni vegna snjóa um fáa daga. Nokkur radio-tæki hafa menn hér í sveit keypt og sett upp og eru menn mjög ánægðir yfir að fá nú daglega veðurfregnir og almennar fréttir. Líkur eru miklar til, að rad- io-tækjaeigendum fjölgi hér mikið með vorinu. 31/12. Tíðin hefir verið mild og lítil frost, en stundum miklar rigningar, þó þurrviðrasamara síð- an um jól. Skepnur hafa litla sem enga gjöf fengið, hafa lagt allmikið af vegna rigninganna og því með rýrara móti eftir því sem vænt er að vera á þessum árstíma. Nýlátin er gömul kona, ekkja Þorbjörg að nafni, á Brekkum hér í sveit. Dráttarvél kom hingað í sveitina í haust, en lítið hefir verið hægt að vinna með henni vegna klaka. Ann- ars reyndist hún vel og vænta mun góðs af henni. lýsingar geta menn fengið, með því að snúa sér til afgreiðslunnar. Kunnugur. Ófærðin. Eftir nónbil í gær tókst að komast héðan í bifreiðum til Hafnarfjarðar, en var þó illfært, en í dag er verið að moka veginn. Í morgun var ekki fært inn úr bænum lengra en að Tungu og eitthvað inn eftir Laugar- nesvegi, en komast mátti suður að Skerjafirði og fram á Seltjarnarnes. – Fyrir austan fjall komast bifreiðar frá Ölfusá að Ægissíðu, en ófært eru um Ölfus, en nú mun verið að moka þar af veginum. Einnig mun vera í ráði að moka af veginum milli Reykjavíkur og Lækjarbotna. Frá Vestmannaeyjum er símað hingað í gær: Að undan- förnu megnasta ótíð. Sjaldan róið til fiskjar síðasta hálfan mánuð, sökum gæftaleysis, og afkast mjög lítið, þar til í gær. Góður af li í dag. Landlega sökum óveðurs í nótt. (FB.). Gefins fær hver sá, sem kaupir 2 Comm- ander-pakka í vasann, snoturt vindlingahylki í kaupbæti. VON .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.