Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Síða 24
É g vaknaði eins og fleiri í gær- morgun til að horfa á tungl- myrkvann. Þó skömm sé frá að segja, þá fannst mér ekki alveg nógu mikið til um hann. Vissulega var merkilegt að sjá hvað tunglið var rauðleitt eða jafnvel brúnt, en ég hef nú samt áður séð tunglið flottara. Það var þegar ég var fimm ára í sveitinni á Miklaholtsseli á Snæfellsnesi. ÞEGAR TUNGLIÐ VAR BLEIKT Eina nóttina vaknaði ég og fór á kló- settið að pissa, og þar sem ég stóð þarna í svefnrofunum, þá leit ég upp og út um glugga, og þá blasti tungl- ið við mér. Það lá rétt yfir hæðardrög- um í fjarska, það var risastórt fannst mér, fyllti alveg út í gluggann, og var skínandi gult á litinn. Ég stóð þarna sem þrumu lostinn og hef aldrei get- að gleymt þessari mikilfenglegu sjón – en æ síðan hefur tunglið þurft að grípa til ansi tilþrifamikilla bragða til að slá út þessa mynd sína í mínum huga. Í desember í fyrra var ég að planta birki- trjám uppi undir Heklu þegar dimma tók og tunglið kom upp vestan við Heklu skjannahvítt og valt síðan rólega upp eftir hlíðum fjallsins, þar til það tók sig á loft af tindinum. Og einhvern tíma síðsumars var ég að aka Mosfells- heiðina snemma nætur þegar tunglið fylgdi mér eftir góðan hluta leiðarinn- ar, og það var bleikt á litinn. Í einhverj- um svona fáránlegum Barbie-bleikum lit. Þetta mun hafa stafað af öskunni frá Eyjafjallajökli sem þá mettaði enn loft- ið yfir Suðurlandsundirlendinu, en leit algjörlega ónáttúrulega út. Þessi þrjú tungl fannst mér nú satt að segja ennþá glæsilegri en þetta rauða tungl í gærmorgun, og jafnvel þótt tunglmyrkvinn bættist ofan á. En það var samt gaman að fá tækifæri til að votta tunglinu virðingu – þótt menn gangi gjarnan að því vísu, þá hefur það skipt okkur Jarðarbúa miklu máli, bæði fyrr og síðar. „HRUNIГ SEM FÆDDI TUNGLIÐ Það vill svo til að fyrir nokkrum kvöldum var ég einmitt að horfa á þátt á einhverri National Geo- graphic-stöðinni þar sem fjallað var um tilurð tunglsins og mikilvægi þess fyrir Jarðarbúa. Það er skringi- legt til þess að hugsa að þessi fjar- lægi og friðsæli hnöttur hafi orðið til við ægilegustu hamfarir í sögu Jarð- arinnar – þegar plánetan Theia rakst á Jörðina fyrir meira en fjórum millj- örðum ára, kannski ekki nema 30– 50 milljón árum eftir að Jörðin varð til. Vitaskuld stórsá á Jörðinni eftir að hnöttur á stærð við Mars rakst á fullri ferð á hana, enda var það ekk- ert smáræðis „hrun“, og úr brakinu sem þeyttist út í loftið varð tunglið til. Tunglið var í fyrstu miklu nær Jörð- inni en nú er, en tók síðan að fjarlægj- ast smátt og smátt. Og það er enn að fjarlægjast og reyndar töluvert hrað- ar en ég hafði áttað mig á. Fjarlægðin milli Jarðar og tungls mun aukast um hvorki meira né minna en 3,8 sentí- metra á hverju einasta ári. Það gera þrír metrar á hundrað árum, altso vel marktæk vegalengd á einni góðri mannsævi. Og eftir því sem tunglið fjarlægist minnka áhrif þess á Jörð- ina, bæði á snúning Jarðarinnar og flóð og fjöru. Á hverju ári skilst mér að árið lengist um 15 míkrósekúnd- ur vegna aukinnar fjarlægðar tungls- ins. Það eru reyndar engin ósköp – míkrósekúnda er einn milljónasti úr sekúndu. „LEIÐINLEG“ SAMFÉLAGSUMRÆÐA Já, það var gott að hafa fengið tóm til að hugsa um tunglið. Þökk sé þess- um tunglmyrkva, og það á vetrar- sólstöðum. Maður tekur öllu feg- ins hendi sem gefur manni færi til að hugsa um eitthvað annað en „ástandið“ sem nú hefur staðið í meira en tvö ár, og er löngu orðið allt að því óbærilega langt og já, leiðin- legt. Það hljómar kannski óábyrgt að kvarta undan „leiðindum“ við samfé- lagsumræðuna, sem ætti auðvitað að vera nauðsynleg, en það er nú samt svo að stór hluti þess þrefs sem enn heltekur samfélagið er svo ófrjór og gagnslaus að hann er fyrst og fremst leiðinlegur. Og það eru kannski fyrst og fremst þau lamandi leiðindi sem við verðum að vinna bug á til að geta farið að skyggnast um upp á nýtt í kringum okkar, og vonandi séð eitt- hvað annað en hina meintu eymd og volæði sem við teljum okkur flest- öll eiga við að stríða. Allt sem hrist- ir upp í þrefinu er í sjálfu sér ágætt, því var tunglmyrkvinn kærkominn þó ég þykist sem sagt hafa séð mán- ann ennþá magnaðri áður. Og jólin sjálf eru líka þannig atburður að þau geta – ef við ákveðum það – markað þáttaskil, þannig að sá griðastaður fyrir hrjáða og þreytta huga sem jól- in eru, geta orðið okkur tilefni til að hugsa hlutina upp á nýtt. VERULEGA VOND JÓLALÖG! Jólin eru annars stórskrýtinn tími. Ef maður hugsar út í það, þá er eitt- hvað verulega furðulegt við hvernig fólk hagar sér í desember. Allt í einu verður alls konar barnaleg hegðun góð og gild. Framferði sem yrði talið undarlegt og jafnvel hjákátlegt verð- ur í þessum mánuði æskilegt. Það er skyndilega í góðu lagi að skarta rauð- um skotthúfum, tala af fúlustu al- vöru um tröllabörn sem komi ofan úr fjöllum á nóttunni og hafa gaman af verulega vondum jólalögum. Gleðileg jól! Tóm til að hugsa um tunglið Frumburður minn á 11 ára af-mæli á morgun, Þorláksmessu. Ég hafði ekki ráðgert að eyða jólunum fyrir ellefu árum á fæðing- ardeildinni. Ég átti nefnilega að eiga um miðjan janúar og það var því alls óvænt að fá harðar hríðir í miðjum jólainnkaupum á Laugaveginum. Ég þakka enn fyrir að vatnið fór ekki þá og þegar og streymdi undir skó veg- farenda. Fæðingin var löng og ströng. Ég öskraði mig hása og varð hugsað til Godzillu. Ég hafði umbreyst í fjarskyldan ættingja óðu górillunnar, móður-zillu, þarna sem ég lá öskr- andi og frekar illskeytt. Eftir tuttugu tíma hríðir spurði ég ljósmóðurina hvort ég skyldi í tvennt? Það gerðist ekki frekar en fyrri daginn og ég hélt glöð og sæl á syni mínum stuttu síð- ar. Eftir átök móður-zillunnar hóf hjartað að mýkjast. Fullmik-ið fyrir minn smekk þegar ég komst að því hversu ofvirkir tára- kirtlarnir voru. Ég táraðist í tíma og ótíma; grét yfir fagurri mynd á kon- fektdós sem mér var gefin, grét yfir konum sem lágu frammi á gangin- um með börn sín, yfir snjókomunni og fórnfúsum ljósmæðrum sem tóku vaktina á jólunum og öllu mögulegu og ómögulegu. Notið ímyndunar- aflið. En ég var alls óvarin því sem koma skyldi. Ég heyrði óminn af söng inn ganginn. Kór sem blíð- lega söng Helg eru jól færðist nær og nær. Ég fann ekkabylgjur ganga um líkamann, þetta var forskjálft- inn á undan því sem koma skyldi. Ég fann hvernig ég hitnaði í kinnum og hvernig varirnar byrjuðu að titra. Ég náði ekki að hemja tárin sem byrjuðu að streyma niður kinnarnar. Söngur- inn efldist eftir því sem hann færðist nær og það stefndi allt í miklar ham- farir. Hafið þið séð flóðgarð bresta? Hvernig vatnið brýtur sér fyrst leið í gegnum veikustu varnirnar, nær svo í gegnum styrk- ustu stoðirnar þangað til –BÚMM– vatnið kastast fram í ógnarflaumi. Of drama tískt? Það held ég ekki. Flóðgarður sængurkvennanna brast nefnilega með látum þegar kórinn stóð loks inni í herberginu og kór- meðlimir sungu með logandi kerti við rúmstokkinn. Kórmeðlimir kipptu sér ekki upp við allar þessar tilfinningar, þeir voru eins og verð- irnir við höll drottningar þrátt fyr- ir ögn pínlega nándina. En það er á hreinu að það finnast varla hrifnæm- ari hlustendur en sængurkonur sem gráta með látum og ekkasogum með nýfætt barn sitt í fanginu. Þegar kórinn hafði sungið nægju sína og konurnar að orðn-ar þreyttar á grátnum bakkaði kórinn út og konurnar fengu frið. En ekki langan frið. Ónei, því nú skyldi grátið yfir allt öðru. Nefnilega jóla- steikinni. En þar sem við vorum fast- ar þarna yfir jól áttum við að fá svo- lítinn jólamat og til okkar var rúllað matarvagni. Á honum skyldu vera einhverjar kræsingar. Gulum matar- bökkunum var komið fyrir á borð- um okkar. Það ríkti dauðaþögn þegar konurnar opnuðu matarsendingarn- ar. Svo heyrðist lágt andvarp. Í bakk- anum var soðið og ósaltað grísa- kjöt, nærri því hvítt á litinn í ljósri sósu sem kjötið synti í. Hnullungur- inn sem þóttist vera jólasteik lyktaði eins og soðin ýsa. Ég vildi ekki vera vanþakklát svona um jól þannig að kjöthnullunginn borðaði ég sam- viskusamlega og táraðist aðeins yfir þessum pyntingum öllum saman. Mest táraðist ég þó yfir því að borða jólamatinn úr bakka og hvar var kærastinn? Ég teygði mig í símann og tók móður- zilluna á þetta í einu harðskeyttasta sms-i fyrr og síðar sem er auðvitað ekki prenthæft. Móður-zillur ná frá- bærum árangri, mæli með þeirra aðferðum og kærastinn var kominn eftir fimm mínútur með hamborg- arhrygg með rauðkáli og grænum baunum, pakka, konfekt og mjög góða afsökun. Hann var nefnilega heima að laga til. Og þá fór mér aft- ur að vökna um augu... 24 | Umræða 22.–26. desember 2010 Jólablað Trésmiðjan Illugi Jökulsson Hafið þið séð flóðgarð bresta? Helgarpistill Kristjana Guðbrandsdóttir „Ef maður hugsar út í það, þá er eitthvað verulega furðulegt við hvernig fólk hagar sér í desember. M Y N D R EU TE R S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.