Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Side 26
26 | Fókus 22.–26. desember 2010 Jólablað Vinir Sólheima Dagana 7.–23. desember ætla Vinir Sólheima að leggja íbúum þar lið við að halda úti jólamarkaði í kjallaranum í Iðu í Lækjargötu. Á markaðnum verða til sölu munir og matvara sem íbúar Sólheima búa til sjálfir en að auki gefa fjölmargir vinir Sólheima fallegar vörur sem verða til sölu. Sjálf- boðaliðar sjá um afgreiðslu á markaðnum ásamt því að listamenn gefa verk eða troða upp með skemmtiatriði og mynda einstaka Sólheimastemningu. Íbúar Sólheima verða á sveimi á markaðnum og mun meðal annars Sólheimakórinn troða upp með nokkur lög. Jól á Skólavörðustíg Kaffihúsið Babalú á Skóla- vörðustígnum verður með opið alla jólahátíðina. Boðið verður upp á íslenskan jólamat, malt og appelsín, kaffi og kakó fram yfir klukkan sex á aðfangadag og allan jóladag sem og annan í jólum. Babalú býður gestum og gangandi að fagna með sér jólunum, eins og segir á Facebook-síðu kaffihússins. Kaffihúsið er öðruvísi en mörg önnur í Reykjavík en það minnir einna helst á heimili. Starfsfólkið er flest af erlendum uppruna og er fjölmenningarlegt andrúmsloft á staðnum. mælir með... KVIKMYND Agora Það er þessi blóðrauða saga sem hefur sjaldan sést jafn skýrt á hvítu tjaldi. Því trúarbragða- sagan er alls enginn Vatnaskógur. TÓNLIST Allt er eitthvað Jónas Sigurðsson Í hverju einasta lagi skín í gegn metn- aðurinn til að búa til vandaða tónlist. Hann þarf örugglega að berja frá sér auglýsingastofur og kvikmyndagerðarmenn sem standa í röðum til að fá að nota tónlistina hans. TÓNLIST Sögur af ást, landi og þjóð 1980–2010 Bubbi Morthens Ef til er sá Íslendingur sem þekkir ekki feril Bubba sérstaklega vel, þá er þetta platan fyrir hann. LEIKVERK Gilitrutt Leikbrúðan er elsti leikarinn, segja sumir. Vel má vera að svo sé, þó að uppruni þessarar undarlegu listar sé að vísu myrkri og móðu hulinn. Brúðuleiklistin er eflaust sá þáttur leiklistarinnar sem okkur hættir hvað mest til að vanmeta, gleyma jafnvel alveg. Skáldað um skáldskap Jón Þór Birgisson er með hvíta máln- ingarflekki á fingrunum. Snyrtilega klæddur eins og ávallt og bara hress, eins og sagt er. Hann er að ljúka hart- nær árs löngu tónleikaferðalagi vítt og breitt um heiminn. „Þetta er með allra stærstu tónleikaferðalögum sem íslenskir listamenn leggja út í. Það er raunverulega bara Björk sem hefur farið í sambærilegt ferðalag og síðasta ferðalag Sigur Rósar var heldur stærra en þetta,“ segir Jónsi. Ferðalagið hefur verið langt og strangt fyrir alla. Fimmtán til tuttugu manna áhöfn hefur alið manninn í langferðabíl. Vaknað í nýrri borg á hverjum morgni og haldið tón- leika að kvöldi. Síðustu tónleikarn- ir á ferðalaginu verða svo í Laugar- dalshöll næsta miðvikudagskvöld. „Við vorum að rekja þetta um dag- inn og fundum út að þetta eru alls 99 tónleikar. Kannski bara flottara en að halda hundrað,“ segir hann og nuddar málningu af fingrunum. Dynjandi taktur Tónleikaferðalagið hringast utan um fyrstu sólóplötu Jónsa, Go. Tónlistin minnir á köflum á Sigur Rós af aug- ljósum ástæðum en dynjandi hrað- ur takturinn er þó dansvænn í sam- anburðinum við tónlist Sigur Rósar, sem þó gaf heldur í á sinni síðustu plötu. „Þessi hröðun hófst hjá Sig- ur Rós og það má segja að ég hafi nú tekið þetta skrefinu lengra,“ seg- ir Jónsi. „Við náttúrulega höfum allt- af búið og unnið hérna á Íslandi og hér höfum við gjarnan verið dálítið einangraðir frá öðru tónlistarfólki, straumum og stefnum. Tónlistarlega erum við einfarar sem er bæði gott og vont,“ útskýrir hann. Þessi aukni hraði í tónlist- inni sé því sjálfsprottinn og ekki kominn til vegna utan- aðkomandi áhrifa. „Tónlistin varð smám saman ryþmískari og hraðari. Við gerum raun- verulega aldrei neitt fyr- ir fram ákveðið eða þaul- hugsað. Þetta er yfirleitt eitthvað sem gerist nánast af sjálfu sér. Sum tónlistin á sóló- plötunni er bara einföld popptón- list. Það er ekkert slæmt við það. Ég elska popp.“ Tónlistin er nakin Tónlistina á plötunni þurfti að sveigja til og frá til þess að koma henni á svið. Fólkið sem vann hvað nánast með Jónsa að gerð plötunnar átti ekki heimangengt og þeir eru fáir sem eiga þess kost að stökkva til og fara í eins árs ferðalag. „Þetta heppn- aðist samt ótrúlega vel. Hljómsveit- in er að megninu til íslensk. Ég setti hana saman hér heima í janúar. Í lok janúar tókum við svo stutta en intensíva æfingatörn og lögðum svo af stað.“ Tónlistin hefur tekið nokkrum stakkaskiptum. Þar sem áður var strengjasveit er nú píanó eða önnur hljómborð. „Við gátum ekki tekið allt með okkur, alla strengina og lúðr- ana. Nóg var umfangið samt.“ Jónsi segir að þrátt fyrir þetta sé tónleikaprógrammið upp að vissu marki betra en hljómplatan. „Tón- listin er nakin á tónleikunum og kannski nær kjarnanum. Hún er líka kraftmeiri og ryþmískari.“ Riceboy í New York Kærasti Jónsa, Alex Somers, er í hljómsveitinni. Fjölhæfur mað- ur sem spilar á gítar, píanó, selestu, mellotron og fleiri hljóðfæri. Alex og Jónsi eru enda orðnir að nokkurs konar skapandi mengi. Fyrir einu og hálfu ári gáfu þeir út plötuna Rice- boy Sleeps. Henni fylgdu þeir svo eftir með myndlistarsýningu sem hefur meðal annars verið sett upp í Bandaríkjunum og Ástralíu. Sýning- in hefur einnig verið uppi í Turpentine-galleríinu á Skólavörðustíg. „Við Alex spiluðum fyrstu tónleikana okk- ar núna um daginn í New York með tónlist af Rice- boy Sleeps-plötunni. Þess- ir tónleikar voru í Saint Paul’s Apostles kirkjunni þar sem Björk spilaði með Alexander McQueen. Fal- leg kirkja. Við spiluðum þar með Kjarra úr Sigur Rós sem var þar að flytja kórverk og svo spiluðum við Alex megnið af plötunni með þrjátíu manna strengjasveit og stórum kór, The Latvian National Choir. Þetta kom mjög vel út.“ Alltaf að föndra Jónsi tekur fram að þótt hann og Alex hafi átt nokkurri velgengni að fagna, jafnvel í myndlistinni, hafi þeir aldrei gert neina kröfu um að vera settir á einhvern stall. Hvorug- ur þeirra sé lærður myndlistarmað- ur og sjálfur hafi hann ekki einu sinni lært tónlist. Alex er hins veg- ar menntaður í gerð kvikmyndatón- listar frá Berkley-skólanum í Bost- on. „Við gerum þetta algjörlega út frá okkur sjálfum og erum eigin- lega bara eitthvað að föndra,“ segir hann. Þó er það svo að myndlistargeir- inn gerir að jafnaði skýrari kröfur um menntun og hugmyndafræðilega nálgun en til að mynda poppheim- urinn. Jónsi segist hafa orðið var við þetta. „Ekki á neikvæðan hátt. Fyrst Jónsi í Sigur Rós er mættur til landsins eftir árs langt tónleikaferðalag. Tónleikar númer 99 verða á milli jóla og nýárs. Hann og Alex Somers eru að koma sér fyrir í íbúð í Þingholtunum og næst á dagskrá er að sparka Sigur Rós aftur í gang, en þar á bæ hafa allir verið í barneignum. Á nærbuxum með kassagítar „Þeir eru bara að hrúga niður börnum, strákarnir. Skrýtin virðist hún í fyrstu, líkt og titillinn, skáldsagan Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veit- ingahúsinu eftir Jenný Alexson, eftir Braga Ólafsson. Frásögnin er mjög ruglingsleg, með aragrúa innskots- setninga, hliðarfrásagna og auka- persóna, sem gerir að verkum að les- anda finnst oft eins og hann sé að missa þráðinn. Maður fær jafnvel þá flugu í höfuðið að Bragi vilji kannski að bókin verði ein þeirra skáldsagna sem margir vita einhver deili á, færri hafi lesið í og enn færri hafi lesið til enda. Í sögunni segir frá vinunum Erni Featherby og Jóni Magnússyni sem fara sjóleiðina til Englands til að ná í arf sem þeim fyrrnefnda fellur í skaut við fráfall föður Arnar: tæplega tvö hundruð pör af mokkasínum. Í far- angrinum er handrit að kvikmynd sem þeir ætla að vinna að í ferðinni. Báðir eru rétt skriðnir inn á ellilífeyr- isaldurinn og eimir enn af beiskju innra með þeim yfir því að þjóðin hafi ekki tekið þeim opnum örm- um sem listamönnum fyrir margt löngu. Örn starfar sem skjalaþýðandi og er ókvæntur og barnlaus, Jón er bókavörður, menntaður kvikmynda- gerðarmaður, og á einn son, ljóð- skáldið Sturlu Jón sem var söguhetja síðustu skáldsögu Braga, Sendiherr- ans, og kemur nokkuð við sögu hér. Sögumaður er sú Jenný sem vísað er til í bókarheiti, fyrrverandi mágkona Jóns. En ferðalag Arnar og Jóns og handritavinnan er einungis það sem bók Braga fjallar um á yfirborðinu. Inn í frásögnina fléttast aðrar sögur og atburðir, til dæmis þorskastríð- ið, heimkoma handritanna 1971 og hin svokallaða útrás í byrjun þess- arar aldar, og allt þjónar þetta þeim tilgangi að vera undirlag meginum- fjöllunarefnis þessarar flóknu skáld- sögu, sem frá mínum bæjardyrum séð er fyrirbærið skáldskapur. Hvað sé skáldað og hvað ekki; hvað gerðist „raunverulega“ og hvað ekki; hvort þessi texti eða hinn spretti einfald- lega úr hugarfylgsnum þess sem skrifar, hvort hann hafi heimildir fyr- ir einhverju, sumu, mörgu – og hvort eitthvað sé jafnvel stolið (eins og les- endur Sendiherrans muna líklega var Bragi einnig á svipuðum slóðum þar). Bók sem þessari verða aldrei gerð tilhlýðileg skil í því takmarkaði plássi sem hér er í boði. En þá að síð- ustu þetta: Þótt lesandinn sé á mörk- um þess að týnast týnir Bragi eng- um þeirra þráða sem hann spinnur. Eins og í flestum af sínum fyrri skáld- sögum tekst höfundinum að koma lesandanum á óvart allt fram á síð- ustu blaðsíðu. Húmorinn vellur sem fyrr af textanum, persónur eru vel skapaðar og aðstæðurnar sem þær eru settar inn í og samtöl þeirra oft átakanlega vandræðaleg og fyndin. Handritið að kvikmynd ... staðfestir enn á ný hversu frábær rithöfundur Bragi Ólafsson er. Kristján Hrafn Guðmundsson Skáldsaga Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson Bragi Ólafsson Útgefandi: Mál og menning. 464 blaðsíður Bragi Ólafsson „Húmorinn vellur sem fyrr af textanum, persónur eru vel skapaðar og aðstæðurnar sem þær eru settar inn í og samtöl þeirra oft átakanlega vandræðaleg og fyndin,“ segir gagnrýnandi. Sigtryggur Ari Jóhannsson blaðamaður skrifar sigtryggur@dv.is KVIKMYND Harry Potter and the Deadly Hollows: Part I Tiltölulega lítið virð- ist gerast á þessum 150 mínútum, þannig að maður hallast að því að þessi skipting hafi verið ákvörðun markaðsfólksins, svo hægt væri að græða vel á tveimur kvikmynd- um í stað einnar. KVIKMYND The Joneses Mynd sem vantar allt hjarta í og erfitt er að tengjast sögupersónunum. Kaldhæðni að mynd um fjölskyldu sem er gangandi auglýsing virki eins og auglýsing. mælir ekki með...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.