Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Side 27
Diskókvöld Margeirs Eftir fimm ára hlé snýr Margeir Ingólfsson aftur með sitt vinsæla diskókvöld á annan í jólum. Diskókvöld Margeirs var haldið tíu ár í röð og alltaf á annan í jólum. Það naut mikillar hylli þangað til plötusnúðurinn ákvað að hvíla það um nokkra stund. Núna finnst honum rétti tíminn vera kominn til þess að dilla sér við diskó og á það örugglega eftir að gleðja alla góða diskóbolta. Í þetta sinn verður diskókvöldið haldið á skemmtistaðnum Austur á annan í jólum. Bubbi í Háskólabíói Árlegir Þorláks- messutónleikar Bubba verða í Háskólabíói. Í yfir 20 ár hefur Bubbi haldið þessari hefð sinni á Þorláksmessunni, lengst af á Hótel Borg, en í ár verða tónleikarnir haldnir í Háskólabíói, líkt og í fyrra. Árið í ár skipar veglegan sess hvað varðar feril Bubba því hann fagnar 30 ára starfsafmæli. Af því tilefni er einnig kominn út afar vandaður safndiskur með 60 lögum sem þjóðin kaus. Að venju verður útvarpað frá tónleikunum á Bylgjunni. Fókus | 27Jólablað 22.–26. desember 2010 Hvað er að gerast? n Jólatónleikar Árstíða Á Þorláksmessu- kvöld efnir hljómsveitin Árstíðir til sinna árlegu jólatónleika í Fríkirkjunni. Samkvæmt hefð verða flutt jólalög sem eru meðlimum sveit- arinnar kær, auk vel valinna laga af frumburði sveitarinnar, samnefndum henni. Tónleikarnir verða eins og áður segir í Fríkirkjunni og hefjast þeir klukkan 22.00. Miðaverð er krónur 1.500 en hægt er að kaupa sér miða á miði.is. n Sigurður og mafían á Nasa Jólabarnið Sigurður Guðmundsson verður ásamt Mem- fismafíunni á Nasa á Þorláksmessukvöld með tónleika. Sigurður gaf út um jólin splunkunýja jólaplötu sem hefur fengið einróma lof gagn- rýnenda. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og kostar miðinn 1.500 krónur. Aldurstakmark er tuttugu ár. 23 FIM Þorláksmessa 26 SUN Annar í jólum n Jóladansleikur Millanna Á annan dag jóla, sunnudag, verður haldinn hinn árlegi Jóladansleikur Millanna sem fram fer á Hótel Sögu. Dansleikurinn hefst klukkan ellefu og eru söngvarar þeir Bogomil Font, Bjarni Ara og Raggi Bjarna. Sérstakur gestur þessi jólin er Sigríður Thorlacius, söngvari stórhljómsveitar- innar Hjaltalín. n Sálverjar á Selfossi Nú styttist í að Sál- verjar dragi saman seglin og leggi hljóðfærin á hilluna um óákveðinn tíma. Þann 26. desember, heldur Sálin hans Jóns míns tónleika í Hvíta húsinu á Selfossi. Víst er að mikið verður um dýrðir og einhverjir leynigestir mæta á svæðið til að halda uppi frekara fjöri. n Gauragangur frumsýndur Íslendingar geta nú notið þess að sjá hinn kostulega karakter Orm Óðinsson á hvíta tjaldinu en Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson verður frumsýndur í kvikmyndahúsum landsins á annan í jólum. Það er Alexander Briem sem fer með hlutverk Óðins í myndinni sem er leikstýrt af Gunnari Guðmundssyni. Hægt er að nálgast upplýsingar um sýningartíma á miði.is Aðdáendur stærstu bílaleikja heims, Gran Turismo-leikjanna, hafa held- ur betur þurft að bíða eftir nýjustu útgáfunni, GT5. Eftir endalausar frestanir og loforð um að nú sé hann að koma er GT5 loksins fáanlegur og snýr hann aftur með látum. Eitt þúsund bílar eru í leiknum, hvorki meira né minna. Ef þér dettur ein- hver bíll í hug þá er hann til í GT5, það er loforð. Í einstaklingsspilun fer leikur- inn frekar hægt af stað. Maður þarf að vera duglegur að vakta notuðu bílasölurnar til að finna réttu bíl- ana í keppnirnar sem í boði eru. Um leið og maður berst í gegnum byrj- unina bíður þó bílaparadís handan hornsins. Frábærar brautir á alls- kyns undirlagi og endalaust af bíl- um sem hægt er að nota. Auðvitað er svo hægt að bæta bílana með hin- um og þessum aukahlutum og hefur nákvæmnin í kringum uppfærslunar eflaust aldrei verið nákvæmari. GT5 er þó ekki gallalaus. Hann hikstar stundum, enda vel stór, og þá eru stundum gallar varðandi skugga bílanna. Heilt yfir er þó grafíkin al- gjörlega mögnuð. Fjölspiluninni er þó einnig ábótavant en ekki er hægt að finna sér strax einhvern leik, mað- ur þarf að leita að „lobbíum“ sem henta manni og keppnum út frá því. Fjölspilunin er þó eitthvað sem hægt er að laga með uppfærslum á leiknum og er engin spurning að því verður kippt í liðinn. GT5 lofaði góðu í öllum þeim myndböndum sem gefin voru út fyrir komu hans og stendur hann svo sannarlega undir því öllu. Þetta er bílaleikur sælkerans því það þýðir ekkert að ætla að skófla þessum leik í sig í einum munnbita. GT5 verður að fá að bráðna í munn- inum eins og belgískur súkkulaði- moli. Tómas Þór Þórðarson Tölvuleikir Gran Turismo 5Playstation 3 Tegund: Bílaleikur Biðin vel þess virði Biðin alveg þess virði GT5 er loksins kominn. Vantar aðeins upp á að laga fjölspilun en magnaður leikur engu að síður. og fremst í gegnum vini mína sem eru myndlistar- menn.“ Þetta geti þó stundum valdið því að fólk veigri sér við að gera ákveðna hluti af ótta við að vera dæmt úr leik af elítunni. „Málið er að við Alex tökum okkur bara alls ekki hátíðlega í þessu. Við erum hins vegar alltaf að gera eitthvað. Stóru al- varlegu verkefnin eru eftir sem áður Sigur Rós og önn- ur tónlistarsköpun.“ Einn í miðjunni Í þetta skiptið, fyrsta skipt- ið, er Jónsi einn framan á plötunni. Hann þarf að sinna viðtöl- um og kynningum einn og sjálfur á meðan aðrir hljómsveitarmeðlimir geta slakað á. „Þetta tónleikaferða- lag er búið að vera alveg gríðar- leg vinnutörn fyrir mig en í leið- inni rosalega skemmtilegt. Ég hef til dæmis aldrei farið í annan eins fjölda af viðtölum. Álagið fellur auð- vitað beint á sjálfan mig. Í Sigur Rós eru hins vegar fjórir gæjar sem geta skipt þessu á milli sín eftir hentug- leikum á meðan einhverjir hvílast.“ Gangurinn í ferðalaginu er þannig að hljómsveitin og áhöfnin sofa í rút- unni og vakna í nýrri borg. „Þá borð- ar maður, gerir hljóðprufu og borðar svolítið meira. Eftir tónleikana legg- ur fólk sig í rútunni og vaknar í næstu borg, þar sem leikurinn endurtekur sig.“ Núna er Jónsi í stuttu hléi fram að tónleikunum í Laugardalshöll. „Við Alex erum að koma okkur fyrir í húsi í Þingholtunum og ég er í miðju kafi að mála baðherbergið og taka upp úr kössum.“ Auðvitað. Málning á hönd- unum. Sjónvarpskokkarnir Þeir sem gleggst hafa fylgst með Jónsa að undanförnu hafa kannski rekið augun í stutt matargerðar- myndbönd á vefsíðunni jonsianda- lex.com. Þar bregða þeir sér í gervi sjónvarpskokka og kenna áhorfend- um að gera gómsæta rétti. „Já, við vorum mikið að pæla í matargerð á tímabili og gerðum nokkur svona myndbönd. Alex borð- ar svokallað hráfæði, raw-vegan, þar sem engar dýraafurðir eru notaðar og matur er aldrei hitaður upp fyrir ákveðið hitastig. Það var í þessu sam- hengi sem við gerðumst sjónvarps- kokkar á tímabili.“ Jónsi kveðst sjálfur hafa verið á þessu fæði í nokkurn tíma. Hann hafi hins vegar gefist upp á því í tón- leikaferðalaginu. „Það fer bara svo mikill tími í það að skipuleggja mál- tíðirnar. Maður verður að hafa skipu- lagt næstu máltíð og getur nánast ekkert farið út að borða með öðru fólki, sem ger- ir lífið erfitt þegar maður á heima í rútunni. Ég er samt grænmetis æta og hef verið í fimmtán ár.“ Allt ferðalagið hélt Alex það engu að síður út á hráfæðinu. „Hann er al- veg ótrúlega duglegur við þetta. Nú get ég aftur á móti fengið mér kökurn- ar hennar ömmu, sem er frábært. Allt svoleiðis er náttúrulega bannað þegar maður er á hráfæðinu.“ Sigur Rós í barneignarleyfi Varla er hljómsveitin Sigur Rós kom- in í langa pásu? „Nei, alls ekki. Ætli við tökum okkur ekki svona viku hlé eftir áramótin og byrjum svo að starfa af krafti. Við þurfum að fara að berja saman einhverja slagara. Ég þarf líka að fara að sparka í rassgatið á strákunum. Þeir eru búnir að vera í svo löngu fríi,“ segir Jónsi. Fríið var kannski óhjákvæmilegt þar eð hinir þrír Sigur Rósar-með- limirnir hafa allir eignast börn á síð- ustu tólf mánuðum eða svo. „Þeir eru bara að hrúga niður börnum, strák- arnir, sem reyndar passaði ágætlega fyrir mig. Ég gat þá einbeitt mér að því að koma sólóplötunni út og far- ið í þetta tónleikaferðalag. Við erum búnir að starfa svo lengi saman og þess vegna átti ég talsvert af lögum í sarpinum sem rötuðu á plötuna.“ Hljómsveitin Sigur Rós fagnar sautj- án ára starfsafmæli þann 4. janúar næstkomandi. Á nærbuxum með gítar Tónlistarmenn nota ólíkar vinnuað- ferðir við að semja lög og koma frá sér efni. Á meðal afkastamestu lista- mannanna eru þeir sem líta á list- sköpunina sem hreinræktaða vinnu, mæta á morgnana og beita öguðum vinnubrögðum. Er þetta eitthvað sem hægt er að segja um Jónsa? „Ég hef aldrei notast við einhverj- ar ákveðnar vinnureglur sem slík- ar. Ég er hins vegar alltaf að og allt sem ég geri telst með, hvort sem ég les bók eða horfi á kvikmynd og leita mér að innblæstri. Þegar ég sem lög á ég alveg eins til að sitja á nærbux- unum og spila á kassagítarinn, sitja við píanóið eða nota eitthvert annað hljóðfæri sem er nálægt mér.“ Mikilvægast sé þó fyrir þá sem semja og skapa, nánast eins og ein- yrkjar, að hafa aga til þess að koma sér af stað og ekki síst að klára verkin. „Að þessu leytinu dáist ég að því fólki sem lítur á sköpunina sem skipu- lagða vinnu og ég get alveg séð fyr- ir mér að ég geri eitthvað svoleiðis, þótt síðar verði.“ „Sum tón- listin á sóló- plötunni er bara einföld popptónlist. Það er ekk- ert slæmt við það. Ég elska popp. Kominn heim „Nú get ég slakað á og fengið kökur hjá ömmu.“ MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.