Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Page 37
80 ára á Þorláksmessu Guðmundur fæddist í Steinnesi í Sveinsstaðahreppi í Austur-Húna- vatnssýslu og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1952, guðfræðiprófi frá Há- skóla Íslands 1956, stundaði fram- haldsnám í kirkju- og klaustrasögu við Árósaháskóla 1964–65 og kynnti sér æskulýðsstarfsemi í Gautaborg 1972. Guðmundur var sóknarprestur á Hvanneyri í Borgarfirði 1956–70 og stundaði jafnframt búrekstur á Staðar- hóli á Hvanneyri samhliða prestskap, var sóknarprestur í Árbæjarprestakalli frá 1971–2001, var skipaður dómpróf- astur í Reykjavíkurprófastsdæmi 1989 og varð prófastur í Reykjavíkurpróf- astsdæmi eystra við skiptingu Reykja- víkurprófastsdæmis frá 1991–2001. Guðmundur var prófdómari við Samvinnuskólann á Bifröst 1956–71, við Kleppjárnsreykjaskóla og lands- próf Gagnfræðaskólans í Borgarnesi, farkennari við Barnaskóla Andakíls- hrepps 1958–61, stundakennari við Bændaskólann á Hvanneyri 1962–70, kennari við Árbæjarskóla í Reykjavík 1971–73 og stundakennari við Lauga- lækjarskóla í Reykjavík 1975–81. Guðmundur sat í hreppsnefnd Andakílshrepps um árabil, í skatta- og sáttanefnd Andakílshrepps, í skóla- nefnd Kleppjárnsreykjaskólahverf- is og formaður hennar í nokkur ár, í stjórn Kirkjukórasambands Borgar- fjarðarprófastsdæmis, í stjórn Nor- ræna félagsins í Borgarfirði, hefur verið trúnaðarmaður við samræmd próf í Laugarlækjarskóla, í uppeldis- og menntamálanefnd Þjóðkirkjunnar 1968–78, í stjórn Prestafélags Íslands 1980–86 og formaður þess 1983–86, formaður héraðsnefndar Reykjavík- urprófastsdæmis eystra frá 1989, for- maður Kirkjubyggingasjóðs Reykja- víkur frá 1989, formaður stjórnar starfssjóðs Safnaðarhjálpar í Reykja- víkurprófastsdæmum frá 1989, í utan- ríkisnefnd Þjóðkirkjunnar 1991–98, í stjórn Leikmannaskóla Þjóðkirkjunn- ar 1993–98 og formaður Prófastafélags Íslands 1995–99 og formaður Félags fyrrum þjónandi presta 2004–2010. Guðmundur er höfundur að Drög- um að sögu Þingeyrarklausturs og samdi bókarkaflana Sjö hugvekjur í Kristnar hugvekjur I, útg. 1980, og Þankabrot úr Þingeyrarklaustri í Af- mælisrit Magnúsar Más Lárussonar. Þá hefur hann skrifað greinar í tímarit. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 21.6. 1953 Ástu Bjarnadóttur, f. 7.6. 1930, sjúkraliða. Hún er dóttir Bjarna Bjarnasonar, f. 24.1. 1900, d. 25.5. 1961, kennara við Austurbæjarskólann í Reykjavík, og k.h., Elísabetar Helgadóttur, f. 26.11. 1898, d. 1.11. 1982, handavinnukenn- ara. Börn Guðmundar og Ástu eru Bjarni, f. 6.11. 1954, byggingaverkfræð- ingur hjá byggingafulltrúa Reykjavík- urborgar, búsettur í Kópavogi; Ólína, f. 13.6. 1957, skurðhjúkrunarfræðingur í Reykjavík, gift Halldóri Kristjáni Júlíus- syni, f. 2.12. 1948, Ph.D. og dr. í sálfræði og eru dætur þeirra Ástríður, Þórhild- ur og Ragnheiður; Elísabet Hanna, f. 17.5. 1961, viðskiptafræðingur, var gift Gunnlaugi Þór Kristfinnssyni, f. 13.8. 1955, lögreglumanni en þau skildu og eru börn þeirra Kristfinnur og Ásta, en eiginmaður Elísabetar Hönnu er Skúli Hartmannsson, f. 21.4. 1953, sölu- maður; Sigurlaug, f. 16.2. 1967, rönt- genlæknir í Ósló, gift Martin Derek Sökjer-Petersen, f. 20.5. 1966, röntgen- lækni og eru synir þeirra Guðmundur, Gunnar og Anton; Þorsteinn Björn, f. 2.6. 1969, d. 11.6. 1969. Systkini Guðmundar eru Sigurlaug Ásgerður Þorsteinsdóttir, f. 3.4. 1923, fyrrv. bankagjaldkeri, búsett í Reykja- vík; Gísli Ásgeir Þorsteinsson, f. 28.3. 1937, sérfræðingur í geðlækningum, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar voru Þor- steinn Björn Gíslason, f. 26.6. 1897, d. 8.6. 1980, prestur og prófastur í Stein- nesi, og k.h., Ólína Soffía Benedikts- dóttir, f. 2.11. 1899, d. 26.2. 1996, hús- freyja. Ætt Þorsteinn var sonur Gísla, b. í Koti í Vatnsdal Guðlaugssonar, b. á Marð- arnúpi Guðlaugssonar, b. á Branda- skarði Guðlaugssonar, ættföður Guð- laugsstaðaættar Guðlaugssonar, afa Guðmundar Hlíðdal póst- og síma- málastjóra. Móðir Gísla var Helga Bjarnadóttir, b. í Melrakkadal Gísla- sonar, og Steinunnar Magnúsdóttur. Móðir Steinunnar var Þórdís Sveins- dóttir, b. á Grund Oddssonar og Solveigar Jónsdóttur, ættföður Eiðs- staðaættar Bjarnasonar, föður Sigurð- ar, langafa Sigurðar, afa Sigurðar Nor- dal, föður Jóhannesar Nordal, fyrrv. seðlabankastjóra. Móðurbróður Guðmundar var Guðmundur, pr. á Barði í Fljót- um. Ólína var dóttir Benedikts, b. á Hrafnabjörgum í Svínadal Helgason- ar, b. á Svínavatni Benediktssonar, b. á Eiðsstöðum, bróður Ólafs, afa Kristj- áns, langafa Axels Gíslasonar fram- kvæmdastjóra. Móðir Benedikts var Ingibjörg, systir Þorgríms, langafa Brynhildar, ömmu Jóns L. Árnason- ar stórmeistara. Ingibjörg var dóttir Arnórs, pr. á Bergsstöðum Árnasonar, biskups á Hólum Þórarinssonar. Móð- ir Ingibjargar var Margrét Björnsdótt- ir, pr. í Bólstaðarhlíð Jónssonar, föður Elísabetar, langömmu Sveins Björns- sonar forseta. Önnur dóttir Björns var Kristín, langamma Finnboga, föður Vigdísar. Móðir Ólínu var Guðrún Ólafs- dóttir, b. á Guðrúnarstöðum í Vatns- dal Ólafssonar og Guðrúnar, systur Hannesar á Eiðsstöðum, föður Guð- mundar prófessors og Jóns, langafa Guðrúnar Agnarsdóttur, læknis og fyrrv. alþm.. Þriðji bróðir Guðrúnar var Páll, faðir Björns, alþm. á Löngu- mýri, og afi Páls Péturssonar, fyrrv. fé- lagsmálaráðherra. Guðrún var dóttir Guðmundar, alþm. á Guðlaugsstöð- um Arnljótssonar, b. á Guðlaugsstöð- um Illugasonar. Móðir Arnljóts var Solveig Ólafsdóttir, b. á Höllustöðum Björnssonar, lögsagnara á Guðlaugs- stöðum Þorleifssonar, ættföður Guð- laugsstaðaættar. Móðir Solveigar var Elín Jónsdóttir, systir Solveigar frá Eiðsstöðum. Guðmundur verður að heiman á afmælisdaginn. Sr. Guðmundur Þorsteinsson dómprófastur emeritus Ættfræði | 37Jólablað 22.–26. desember 2010 30 ára á miðvikudag Halldór Haukur Sigurðsson húsasmiður í Reykjavík Halldór fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Miðbænum og í Vogun- um. Hann var í Austurbæjarskóla og Langholtsskóla, stundaði síð- an nám við Iðnskólann í Reykja- vík, lauk þaðan sveinsprófi í húsa- smíði 2003, stundaði síðan nám við Meistaraskólann og lauk þaðan meistaraprófi 2008. Fjölskylda Eiginkona Halldórs er Sigríður Aðils Magnúsdóttir, f. 29.1. 1982, nemi í uppeldis- og kennslufræði við menntavísindasvið Háskóla Ís- lands. Dóttir Halldórs frá því áður er Aníta Sól Halldórsdóttir, f. 27.11. 1999. Börn Halldórs og Sigríðar eru Huginn Aðils Halldórsson, f. 21.9. 2006; Iðunn Aðils Halldórsdóttir, f. 20.12. 2009. Bræður Halldórs eru Helgi Sigurðsson, f. 5.8. 1988, nemi í eðlisfræði við Háskóla Íslands; Matthías Þór Sigurðsson, f. 4.6. 1991, nemi í matreiðslu. Foreldr- ar Halldórs eru Sigurð- ur Helgason, f. 27.4. 1955, læknir í Reykja- vík, og Rannveig Guðrún Hall- dórsdóttir, f. 19.6. 1955, kennari í Reykjavík. Til hamingju með daginn! AFMÆLI 22. – 24. DESEMBER 22. DESEMBER 30 ára „„ Monika Zareba Asparfelli 10, Reykjavík „„ Helgi Björgvin Helgason Ásholti 2, Reykjavík „„ Guðlaugur Helgi Unnsteinsson Kaupvangs- stræti 21, Akureyri „„ Mikael Allan Mikaelsson Melgerði 18, Kópavogi „„ Fannar Karvel Steindórsson Ljósulind 4, Kópavogi „„ Guðmundur Oddgeir Þorgeirsson Austurbraut 1, Höfn í Hornafirði „„ María Elísabet Ástudóttir Hringbraut 115, Reykjavík „„ Katla Dögg Sváfnisdóttir Steinaseli 5, Reykjavík „„ Þorsteinn Rúnar Sæmundsson Brekkubyggð 9, Blönduósi „„ Benedikt Hákon Bjarnason Reynimel 58, Reykjavík „„ Gestur Björgvin Rúnarsson Klausturhvammi 2, Hafnarfirði 40 ára „„ Barbara Danuta Lakomska Háarifi 71 Rifi, Hellissandi „„ Judith Capungan Melendres Vesturbergi 142, Reykjavík „„ Giedrius Riskus Laufskógum 7, Hveragerði „„ Marek Janusz Idzikowski Nesbakka 19, Nes- kaupsta𠄄 Vitálijs Pecorins Hringbraut 113, Reykjavík „„ Hrönn Bjarnadóttir Eyravegi 46, Selfossi „„ Steinunn Baldursdóttir Ljósuvík 54a, Reykjavík „„ Ragnheiður E. Hafsteinsdóttir Kaupfélagshúsi, Norðurfirði „„ Hafdís Garðarsdóttir Arnarsandi 4, Hellu „„ Fjóla Ævarsdóttir Greniteigi 49, Reykjanesbæ „„ Margrét T. Friðriksdóttir Ólafsgeisla 75, Reykjavík „„ Davíð Óðinn Bragason Heiðarbraut 7e, Reykja- nesbæ „„ Jón Margeir Valsson Ránarvöllum 13, Reykjanesbæ „„ Gunnar Þór Gunnarsson Hrísholti 24, Selfossi „„ Una Birna Guðjónsdóttir Klettási 19, Garðabæ 50 ára „„ Kristín Anna Sverrisdóttir Bústaðavegi 93, Reykjavík „„ Tryggvi Konráðsson Smiðjuholti, Reykholt í Borgarfirði „„ Halldóra Eyfjörð Skjaldardóttir Írabakka 4, Reykjavík „„ Sigríður Hjördís Baldursdóttir Öldugötu 11, Hafnarfirði „„ Svava Jónsdóttir Melahvarfi 2, Kópavogi „„ Ingigerður Guðmundsdóttir Merkurteigi 1, Akranesi „„ Anna A. Björnsdóttir Laxdal Bæjargili 82, Garðabæ „„ Sigríður L. Sigmundsdóttir Engihjalla 19, Kópavogi 60 ára „„ Andrew Michael Maitland Lamont Kirkjuvegi 51, Reykjanesbæ „„ Margrét Hjörleifsdóttir Víghólastíg 15a, Kópavogi „„ Bentína Jónsdóttir Svöluhöfða 23, Mosfellsbæ „„ Árni Gunnar Gunnarsson Dverghamri 3, Vest- mannaeyjum „„ Ólafur Ægisson Holtási 5, Garðabæ „„ Guðrún Jóhannesdóttir Malarási 9, Reykjavík „„ Ingibjörg Ásdís Pálsdóttir Hraunbæ 170, Reykjavík „„ Grímur Magnússon Marbakka 13, Neskaupstað 70 ára „„ Unnur Tómasdóttir Keldulandi 13, Reykjavík „„ Guðmundur H. Guðjónsson Helgafellsbraut 6, Vestmannaeyjum „„ Pálína Ármannsdóttir Álfkonuhvarfi 25, Kópavogi 75 ára „„ Lísabet Sólhildur Einarsdóttir Erluási 2, Hafnarfirði „„ Ólafur Guðjón Karlsson Byggðarenda 24, Reykjavík „„ Jóhannes Jónasson Sjávargrund 2a, Garðabæ „„ Ingibjörg Jóna Elíasdóttir Þjóðbraut 1, Akranesi 80 ára „„ Arnbjörn Hans Ólafsson Kirkjuvegi 1c, Reykja- nesbæ „„ Sigurður Jónsson Bröttugötu 9, Vestmannaeyjum „„ Ólöf Björg Ágústsdóttir Þórustöðum 1, Akureyri „„ Sigurður Jóhannsson Arnarkletti 12, Borgarnesi 85 ára „„ Tómas Oddsson Goðheimum 19, Reykjavík Á ÞORLÁKSMESSU 30 ára „„ Damian Adam Staniszewski Lyngbakka 4, Neskaupsta𠄄 Lilja Arnlaugsdóttir Háengi 5, Selfossi „„ Loftur Guðni Matthíasson Eskihlíð 8, Reykjavík „„ Jón Örn Jóhannesson Klapparstíg 14, Reykjavík „„ Jósef Smári Gunnarsson Hátúni 10b, Reykjavík „„ Sigurborg Þórarinsdóttir Suðurvangi 14, Hafn- arfirði „„ Brynhildur Ásta Bjartmarz Heiðargerði 26, Reykjavík „„ Jacek Damian Dziubinski Haukshólum 6, Reykjavík „„ Liang Zhao Wang Skólavörðustíg 16, Reykjavík „„ Sigurgeir Andrésson Trönuhjalla 9, Kópavogi „„ Linda Jónína Steinarsdóttir Hamravík 18, Reykjavík „„ Heiðbjört Sif Arnardóttir Gullsmára 1, Kópavogi „„ Sonja Hafdís Pálsdóttir Hörðukór 1, Kópavogi „„ Árni Þorlákur Guðnason Laugavegi 159a, Reykjavík 40 ára „„ Vilma Cruz Santos Þórufelli 20, Reykjavík „„ Egidijus Ruginis Auðbrekku 2, Kópavogi „„ Hildur Björk Hilmarsdóttir Skaftahlíð 9, Reykjavík „„ Sigurbjörg Ragna Arnarsdóttir Melasíðu 1d, Akureyri „„ Guðmundur Helgi Vigfússon Fífulind 3, Kópavogi „„ Anna Guðrún Grétarsdóttir Fornhagi 2, Akureyri „„ Sigfús Ómar Höskuldsson Guðrúnargötu 4, Reykjavík „„ Bjarnheiður Helga Pálsdóttir Skólavegi 64, Fáskrúðsfirði 50 ára „„ Guðmundur Örn Jóhannsson Tröllakór 12, Kópavogi „„ Kristín Jónsdóttir Laugateigi 9, Reykjavík „„ Einar Birgir Einarsson Hrauntúni 8, Vestmanna- eyjum „„ Helena Árnadóttir Dverghamri 19, Vestmanna- eyjum „„ Kristinn A. Kristinsson Túni, Borgarnesi „„ Jón Grétar Hafsteinsson Brekkulæk 6, Reykjavík „„ Hulda Hafsteinsdóttir Efstasundi 17, Reykjavík „„ Trausti Rúnar Traustason Grettisgötu 31, Reykjavík 60 ára „„ Skúli Hansen Sjávargrund 15b, Garðabæ „„ Þóra Ingibjörg Árnadóttir Auðarstræti 5, Reykjavík „„ Guðlaug E. Jónatansdóttir Sumarhúsi, Selfossi „„ Friðrik Vagn Guðjónsson Dalsgerði 4a, Akureyri „„ Brynja Marteinsdóttir Skógarseli 43, Reykjavík „„ Perla María Jónsdóttir Kristnibraut 4, Reykjavík „„ Kristbjörg Sigurðardóttir Auðbrekku 5, Húsavík „„ Sigurbjörg Ragnarsdóttir Grundartúni 14, Akranesi „„ Ester Markúsdóttir Freyvangi 20, Hellu „„ Ragnheiður Marteinsdóttir Sefgörðum 10, Seltjarnarnesi „„ Eduardo J. Martins Da Cunha Hjallavegi 1, Reykjavík „„ Þuríður Ingólfsdóttir Lómasölum 45, Kópavogi „„ Lovísa Sveinsdóttir Varmalæk 1, Varmahlíð 70 ára „„ Bjarnfríður Ósk Alfreðsdóttir Suðurbraut 2a, Hafnarfirði „„ Ingibjörg Jóhannsdóttir Brautarlandi 4, Reykjavík „„ Halldór Jóel Ingvason Suðurhópi 1, Grindavík „„ Ómar Vagnsson Baughóli 8, Húsavík 75 ára „„ Ragnhildur A. Vilhjálmsdóttir Sæbólsbraut 32, Kópavogi „„ Jóhanna Hermannsdóttir Grænagarði 3, Reykja- nesbæ „„ Elísa Magnúsdóttir Stóragerði 1, Reykjavík „„ Valsteinn Guðjónsson Strandvegi 1, Garðabæ „„ Kristrún Sigurrós Malmquist Hæðargarði 29, Reykjavík „„ Stefán Hallgrímur Björnsson Einarsstöðum, Akureyri 80 ára „„ Valdimar Eiríksson Brekkugötu 9, Reyðarfirði „„ Kristín Hermundardóttir Aflagranda 40, Reykjavík 85 ára „„ Jóhannes Friðrik Hansen Ægisstíg 1, Sauðárkróki „„ Alfreð Hallgrímsson Lambanesreykjum, Fljótum „„ Ingi Þór Ingimarsson Dálksstöðum, Akureyri 90 ára „„ Ulrich Vilhjálmur Marth Sandhólaferju, Hellu „„ Víglundur Sigurjónsson Sléttuvegi 21, Reykjavík Á AÐFANGADAG 30 ára „„ Adam Anikiej Aðalgötu 10, Suðureyri „„ Rafal Dubrowski Suðurgötu 27, Sandgerði „„ Guðrún Edda Einarsdóttir Valshólum 6, Reykjavík „„ Davíð Kristjánsson Kóngsbakka 11, Reykjavík „„ Sigurður Haukur Vilhjálmsson Lautasmára 2, Kópavogi „„ Sveinn Júlíus Björnsson Einarsnesi 48, Reykjavík „„ Víðir Freyr Guðmundsson Akurgerði, Selfossi „„ Sverrir Hjálmarsson Skessugili 11, Akureyri „„ Þuríður Óttarsdóttir Torfufelli 29, Reykjavík 40 ára „„ Adam Tomasz Trzaskoma Norðutanga 1, Ólafsvík „„ Halldóra Kristín Valgarðsdóttir Hamrabergi 10, Reykjavík „„ Guðrún Emilía Kolbeinsdóttir Dvergholti 3, Hafnarfirði „„ Lilja Karlsdóttir Stórakri 9, Garðabæ „„ Arnþór Pálsson Hvannakri 10, Garðabæ „„ Pétur Jónasson Fornuströnd 2, Seltjarnarnesi „„ Ari Jón Kjartansson Grundargötu 15, Dalvík „„ Brynjólfur Gunnarsson Hjallalundi 2, Akureyri „„ Anna Sigríður Jónsdóttir Viðarási 27, Reykjavík „„ Kristján Leósson Fornhaga 22, Reykjavík 50 ára „„ Þóra Þorgeirsdóttir Þverholtum, Borgarnesi „„ Guðný Kristín Erlingsdóttir Smárarima 64, Reykjavík „„ Inga Dóra Guðmundsdóttir Þingási 24, Reykjavík „„ Guðlaug Halldórsdóttir Akraseli 15, Reykjavík „„ Gunnar Sigurjónsson Hrauntungu 63, Kópavogi „„ Björgvin H. Björgvinsson Furuvöllum 36, Hafnarfirði „„ Sigurlaug Jóhannsdóttir Lyngrima 16, Reykjavík „„ Kristborg Níelsdóttir Stóragerði 24, Reykjavík 60 ára „„ Guðmundur Smári Guðmundsson Rauðavaði 11, Reykjavík „„ Ingibjörg Jónsdóttir Framnesvegi 20, Reykja- nesbæ „„ Ásmundur Sverrir Pálsson Gauksrima 34, Selfossi „„ Kristinn B. Valdimarsson Firði 7, Seyðisfirði „„ Hildur Valgeirsdóttir Víðigrund 33, Kópavogi 70 ára „„ Gunnhildur Ólafsdóttir Tunguseli 1, Reykjavík „„ Olgeir Friðbjörnsson Dalsgerði 1d, Akureyri „„ Elín Jónsdóttir Krosseyrarvegi 9, Hafnarfirði „„ Ingimunda Þórunn Loftsdóttir Klapparhlíð 5, Mosfellsbæ „„ Karen Kristjánsdóttir Þverási 18, Reykjavík „„ Sigursveinn Hauksson Stífluseli 12, Reykjavík „„ Ásdís Elfa Jónsdóttir Aratúni 15, Garðabæ „„ Kristinn Þ. Bjarnason Melabraut 21, Seltjarnarnesi 75 ára „„ Helga Brynjólfsdóttir Brekkustíg 17, Reykjavík „„ Hrefna Steingrímsdóttir Gyðufelli 4, Reykjavík „„ Vilborg Erlendsdóttir Fornastekk 8, Reykjavík „„ Guðrún Heiðar Sveinsdóttir Dalbraut 21, Reykjavík „„ Elina Helga Hallgrímsdóttir Stýrimannastíg 2, Reykjavík „„ Eva Jútta Júlíusdóttir Krummahólum 8, Reykjavík „„ Áslaug Gunnsteinsdóttir Álfhólsvegi 68, Kópavogi 80 ára „„ Hulda Margrét Hermóðsdóttir Sólvangsvegi 2, Hafnarfirði „„ Svala Nielsen Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ „„ Pétur Pétursson Garðvangi, Garði „„ Ragnheiður Pálsdóttir Hjaltabakka 6, Reykjavík 95 ára „„ Helga Guðrún Jakobsdóttir Ljósheimum 4, Reykjavík M Y N D JÓ H A N N ES LO N G

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.