Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Síða 44
44 | Hin hliðin 22.-26. desember 2010 Jólablað Nafn og aldur? „Alexander Briem, 20 ára.“ Atvinna? „Leikari og prófarkalesari.“ Hjúskaparstaða? „Einhleypur.“ Fjöldi barna? „Núll.“ Hefur þú átt gæludýr? „Ég átti kött og fiska þegar ég var lítill.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Ég söng á sunnudagskvöldið með Retro Stefson á tónleikum á jólaballi MR, leysti Unnstein af.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Nei.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Mér þykir mjög vænt um gráa kasmírullarjakkann sem mamma saumaði á mig fyrir jólin 2008 og hef notað hann mikið síðan. Af því að hann fer mér vel.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei, reyndar hef ég ætlað mér að komast í form eftir Orm en það hefur gengið hægt. Tökum lauk seinni partinn í nóvember og þá fór ég í utanlandsferð í tæpan mánuð þar sem við ferðafélagar klikkuðum á morgunleikfiminni og nú taka jólin við.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Já.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Ég hlakka bara til að sjá hvað gerist.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Ég hef verið hrifinn af allavega tónlist og skammast mín fyrir það eftir á. En ekki í dag.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Lujon eftir Henry Mancini.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Ég hlakka til alls sem fram undan er, fyrir utan viðtölin. Mér finnst viðtöl óþægileg.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Myndirnar sem ég horfi á aftur og aftur eru eftir leikstjóra sem hafa mjög persónulegan og ákveðinn stíl, tengja hluti sundur og saman og eru hugaðir en alltaf samkvæmir sjálfum sér. Þeir gera stílhreinar myndir en samt sé ég alltaf eitthvað nýtt í þeim og eitthvað nýtt við þær. Þær eru lagskiptar og maður tengir alltaf inn á eitthvað nýtt og tekur stöðugt eftir einhverju nýju eftir því sem maður þróast sjálfur sem manneskja. Þetta eru til dæmis Kubrick, Lynch, Tarantino og Sofia Coppola.“ Afrek vikunnar? „Ég lofaði sjálfum mér því að vera búinn að kaupa allar jólagjafir fyrir Þorláksmessu þetta árið og það lítur út fyrir að ég afreki að svíkja það loforð.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Það hefur allavega verið óminnisstæður spádómur.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Nei.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið? „Já. Ég vil ekki krónuna og ekki dollarann og er illa við þjóðernis- hyggju. Þjóðernishyggja er ein af aðalorsökum styrjalda. Annars verða alltaf til hópar í heiminum, stórir og smáir, sem munu kljást. Fer sem fer.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Sátt.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Ég hef lítinn áhuga á að fara á skrallið með ráðamönnum, hvað þá splæsa í þá áfengi. Svo er trúnó leiðinlegur staður.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Ofangreinda eftirlifandi leikstjóra, eðli málsins samkvæmt.“ Hefur þú ort ljóð? „Hvort ég hef. Ég nýtti tímann aðallega í það þegar ég var andvaka sem krakki.“ Nýlegt prakkarastrik? „Símaat á föstudaginn.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Ég er alltaf að reyna að átta mig á hvern ég minni mig á.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Nei, en mig langar samt í þannig. Gunni leikstjóri kann til dæmis að lengja á sér höndina, mig langar að kunna það.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Ég er góður.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Þar sem uppáhaldsfólkið mitt er.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Reyni allavega að ná að bursta tennurnar, fara úr fötunum og taka úr mér linsurnar ef ég er með þær í.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Gagnrýni.“ Langar að kunna að lengja á sér höndina Alexander Briem leikari fer með hlutverk Orms Óðinssonar í kvikmynd sem gerð er eftir Gauragangi Ólafs Hauks Símonarsonar og verður frumsýnd annan í jólum. Alexander hlakkar til þess sem fram undan er, að undanskildum öllum viðtölunum sem honum finnast óþægileg. Hann starfar sem prófarkalesari ásamt því að leika og mun líklega ekki ná að kaupa allar jólagjafirnar fyrir Þorláksmessu. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Endurnærir og hreinsar ristilinn allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30+ Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox KOMDU Í ÁSKRIFT! 512 70 80 dv.is/askrift 100 ára1910–2010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.