Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Qupperneq 46
46 | Útlit 22.–26. desember 2010 Jólablað Leyfðu húðinni að ljóma Mundu eftir því að þótt andlitsfarðinn geri mikið þá situr hann illa ef húðin er þurr og ójöfn. Notaðu mildan húðskrúbb til að ná burtu dauðum húð- flögum og fríska upp á húðina. Berðu síðan á húðina rakagefandi maska og eftir að þú hefur hreinsað hann af, skaltu bera á þig góða andlitsolíu eða rakakrem. Mundu eftir hárinu Ekki gleyma hárinu því það getur verið þurrt og óviðráðanlegt í mesta kuldanum. Notaðu djúpnæringu í hárið reyndu að komast í jólaklippinguna fyrir hátíðarnar. Fallegar neglur Fallega lakkaðar neglur eru sparilegar og ómissandi yfir jólin. Fáðu þér fallegan lit á neglurnar sem passar við sparifötin. Hátíðarglimmer Minna er meira þegar kemur að því að strá yfir sig glimmer. Not- aðu augnskugga með gljáa yfir augnlokin og léttan glitrandi lit í augnskugga. Þá má líka fá augnlínupensil með glimmer í eða örlitla áherslu efst við kinnbeinin. Þegar vel tekst til fangar glimmer ljós og birtu og gefur fallegar áherslur en þegar of mikið er komið af því góða er glimmerið ekki til góðs. Slepptu varablýantinum Á hátíðarkvöldi með mat og drykk er betra að sleppa varablýantinum með varalitnum. Varaliturinn máist af meðan þú borðar og drekkur meðan varablýanturinn verður eftir. Notaðu endingargóðan varalit sem helst vel á vörunum og slepptu glossinu. Gefðu kroppnum lit Lífgaðu rétt aðeins upp á fölan skandin- avískan húðlitinn með sólbrúnkukremi fyrir allan líkamann. Notaðu milt krem og mundu að bera á þig rakakrem áður svo brúnkukremið setjist ekki í þurra bletti. Góð ráð fyrir hátíðirnar Það er skemmtilegt hvað skart getur lífgað upp á útlit og þá gildir einu hvort þú notar hálsfestar, hárskart, armbönd eða eyrnalokka. Stundum getur verið mjög fal- legt að klæðast einföldum fatnaði en skreyta hann með skartinu einu saman. Þetta á t.d. vel við í okk- ar svartklædda samfélagi sem svo margir virðast festast í. Af nógu er að taka þegar kemur að íslensku skarti. Fallegt skart lífgar upp á annars einfaldan klæðnað: Glitrandi og skínandi íslenskt skart Kvenleg nýklassík Mjög fallegt íslenskt hálsmen. Hönnuðir Stáss eru Árný Þórarinsdótt- ir og Helga Guðrún Vilmundardóttir arkitektar og hálsmenið má kaupa á vefsíðunni uma.is. Fyrir rokkarana Tvöfalt fléttað rúskinns- og keðjuarmband með 6 greinum. Hannað af Jóhönnu Methúsalems- dóttur, Kría Jewelry. Jóladýrindi Elín Hrund Þorgeirsdóttir hannar fallegar hálsfestar sem hún nefnir Dýrindi. Þær fást til dæmis í Kisunni á Laugavegi, Nakta apanum í Bankastræti, Hraun- húsi í Mosfellsbæ og í Epal í Skeifunni. Umtalað skart Fyrirsætan rússneska Natalia Vodianova festi kaup á forláta mosa-skarti eftir Hafstein Júlíusson þegar hún var hér á landi fyrr í vetur. Natalia keypti sér hálsmen en mosaskartið framleiðir Hafsteinn einnig sem hringa og jafnvel hnúajárn. Dramatískar varir um jólin Sterkir og dökkir varalitir hafa verið vinsælir í ár. Þeir fríska upp á fölan húðlit og eru hátíðlegir og þannig tilvaldir í jólaförðunina. Fríða María Harðardóttir förðunarfræðingur skoðar nokkrar útfærslur af því hvernig dökkur varalitur fer við mismunandi förðun. Allar fyrirsæturnar eru farðaðar með farða frá MAC. Sophia Kokosalaki Á sýningu Sophiu Kokosalaki mátti sjá sterka tóna. „Sterkur rauðappelsínugulur varalitur með hágloss og sindrandi áferð er mjög hressandi og glamúr í gegn,“ segir Fríða. „Skvísulegur og nútímaleg- ur. Þessi er alveg tilvalinn í áramótapartíið en það þarf örugglega að halda honum við allt kvöldið, en það er þess virði.“ Gegnsær, léttur og hrár „Fyrirsætan Chanel Iman ber vel þennan dökkbleika, matta varalit sem fer vel við hennar húðlit og fylltar varirnar. Varaliturinn er svolítið gegnsær og verður léttari og hrárri fyrir vikið sem gerir lúkkið líka meira náttúrulegt og ferskt þrátt fyrir að liturinn sé sterkur og slíkir varalitir eru einnig mjög þægilegir upp á endingu, dofna fallega af í stað þess að mást af . Mjög frísklegt og fallegt.“ Tenging við gamla tíma Þekjandi mattur og eldrauður varalitur sem maður tengir við gamla tíma á fyrirsætu á sýningu fyrir Karen Walker. Þá sérstaklega áferðin. Klassískur og hrár í senn. Þarfnast viðhalds allt kvöldið þar sem slíkir varalitir hafa tilhneigingu til að eyðast fyrst innst, sem skilur eftir sterka útlínu, sé maður ekki stanslaust að bæta á. Til eru þó varalitir sem eru endingarbetri en aðrir, sumir jafnvel vatnsheldir, en þeir eiga það þó til að verða óþægilega þurrir. Hér eru útlínurnar aðeins loðnar, til dæmis er hægt að renna aðeins yfir þær eftir á með bómullarp- inna. Það gerir varirnar nútímalegri. Sá allra hátíðlegasti „Eldrauður varaliturinn er massívur, ógegnsær og teiknaður, en borið er létt gloss ofan á til að fá léttari áferð og meiri glamúr. Þessi er fyrst og fremst mjög elegant og kvenlegur og gefur til kynna styrk og ákveðni. Það þarf að hugsa vel um hann allt kvöldið, halda honum við og passa að hann smitist ekki á tennurnar. Þessi á fyrirsætu fyrir Gianfranco Ferrere er sennilega sá hátíðlegasti af þessum sem við erum að bera saman hér.“ Á sýningu Dolce Gabbana voru fyrirsæturnar töffaralegar. „Liturinn fer mjög vel við fölu húðina, er svalur og töffaralegur á sama tíma og hann er hátíðlegur og kvenlegur.“ Mattur rauðappelsínugulur varaliturinn er mjög hressandi og nútímalegur, en mött áferðin gerir hann meira elegant og klassískari en þann með glossáferðinni. Þessi er samt oft val þeirra sem þora ekki alveg í eldrauða litinn, getur líka virkað hversdags og til dæmis í kokkteilboðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.