Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Blaðsíða 47
Útlit | 47Jólablað 22.–26. desember 2010 Dúðaðu þig í pels Það eru frosthörkur víða um land yfir hátíðirnar og það er vonlaust að skjálfa úr kulda. Mundu eftir því að dúða þig vel í hlýjar flíkur og helst í hátíðlegan pels ef þú átt einn slíkan. Tískan í vetur hefur einkennst af miklum kvenleika og pelsinn hefur dúkkað upp í marglitum og frumlegum útgáfum í vetur. Grái liturinn hefur sjaldan verið vinsælli, en aðrir tónar sjást líka, svo sem hvítur, fjólublár, bleikur og gulur. Þær sem kjósa svart eru vissulega öruggar um að vera klassískar í útliti en mega poppa upp klassíkina með því að velja hrárri flíkur með, fallegt skart og vera í litríkari fötum en ella. Gefðu honum gott í skóinn Í öllum jólaundirbúningnum má ekki gleyma að leggja rækt við eldheita ást. Jólin eru víst sá tími ársins sem pör eiga það til að rífast sem mest vegna álags og streitu. Ekki láta það henda þig. Komið hvort öðru á óvart með því að gefa spennandi smáhluti í skóinn. Það getur verið lítill miði með ástarjátningu, teikning eða ljósmynd sem er ykkur góð minning, miðar í leikhús og bíó vekja lukku og auðvitað litlir en ljúffengir sælgætismolar. Stærri gjafir geta svo gefið fyrirheit um meiriháttar ástaratlot. Falleg undirföt eða kertavax sem bráðnar í góða líkamsolíu. Notaðu hugmyndaflugið til að finna spennandi gjafir sem kitla. Sykur-lavender kornamaski Góðan kornamaska fyrir andlit og lík- ama má vel laga heima og setja í fallega krukku. Öll grunnefnin má kaupa í góðu apóteki eða heilsuvörubúð. Apótekið í Skipholti 50 selur bæði grunnolíur og ilmkjarnaolíur. Lavender-ilmkjarnaolían er róandi mitt í jólastressinu og er góð til að nota á húð því hún hefur græðandi eiginleika. Sykur-kornamaski  1 bolli sykur eða púðursykur 2 msk grunnolía ½ tsk. E-vítamín olía 8 dropar lavender-ilmkjarnaolía Aðferð: Blandið öllum hráefnunum saman. Berið á andlitið með léttum hringlaga hreyfingum og hreinsið af með volgu vatni. Uppskriftin dugir í eina krukku. Ef þið eruð í vandræðum með að finna hárgreiðslu fyrir allar veislurnar næstu daga getið þið að minnsta kosti veðjað á eitt. Ef hárið er mjúkt, glansandi og heilbrigt þá má komast upp með lát- lausa, einfalda greiðslu sem krefst ekki mikillar fyrirhafn- ar. Nærið því hárið vel með djúpnæringu nokkrum dög- um áður. Blake Lively vakti athygli fyrir stórar og mjúkar krullur á dögunum sem einkar auð- velt er að útbúa með stóru krullujárni og Mila Kunis sem slær í gegn í myndinni The Black Swan þótti fögur með látlausa greiðslu. Fallegar hárgreiðslur fyrir veisluhöldin: Hátíðlegt hár Mjúkir liðir Blake Lively Þurrkaðu hárið og krullaðu með vel heitu, stóru krullujárni. Burstaðu í gegnum hárið með bursta og spreyjaðu glansspreyi á endana. Spreyjaðu hárspreyi á fingurgómana og nuddaðu í hársvörðinn til að fá lyftingu en farðu annars sparlega með það. Látlaus greiðsla Milu Kunis Vefðu hárinu í töluna 8 kringum krullujárnið meðan þú heldur því láréttu. Settu hárið svo lauslega í lágan hnút og hafðu lausa lokka við andlitið. Fléttur Molly Sims Skiptu hárinu og fléttaðu örsmáa fasta fléttu með því að nota hárið efst í kollvikunum. Leyfðu annars hárinu að njóta sín eins og það er náttúrulega. Kynþokkafull Eva Mendez Túberaðu hárið í hnakkagrófinni. Settu svo hárið upp eins og þú sért að setja það í tagl en togaðu það ekki að öllu leyti í gegnum teygjuna. Ekki fara í jólaköttinn. Splæstu heldur í flík fyrir jólin. Fyrir þig sem veist ekki alveg hvað þú vilt tókum við saman helstu trendin í vetur. Við ætlum kannski fæstar að splæsa í slíkan munað en myndirnar geta vonandi veitt þér innblástur fyrir jólaklæðnaðinn. „Ég lifi í drau i“ 50‘s snið Fendi Dolce & Gabbana Skósíðir kjólar L‘Wren Scott Bottega Venetta Stráka- legur stíll Akris Chanel Gylltir tónar Alexander McQueen Balmain
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.