Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Side 50
50 | Lífsstíll 22.–26. desember 2010 Jólablað Vinsælustu jólalögin Það eru til ógrynni af jólalögum en flest þeirra sem við hlustum á eru sömu gömlu klassísku lögin. DV hefur tekið saman lista yfir nokkur af vinsælustu íslensku jólalögunum. Ef ég nenni Þrátt fyrir að vera ó-jólalegasta jólalag allra tíma hefur Helgi Björnsson náð að festa lagið í sessi sem eitt af klassísku jólalögunum. Þú komst með jólin til mín Björgvin Halldórsson og Ruth Reginalds leiða saman hesta sína í þessari „power“-jólaballöðu. Snjókorn falla Flestir geta sungið með þessu lagi Þórhalls Sigurðssonar, Ladda, en lagið er með hressari íslenskum jólalögum. Aðfanga- dagskvöld Jóhann Helgason og hið eina sanna íslenska jólabarn, Helga Möller, syngja um aðfangadags- kvöld. Hátíð í bæ Egill Ólafsson syngur um litlu börnin tvö sem fengu bók og nál og tvinna í jólagjöf. Snæfinnur snjókarl Björgvin Halldórsson sínir heldur betur létta hlið í þessu barnalega jólalagi um snjókarlinn glaðlynda sem óttaðist sólina. Nei, nei ekki um jólin HLH flokkurinn og Sigga Beinteins vilja ekkert rugl um jólin og syngja: „Nei, nei ekki um jólin.“ Jólanótt Jólanóttin er komin einu sinni enn, syngur Ragnheiður Gröndal í þessu fallega og rólega lagi. Jólastund Stuðkompaníið heldur uppi stuðinu í þessu hressa jólalagi. Þú og ég Halla Margrét og Eiríkur Hauksson fá til liðs við sig kór Öldutúnsskóla í þessu lagi til að gjörsamlega negla jólastemninguna og hinn sanna jólaanda. Gleðileg jól (allir saman) Eurovision-stjarnan Eyjólfur Kristjáns- son rokkar jólaboðið með þessu lagi og býður okkur öllum gleðileg jól. Gleði og friðarjól Pálmi Gunnarsson hringir inn jólin í þessu stórkostlega lagi sem hefur að geyma sannan jólaanda. Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari: Huggulegt með súkkulaði Hafliði Ragnarsson konfektmeistari veit allt um súkkulaði og hefur fyr- ir því mikla ástríðu. Hann framleið- ir konfekt undir eigin merkjum og fyrir jólin framleiðir hann hátt í tvö- hundruð þúsund mola sem renna ljúflega í maga Íslendinga. En hvaða súkkulaðirétti mælir hann með um jólin? Jú, einfaldlega heitu súkku- laði. Hafliði segir tilvalið að útbúa sitt eigið heitt súkkulaði yfir jóla- hátíðina. „Það er alltaf gott á jól- unum, að fá sér heitan kakóbolla á jólunum. En þá verður þú að laga gott súkkulaði.“ Hann mælir með því að fólk blandi sitt eigið súkku- laði þar sem hver og einn hafi sinn eigin smekk þegar kemur að heitu súkkulaði. Sjálfur myndi Hafliði nota dökkt súkkulaði en blanda það út í mjólk. „Aðalmálið er að velja súkku- laði, eins og sextíu og fimm eða sjö- tíu prósent. En ef þú notar svona sterkt súkkulaði þá þarftu að sæta það dálítið fyrir krakkana.“ Hafliði mælir með því að nota suðusúkku- laði ef það á að útbúa heitt súkku- laði fyrir krakka, en bendir einnig á að hægt sé að bæta við salti og sykri út í súkkulaðið til að gera það mild- ara. Aðspurður hvort það sé ein- hver einn súkkulaðiréttur betri en annar yfir jólin segir hann einfald- lega: „Það er svo margt sem kemur til greina. Heitt súkkulaði og súkk- ulaðikökur, svo getur það líka ver- ið góð súkkulaðimús. Eða bara allt saman.“ Bjargaðu jólunum fyrir horn n Hvernig á að bjarga jólunum? n Jólagjafahugmyndir rétt fyrir jól n Hvar er opið um jólin? Tónlist Það getur verið góð persónuleg gjöf að safna saman nokkrum af uppáhaldslögunum þínum og skrifa þær á disk. Á suma skrifanlega diska er einnig hægt að teikna eða prenta myndir og texta þannig að diskurinn verði eigulegri en annars. Ef þú átt börn getur þú látið þau skreyta diskinn. Myndir Ef þú klikkaðir á jólagjöfinni handa mömmu og pabba eða afa og ömmu getur þú hugsanlega bjargað þér fyrir horn með því að láta börnin þín teikna fallega mynd á blað og ramma hana inn eða tekið mynd úr fjölskyldualbúminu og sett í ramma. Heimabakstur Einfaldar og heimabakaðar kökur geta verið góð gjöf. Það þarf ekki að vera tímafrekt eða flókið að baka góða köku eða brauð og þetta geta reynst bragðgóðar og góðar jólagjafir. Sama þó að kakan sé gerð úr einhverju bökunar-mixi sem þú kaupir úti í búð er það hugurinn sem gildir. Uppskriftir Ef þú hefur ekki tök á að baka getur þú líka skrifað niður uppáhaldsuppskriftina þína og gefið. Til að gera gjöfina íburðarmeiri getur þú sett hana á vandaðan pappír og rammað hana inn. Þá getur sá sem fær gjöfina hengt hana upp í eldhúsinu. Þú getur líka bundið saman nokkrar uppskriftir og gefið sem litla og sæta bók. Sælgæti Heimagert nammi er frábært í jólapakk ann. Hægt er að bræða suðusúkkulaði ofan á jarðarber eða vínber og er þetta fullkomin gjöf ef þú ert að bjarga þér fyrir horn á aðfangadag. Fersk gjöf og tilvalið að narta í þegar verið er að opna pakkana. Kerti og spil Kerti og spilastokkur er klassísk jólagjöf. Bæði ódýr og einföld gjöf sem er svo sannarlega í anda jólanna. Jóladrykkurinn Hafðu það huggulegt með heitu súkkulaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.