Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Side 51
Lífsstíll | 51Jólablað 22.–26. desember 2010 Bjargaðu jólunum fyrir horn Skólastarf skipuleggur daginn fyrir barnið þitt og gefur því forspá um hvað það eigi að gera og hvar það eigi að vera í tiltekn- um aðstæðum. Skólinn setur einnig heimilislífið í ákveðnar skorður, það þarf að vinna heimanám og sinna því sem að skólanum snýr. Skipu- lagið sem tengist skólanum hjálpar barninu þínu að hegða sér vel. Þeg- ar barnið þitt er komið í jólafrí er allt þetta skipulag horfið og við það verða mörg börn tætingsleg, óörugg og uppstökk og fara að hegða sér illa. Leyfið sem átti að verða svo huggu- legt fyrir alla fjölskylduna getur snú- ist upp í andhverfu sína.“ Þetta segir Gylfi Jón Gylfason sál- fræðingur sem gefur góð ráð sem auka líkurnar á því að jólaleyfið verði notalegt fyrir alla fjölskylduna. 1. Skipuleggðu vel Eitt af því besta sem þú getur gert er að koma einhverju skipulagi á frídag- ana og kynna það fyrir börnunum. – Sem dæmi um slíkt má nefna að láta barnið vita af því hvenær áætl- að er að fara á fætur daginn eftir og hvað fjölskyldan ætlar að gera sam- an þann daginn. Möguleikarnir eru margir en hér má nefna að fara á bókasafnið, spila á spil, horfa á góða mynd, spila tölvuleiki, baka, fara á tónleika, fara í göngutúr eða í heim- sóknir til ættingja og vina. 2. Hrósaðu – Um jólin gildir líkt og alltaf að mik- ilvægt er að láta barnið vita af því þegar það stendur sig vel og hrósa því fyrir vel unnin verk. Í því sam- bandi má nefna að eðlilegur hluti af góðu uppeldi er að láta barnið taka þátt í húsverkum líkt og hæfir þroska. 3. Leyfðu börnunum líka að ráða – Jólaleyfið er tími fjölskyldunnar. Gott er að allir fái að koma með til- lögur um í hvað eigi að verja tíman- um. Spurðu þess vegna barnið þitt hvað það langi til að gera í fríinu og gefðu hugmyndum þess tækifæri. Líklegt er til dæmis að stungið verði upp á því að þú farir í eitthvað af tölvuleikjunum sem barnið þitt spil- ar eða þú spreytir þig á hjólabretti, unglingnum á heimilinu til óbland- innar ánægju. 4. Farðu vel með sjálfa/n þig – Það er kannski óþarfi að nefna það en gættu þess að fara vel með þig yfir hátíðirnar og sinna þér og þínum þörfum vel þannig að þú hafir næga orku til að njóta þess að vera með barninu þínu. Á jólunum er mikil- vægt að vera þolinmóður og skilja að barnið er ekki í sínu venjulega skipulagi. Það á örþreytt foreldri erf- itt með. 5. Leyfðu barninu að opna pakka – Aðfangadagur er á flestum heim- ilum kapítuli út af fyrir sig. Börn- in bíða spennt eftir dagskrá kvölds- ins. Á þeim degi þarftu að leggja þig sérstaklega fram við skipulagið og þolinmæðina. Það getur verið erfitt vegna þess að þú ert auðvitað á fullu eitthvað að fást við mat. Reyndu að skipuleggja daginn nokkuð nákvæm- lega og láttu barnið vita af skipulag- inu fyrirfram, þá líður tíminn hraðar. Sumir foreldrar leyfa ungum börn- um að opna eina gjöf áður en kemur að því að allir pakkarnir séu opnað- ur. Þetta er gott ráð, sérstaklega ef þú kemur því þannig fyrir að gjöfin sem barnið opnar sé þess eðlis að það geti dundað sér með gjöfina fram eftir degi. Stundum misskilja börn það sem við þau er sagt þótt foreldrarnir hafi góðan ásetning um gott skipulag. Ein jólin hafði ég til dæmis sagt við eitt af börnum mínum að á aðfangadegi fengju börn að opna pakka á meðan fullorðnir vöskuðu upp. Þau jól var undirritaður vakinn eldsnemma á aðfangadagsmorgun og rekinn inn í eldhús til að drekka kaffi. Telpan horfði áhugasöm eftir hverjum sopa og spurði þegar henni fannst faðir- inn vera helst til lengi að stinga úr bollanum: Ertu ekki að verða búinn og ætlarðu ekki að fara að vaska upp? Barnið var sumsé með mikil plön um að halda mér í uppvaski allan að- fangadag þannig að hún gæti tekið upp alla pakkana fyrir matinn! Gleðileg jól og gangi þér vel að halda fjölskyldujól. Gylfi Jón Gylfason 5ráð til að róa börnin Hvað er hægt að gera til þess að jólaleyfið verði notalegt fyrir alla fjölskylduna? Huggulegt frí getur snúist í andhverfu sína Gylfi Jón Gylfason sálfræð- ingur gefur foreldrum góð ráð um hvernig má róa börnin yfir hátíðirnar. Búðu til öðruvísi jólatré Hefðin fyrir jólatrjám er löng og taka flestir Íslendingar þátt í henni á einn eða annan hátt. Sumir fara upp í Heiðmörk og fá að höggva sitt eigið jólatré á meðan aðrir láta sér nægja að keyra að næstu jólatrjáa- sölu og velja úr höggnum trjám. Enn aðrir fara allt aðra leið og búa til sitt eigið jólatré. Heimatilbúin jólatré verða meira og meira áber- andi með árunum og er sú hefð að ryðja sér til rúms hér á landi að hafa öðruvísi jólatré á heimilinu. DV hefur tekið saman nokkrar hug- myndir um heimatilbúin og öðru- vísi jólatré. Jólasería Ef þú festir jólaseríu á vegg geturðu mótað jólatré. Stærðin á trénu fer algjörlega eftir því hversu langa ser- íu þú notar. Trébútar Negldu saman nokkra tréstubba upp á vegg og hengdu í þá jólakúlur og jólaskraut. Þú getur líka raðað þeim ofan á hvern annan ef þú vilt hafa þá annars staðar en uppi á vegg. Piparkökur Bakaðu dálítið magn af eins laga pip- arkökum í mismunandi stærðum og mótaðu tré úr þeim. Skreyttu pipar- kökurnar með mismunandi litum og hengdu jafnvel jólakúlur í þær. Límband Settu límband í glugga og límdu við nokkrar litlar jólakúlur. Fáðu þér rautt límband til að hafa jólatréð enn jólalegra. Grein Ef þú hefur tök á getur þú farið út og fundið þér grein af venjulegu tré til að hafa sem jólatré. Hengdu skraut og jólaseríu líkt og á venjulegt jólatré og hrúgaðu pökkunum undir tréð. Bækur Taktu til í einum bókaskáp og raðaðu bókum þannig að þær myndi jólatré. Láttu bækurnar ýmist standa upp- réttar eða halla. 1. Forðastu snakk fyrir svefninn. Það eykur blóðsykurinn og hjálpar þér að sofna. Þegar blóðsykurinn fellur gætir þú vaknað og átt erfitt með að sofna aftur. 2. Sofðu í myrkri. Smá ljós getur haft áhrif á líkamsstarfsemina, svo sem serotón- og melatónín-framleiðslu, og svefninn um leið. Því ætti einnig að vera eins lítið ljós í herberginu og mögulegt er þegar þú vaknar á næturnar. Ekki kveikja ljósið inni á baði ef þú þarft að fara á klósettið. 3. Ekki horfa á sjónvarpið rétt fyrir svefninn. Færðu sjónvarpið fram ef það er inni í svefnherberginu. Það hefur örvandi áhrif á heilann þannig að þú ert lengur að sofna eftir sjónvarpsgláp. 4. Farðu í sokkunum í rúmið. Fæturnir eru oft kaldari en restin af líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að kaldir fætur geta haft þau áhrif að þú vaknir frekar um miðja nótt. 5. Lestu þér til ánægju. Lestu bók sem þú hefur lesið áður því ef þú veist hvað gerist næst verður auðveldara að leggja bókina frá þér þegar þú finnur fyrir þreytu. Ekki lesa eitthvað örvandi, eins og ráðgátu eða djúpa heimspeki, sem þú gætir gleymt þér í klukkutímum saman. 6. Reyndu að forðast háværar vekjaraklukkur. Það er mjög stressandi að vera vakinn með látum. Ef þú færð allajafna nægan svefn ættu þær líka að vera óþarfar. Ef þú þarft á vekjaraklukku að halda ættir þú að nota einhverja sem hefur lágværa hringingu. 7. Haltu dagbók. Ef þú liggur oft andvaka með hugann á reiki gæti það hjálpað að halda dagbók og koma hugsununum á blað áður en þú ferð að sofa. 8. Farðu í heitt bað, sturtu eða gufu- bað áður en þú ferð að sofa. Það gerir það að verkum að þú átt auðveldara með að sofna. 9. Ekki breyta háttatímanum. Þú ættir að halda sömu svefnrútínu alla daga, fara að sofa á sama tíma, vakna á sama tíma og það líka um helgar. Það hjálpar líkamanum að mynda svefnvenjur og hjálpar þér bæði að sofna og fara á fætur. 10. Legðu vinnuna frá þér að minnsta kosti einum og helst tveimur tímum áður en þú ferð upp í rúm. Það gefur huganum færi á að tæmast svo þú getir sofnað róleg/ur yfir verkefnum morgundagsins. Sofðu vel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.