Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Side 62
62 | Fólkið 22.–26. desember 2010 Jólablað Platan er uppseld af lager, við fengum þúsund eintök í við-bót á mánudag, sem er ekki nóg. Platan er að fara í gull, það er helvíti gott því ef platan mín hefði ekki selst, þá hefði ég getað hætt að gefa út plötur,“ segir rapparinn Erp- ur Eyvindarson, einnig þekktur sem BlazRoca. Plata hans KópaCabana hefur runnið út eins og heitar lumm- ur og Erpur er hæstánægður með söluna. „Núna erum við að láta búa til þúsund eintök í viðbót hér á landi. Þetta er atvinnuskapandi og hagvöxt- urinn á eftir að aukast. Ég hef svolít- ið tekið það á mig að redda hagvext- inum. Mennirnir sem áttu að vera í þessu hafa drullað á sig,“ segir hann. Erpur er sannfærður um að plötusala hans skipti sköpum fyrir þjóðarbúið: „Maður er mikilvæg- ur fyrir þjóðina. Ég var að fá fax frá Seðlabankanum um að krónan sé að styrkjast vegna þess að platan er prentuð hér á landi. Ég er líka að gefa út hjá Geimsteini sem er í Keflavík. Menn eru farnir að tala um að láta af þessum stóriðjudraumum þar út af plötunni. Þetta er ljónhart.“ valgeir@dv.is Erpur mokar út nýju plötunni sinni: Plötusala bjargar hagkerfinu Ljónharður Erpur er sáttur við plötusöluna. L eiðir okkar lágu saman í þætti Audda og Sveppa um daginn þar sem hann píndi mig til að leika sig í frægum hrekk. Eftir það ákvað hann að ég ætti að koma með sér að skemmta á aðfangadag,“ segir grínistinn Ari Eldjárn sem mun eyða hluta af aðfangadegi á Litla-Hrauni með Bubba Morthens en Bubbi hefur farið á hverju ári á Hraunið að syngja fyrir fangana. „Bubbi var með alls konar hugmyndir, eins og að ég ætti að sjá um allar kynningar og að hann myndi syngja. Svo var hann að pæla í hvort við gætum verið með einhvers konar búktal sem ég vil nú ekki. Hon- um fannst það voðalega sniðugt samt. Hann lofaði alla vega að koma og sækja mig á aðfangadagskvöld og ég get ekki beðið,“ segir Ari sem fór með uppistandshópnum Mið-Íslandi á Litla-Hraun milli jóla og nýárs í fyrra að skemmta. „Það var alveg svakaleg upplifun. Það er svakalega sérstök stemning þarna. Það er rosalega mikill vetur þarna, voðlega dimmt og afskekkt. Maður fann alveg að það hlýtur að taka virki- lega á að sitja inni um jólin. Fangarnir tóku samt gríðarlega vel á móti okkur og voru ekk- ert nema almennilegheitin,“ segir Ari, en er ekki aukin pressa að reyna að fá marga af hættulegustu mönnum landsins til að hlæja? „Jú, það er nú aukin pressa. Manni stóð ekkert á sama ef maður var að klúðra. Þeir hlógu samt allir eins og brjálæðingar og aldrei hlógu þeir meira en þegar gert var grín að þeim. Það þýddi ekkert að ræða við þá um eitthvað kreppudót. Einhver lúxus- vandamál eða eldhúsáhöld. Þeim gat ekki staðið meira sama um það,“ segir Ari sem lét þó vera að gera grín að föngunum. „Ég þorði því varla, ég er svo penn. Bergur Ebbi [Benediktsson innsk. blm] lét þó heldur betur vaða og leit á sig eins og Johnny Cash. Hann gerði alveg stólpagrín að Litla-Hrauni sem vakti mikla kátínu,“ segir Ari Eldjárn sem verður á Hrauninu um jólin. n Grínistinn Ari Eldjárn skemmtir með Bubba á Litla-Hrauni á aðfangadag n Fór í fyrra með Mið- Íslandi og segir þetta einstaka upplifun n Stend- ur ekki á sama þegar fangarnir hlæja ekki Með Bubba á Litla-Hrauni Einn fyndnasti maður Íslands Ari Eldjárn, einn eftirsóttasti uppistandari Íslands, verður á Hrauninu á aðfangadag með Bubba Morthens. MYND BJÖRN BLÖNDAL Veit hvað virkar Bubbi tekur eftirhermum Ara ekki illa. MYND RAKEL ÓSK Fríða frænka þögul Forseti Íslands þarf að kaupa gjöf handa konu sinni um hver jól eins og allir aðrir. Hann hefur í gegnum tíðina gefið henni gamla púða, styttur eftir Guðmund frá Miðdal, gamalt handverk á borð við blúndur, dúka eða einhvern útskurð. „Ég reyni að finna eitthvað sem endurspeglar handverk og menningu Íslands,“ sagði Ólafur Ragnar í viðtali við Nýtt Líf í desember í fyrra. Ólafur hefur oftar en ekki keypt gjafirnar í antíkversluninni Fríðu frænku í miðbæ Reykjavíkur en Anna Ringsted, eigandi búðarinnar, vildi ekkert gefa upp um hvort Ólafur hefði komið og valið gjöf þessi jólin. „Ég vil ekkert segja um það,“ segir Anna en neitaði þó ekki. „Ólafur er samt oft búinn að kaupa jólagjöfina hjá mér,“ segir Anna. Saman um jólin Hjónakornin Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Garðar Gunnlaugsson eyða jólunum saman. Garðari tókst loks að komast til landsins en flugsamgöngur hafa verið erfiðar í Evrópu vegna mikils fannfergis. Segir Garðar frá því á Facebook-síðu sinni að það hafi tekið hann fjóra tíma að koma sér með lest út á flugvöll og þegar hann loksins komst þangað var fjögurra tíma seinkun á fluginu. Var Garðar að koma frá München þar sem hann leikur knattspyrnu með Unterhaching. Garðar var viðstaddur kynningu á „bjútíboxum“ Ásdísar Ránar sem haldin var á Kaffi Reykjavík á þriðjudagskvöldið. MYND BJÖRN BLÖNDAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.