Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2010, Síða 64
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80 Vítamín- bætt skulda- súpa? Gengur í hús n Poppstjarnan Herbert Guðmunds- son deyr ekki ráðalaus þó að plötusala hafi ekki verið sérlega mikil síðustu misserin. Her- bert er ekki þekktur fyrir að binda bagga sína sömu hnútum og samferðamenn hans. Hann hefur tekið upp á því að ganga í hús til þess að selja tónlist sína, sem er nokkuð sem aðrir tónlist- armenn hafa gert minna af. Herbert var meðal annars á ferð á Seltjarnarnesi í síðustu viku þar sem hann bankaði upp á og reyndi að freista fólks. Hann hefur síðustu mánuði verið að fylgja eftir smellinum Time sem hann gaf út ásamt Svani syni sínum undir nafninu Herbertson. Tónleikaferð í Bandaríkjunum n Klara, Alma og Steinunn í hljóm- sveitinni The Charlies, sem áður hét Nylon, eru staddar hér á landi í jólafríi, en þær fluttu til Los Angeles fyrr á árinu til þess að láta draum sinn um heimsfrægð rætast. Stelpurnar hafa gert samning við plötufyrir- tækið Hollywood Records, sem er meðal annars með stórstjörnuna Miley Cyrus á sínum snærum. Gætu hjólin farið að snúast á fullu hjá þeim eftir áramót, því þær eru á leiðinni í tónleikaferðalag um Bandaríkin. Heimsfrægðin er hins vegar enn ekki farin að banka á dyrnar að neinu ráði hjá The Charlies. Óla heitt í hamsi n Þótt góður andi ríki á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis verður ekki það sama sagt um loftið. „Loftleysið á fréttastofunni er gjörsamlega óþolandi,“ segir í tölvupósti sem fréttamaðurinn margreyndi Óli Tynes skrifar til yfirmanna sinna á fréttastofunni. „Það er margbúið að biðja um að eitthvað verði gert við loftræstinguna, en ekkert gerist. Það er ekki boðlegt að láta fólk vinna í svona svækju og verður ekki þolað lengur,“ skrifar hann enn fremur. Óli er einn af reyndustu fréttamönnum Stöðvar 2 en snjallar fréttir í sjónvarpi af innlendum og erlendum málefn- um sem og eftirtektarverðar netfréttir hafa verið hans einkennismerki í gegnum tíðina. JÓLABLAÐ 22.–26. DESEMBER 2010 148. TBL. 100. ÁRG. LEIÐB. VERÐ 595 KR. Mikilfenglegt partí var haldið á fimmtu hæð Hótel Borgar síðastlið- inn föstudag í tilefni af nýjum drykk frá Vífilfelli, Vitaminwater. Öll hæð- in var lögð undir partíið og greindi Fréttablaðið frá því á þriðjudag að greinilega hefði öllu þotuliði lands- ins verið boðið á opinn bar. Magnús Árnason hjá Vatíkaninu, skipuleggj- anda veislunnar, segir að veislan hafi verið kostuð af Vífilfelli og Coca Cola Nordic. Í samtali við DV vildi hann ekki gefa upp kostnaðinn. Athyglisvert er að skoða tilstandið þegar horft er til eiganda fyrirtækis- ins, Þorsteins M. Jónssonar. Þorsteinn var í vikunni dæmd- ur til greiðslu á hundrað og fimmtíu milljóna króna víxilskuld til Lands- bankans og fyrirtæki hans Runn- ur ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta. Tæp tveggja milljarða króna skuld varð eftir í því félagi, sem væntan- lega verður aldrei greidd, og eigið fé neikvætt sem nemur sambærilegri upphæð. Nýlega var einnig greint frá skuldauppgjöri Þorsteins við lánar- drottna sína en með þeim samning- um náði hann að halda í eina af sín- um lífvænlegustu eignum, Vífilfell. Þar á bæ virðast vasarnir vera djúpir og ekki eru skuldir eigandans að þvælast fyrir þegar kemur að því að halda mikilfenglegt partí til að kynna vítamínbætt vatn. Meðal þeirra sem létu sjá sig í partíinu voru Björk Guðmundsdótt- ir, Ásgeir Kolbeinsson og Jónsi úr Sig- ur Rós. Auk þeirra voru þar félagarn- ir Arnar Grant og Ívar Guðmundsson sem settu á markað vinsælar prótín- stangir fyrir skemmstu. Vífilfell lætur skuldir eiganda ekki stöðva sig: Djammað á Hótel Borg Steini í Kók Skuldirnar á bak við Þorstein stöðva ekki öflugt markaðsstarf Vífilfells. GEFÐU FRÍ UM JÓLIN JÓLAPAKKAR ICELANDAIR HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ * Innifalið: Flug fram og til baka, skattar og önnur gjöld. Sölutímabil er til 24. des. 2010 kl. 18:00. Bókunartímabil er frá 22. des. 2010 til og með 14. jan. 2011. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags nema á Saga Class. Takmarkað sætaframboð. Sjá nánari skilmála á www.icelandair.is. Þessar ferðir gefa 3.000–14.400 Vildarpunkta. Jólapakkar eru í boði fyrir öll farrými: Economy Class, Economy Comfort og Saga Class. Jólapakkar Vildarklúbbsins eru í boði á Economy Class og Economy Comfort. Sérstakt barna- og ungbarnaverð í boði, sjá nánari upplýsingar á www.icelandair.is. Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 17. apríl 2011 (síðasti ferðadagur). Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign upp í fargjöld með Icelandair. Vildarkort VISA og Icelandair: Vildarkortshafar fá 5.000 Vildarpunkta fyrir kaupin. + BÓKAÐU Á WWW.ICELANDAIR.IS EVRÓPA frá 29.900* kr. eða 20.000 Vildarpunktar og 19.554* kr. USA frá 54.900* kr. eða 40.000 Vildarpunktar og 28.140* kr. Jólapakkatilboðið gildir til London, Manchester, Glasgow, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Osló, Amsterdam, Frankfurt og Parísar í Evrópu og til New York, Boston og Seattle í Bandaríkjunum. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 5 13 45 1 2/ 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.