Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Side 14
14 | Fréttir 28.–30. janúar 2011 Helgarblað
Þór Sigfússon, þáverandi forstjóri
tryggingafélagsins Sjóvár, skrifaði
upp á þrjár lánveitingar út úr Sjó-
vá til dótturfélaga Milestone, eig-
anda Sjóvár, á einum degi, 29. febrú-
ar 2008, sem námu 15,7 milljörðum
króna, eða 67 prósentum af bóta-
sjóði félagsins. Þetta kemur fram í
yfirheyrsluskjölum frá embætti sér-
staks saksóknara sem DV hefur undir
höndum. Yfirheyrslan fór fram í lok
júlí 2009.
Lánveitingarnar voru til eignar-
haldsfélagsins Vafnings, Racon Hold-
ing og Milestone, eiganda Sjóvár.
Megnið af bótasjóði Sjóvár var því
lánað út úr félaginu á einum degi.
Heildartap vegna lánveitinga Sjóvár
til þessara aðila nam rúmum 18 millj-
örðum króna árið 2008 og voru eign-
ir tryggingafélagsins færðar niður um
þessa upphæð í ársreikningum fé-
lagsins árið 2009. Í yfirheyrslunni yfir
Þór kemur raunar fram að lánin hafi
verið afskrifuð úr bókum Sjóvár strax
í árslok 2008.
Líkt og komið hefur fram í fjöl-
miðlum hefur 52 prósenta hlutur ís-
lenska ríkisins í Sjóvá verið seldur
fyrir 4,9 milljarða til Stefnis, fagfjár-
festasjóðs í eigu Arion banka. Þetta
þýðir að íslenska ríkið – skattborgar-
ar þessa lands – mun að öllum lík-
indum tapa á bilinu 3–4 milljörðum
króna vegna björgunar hins opinbera
á tryggingafélaginu sumarið 2009. Ís-
lenska ríkið lagði Sjóvá þá til 12 millj-
arða króna og Glitnir og Íslandsbanki
lögðu því til samtals fjóra milljarða
króna til að bjarga tryggingafélaginu
frá þroti. Leggja þurfti þessa fjármuni
inn í tryggingafélagið svo að það upp-
fyllti lög um gjaldþol tryggingafé-
laga en lánveitingarnar út úr félaginu
höfðu nánast riðið því að fullu.
Þór hélt að Milestone myndi setja
eignir inn í Sjóvá
Í seinni hluta yfirheyrslunnar yfir Þór
spyr starfsmaður sérstaks saksókn-
ara hvort hann hafi talið varfærið að
lána svo mikið af fjármunum trygg-
ingafélagsins á einu bretti: „Nú spyr
ég, ef við tökum saman þessar stærð-
ir, þó við séum að tala um 15,7 millj-
arða í lán, eigið fé upp á 10,6 og vá-
tryggingaskuld upp á 23,4 eða svo,
það er þá verið að …, eða þessi lán
…, finnst þér það nægilega varfærið
að lána á einum degi til Milestone og
tengdra félaga eina koma fimm sinn-
um eigið fé félagsins, eða 67% af vá-
tryggingaskuldinni?“
Þór svaraði því þá til að eftir á að
hyggja hefði þetta ekki verið skyn-
samlegt en að viðræður hefðu stað-
ið yfir um að Milestone myndi láta
aðrar eignir koma inn í Sjóvá á móti
vátryggingaskuldinni. Meðal þess-
ara eigna, samkvæmt Þór, voru fjár-
festingarbankinn Askar Capital,
fjármögnunarfyrirtækið Avant, lyfja-
verslanir í Austur-Evrópu og vínekra
í Makedóníu. Þessir eignir hefðu því
runnið inn í Sjóvá og átt að standa
sem veð á móti vátryggingaskuld
við viðskiptavini tryggingafélagsins.
Af þessu varð þó ekki og umræddar
eignir stóðu fyrir utan Sjóvá fram að
bankahruni.
Taldi stöðu Milestone góða
Af svörum Þórs að dæma virðist
hann hafa talið að staða Moderna,
móðurfélags Milestone á þeim tíma,
væri það sterk að félögin ættu ekki í
miklum vandræðum með að leggja
Sjóvá til fé. Þegar hann varði lánveit-
ingarnar í yfirheyrslunni sagði hann
meðal annars: „Á móti kemur líka að
við erum alltaf að ítreka aftur og aftur
…, þegar að við berum fram þessar
áhyggjur okkar eða vangaveltur, þá
er sagt við okkur, sem rétt er á þeim
tíma að Milestone stendur mjög
sterkt. Þessi félög standa mjög sterkt,
Moderna er móðurfélag okkar, það
var mikill akkur okkar að hafa slíkt
móðurfélag, þeir voru þá með um 50
milljarða í eigið fé og …“ Þegar Þór
var spurður að því hvað hann teldi
hafa falist í því að staða Mile stone
var sögð vera sterk sagðist hann hafa
metið það sem svo að Milestone
myndi alltaf beita sér í því að aðstoða
tryggingafélagið með því að setja
eignir eða fjármuni inn í það. „Já, og
þeir stóðu það sterkt að við vissum
að þeir áttu langt umfram þörf.“
Sannleikurinn er hins vegar sá,
eins og rannsókn endurskoðenda-
fyrirtækisins Ernst og Young á bók-
haldi Milestone hefur leitt í ljós, að
Milestone var orðið ógjaldfært félag
þegar lánveitingarnar voru veittar út
úr Sjóvá og hafði í reynd leitað log-
andi ljósi að fjármögnun hjá erlend-
um bönkum þegar Vafningsfléttan
var búin til. Eigendur og stjórnendur
Milestone veittu Þór hins vegar ekki
upplýsingar um þessa slæmu stöðu
félagsins og því var hann ekki með-
vitaður um hvernig Milestone stóð í
raun og veru þegar hann lánaði fé út
úr tryggingafélaginu til dótturfélaga
Milestone.
Milestone fékk enga fjármögn-
un annars staðar frá og þess vegna
var Vafningsfléttan búin til þar sem
Mile stone og tengd félög fengu lán
frá Glitni og Sjóvá, einu aðilunum
sem hugsanlega hefðu vilja lána fé-
lögunum á þessum tíma.
Glitnislánið á fyrsta veðrétti
Annað atriði sem kemur fram í
yfir heyrslunni yfir Þór er að hann
vissi ekki að lán Sjóvár til Vafnings
hefði verið á öðrum veðrétti í eign-
um Vafnings. Lán frá Glitni – sem
Bjarni Benediktsson fékk umboð
til að ganga frá fyrir hönd ættingja
sinna – var á fyrsta veðrétti í eign-
um Vafnings, meðal annars íbúða-
turni í Makaó og bresku verslunum
KCAJ. Þór vissi hins vegar ekki af því
fyrr en í árslok 2008 að lánin sem
hann hafði skrifað upp á frá Sjóvá
til Vafnings voru einungis á öðrum
veðrétti. „Þetta hafði ég ekki vitn-
eskju um,“ sagði Þór. Forstjórinn var
því í reynd að skrifa upp á lán út úr
Sjóvá sem afar litlar líkur voru á að
fengjust greidd til baka. Ef til veðkalls
hefði komið gagnvart Vafningi hefði
Glitnir, ekki Sjóvá, því eignast eignir
Vafnings.
Ástæðan fyrir því að Þór vissi ekki
að lánið væri á öðrum veðrétti var
sú, líkt og fram hefur komið í DV, að
hann las lánasamninginn ekki yfir
áður en hann skrifaði undir hann og
vissi því ekki um hvað málið snérist
eða um eðli lánasamningsins.
Ofan á þetta bættist að tæpu einu
og hálfu ári eftir að Þór hafði skrif-
að upp á þessa samninga vissi hann
ekki ennþá hver tilgangurinn með
lánveitingunum út úr Sjóvá var og af
hverju Vafningur var stofnaður. Þessi
staðreynd birtist meðal annars í eft-
irfarandi samskiptum sérstaks sak-
sóknara og Þórs: „Ég tel Þór, að flestir
sem myndu skrifa upp á svona lána-
samninga, sem í flestra huga er gríð-
arleg fjárhæð, að þeir myndu muna
eftir því hver hafi verið aðdragand-
innn og hver hafi verið ástæðan fyrir
því að þessi samningur var gerður?“
Þór sagðist hins vegar ekki vera með
þetta á hreinu: „Já, ég verð að viður-
kenna það að ég er með óljósar hug-
myndir um þessa samninga eins og
aðra, ég tel mig ekki í stakk búinn til
þess að fara með það, svo ég fari ekki
með rangt mál við þig …“
„Finnst þér það
nægilega varfærið
að lána á einum degi til
Milestone og tengdra
félaga eina koma fimm
sinnum eigið fé félagsins,
eða 67% af vátrygginga-
skuldinni?
Lánaði 67% af bóta-
sjóðnum á einum degi
n Vafningslán Sjóvár voru á öðrum veðrétti n Lánið afskrifað í bókum Sjóvár í árslok 2008 n Vissi
ekki að Milestone var tæknilega gjaldþrota n Ríkið þarf að afskrifa milljarða króna vegna Sjóvár
Taldi Stöðu Milestone sterka Þór
Sigfússon, forstjóri Sjóvár, taldi stöðu
Mile stone vera mjög sterka á þeim tíma
sem gengið var á bótasjóð tryggingafé-
lagsins.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Tilgangur Vafnings
Ein af ástæðunum fyrir stofnun eignarhaldsfélagsins Vafnings í febrúar 2008, og kaup-
um þess á eignum dótturfélaga Sjóvár, var sú að eignarhaldsfélagið Þáttur International
fékk veðkall vegna láns frá fjárfestingarbankanum Morgan Stanley.
Þáttur tók lánið frá Morgan Stanley á fyrri hluta árs 2007 til að fjármagna kaupin á
hlutabréfum í Glitni og var félagið í raun stofnað gagngert til þess, samkvæmt heim-
ildum DV. Veðið fyrir láninu frá Morgan Stanley var í bréfum félagsins í Glitni. Eigendur
Þáttar, þeir Karl og Steingrímur Wernerssynir og Einar og Benedikt Sveinssynir,
stóðu þá frammi fyrir því að þurfa að endurgreiða lánið eða missa bréfin sín í Glitni.
Til þess að geta fengið lánafyrirgreiðslu frá Glitni til að standa í skilum við Morgan
Stanley þurftu eigendur Þáttar International að koma sér upp eignum sem hægt væri að
veðsetja fyrir láninu. Í þessu augnamiði var eignarhaldsfélagið Vafningur búið til. Vafn-
ingur átti þá bæði fjárfestingarverkefnið í Makaó sem og breska fjárfestingarsjóðinn en
gengið var frá þeim viðskiptum sama dag og Bjarni Benediktsson veðsetti hlutabréf
félagsins hjá Glitni, þann 8. febrúar 2008.
Þetta stemmir við frásögn Bjarna sjálfs sem sagði í viðtali við DV í árslok 2009: „Menn
eru að endurfjármagna lán og það er það sem er aðalástæðan fyrir þátttöku þessara
félaga í Vafningi.“
Í Vafningsfléttunni voru svo einnig tekin lán hjá Sjóvá til að endurfjármagna lán
Milestone hjá Morgan Stanley vegna kaupa á sænska fjármálafyrirtækinu Invik.