Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Síða 27
Viðtal | 27Helgarblað 28.–30. janúar 2011 bara eðlilegt. Þeim datt svo í hug að hann vantaði sykur og fóru með hann upp á vökudeild þar sem hann var setttur í hitakassa og fékk sykur- vatn. Við fengum hann til baka í rúm- an klukkutíma svo mamma, pabbi og fólkið sem var hjá okkur fengi að sjá hann,“ segir Sigrún. „Svo var hann tekinn aftur og við sáum hann ekki fyrr en daginn eftir. Ég lá inni á deild með mörgum konum sem voru allar með nýfædd börn. Það var hræðilegt að vera þarna, algjört „hell“.“ „Viljið þið berjast fyrir lífi hans“ Sigrún og Óli segjast þó hafa verið til- tölulega róleg og ekki gert sér grein fyrir að Keran væri alvarlega veikur. „Við sáum að hendurnar á honum voru krepptar, en hann er okkar fyrsta barn og við vorum ekkert svo hrædd í fyrstu. Læknarnir voru með ótal kenn- ingar, en Keran varð eftir á vökudeild- inni þegar við fórum heim,“ segir Óli. „Ég fór daglega upp á vökudeild og mjólkaði mig,“ segir Sigrún, „við vorum meira og minna þar. Fyrst tók hann pela, en svo allt í einu hætti hann því. Á endanum vorum við köll- uð til yfirlæknisins og taugasérfræð- ings upp á vökudeild og þeir sögðu okkur að Keran væri mjög alvarlega veikur. Þeir hefðu ákveðnar hug- myndir um hvað væri að, nefndu ein- hverja sjúkdóma og sögðu að blóðsýni hefðu verið send út. Það tók tvær vik- ur að fá niðurstöðurnar, sem sýndu að Keran var með SMA 1, sem er erfið- asta stigið af sjúkdómnum. Það er líka hægt að vera með SMA 2 og SMA 3 og þá eru horfurnar betri. Þeir útskýrðu fyrir okkur hvers væri að vænta og spurðu hvort við vildum halda áfram eða sleppa því. Hvort við vildum fara í þennan pakka eða láta hann deyja. Ef við hefðum ekki valið að halda áfram væri hann dáinn,“ segir Óli. „Þegar þeir voru búnir að útskýra hvað þetta snerist um fóru þeir fram og skildu okkur eftir ein. Við sátum eftir grátandi en vorum sammála um halda áfram, það kom ekkert annað til greina.“ Engin áfallahjálp og gríðarlegt álag fyrsta árið Óli segir að þarna hafi heilbrigðiskerf- ið klikkað. „Það var eitt sem klúðraðist algjörlega þegar við fengum greining- una og var sagt hvað væri framundan, hvað við ættum eftir að ganga í gegn- um. Við fengum enga áfallahjálp. Yfir- leitt er teymi sem kemur og ræðir við foreldrana í svona tilfellum, en það var ekki í okkar tilfelli, læknarnir fóru fram og við sátum lömuð eftir.“ Óli og Sigrún segja fyrsta árið hafa verið erfitt, en smám saman hafi þau lært bæði á veikindin og tækin. „Eitt tækið tekur við af öðru,“ segir Óli, „okkur er sýnt hvernig á að nota það og svo boðið að prófa sjálf. Fyrsta árið var erfitt, við skiptumst á að vaka og gefa houm næringu, þurftum oft að blása í hann lífi og rjúka með hann í ofboði á sjúkrahús. Hann var oft nálægt því að deyja, en aldrei eins og í eitt skipt- ið upp á barnadeild. Við kölluðum á hjúkrunarfræðing sem hlustaði ekk- ert á okkur. Við vorum bara krakkavit- leysingar sem ekkert vissum. Loksins tókst okkur að koma henni í skilning um að það þyrfti lækna strax og þegar þeir komu tók langan tíma að ná Ker- an upp, það mátti engu muna að hann dæi þarna. Við getum hins vegar prís- að okkur sæl með lækninn sem hefur verið með okkur alveg frá því að Keran fæddist. Hún á heiður skilinn, hefur kennt okkur á tækin jafnóðum og við megum hringja í hana hvenær sem er, að nóttu sem degi. Hún hefur gefið sér endalausan tíma til að styrkja okkur og aðstoða.“ Engar framfarir – einungis hnignun Nú eru þrjú börn á Íslandi með SMA 1, eitt að verða þriggja ára, eitt að verða fjögurra og Keran að verða tveggja. „Sum þessara barna hreyfa sig svolítið. Keran getur ekkert hreyft sig, það er engin virkni í vöðvunum og engin von um að neitt muni lagast. Honum hrakar frekar, þarf alltaf að vera í öndunarvélinni, getan minnk- ar um leið og tækjunum fjölgar. Við sjáum að hann hefur smá hreyfingu í fingrunum og erum að vonast til að við náum að örva það þannig að hann geti kannski haldið á einhverju, stýrt stólnum sínum og leikið sér með iPod-inn. Við reynum alltaf að hafa eitthvað í höndunum á honum, en erum ekki viss hvort hann hreyf- ir puttana meðvitað eða hvort þetta eru ósjálfráðar hreyfingar. Snertiskjár- inn veitir honum þó mikla ánægju, en iPod.is á Íslandi hafa gefið krökk- um með þennan sjúkdóm þessi tæki. Keran finnst ofboðslega gaman að ýta á kisutakkann, en þá kemur upp kött- ur sem mjálmar ámátlega. Stundum liggur hann á takkanum, pabba sínum til lítillar ánægju,“ segir Sigrún hlæj- andi, en Óli ver sig og segir það bara vera köttinn og óþolandi mjálmið í honum sem hann þoli ekki. „Það eru ótal forrit, eins og til dæmis þessi,“ segir Sigrún og sýn- ir mér hvernig hægt er að fá upp ótal liti og mynstur sem fanga augað og hvernig er hægt að teikna og skrifa á tækið.“ Snjall að fá sínu framgengt þrátt fyrir algjöra lömun Andlegur þroski Kerans er alveg í lagi og hann getur þrátt fyrir fötlunina náð sínu fram. Sigrún og Óli hlæja að aðferðunum sem Keran beitir, en ef honum finnst hann ekki fá næga athygli grípur hann til sinna ráða. „Hann lætur sig hiklaust súnka niður í súrefni,“ segir Óli, „og gef- ur frá sér hljóð sem við kunnum nú að greina hvort eru ánægjuhljóð eða pirringur. Hann horfir á sjónvarpið, vill til dæmis ólmur sjá veðurfréttir og fréttir. Ef við skiptum um stöð lætur hann í sér heyra. Hann á líka barna- myndir og sumar nennir hann ekkert að horfa á meðan hann er heillaður af öðrum. Dýrin í Hálsaskógi er til dæm- is í uppáhaldi.“ Sigrún segir Keran mikla félags- veru og njóta þess að vera innan um önnur börn. Þá kann hann vel við líf og fjör í kringum sig heima og sefur aldrei betur en þegar gestir eru í heim- sókn og svolítil læti. „Hann er í Rjóðri eina viku í mán- uði nema yfir sumartímann, þá er lokað í tvo mánuði. Þangað kemur sjúkraþjálfari til hans daglega, en bara tvisvar í viku þegar hann er heima. Ef allt gengur að óskum fer hann á leik- skólann Rjúpnahæð hér skammt frá og verður þar hluta úr degi, hugsan- lega tvo, þrjá tíma, með starfskonu með sér. Það er ekki auðvelt að ferð- ast með Keran, en ef veðrið er gott er hægt að keyra hann uppeftir með helstu græjur á kerrunni. Ef veður er vont verður hann að vera heima eða fá akstur í leikskólann.“ Sambandið á bláþræði og fólk vandræðalegt Sigrún segist fá aðstoð, en það sé erfitt að fá starfsfólk. „Hingað kemur stúlka á daginn og hún mun fara með hann á leikskólann. Svo er kona sem kem- ur stundum á kvöldin, er hér milli klukkan 5 og 9 ef við viljum til dæmis skreppa í bíó. Við erum að missa aðra starfsstúlkuna því hún er ófrísk og það er mjög erfitt að fá starfsfólk því það eru svo fáir sem treysta sér í þetta.“ Það er mikil lífsreynsla að eignast fatlað barn og Óli og Sigrún segja að umönnun Kerans hafi vissulega reynt á sambandið. „Það var bara að springa á tímabili ef ég á að vera alveg hrein- skilinn,“ segir hann. „Álagið var svo mikið, lítill svefn og stöðugar áhyggj- ur. Þetta var skelfilegur tími og við fengum enga hjálp nema heimahjúkr- un frá klukkan 13–14.30. Nú erum við miklu rólegri, höfum lært að bregðast við og slaka á, en þetta var mikill skóli. Við höfum tekið út mikinn þroska og við svona aðstæður áttar maður sig á að lífið er ekkert sjálfsagt. Þegar við komumst yfir mestu erfiðleikana styrktist sambandið.“ Þau segja líka hafa verið skrítið að takast á við viðbrögð fólks. Keran er fyrsta barnabarn foreldra Sigrúnar, en foreldrar Óla áttu eitt barnabarn fyrir. „Ömmurnar og afarnir hafa tek- ið þessu af æðruleysi og verið okkur styrkur. Fólk var hins vegar oft óör- uggt, vissi ekki hvort það ætti að óska okkur til hamingju eða hvað það ætti að segja. Sumir vina okkar ætluðu ekki að þora í heimsókn, ekki síst fólk sem var sjálft með barn og fannst ósann- gjarnt að Keran væri svona veikur.“ „Ekkert sjálfgefið að fá að anda og lifa“ Sigrún segir að litla bróður henn- ar, tólf ára, hafi hlakkað mjög til fæð- ingar Kerans og ætlað að kenna hon- um fótbolta og margt, margt fleira. „Hann talar við Keran og hasast í hon- um, sem Keran kann vel að meta, en þetta hefur haft mikil áhrif á hann. „Það er ekkert sjálfgefið að fá að lifa og anda,“ sagði hann við mig um daginn, en hann er mjög duglegur að sinna litla frænda sínum og ég leyfi honum að hjálpa til við tækin. Stundum fær hann að gefa Keran næringuna og fær mikið út úr því.“ Það er kominn svefntími á Keran sem hefur horft árvökull á okkur og sjónvarpið til skiptis. Aðspurð hvort þau séu alltaf með andvara á sér segjast Sigrún og Óli fá ágætan svefn. „Ég vakna um leið og hann rumskar,“ segir Sigrún. „Við treystum tækjunum og þekkj- um hljóðin sem hann gefur frá sér, hvort honum líður illa eða er glaður. Það hefur aldrei verið vandamál með svefninn, Keran er svefnpurka,“ bæt- ir Óli við og hlær. „Já,“ segir Sigrún, „hann fer að sofa um tíuleytið á kvöld- in og vaknar um átta. En hann sefur ekki á daginn og hefur aldrei gert.“ Ég fer með litlu fjölskyldunni inn í herbergi Kerans, en hann sefur einn í herbergi. „Við skiptum við hann, núna er hann í hjónaherberginu og við í barnaherberginu. Það var bara ekki hægt að athafna sig með hann í litla herberginu með öll þessi tæki og tól.“ Keran er lagður í rúmið og nú þarf að tengja hann hóstavélinni sem hon- um er meinilla við. „Hann getur ekki hóstað sjálfur svo þetta er óhjákvæmi- legt,“ segir Sigrún. Þegar búið er að tengja hóstavélina róast Keran og ég fyllist auðmýkt þeg- ar ég horfi á Sigrúnu og Óla búa strák- inn sinn undir svefninn. Hann horfir á okkur með fallegan glampa í augun- um, sáttur við mömmu og pabba og gestinn sem fær að kyssa hann góða nótt. Njótum hvers dags og hlökkum til að fá nýjan fjölskyldumeðlim Við spjöllum smástund eftir að Ker- an er kominn í rúmið og Sigrún ít- rekar að lífið sé stundum svolítið skrítið. „Sumum finnst það merkilegt að áður en ég varð ólétt var ég mikið með vinkonum mínum að passa Ellu Dís. Svo var ég skólaliði og sá þar um strák sem var í hjólastól, þannig að ég var bara í nokkurra mánaða pásu frá fötluðum áður en ég eignaðist Keran,“ segir hún brosandi. Þau vita ekki frekar en aðrir hvað framtíðin ber í skauti sér, en eru þakklát fyrir Keran og allt sem hann hefur gefið þeim. „Við vitum ekkert hvað við fáum að hafa hann lengi en við reynum að hugsa ekki um það heldur njóta hvers dags. Nú fær hann bráðum lítið systkin og við munum reyna að lifa sem eðlileg- ustu lífi og vera samhent fjölskylda.“ Ég kveð Óla og Sigrúnu með inni- legu þakklæti fyrir kvöldið og er ekki söm. Það verður maður aldrei eftir svona lífsreynslu. Þeir sem vilja vita meira um sjúk- dóminn geta farið inn á fsma.ci.is/ what_is_sma.html. Hægt er að fylgj- ast með hetjunni litlu, Keran Stue- land, á nino.is/keran. edda@dv.is „Fólk var hins veg- ar oft óöruggt, vissi ekki hvort það ætti að óska okkur til hamingju eða hvað það ætti að segja. „Við vitum ekkert hvað við fáum að hafa hann lengi, en við reynum að hugsa ekki um það heldur njóta hvers dags. Keran í kerrunni sinni Þægilegast er að hafa Keran í kerrunni innandyra. MYND RÓBERT REYNISSON Fékk að sjá flugeldana Keran fór út á gamlárskvöld og var hugfanginn af litadýrðinni. Á gjörgæslu Keran var sex mánaða þegar gert var gat á maga hans og öll næring fer í gegnum það gat. Keran fylgist vel með Hann getur látið vita hvað hann vill með látbragði og er mjög félagslyndur. Enn á spítalanum Lítill tveggja ára kútur fær skiljan- lega stundum nóg af læknum með öll sín tæki og tól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.