Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Qupperneq 38
38 | Fókus 28.–30. janúar 2011 Helgarblað mælir með... mælir ekki með... LEIKVERK Elsku barn „Unnur Ösp Stefáns- dóttir hefur líkast til aldrei gert betur en í hlutverki hinnar dæmdu móður, en bestur var Hallgrímur Ólafsson sem eiginmaður konunnar, faðir hinna dánu barna.“ - Jón Viðar Jónsson KVIKmynd Klovn Movie „Ef þú hefur á annað borð gaman af Klovn og ert til í að láta ganga pínulítið fram af þér, þá er þetta myndin fyrir þig.“ - Valgeir Örn Ragnarsson KVIKmynd Rokland „Heilt yfir er Rokland mjög skemmtileg og frekar vel heppnuð kvikmynd. Þó svo að áhorfendur hefðu mátt kynnast forsögu Bödda töluvert betur er karakterinn í heildina ágætlega mótaður og ekki síst frábærlega túlkaður af Ólafi Darra Ólafssyni.“ - Jón Ingi Stefánsson LEIKVERK Súldarsker „Leikendur og leikstjóri skila sínu af snyrtimennsku. Þær Aðalbjörg og Maríanna Clara fara létt með að bregða sér í gervi alls kyns furðufugla, sem þær stöllur detta um í súldinni.“ - Jón Viðar Jónsson L ára Stefánsdóttir, dansari og danshöfundur, kynntist danshöfundinum Kennet Oberley síðastliðinn vetur þegar hann sá verk sem hún fór með á danshátíð í Búlgaríu. „Hann var búinn að vera með þá hugmynd í maganum í mörg ár að sviðsetja Svanasönginn eftir Schubert fyr- ir dansara, söngvara og píanista. Einhverra hluta vegna taldi hann dansarahlutverkið akkúrat henta mér,“ segir Lára. „Síðan vildi svo skemmtilega til að snillingarnir Gerrit Schuil pían- isti og Ágúst Ólafsson barí tón fluttu Svanasöng Schuberts á Listahátíð Reykjavíkur síðastliðið vor í Frí- kirkjunni. Ég fór auðvitað á tón- leikana og varð yfir mig hrifin. Þá datt mér í hug að kynna þessa hug- mynd fyrir Stefáni Baldurssyni óp- erustjóra Íslensku Óperunnar og tók hann vel í það að fara í sam- starf við Pars Pro Toto og sviðsetja Svanasönginn.“ Þegar verkefnið var svo kynnt fyrir Gerrit og Ágústi kom í ljós að hugmyndin gat orð- ið að veruleika. Öll voru þau sam- mála um að það væri gaman að stíga skrefinu lengra með konsert- uppfærsluna og sviðsetja verkið sem gæti dýpkað tónlistina enn frekar. danshöfundur með framtíðarsýn Lára segir að Kennet hafi haft þá sýn að sýningin gæti orðið að far- andsýningu og hægt yrði að fara með hana víða. Lára tekur und- ir með Kennet og segist til dæmis geta séð fyrir sér að það væri mögu- legt að ferðast með sýninguna til einhverra staða á Íslandi. „Það þarf ekki alltaf að hugsa út fyrir land- steinana en hver veit hvað framtíð- in ber í skauti sér?“ segir Lára. Kennet Oberly hóf atvinnuferil sinn sem dansari hjá Stuttgart Ballet í Þýskalandi en hann hefur síðan starfað víða, meðal annars hjá Maurice Bejart‘s Ballet of the Twentieth Century, Boston Ballet og Houston Ballet. Síðan þá hefur hann starfað sem ballettmeistari og danshöfundur hjá ýmsum dans- flokkum víða um heim. Síðustu ár hefur hann verið sjálfstætt starf- andi en hann hefur sviðsett ýmis verk víða um Bandaríkin, Kanada og Evrópu. Nú á dögunum kom hann hingað til Íslands í tvennum tilgangi. Annars vegar til að kenna framhaldsnemendum Listdans- skóla Íslands dönsku balletthefðina sem kallast Bournonville og hins vegar til að sviðsetja Svanasönginn í Íslensku óperunni. Söngvar um ástina „Þetta eru fallegir ástarsöngvar út í gegn. Þessi sígildu mál í ástinni, haltu mér, slepptu mér, óendur- goldin ást, leitin að skilyrðislausri ást, hin eina sanna ást og þetta tekur eiginlega á öllum birtingar- myndum ástarinnar,“ segir Lára um Svanasönginn. Hún segist finna tónlistina og hvað Schubert hafi verið að segja með henni. „Því meira sem maður hlustar á söngv- ana og vinnur með þá, því meira tengist maður þeim. Ég verð að við- urkenna að sjálf var ég ekki neinn sérstakur Schubert-aðdáandi eða kunni mikil skil á honum en núna eftir að hafa unnið að þessu sé ég hvað hann hefur verið mikill snill- ingur.“ Lára segir að miðað við stutta ævisögu Schuberts, sem dó um þrítugt, hafi hann verið stór- brotin manneskja. „Það er mjög gefandi að takast á við svona verk- efni sem á sér svona langa sögu. Við reynum eftir besta mætti að vera Schubert og tónlistinni hans trú,“ segir Lára og bendir á að það sé vandmeðfarið að setja upp sýn- ingu sem þessa og halda jafnvægi á milli dansins og tónlistarinnar. Allir taka þátt Lára, Ágúst og Gerrit eru öll á svið- inu allan tímann. Þau hafa hvert sitt hlutverk í sýningunni og Lára seg- ir að Gerrit taki virkan þátt í sýn- ingunni þó að hann sé augljóslega fastur við flygilinn. Dansarinn birt- ist sem hugmyndir söngvarans um ástina, í ólíkum myndum. Ástin sem draumsýn, eitthvað sem er ósnertanlegt og svo smátt og smátt verða myndirnar áþreifanlegri og raunverulegri tengsl myndast á milli dansarans og söngvarans. Gerrit og Ágúst hafa áður unn- ið með ljóðasöngva Schuberts en þeir fluttu alla þrjá ljóðaflokka hans, Malarastúlkuna fögru, Vetr- arferðina og Svanasöng, á Listahá- tíð í Reykjavík í fyrra við frábærar undir tektir. Gerrit hefur um árabil ver- ið einn fremsti píanómeðleikari landsins og Ágúst hefur sungið mörg stór hlutverk við Íslensku óp- eruna á undanförnum árum. Hann fékk meðal annars Grímuna í fyrra sem söngvari ársins, fyrir hlutverk listforma Samspil ólíkra „Hann var búinn að vera með þá hug- mynd í maganum í mörg ár að sviðsetja Svana- sönginn. Hópurinn Lára Stefánsdóttir, Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil flytja verkið. Hvaða tónlist er í uppáhaldi þessa dagana? „Ég er svo heppin að hafa fengið smá innspýtingu í tónlistarvitundina að undanförnu í gegnum vin minn sem er mikill áhugamaður um tónlist. En ég er líka búin að vera í miklum koverlagagír. Hinn brasilíski Seu Jorge er í uppáhaldi hjá mér og þá sérstaklega útgáfa hans á Bowie-laginu Life on Mars. Svo eru líka Bird and the bee skemmtileg og platan þeirra Interpreting the Masters volume 1: A tribute to Hall and Oates með lögum eftir Daryl Hall og John Oats. Hlustaði líka mikið á Sigurð Guðmundsson yfir jól og áramót sem var notalegt.“ Hvaða menningarviðburði ætlar þú að sækja á næstunni? „Ég ætla í leikhús og í bíó og er búin að ákveða að sjá loksins Fjölskylduna í Borgarleikhúsinu en ég er búin að vera lengi á leiðinni að sjá það verk. Svo langar mig líka að sjá Lé konung. Þá ætla ég að sjá nokkrar myndir á frönsku kvikmyndahátíðinni, spenntust fyrir Bureau de Dieu, en svo lang- ar mig líka að sjá íslensku heimildamyndina Súðbyrðingur eftir Ásdísi Thoroddsen.“ Horfir þú á sjónvarp? Hvað þá helst? „Ég horfi eingöngu á fréttir í sjónvarpi og heimildamyndir.“ Hvaða tímarit lestu? „Kaupi alltaf Courrier International og Le Monde Diplomatique þegar ég kemst í þau tímarit. Svo er ég oftast með Newsweek og The Economist til aflestrar bæði heima og í vinnunni. Kíki líka í Eurowoman í bókabúðum.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir upplýs- ingafulltrúi fjármálaráðherra. í uppáhaldi Brasilísk tónlist Hvað ertu að gera? Stórkostlegur kvikmyndasirkus! Bazil (Dany Boon) missir föður sinn af völdum jarðsprengju í Marokkó og elst upp á kaþólsku munaðarleys- ingjahæli. Þegar hér er komið sögu vinnur hann á myndbandaleigu, lærir klassískar kvikmyndir utan að og lifir ljónslöku lífi. Eitt rólegt kvöld í vinnunni á sér stað bannvænn skot- bardagi í nágrenninu. Slysaskot end- ar með afar óheppilegum hætti beint í hausnum á honum. Hann skríður af gjörgæslu með þá ógn yfir höfði sér að geta dáið hvenær sem er sök- um kúlunnar sem enn er innan kúp- unnar. Hann missir fótanna, verður heimilislaus og reynir að hafa í sig og á með götusprelli fyrir klink. Hann er ættleiddur fljótlega af undarleg- um hóp sem hefur byggt sér bústað í skranhaug. Þar hefst undirbúning- ur að uppgjöri við athafnamennina sem framleiddu ógeðið sem drap pabba hans og næstum hann sjálfan. Nýja fjölskyldan hans sam- anstendur af miklum fagmönnum, lygilega liðugri píu, stærðfræðinördi og fleiri sirkuskenndum karakterum. Upphefst nú mikið plott með þeim nákvæma mekanisma sem Jeunet elskar í myndum sínum. Þú þekk- ir ekki Jeunet ef þú heldur að Bazil fari í hefðbundinn hefndarleiðang- ur að hætti Rambo. Nei, við förum í abstrakt rússíbanareið gæddri hug- myndaauðgi sem á sér fáa líka. Öll myndin er listaverk, tökur eru afar sérstakar, týpur og andlit eru sérvalin eins og Jeunet einum er lagið. Markverð andlit Dominique Pinon og Michel Crémadés sem við þekkjum úr myndum Jeunets eru bara toppurinn á ísjakanum. Kaldhæðnin er æðisleg, til dæm- is á fótboltaleik sem vopnafyrirtækið hefur sponsað þar sem jarðsprengja frá þeim er staðsett á fótboltavelli í miðjum leik. Ekki síður á vörukynn- ingu hjá vopnarisanum þar sem kúl- an sem Bazil er með í hausnum er dásömuð af hlægilegustu illmenn- um sem sést hafa í langan tíma. And- ré Dussolier leikur annað illmennið sérstaklega vel. Það er mikill Chaplin í þessu, ekki síst þegar Bazil sem heimilislaus þrí- fur á sér tærnar á vatnsfrussi götu- sóparabíls og betlar með skrípalát- um. Kvikmyndataka og leikur er líka sérstakur og góður. Allt vinnur sam- an og úr verður kvikmyndasirkus. Þessi mynd er akkúrat sem mað- ur þarf í janúar, rosaleg vellíðun rétt eins og þegar maður sá Amélie á sín- um tíma í þreyttum vetrarmánuði. Erpur Eyvindarson Micmacs Imdb 7,3 RottenTomatoes 73% metacritic 62 Leikstjóri: Jean Pierre Jeunet Handrit: Jean-Pierre Jeunet, Guillaume Laurant Leikarar: Dany Boon, Andre Dussollier, Ni- colas Marie, Jean-Pierre Marielle, Yolande Moreau. 105 mínútur Bíómynd Erpur Eyvindarson micmacs Frábær upplyfting í skammdeginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.