Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Qupperneq 39
Fókus | 39Helgarblað 28.–30. janúar 2011
Hvað er að gerast?
n Villidýr / Pólitík á Akureyri Þeir félagar
Davíð Þór og Steinn Ármann verða með síðustu
sýningarnar af Villidýro / Pólitík á Akureyri um
helgina. Sýningarnar verða í Samkomuhúsinu
á föstudag og laugardag klukkan 20. Á sýning-
unni fara þeir Davíð og Steinn með texta breska
grínistans Rickys Gervais en uppistand kappans
hefur farið sigurför um heiminn. Miðaverð er
3.200 krónur.
28
jan
Föstudagur
29
jan
Laugardagur
n MoMS í Kling & Bang –3 brjálaðir
snillingar MoMS samanstendur af Munda,
Morra og Ragnari Fjalar og hafa þeir notað Kling
& Bang á Hverfisgötu 42 sem vinnustofu und-
anfarnar svefnlausar vikur og verður afrakstur
þeirrar vinnu til sýnis í galleríinu. MoMS hefur
sýnt víða og tekið þátt í mörgum verkefnum.
Nýlega kallaði spænskur listgagnrýnandi MoMS
„Tres genios locos“, eða þrír brjálaðir snillingar.
n Nýjar sýningar Tvær nýjar sýningar
verða opnaðar á laugardag í Þjóðminjasafni
Íslands. Klukkan 15 verður sýningin Ljósmyndari
Mývetninga – mannlífsljósmyndir Bárðar
Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar opnuð í
Myndasal Þjóðminjasafns Íslands. Á sama tíma
verður sýningin Stoppað í fat opnuð í Horni á
2. hæð.
n Aukatónleikar Kristins og Jónasar
Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson
halda aukatónleika í Salnum í Kópavogi
laugardag klukkan 16 vegna fjölda áskorana. Á
efnisskrá tónleikanna er blanda af íslenskum
og erlendum söngvum og óperuaríum. Nánari
upplýsingar má sjá á vefsíðu Salarins. Á tónleik-
unum eru flutt lög eftir Jónas Ingimundarson
sem finna má í nýútkominni bók hans Tíu
söngvar og tveimur betur.
30
jan
Sunnudagur
n Ljóðahátíð á Gljúfrasteini Haldin verður
ljóðahátíð á Gljúfrasteini á sunnudag. Hátíðin
hefst klukkan 16.00 og munu fimm nemendur
í ritlist við Háskóla Íslands lesa upp frumsamin
ljóð í stofunni á Gljúfrasteini. Þau ungskáld
sem lesa upp að þessu sinni eru Bergþóra
Snæbjörnsdóttir, Hekla Helgadóttir, Halla
Margrét Jóhannesdóttir, Bragi Páll Sigurðarson
og Hertha Úlfarsdóttir.
n Leiðsögn um Listasafn Rakel Péturs-
dóttir safnafræðingur verður með leiðsögn um
sýningar Listasafns Íslands, Áfanga og Karl
Kvaran, á sunnudag klukkan 14. Rakel mun
fjalla um sýningarnar út frá þróun abstrakt
myndlistar á Íslandi. Fjallað verður sérstaklega
um einstök verk á sýningunum.
sitt sem Belcore í Ástardrykknum
eftir Donizetti hjá Íslensku óper-
unni árið 2009.
Fimm vikna undirbúningur
Sýningin er unnin á fimm vikum
yfir það heila en Kennet var aðeins
á landinu í þrjár vikur. „ Kennet kom
með mjög ákveðnar hugmynd-
ir um uppfærsluna og sendi okkur
eins konar handrit til undirbún-
ings, löngu áður en hann kom til
landsins,“ segir Lára. Hver söngur
lifir sínu einstaka lífi og er túlkað-
ur samkvæmt því. Að undanskild-
um flyglinum er engin sviðsmynd
á sviðinu. Þar af leiðandi spila bún-
ingar og lýsing stærra hlutverk í
sviðsetningunni. Búningar eru í
höndum eins fremsta búninga-
hönnuðar landsins, Filippíu I. Elís-
dóttur, sem hefur margoft hlotið
verðlaun og viðurkenningar fyrir
störf sín í leikhúsi. Lýsingin er hins
vegar í höndum Magnúsar Arnar
Sigurðarsonar.
Öðruvísi dansverk
Lára hefur á undanförnum árum
farið ótroðnar slóðir við uppsetn-
ingu sína á dansverkum og hefur
margsinnis verið boðið á alþjóð-
legar sviðslistahátíðir erlendis með
verk sín. Hún hefur sett upp vönduð
og framsækin dansverk og unnið til
fjölda verðlauna og viðurkenninga.
Lára hefur sett upp danssýningar
og verið danshöfundur í leiksýn-
ingum í flestum atvinnuleikhúsum
landsins. Má nefna að dansverk-
ið Luna fékk tvenn Grímuverð-
laun árið 2004. Sviðsverkin Systur
og Bræður hafa notið mikilla vin-
sælda og verða tekin aftur til sýn-
inga í Þjóðleikhúsinu í apríl. Pars
Pro Toto, sem er sjálfstætt starf-
andi dansflokkur undir stjórn Láru,
hefur gert margar forvitnilegar til-
raunir með ný form sviðslistar. Þó
að dansinn sé í forgrunni verkefna
Pars Pro Toto leitar sköpunin í sam-
runa ólíkra listgreina; dans, tón-
listar, myndlistar, leiklistar, kvik-
mynda, ritlistar og fleira.
Vill taka dansinn lengra
„Það sem hefur kannski örlað fyr-
ir í dansheiminum undanfarin ár
er ákveðin hræðsla við að dansinn
hafi of mikla merkingu, sögu, og
sýni of augljósar tilfinningar,“ seg-
ir Lára, sem heldur samt að það sé
að breytast. „Harðir tímar kalla á
ákveðnar breytingar eins og til að
mynda meiri mýkt og rómantík.
Allt fer í hringi og ekkert er nýtt
undir sólinni. Ég vil trúa því sem ég
sé. Sérhver hreyfing verður að hafa
þýðingu, hvort sem hún á að vera
abstrakt, hlutlaus, eða túlka eitt-
hvað. Hver danshreyfing, eins sama
hreyfingin, getur haft óendanlega
margar túlkanir bara eftir því hvaða
orku og hugsun gerandinn setur í
hreyfinguna,“ segir hún.
Við uppsetningu Svanasöngs-
ins eru hreyfingarnar hugsaðar út
frá innihaldi söngvanna og tónlist-
arinnar en Lára segir að það þurfi
ekki endilega alltaf að vera þannig.
Það sé alveg eins hægt að gera hreyf-
ingar út frá innihaldinu og svo komi
tónlistin eftir á. „Það fer bara eftir
því hvers eðlis verkið er,“ segir hún.
„Kennet er mjög trúr tónlistinni í
sinni sköpun og ég skil það því eins
og hann segir réttilega er Svansöng-
ur Schuberts þvílík snilld að það
er ekki annað hægt en að vera full-
komlega trúr honum og þjóna hon-
um. Dansinn og tónlistin verða eitt.“
adalsteinn@dv.is
Lára Stefánsdóttir er mörgum Ís-
lendingum kunn en hún hefur verið einn
fremsti dansari og danshöfundur okkar
um margra ára skeið. Lára vinnur þessa
dagana að sviðsetningu Svanasöngsins
eftir Franz Schubert ásamt Kennet Oberly,
bandarískum danshöfundi. Ásamt Láru
og Kennet taka þeir Ágúst Ólafsson og
Gerrit Schuil þátt í sviðsetningunni. Þessi
uppsetning er samstarfsverkefni Íslensku
óperunnar og Pars Pro Toto.
listforma
Samspil ólíkra
Samspil listforma Það er vandmeðfarið að
setja upp sýningu sem þessa og halda jafnvægi á
milli dansins og tónlistarinnar.
„Því meira sem maður
hlustar á söngvana
og vinnur með þá því meira
tengist maður þeim.
Dagana 27.–31. janúar verður hald-
in vegleg kvikmyndahátíð í Bíó Par-
adís í miðborg Reykjavíkur. Þar verða
á dagskrá 40 stuttmyndir, heimilda-
og teiknimyndir. Á hátíðinni er sjón-
um sérstaklega beint að Norðurlönd-
unum og sýnd brot af því besta sem
einkenndi senu norrænna heimilda-
mynda síðasta árs.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir sér um
hátíðina og er spenntust fyrir tveimur
heimildamyndum. „Ein þeirra er Eft-
irsjá og er sýnd á sunnudaginn. Hún
fjallar um tvo sænska karlmenn sem
gengust undir skurðaðgerð til þess
að leiðrétta kyn sitt. Þeir komast svo
að því eftir fjölmörg ár að aðgerðin
reyndist mistök og gangast báðir und-
ir aðra aðgerð til að láta breyta sér í
karlmenn aftur. Á eftir sýningu þeirrar
myndar verður efnt til pallborðsum-
ræðna og þar ræða Óttar Guðmunds-
son, Anna Jóna, hjá Trans-Ísland, og
Rannveig Traustadóttir, prófessor í
Háskóla Íslands, um málefni tengd
myndinni.“
Hin myndin sem Hrafnhildur
nefnir er á dagskrá á laugardaginn og
kallast Blóðgemsar. „Danski leikstjór-
inn Frank Poulsen er hlédrægur mað-
ur sem vann það þrekvirki að leik-
stýra þeirri mynd,“ segir Hrafnhildur.
„Myndin fjallar um málma frá Kongó
sem notaðir eru í framleiðslu á far-
símum. Á síðustu 15 árum hafa fimm
milljónir manns látist í borgarastyrj-
öld í landinu og Sameinuðu þjóðirn-
ar hafa staðfest að tengsl séu á milli
styrjaldarinnar og málmiðnaðarins.
Frank spyr símarisann Nokia áleit-
inna spurninga og það er ekkert gef-
ið að sleppa lifandi úr kvikmyndagerð
sem þessarri.“
kristjana@dv.is
Heimilda- og stuttmyndahátíðin Shorts and Docs í Bíó Paradís um helgina:
Sjónum beint að Norðurlöndunum
Gróska í kreppunni Hrafnhildur Gunnars-
dóttir er formaður Félags kvikmyndagerðar-
manna og sér um hátíðina í ár.