Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Síða 47
Cafe Catalina n Hamraborg 11 n 200 Kópavogur n Sími: 554 2166 n www.catalina.is
Um helgina leikur
Hljómsveitin
arizona
allar veitingar í boði s.s:
n BBQ svínarif, hamborgarar,
steikarsamlokur
n Hádegismatur m/súpu og kaffi
n Hópamatseðlar fyrir veislur,
smáréttaborð og fleira
Snyrtilegur klæðnaður áskilinn
Hm í Handbolta
Við sýnum alla
leikina frá HM
í handbolta
Tökum að okkur þorra-
veislur, árshátíðir og
annan mannfagnað
Verður haldið þann 5.febrúar
næstkomandi og hljómveitin
Feðgarnir spila fyrir dansi.
Borðapantanir í síma 554-2166
Sjá nánar www.catalina.is
Þorrablót
vestfirðinga
Sport | 47Helgarblað 28.–30. janúar 2011
Þeir eru kannski ekki mest áberandi
leikmennirnir í ensku úrvalsdeild-
inni, að undanskildum Tim Cahill,
en forfallnir áhugamenn um deild-
ina hafa jafnvel spurt sig á síðustu
vikum hvar leikmenn á borð við Ji-
Sung Park hjá Manchester United,
Chung-Yong Lee hjá Bolton, Mark
Schwarzer hjá Fulham og Brett
Emerton hjá Blackburn hafa verið.
Svarið er: Þeir hafa tekið þátt í As-
íubikarnum. Fjórða hvert ár skera
Asíuþjóðirnar úr um hver þeirra sé
best en keppnin í ár fer fram í Kat-
ar, sama landi og heimsmeistara-
keppnin fer fram í árið 2022. Það er
komið að úrslitastund en í úrslitum
mætast Japan og Ástralía. Lið Jap-
an er, ásamt liðum Íran og Sádi-Ar-
abíu, sigursælasta lið mótsins frá
upphafi en Ástralir hafa aldrei áður
komist í undanúrslitin.
Munaði minnstu hjá Japan
Fyrir keppnina var Japan spáð titl-
inum enda sýndi liðið gríðarlega
flott tilþrif á HM í Suður-Afríku í
fyrrasumar. Það fór þó nærri því
illa hjá Japönum í átta liða úrslit-
um keppninnar þar sem þeir mættu
heimamönnum frá smáríkinu Kat-
ar. Í stöðunni 1–1 fékk vinstri bak-
vörður Japan, Maya Yoshida, fárán-
legt rautt spjald fyrir brot úti á hægri
vængnum og skoraði Fabio Cez-
ar skrautlegt mark, beint úr auka-
spyrnunni á nærstöng. Fabio Cezar
er einn af nokkrum erlendum leik-
mönnum sem Katar hefur fengið til
liðs við sig en landslið þeirra er svo
sannarlega ekki byggt upp á heima-
mönnum. Sterkt lið Japan, manni
færra, skoraði þó tvö mörk og land-
aði sæti í undanúrslitum.
Í undanúrslitum lagði Japan Suð-
ur-Kóreu í vítaspyrnukeppni á með-
an Ástralir niðurlægðu Úsbekist-
an, 6–0. Ástralir hafa verið nokkuð
sannfærandi á mótinu en í úrslita-
keppninni hafa þeir lagt spútniklið
Barein að velli, meistarana frá því
í fyrra, Írak, auk þess að rassskella
Úsbeka. Harry nokkur Kewell hef-
ur þótt sýna lipra takta á mótinu en
það er morgunljóst að aðalmaður
liðsins er Tim Cahill. Ástralir hafa
aldrei áður komist í úrslitaleik móts-
ins og geta því unnið sinn fyrsta As-
íubikar á laugardaginn. Japanir geta
aftur á móti með sigri orðið sigur-
sælasta liðið í sögunni.
Dræm mæting
Þó ekki sé hægt að bera Asíubikar-
inn saman við heimsmeistaramót-
ið í knattspyrnu hefur mætingin á
mótið valdið nokkrum áhyggjum
í ljósi þess að HM fer þarna fram
árið 2022. Meðalmætingin á leik-
ina er ekki nema rétt ríflega 12.000
manns. Langflestir hafa mætt á leiki
heimamanna, ríflega 65.000 manns
eða 32.741 að meðaltali. Meðal-
mæting á leiki næstu liða eru 16.389
hjá Kína, 14.793 hjá Úsbekistan og
tæplega 14.000 hjá Japan og Jórdan-
íu.
Ein skærasta stjarna mótsins til
þessa hefur verið Ismail Abdulla-
hatif, leikmaður Barein, en hann
er markahæsti maður mótsins með
fjögur mörk. Harry Kewell er búinn
að skora þrjú og kann greinilega vel
við sig í Katar. Hann verður þó ekki
með Ástralíu á sama stað eftir ellefu
ár, nema þá kannski sem þjálfari.
Sagan undir
hjá áStrölum
n Fimmtánda Asíubikarnum lýkur á laugardaginn n Japan
mætir Ástralíu í úrslitaleik n Ástralir hafa aldrei unnið mótið
Hefur farið á kostum Harry Kewell,
sem heimtar hér víti í leik gegn Suður-
Kóreu, hefur verið einn besti leikmaður
Asíubikarins. MynD ReuteRs
n Fyrsta keppnin var haldin 1956 í Hong
Kong en þá vann suður-Kórea.
n Sigursælustu liðin eru Japan,
sádi-Arabía og Íran sem hafa öll unnið
þrisvar sinnum.
n Alltaf hafa liðið fjögur ár á milli
keppna nema frá 2004–2007 þegar
mótshaldarar vildu koma keppninni yfir
á oddatölu.
n Ísrael tapaði fyrstu tveimur
úrslitaleikjunum og vann svo keppnina
árið 1964. Sex árum seinna var landið
rekið úr asíska knattspyrnusambandinu
og endaði í því evrópska.
n Íraninn Ali Daei, sem lengi lék með FC
Bayern, er markahæsti leikmaður í sögu
keppninnar með fjórtán mörk.
n Brasilíski knattspyrnuþjálfarinn
Carlos Alberto Parreira, sem gerði
Brasilíu að heimsmeisturum 1994, hefur
unnið keppnina tvívegis – með Kúveit
1980 og sádi-Arabíu 1988.
n Besta meðalmætingin var þegar
keppnin var haldin í Kína árið 2004. Þá
mættu 31.877 að meðaltali á leiki.
Asíubikarinntómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is