Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Blaðsíða 47
Cafe Catalina n Hamraborg 11 n 200 Kópavogur n Sími: 554 2166 n www.catalina.is Um helgina leikur Hljómsveitin arizona allar veitingar í boði s.s: n BBQ svínarif, hamborgarar, steikarsamlokur n Hádegismatur m/súpu og kaffi n Hópamatseðlar fyrir veislur, smáréttaborð og fleira Snyrtilegur klæðnaður áskilinn Hm í Handbolta Við sýnum alla leikina frá HM í handbolta Tökum að okkur þorra- veislur, árshátíðir og annan mannfagnað Verður haldið þann 5.febrúar næstkomandi og hljómveitin Feðgarnir spila fyrir dansi. Borðapantanir í síma 554-2166 Sjá nánar www.catalina.is Þorrablót vestfirðinga Sport | 47Helgarblað 28.–30. janúar 2011 Þeir eru kannski ekki mest áberandi leikmennirnir í ensku úrvalsdeild- inni, að undanskildum Tim Cahill, en forfallnir áhugamenn um deild- ina hafa jafnvel spurt sig á síðustu vikum hvar leikmenn á borð við Ji- Sung Park hjá Manchester United, Chung-Yong Lee hjá Bolton, Mark Schwarzer hjá Fulham og Brett Emerton hjá Blackburn hafa verið. Svarið er: Þeir hafa tekið þátt í As- íubikarnum. Fjórða hvert ár skera Asíuþjóðirnar úr um hver þeirra sé best en keppnin í ár fer fram í Kat- ar, sama landi og heimsmeistara- keppnin fer fram í árið 2022. Það er komið að úrslitastund en í úrslitum mætast Japan og Ástralía. Lið Jap- an er, ásamt liðum Íran og Sádi-Ar- abíu, sigursælasta lið mótsins frá upphafi en Ástralir hafa aldrei áður komist í undanúrslitin. Munaði minnstu hjá Japan Fyrir keppnina var Japan spáð titl- inum enda sýndi liðið gríðarlega flott tilþrif á HM í Suður-Afríku í fyrrasumar. Það fór þó nærri því illa hjá Japönum í átta liða úrslit- um keppninnar þar sem þeir mættu heimamönnum frá smáríkinu Kat- ar. Í stöðunni 1–1 fékk vinstri bak- vörður Japan,  Maya Yoshida, fárán- legt rautt spjald fyrir brot úti á hægri vængnum og skoraði Fabio Cez- ar skrautlegt mark, beint úr auka- spyrnunni á nærstöng. Fabio Cezar er einn af nokkrum erlendum leik- mönnum sem Katar hefur fengið til liðs við sig en landslið þeirra er svo sannarlega ekki byggt upp á heima- mönnum. Sterkt lið Japan, manni færra, skoraði þó tvö mörk og land- aði sæti í undanúrslitum. Í undanúrslitum lagði Japan Suð- ur-Kóreu í vítaspyrnukeppni á með- an Ástralir niðurlægðu Úsbekist- an, 6–0. Ástralir hafa verið nokkuð sannfærandi á mótinu en í úrslita- keppninni hafa þeir lagt spútniklið Barein að velli, meistarana frá því í fyrra, Írak, auk þess að rassskella Úsbeka. Harry nokkur Kewell hef- ur þótt sýna lipra takta á mótinu en það er morgunljóst að aðalmaður liðsins er Tim Cahill. Ástralir hafa aldrei áður komist í úrslitaleik móts- ins og geta því unnið sinn fyrsta As- íubikar á laugardaginn. Japanir geta aftur á móti með sigri orðið sigur- sælasta liðið í sögunni. Dræm mæting Þó ekki sé hægt að bera Asíubikar- inn saman við heimsmeistaramót- ið í knattspyrnu hefur mætingin á mótið valdið nokkrum áhyggjum í ljósi þess að HM fer þarna fram árið 2022. Meðalmætingin á leik- ina er ekki nema rétt ríflega 12.000 manns. Langflestir hafa mætt á leiki heimamanna, ríflega 65.000 manns eða 32.741 að meðaltali. Meðal- mæting á leiki næstu liða eru 16.389 hjá Kína, 14.793 hjá Úsbekistan og tæplega 14.000 hjá Japan og Jórdan- íu. Ein skærasta stjarna mótsins til þessa hefur verið Ismail Abdulla- hatif, leikmaður Barein, en hann er markahæsti maður mótsins með fjögur mörk. Harry Kewell er búinn að skora þrjú og kann greinilega vel við sig í Katar. Hann verður þó ekki með Ástralíu á sama stað eftir ellefu ár, nema þá kannski sem þjálfari. Sagan undir hjá áStrölum n Fimmtánda Asíubikarnum lýkur á laugardaginn n Japan mætir Ástralíu í úrslitaleik n Ástralir hafa aldrei unnið mótið Hefur farið á kostum Harry Kewell, sem heimtar hér víti í leik gegn Suður- Kóreu, hefur verið einn besti leikmaður Asíubikarins. MynD ReuteRs n Fyrsta keppnin var haldin 1956 í Hong Kong en þá vann suður-Kórea. n Sigursælustu liðin eru Japan, sádi-Arabía og Íran sem hafa öll unnið þrisvar sinnum. n Alltaf hafa liðið fjögur ár á milli keppna nema frá 2004–2007 þegar mótshaldarar vildu koma keppninni yfir á oddatölu. n Ísrael tapaði fyrstu tveimur úrslitaleikjunum og vann svo keppnina árið 1964. Sex árum seinna var landið rekið úr asíska knattspyrnusambandinu og endaði í því evrópska. n Íraninn Ali Daei, sem lengi lék með FC Bayern, er markahæsti leikmaður í sögu keppninnar með fjórtán mörk. n Brasilíski knattspyrnuþjálfarinn Carlos Alberto Parreira, sem gerði Brasilíu að heimsmeisturum 1994, hefur unnið keppnina tvívegis – með Kúveit 1980 og sádi-Arabíu 1988. n Besta meðalmætingin var þegar keppnin var haldin í Kína árið 2004. Þá mættu 31.877 að meðaltali á leiki. Asíubikarinntómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.