Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Síða 54
54 | Fólkið 28.–30. janúar 2011 Helgarblað S öngfuglinn Ingólfur Þórar- insson, best þekkur sem Ingó veðurguð, er ljómandi fínn knattspyrnumaður eins og margir vita. Hann er uppalinn á Sel- fossi og lék með liðinu í Pepsi-deild- inni í sumar. Hann er nú búinn að skipta um lið og ætlar að stunda sinn bolta með Reykjavíkurliðinu Víkingi úr Fossvoginum. Víkingar ætla sér stóra hluti á meðal þeirra bestu í ár en mun það bitna á tónlistinni hjá Ingó? „Þetta verður bara eins og í fyrra og síðastliðin ár. Tónlistin verður til hliðar vegna boltans en það gefst alltaf einhver tími til að spila. Maður er bara ekkert að því þegar það eru leikir og eða æfingar. Maður fórnar alveg slatta af giggum fyrir boltann. Þegar ég var í Fram á sínum tíma var hugurinn meira við tónlistina skal viðurkennast en nú er það boltinn alla leið,“ segir Ingó. Ingó lék lítið með Selfossliðinu í fyrrasumar og héldu margir að það væri vegna tónlistarinnar. „Nei, það var ekki málið. Ég byrjaði alveg á fullu en var alltaf að spila hálfmeidd- ur í löppinni. Á endanum var þetta bara of mikið þannig að ég þurfti að taka mér pásu. Pásan var þarna akk- úrat um Verslunarmannahelgina og ég spila úti um allt þannig að þetta leit út eins og maður væri að slaufa boltanum í bili. Það var samt aldrei pælingin. Þetta bara hitti svona á,“ segir hann. Bróðir Ingós, Guðmundur Þórar- insson, sem einnig er frábær söngv- ari og gítarleikari, er eins og bróðir sinn afar kræfur knattspyrnumaður og rúmlega það. Eftir síðasta tíma- bil samdi hann við ÍBV sem endaði í þriðja sæti efstu deildar í fyrrasumar. Því gæti farið svo að bræðurnir eld- hressu mættust á vellinum í sumar. „Mjög líklega mætumst við,“ segir Ingó en báðir bræðurnir eru miðju- menn. „Ég veit reyndar ekkert hvar ég mun spila hjá Víkingi og hann ekki hjá ÍBV. Það er samt alveg lík- legt að við mætumst inni á vellin- um,“ segir hann, en mun hann tækla bróður sinn duglega verði þeir að berjast um boltann? „Þetta verð- ur bara eins og á ganginum heima í gamla daga. Það verður sko tekið á því,“ segir Ingó. Aðdáendur Ingós mega búast við efni frá honum með hækkandi sól en þá tónlist ætlar hann að gera einn, án Veðurguðanna. „Ég hef svona verið að plana sjálfur það sem fram- undan er. Ég er að semja einhverja hressa slagara þessa dagana og ætli þeir fari ekki að heyrast þegar birta tekur. Ég er bara sjálfur í því en svo koma Veðurguðirnir eflaust inn í það með mér. Þetta er samt svona smá sóló-ferill,“ segir Ingólfur Þórarins- son veðurguð. tomas@dv.is n Ingó veðurguð skiptir um knattspyrnulið n Gæti mætt bróður sínum á vellinum í sumar n Hikar ekki við að tækla hann n Planar smá sóló-feril mætast í leik Söngelskir bræður Bræður munu berjast Ingólfur og Guðmundur eru bestu vinir utan vallar. MYND KJARTAN BJÖRNSSON Ekki boðið í afmælið Egill Einarsson er í forsíðuviðtali í nýjustu útgáfu Monitors en þar talar hann meðal annars um „stóra símaskráarmálið“. Það vakti blendin viðbrögð þegar Egill var ráðinn sem hönnuður símaskrárinnar. „Það skráðu sig einhverjir 700 manns á lista og það var gott að sjá hverjir eru ekki vinir manns. Þessum 700 verður ekki boðið í afmælið mitt. Þetta voru einhverjir pappakassar eins og Högni í Hjaltalín sem er með rass í staðinn fyrir andlit,“ segir Egill um Högna Egilsson en Egill bætir því við Högni eigi eftir að líða frekar fyrir það í framtíðinni að hafa skráð sig á listann. Tökum að ljúka á annarri þáttaröð af Steindanum okkar: Fer á kostum með Steinda „Það var frábært að vinna með Krist- björgu. Hún fer algjörlega á kostum í sínu hlutverki,“ segir Steinþór H. Steinþórsson um samstarf sitt og Kristbjargar Keld leikkonu í kom- andi þáttaröð af Steindanum okkar, en sýningar hefjast 25. mars á Stöð 2. „Það sem hefur aðallega breyst frá því síðast er að við erum orðnir betri í því sem gerum, handritið er þétt- ara og útlitið orðið flottara, og ég er fyndnari,“ segir Steindi og hlær. „Við vorum mjög ánægðir með fyrstu þáttaröð en þetta er allt tölu- vert vandaðra núna. Metnaðurinn er líka gífurlegur. Margir grínþættir eru oft bara tveir gaurar á skrifstofu með orðagrín en við förum með þetta alla leið. Í hverjum skets eru tíu statistar, í stað þess að taka upp niðri á höfn þá förum við út á sjó og þar fram eftir götunum.“ Það sem vakti hvað mesta lukku við síðustu Steindan okkar var þátt- taka þjóðþekktra einstaklinga. „Það verða sennilega fleiri gestir með okkur núna. Nokkrir sem snúa aft- ur og fjölmargir sem bætast við,“ segir Steindi og nefnir sem dæmi Loga Geirsson, Gunnar Hansson, Örn Árnason, Ólafíu Hrönn, Ómar Ragnarsson, Stein Ármann og Gísla Martein, Hjörvar Hafliðason, Vík- ing Kristjánsson og Ólaf Darra Ól- afsson. Tökur hafa nú staðið yfir í eina þrjá mánuði og eru um tvær vik- ur eftir. „Við höfum samt haldið innsta kjarnanum mjög litlum líkt og síðast og þannig viljum við hafa þetta. Þessi sería er ekki síður per- sónuleg en sú fyrri. Við erum ekki með neinn tökumann eða sérstaka tæknimenn. Sá sem er næst ljósinu færir það.“ Í síðustu þáttaröð slógu tónlist- aratriðin í lok þáttanna í gegn og var eitt laganna, Geðveikt fínn gaur, á meðal vinsælustu laga landsins um tíma. „Tónlistin leikur áfram stórt hlutverk. Og þar sem ég er al- gjörlega laglaus og afleitur söngv- ari eyðum við ómældum tíma í að fá þetta til að hljóma vel. En þetta er fyrst og fremst grín enda er ég grín- isti en ekki tónlistarmaður.“ asgeir@dv.is Er fyrir fegurðar- drottningar Knattspyrnuhetjan Gylfi Þór Sigurðsson er að slá sér upp með fegurðardrottningunni Alexöndru Helgu Ívarsdóttur sem var valin ungfrú Ísland árið 2008. Þetta er ekki fyrsta fegurðardrottningin sem Gylfi á vingott við en hann var einnig í sambandi með Guðrúnu Dögg Rúnarsdóttur sem tók einmitt við titlinum af Alexöndru árið 2009. Gylfi hefur gert það gott á yfirstandandi knattspyrnutímabili með þýska úrvalsdeildarliðinu Hoffenheim. Þá var hann eftirminnilega hetja U-21 landsliðsins sem tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu sem fer fram í Danmörku í sumar. Kristbjörg Keld Í hlutverki sínu í væntanlegum þáttum af Steindanum okkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.