Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2011, Page 56
Syngur hann aldrei fjárlögin? Alexander einmana n Íslenska landsliðið í handbolta leik- ur sinn síðasta leik á heimsmeistara- mótinu í handbolta í kvöld, föstudag, gegn Króatíu. Strákarnir okkar eru nú komnir til Malmö en áður hafa þeir gist í Linköping og Jönköping. Alla hóteldvölina hefur íþróttamaður ársins, Alexander Petersson, verið einn í herbergi. Það er þó ekki vegna þess að hann sé svo leiðinlegur. Guð- mundur Guðmundsson þjálfari ákvað að taka sautján leikmenn með og fann Alexander sér ekki herbergisfé- laga. Í viðtali á stuðningsmannasíðu ís- lenska landsliðsins segir Alexander að það sé oft fínt að vera einn, sérstaklega þegar hann sé að hvíla lúin bein en bætir þó við: „Þetta er samt orðið gott. Maður verður stundum svolítið ein- mana.“ Gillz og Gerpla sameinast n Egill Gillz Einarsson, meðhöfundur símaskrárinnar 2011, hefur fengið Evrópumeistara Gerplu í hópfimleik- um kvenna til að sitja fyrir með sér í Símaskránni sem kemur út í maí. „Þótt það hefði vissulega komið vel út að vera einn á öllum myndunum þá er ég mikil félagsvera og vildi því fá fleiri til að taka þátt í framsetningu á því efni sem ég ætla að hafa Símaskránni. Ég vil bara fá toppfólk með mér og ef það væri flokkur fyrir „Meistara“ á Gulu síðunum í Síma- skránni 2011 þá yrðu þessar stelpur efstar á blaði þar,“ segir Gillz í tilkynningu um málið. Mun þetta án efa auka eftirvæntingu eftir þessari útbreidd- ustu bók landsins. Skarphéðinn í Feng n Útrásarmennirnir íslensku halda þétt hópinn ef marka má nýjasta ársreikning eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, Fengs. Samkvæmt honum er Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrverandi forstjóri Baugsfyrirtækisins Landic Property og stjórnarformaður FL Group, orðinn framkvæmdastjóri Fengs en félagið á meðal annars flugfélagið Iceland Express. Saga Skarphéðins síðastliðin ár er nokkuð áhugaverð. Hann var starfsmaður einkavæð- ingarnefndar þegar bankarnir voru seldir 2002–2003, fór svo til Baugs og tengdra félaga en er nú kominn til starfa hjá Pálma Haraldssyni. „Já, það er smáfiðringur. Ég hef aldrei gert þetta áður,“ sagði Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, á fimmtudagskvöld. Björn Valur var þá á fullu að undirbúa frumsýningu heimildamyndar um sjómanna- hljómsveitina Roðlaust og beinlaust. Björn Valur er sem kunnugt er með- limur hljómsveitarinnar en hana skipa, auk Björns, áhöfnin á frystitog- aranum Kleifabergi ÓF-2. Það var kvikmyndamaðurinn Ingv- ar Ágúst Þórisson sem fylgdi hljóm- sveitinni eftir í um þrjú ár, hér inn- anlands og erlendis og skrásetti hann daglegt líf hljómsveitarmeðlima um borð í togaranum. Myndin var frum- sýnd á fimmtudagskvöld í Bíó Paradís og verður sýnd þar alla helgina. Björn Valur, sem kjörinn var á þing árið 2009, segir að erfiðlega hafi gengið að tvinna saman tónlistina og þingstörfin. „Við höfum eiginlega ekki komið saman síðan þau ósköp gerðust. Því miður, en það stendur til bóta,“ segir Björn Valur. Aðspurð- ur hvort hann muni þá minnka við- veruna á þinginu til að sinna sveit- inni betur þvertekur hann fyrir það. „Nei, nei, nei, nei. Við ætlum okkur að koma nýjum lögum á disk og reyna að troða upp,“ segir hann í léttum tón. Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust hefur verið starfandi undanfarin tíu ár og þegar sent frá sér fjórar plöt- ur. Í umsögn um myndina á heima- síðu Bíós Paradís segir meðal annars: „Lífið á sjónum er ekki bara puð, það rokkar líka.“ einar@dv.is Heimildarmynd um hljómsveit Björns Vals Gíslasonar frumsýnd: Þingmaður með fiðring Alla mánudaga í janúar fylgir ókeypis Fabrikku DVD diskur* með barnaefni með hverri seldri máltíð á meðan birgðir endast. Latibær ® & © 2010 Latibær ehf. Öll réttindi áskilin. Latibær er kominn í DVD tækin fyrir börnin Heiðar er ómóstæðilegur gæsaborgari. Alíslensk heiðagæs með sætum perum, villibláberjasultu og rjómaosti. Borinn fram með heimagerðum, sætum, frönskum kartöflum. Heiðar er engum líkur og aðeins í boði á Þorranum – á meðan birgðir endast. HEIÐAR E R L E N T U R Á H A M B O R G A R A F A B R I K K U N N I Í síma 575 7575 og á fabrikkan@fabrikkan.is BORÐAPANTANIR Alla mánudaga í febrúar fylgir ókeypis Fabrikku DVD diskur* með barnaefni með hverri seldri máltíð á meðan birgðir endast. * Athugið ekki Latabæjar diskur. Meðalbiðtími eftir mat á Fabrikkunni er aðeins 8 mínútur frá því að pöntun er tekin ÓKEYPIS DVD Á MÁNUDÖGUM FLJÓTLEGT Í HÁDEGINU Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HelGArblAÐ 28.–30. jAnúAr 2011 12. tbl. 101. árg. leiðb. verð 595 kr. Margt til lista lagt Björn Valur er í hljómsveit- inni Roðlaust og beinlaust. Mynd um hljómsveit- ina var frumsýnd á fimmtudagskvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.