Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 1.–3. apríl 2011 Helgarblað Hegnt fyrir hetjudáð Þórar- inn Björn Steinsson vann mikla hetjudáð árið 2005 þegar samstarfskona hans í Norðuráli á Grundartanga lenti í alvarlegu vinnuslysi. Við að lyfta þungum stálbita sem fallið hafði á stúlkuna brást eitthvað í baki hans og eftir innlagnir á sjúkrahús og margra ára sjúkraþjálfun þarf hann að reiða sig á verkjalyf til að komast í gegnum daginn og nota svefntöflur til að sofa. Norðurál vill ekki viðurkenna að Þór- arinn hafi lent í vinnuslysi og segir að Þórarinn hefði átt að hugsa sig tvisvar um áður en hann lyfti bitanum af stúlkunni. Þórarinn Björn stendur nú í málaferlum við Norðurál og Sjóvá en málið á sér engin fordæmi á Íslandi. Bjarni Ben seldi í Glitni fyrir hrun Bjarni Bene- diktsson og faðir hans, Bene- dikt Sveinsson, seldu verulegt magn hlutabréfa í Glitni í febrúar árið 2008, nokkr- um mánuðum fyrir íslenska efnahagshrunið. Þetta kemur fram í hluthafalista Glitnis yfir 250 stærstu hluthafa bankans á árunum 2006 til 2008 sem DV hefur undir höndum. Svo virðist því sem þessir aðilar hafi verið búnir að missa trúna á Glitni talsvert löngu áður en bankinn hrundi í lok september 2008. Út frá hluthafalistanum virðist sem veruleg vandræði Glitnis með hluta- bréf í bankanum hafi hafist strax í febrúar 2008. Hrikaleg saga af einelti „Ég var lengi að átta mig á því hvað ég var djúpt sokkin. Stelpur sem voru með mér í skóla sögðu mér oft að ég væri byrjuð að selja mig en ég þvertók alltaf fyrir það. Ég vildi ekki horfast í augu við staðreyndirnar.“ Þetta sagði Sigríður Jóhannsdóttir, fórnarlamb eineltis, í viðtali við DV á miðvikudag. Eftir ára- langa útskúfun leið henni eins og hún væri Palli sem var einn í heiminum. Hún fór að hanga á Hlemmi og kynnt- ist þar nýjum vinum og lenti í klóm eiturlyfja aðeins tólf ára að aldri. Þá lýsti Sigríður því að hún hafi stundum sofið undir berum himni og leiðst út í vændi. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 „Ég yrði öreigi ef þetta félli á mig og satt best að segja sef ég ekki fyr- ir þessu,“ segir Svanur Aðalsteins- son, olíubílstjóri á Hellissandi í Snæ- fellsbæ. Hann keypti hjólhýsi í mars fyrir tveimur árum og greiddi það að fullu. Það sem hann vissi ekki var að veð að upphæð 165 milljónir króna hvílir á hjólhýsinu. Landsbankinn á veðið. „Þetta er ótrúlegt en satt,“ seg- ir Svanur en honum hefur ekki tekist að fá veðinu aflétt. Demanturinn Í mars 2009 keypti Svanur hjólhýsi í gegnum Víkurverk af fyrirtæki sem hét LG-09 fyrir rúmlega 2,7 milljón- ir króna. Hann lét fellihýsi sem hann átti upp í kaupverðið og greiddi það sem upp á vantaði. „Ég sá nú aldrei veðbókarvottorðið en mér var sagt að það hvíldi ekkert á hjólhýsinu,“ segir Svanur sem hafði ekki veður af því hvernig í pottinn vær búið fyrr en nýlega. Þá ætlaði hann að selja hjól- hýsið en komst að því að á því hvíldu 165 milljónir króna, eða um sex- tíuföld sú upphæð sem hann gæti mögulega fengið fyrir hjólhýsið, sem hann hefur nú nefnt „Demantinn“. Eins og sést á þinglýsingarvott- orði hjólhýsisins sem DV hefur af- rit af á Nýi Landsbankinn veð í hjól- hýsinu í formi tryggingabréfs. Líklegt verður að teljast að veðið að upphæð 165 milljónir króna hafi upphaflega verið tekið í mun fleiri hjólhýsum eða öðrum eignum. Við sölu á hjól- hýsinu hafi farist fyrir að aflétta veð- inu. Hafi fleiri eignir úr þeim pakka verið seldar má gera ráð fyrir að fleiri hjólhýsaeigendur séu jafnvel óafvit- andi í sömu stöðu. Fær þessu ekki aflétt Svanur segist hafa haft samband við þrotabú söluaðilans sem og Lands- bankann en að það virðist vera vand- kvæðum háð að fá þessu aflétt. „Ég er búinn að reyna að fá Landsbankann til að aflétta þessum veðkröfum af hjólhýsinu en mér hefur ekkert orð- ið ágengt með það. Slitastjórinn segir að ágreiningur sé á milli Landsbank- ans og fyrri eigenda,“ segir hann. Svanur segist auk þess hafa haft sam- band við þann sem áður átti hjólhýs- ið. Sá hafi einnig sagst hafa svipaða sögu að segja. Hann hafi komist að því fyrir rælni að á hjólhýsinu hvíldu 86 milljónir. Honum hafi þó tekist að fá því aflétt eftir mikið umstang. Neytendasamtökin skoða málið Svanur er alls ekki sáttur við þessa stöðu mála, sem von er, og segist hafa leitað á náðir Neytendasamtakanna. DV hafði samband við samtökin sem staðfestu að málið hefði komið inn á borð til þeirra og væri í vinnslu. Svanur viðurkennir að það sé hálfspaugilegt að hjólhýsið hans skuli vera veðsett fyrir 165 milljónir króna en segist þó ekki verða í rónni fyrr en úr þessu verði greitt. „Ég skil ekki hvernig hægt er að setja 165 milljóna veð á hjólhýsi sem ég kaupi á tæpar þrjár milljónir,“ segir hann að lokum. n Svanur Aðalsteinsson vaknaði upp við vondan draum þegar hann hugðist selja hjólhýsið sitt n Landsbankinn á svimandi hátt veð í hjólhýsinu n Svanur segist eiga bágt með svefn vegna málsins Á hjólhýsinu hvíla 165 milljónir „Ég skil ekki hvernig hægt er að setja 165 milljónir á eitt hjólhýsi. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Dýrkeypt vottorð Hér sést upphæðin sem hvílir á hjólhýsinu. Vill losna við veðkröfuna Svanur Aðalsteinsson getur ekki selt hjól- hýsið fyrr en veðinu verður aflétt. Holan var sprunga: Djúp sprunga í Almannagjá Djúp sprunga hefur myndast í Kárastaðastíg sem er efst í Al- mannagjá á Þingvöllum. Talið er að sprungan hafi myndast í leysingum sem verið hafa undanfarna daga, að því er segir í tilkynningu frá þjóð- garðinum. Upphaflega var um litla holu að ræða en þegar starfsmenn þjóðgarðsins skoðuðu hana og ætl- uðu að lagfæra kom í ljós djúp gjá undir henni sem teygir sig til suðurs undir göngustíginn. Gjáin er um tíu til fjórtán metra djúp og er á miðjum göngustígnum niður í Almannagjá. Í tilkynningu frá þjóðgarðin- um segir að barmar sprungunnar séu lausir og erfitt sé að komast framhjá. Í öryggisskyni hefur syðsta hluta Almannagjár því verið lokað fyrir umferð ferðamanna meðan ákveðið verður hvernig brugðist verður við. Ferðaþjónustuaðilar eru beðn- ir að virða bannið en hægt er að ganga fram að útsýnisskífunni við Hakið og frá Flosagjá að Lögbergi. Ekki er hægt að ganga frá Lögbergi að Hakinu. • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Margviðurkenndur stóll Swopper vinnustóllinn www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.