Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 29
Viðtal | 29Helgarblað 1.–3. apríl 2011 mikið, sem segir að pabbi hennar sé þannig týpa að hann myndi aldrei segja það nema það væri rétt. „Hann segir að hún sé alveg eins og mamma mín. Hún gerir eitthvað með munn- inum sem er nákvæmlega eins og mamma gerði og svo er hún með alveg eins augu og mamma mín var með. Mér finnst það ótrúlega skemmtilegt og pabbi náttúrulega dýrkar hana. Þegar hann kemur í heimsókn sest hann bara beint á gólfið og leikur við hana út í eitt.“ Engin fyrirstaða Skötuhjúin ákváðu það strax á með- göngunni að Eldey Erla ætti að koma inn í líf þeirra og verða hluti af því. „Við vildum ekki hafa það þannig að við fengjum alltaf pössun þegar við værum að fara eitthvert eða gera eitthvað. Hún er engin fyrirstaða,“ segir Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi tekur undir það. „Auðvitað breytist allt, áherslurn- ar breytast og við þurfum að taka meira tillit hvort til annars og hennar. Við get- um ekki gert nákvæmlega það sem við viljum en að sama skapi er líka hægt að byggja múra í kringum sig. Ég hef séð marga gera það og þá er eins og lífið fari á pásu þar til börn- in fara að heiman. Aðrir gera það ekki heldur halda áfram að lifa lífinu og leyfa barninu að fylgja með. Við vilj- um frekar fara þá leið. Við ákváðum því að fyrst við komumst ekki í Taílands- ferðina þegar Ragnhildur Steinunn var ólétt skyldum við fara um leið og dóttir okkar væri komin í heiminn.“ „Hún var eins og götubarn“ Áður en þau fóru af stað fengu þau oft að heyra það hvort þau gætu ekki beð- ið með þetta, hvað þau væru að fara að þvælast með svona lítið barn út en til þess að undirbúa sig ræddu þau einn- ig við fólk sem hafði gert þetta. „Við vorum viss um að þetta yrði ekki eins mikið mál og fólk vildi vera láta,“ seg- ir Ragnhildur Steinunn en viðurkenn- ir þó að hún hafi verið búin að búa sig undir eitthvert vesen. „Ég var svolítið stressuð og vissi ekki hvað ég ætti eig- inlega að taka með. Svo verður mað- ur líka að hugsa út í það að það fæð- ast börn alls staðar í heiminum þannig að það eru allar nauðsynjar til stað- ar. Þannig að ég pakkaði eins litlu og ég mögulega gat og hún var bara allt- af í sömu fötunum. Við hentum þeim síðan þegar við vorum að fara heim því þau voru orðin blettótt og götótt. Hún var eins og götubarn,“ segir hún og kímir. „Ef okkur langaði að gera okkur glaðan dag eða eiga fínt kvöld keypt- um við kjóla á einhverjum markaði. Og af því að hún var enn á brjósti vor- um við alltaf með matinn með okkur en ég gaf henni líka ávexti með hýði og annað sem ég taldi öruggt fyrir hana.“ Auðveldara líf Hún heldur áfram: „Í raun og veru var þetta þægilegra en að vera hér heima með hana. Við vorum alltaf að gera eitthvað og sjá eitthvað nýtt. Allan þennan tíma vorum við bara þrjú saman og það styrkti tengsl okk- ar sem fjölskyldu, þótt við Haukur Ingi gjörþekkjum hvort annað erum við að takast á við þetta hlutverk í fyrsta skipti og máta okkur við það. Það var mjög gott að fá þennan tíma saman. Eins var hitastigið mjög þægilegt, þótt það væri stundum ívið of heitt. Þegar við fórum alveg syðst fór hitinn alveg upp í 33 gráður og það var svo- lítið mikið. Núna segi ég við alla að það sem fólk eigi að gera í fæðingarorlofinu sé að ferðast saman. Það er æðisleg upp- lifun.“ Lifðu spart Eldey Erla er búin að borða nóg, fúls- ar við meira avókadó þannig að móð- ir hennar klárar það og faðir hennar tekur hana í fangið. Hann var búinn að eyða heilu ári í að skipuleggja ferð- ina og var með allt á hreinu, hvar væri ódýrast að borða, gista og vissi upp á hár hvert þau áttu að fara og hvenær. „Kvöldmáltíð fyrir tvo kostaði svona átta hundruð kall. Við gistum á fínum hótelum úti um allt fyrir mjög lítinn pening. Þetta er bara spurning um að safna fyrir fluginu og þá er þetta nánast kom- ið. Við lifðum til dæmis mjög ódýrt fyrstu mánuðina eftir að hún fæddist til að spara fyrir ferðinni og þá gekk þetta upp,“ segir Ragnhildur Steinunn. Haukur Ingi bendir á að í fyrri ferð- inni eyddi hann langmestu í eina hót- elnótt í London á ömurlegu hóteli þar sem hann svaf í fötunum, það var svo kalt þar inni. Eins og dýr í dýragarði Haukur Ingi er afar áhugasamur um mannfræði og hefur mikinn áhuga á menningarheimum þjóðernishópa sem eiga hvað minnst skylt við þann vestræna. „Í ferðinni ákváðum við því að ferðast á sem frumstæðustu slóðir til þess meðal annars að skoða ólíka ættbálka. Fyrst gengum við í túrista- gildruna og fórum í skipulagðar ferðir til nokkurra þorpa. Það var hrikalegt,“ segir Ragnhildur Steinunn. „Fólkið sem þar lifði stillti sér upp til þess að allir túristarnir gætu skoðað það. Þar má til dæmis nefna konur úr einum ættbálki sem hafa það fyrir hefð að raða hringum um háls sinn,“ segir Haukur Ingi: „Þessi hefð var að deyja út þar til þeir áttuðu sig á því að þetta vakti eftirtekt og forvitni túrista. Þá byrjuðu þeir aftur en þetta er bara gert við stelpur. Það var svolítið athyglis- vert að sjá fimm ára tvíbura, venjuleg- an strák og stelpu sem var þegar kom- in með langan háls. Við fengum verk í hjartað þegar við hittum þetta fólk því þetta var eins og að koma í dýragarð þar sem það stillti sér upp fyrir túristana. Við vorum síð- an svo lánsöm að kynnast manni sem þekkti fólk úr hinum ýmsu ættbálk- um á frumstæðum slóðum og hann fór með okkur út um allt og við heim- sóttum það fólk sem hafði áhuga á að hitta okkur. Það talaði auðvitað eng- inn ensku en Eldey Erla var brú á milli ólíkra menningarheima. Þeim fannst það meiriháttar að sjá ljóshært, blá- eygt barn, fá að halda á henni og koma við hana.“ Hvítt barn, betra barn Sem var einmitt það sem Ragnhildi Steinunni fannst erfiðast við ferðina. „Við hittum taílenska foreldra og hrós- uðum börnunum þeirra. Þeir þökkuðu fyrir hrósið en bættu svo við að barnið þeirra hefði dökka húð og við værum heppnari að eiga barn með hvíta húð. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að þetta væri svona í Taílandi. Þetta sýnir hvað mannfólkið er fá- ránlegt. Við viljum alltaf það sem við höfum ekki. Þannig að ég held að það mikilvægasta sem við gerum sé að kenna börnunum okkar að vera ánægð í eigin skinni. Að fólk fái að vera eins og það er og ánægt með sig.“ Á leið út aftur Að lokum ljóstra þau því upp að þau séu þegar byrjuð að safna fyrir næstu ferð og stefni á að fara aftur í út í lok árs eða byrjun næsta árs. Þá ætla þau hugsanlega til Kambódíu, Balí, Myan- mar eða Laos. „Kannski förum við eitt- hvert aðeins meira afskekkt þá,“ seg- ir Haukur sem gengur um herbergið með dóttur sína í fanginu. Hún er al- veg að sofna. „Núna vildum við vera örugg, gista á góðum hótelum þar sem aðstæður voru góðar fyrir hana og bókuðum allt fyrir fram. Svo sáum við að við hefðum alveg getað verið sveigjanlegri. Eins og í fyrri ferðinni þá pantaði ég bara fyrstu nóttina og lét það síðan ráðast hvað ég yrði lengi á hverjum stað. Við mynd- um líklegast gera þetta þannig næst. Að ferðast með lítil börn er mun auð- veldara en fólk heldur á meðan maður passar upp á velferð þeirra, hreinlæti og annað slíkt.“ Ferðalög en ekki hús „Mig hefur lengi langað að fara í al- vöruferð og hef skipulagt í huganum nokkrar ferðir um hverja heimsálfu, þannig að ég veit nokkurn veginn hvað mig langar að sjá og gera. Þeir sem hafa gert mikið af þessu tala um að þetta sé besta fjárfestingin og eftir þessa ferð ég er eiginlega orðinn sammála því,,“ seg- ir Haukur Ingi „Ég líka,“ segir Ragnhildur Stein- unn. „Við erum bara með eitt svefn- herbergi og höfðum í hyggju að reyna að stækka við okkur. Eftir að við kom- um heim tókum við aftur á móti þá ákvörðun að nýta peninginn frekar í það að ferðast og skapa minningar og ævintýri. Njóta lífsins.“ „Ég hélt líka að ég myndi vilja fara strax aftur á vinnumark- að og var hrædd um að fá samviskubit yfir því að vera of upptekin af starfsframanum. Á framandi slóðum Á ferð sinni um Taíland fóru þau á afskekktar slóðir og hittu fólk úr mörgum ættbálkum. Gert fyrir túristana Hefð er fyrir því að setja hringi um háls kvenna en enginn veit í raun af hverju. Þessi hefð var í raun að deyja út þegar ættbálkurinn áttaði sig á því að hún vakti áhuga ferðamanna. Draumaferðin Ragn- hildur Steinunn og Haukur Ingi tóku þá ákvörðun á meðgöngunni að Eldey Erla yrði engin fyrirstaða og þau gætu gert allt sem þau vildu gera þrátt fyrir að vera foreldrar, hún kæmi bara með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.