Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 18
18 | Fréttir 1.–3. apríl 2011 Helgarblað „Ég er flokksbundinn og konan mín er flokksbundin og ég fékk stað- fest frá fleiri félögum mínum að það hefði verið hringt í þá. Þetta get- ur ekki verið tilviljun,“ segir flokks- bundinn sjálfstæðismaður og félagi í VR sem fékk símtal frá Stefáni Ein- ari Stefánssyni, nýkjörnum formanni VR, meðan á kosningabaráttunni stóð. Viðmælandinn segir að í sím- talinu hafi Stefán Einar listað upp þá kosti sína sem myndu gera hann að góðum formanni félagsins ásamt því að ræða almennt um kosningarnar. Viðmælandi DV, sem ekki vill koma fram undir nafni, segir að hringt hafi verið úr símanúmerum sem öll byrj- uðu á sömu tölustöfunum og voru óskráð. Hann telur því nokkuð ljóst að um lánssíma hafi verið að ræða sem notaðir voru eingöngu í þetta verkefni. Viðmælandinn telur að svo virð- ist sem kjörskrá VR hafi verið afrit- uð með einhverjum hætti og hún samkeyrð við félagaskrá Sjálfstæð- isflokksins með það fyrir augum að ná til þeirra sjálfstæðismanna sem einnig eru félagar í VR. „Ég hef séð svona lagað gert þannig að ég veit al- veg að þetta er hægt.“ Slík samkeyrsla á upplýsingum er brot á persónu- verndarlögum. Samkvæmt heimildum DV fengu fjölmargir aðrir einstaklingar, sem eiga það sameiginlegt að vera bæði skráðir í Sjálfstæðisflokkinn og vera félagar í VR, kosningasímtöl frá Stef- áni Einari sjálfum eða félögum hans úr starfi Sjálfstæðisflokksins. Fékk sent kynningarefni á gamalt lögheimili Það eru þó ekki eingöngu úthring- ingar Stefáns Einars og félaga hans í Sjálfstæðisflokknum sem þykja renna stoðum undir það að hann hafi með einhverjum hætti samkeyrt kjörskrána við félagaskrá Sjálfstæð- isflokksins, heldur fengu fjölmargir einstaklingar einnig sent kynningar- efni frá honum vegna framboðsins. DV talaði við nokkra einstaklinga sem staðfestu þetta. Einn viðmælenda DV, sem vill heldur ekki koma fram undir nafni, staðfesti að hann hefði fengið bréf frá Stefáni Einari. „Það get ég stað- fest,“ sagði viðmælandinn. „Ég fékk sent bréf frá honum og hjá mér vakn- aði grunur um að þetta væri ekki allt eins og átti að vera, þar sem bréfið var sent á heimili foreldra minna, þar sem ég hafði lögheimili í síðast- liðnum kosningum. Ég er á skrá Sjálf- stæðisflokksins og er þar skráð með eldra lögheimili.“ Annar viðmælandi hafði svipaða sögu að segja. „Ég get staðfest það að hafa fengið bréfapóst frá Stefáni Einari formannsfram- bjóðanda til VR og símhringingu og er flokksbundinn sjálfstæðismaður.“ Dræm kosningaþátttaka Stefán Einar Stefánsson var kjörinn formaður VR með 20,6 prósentum at- kvæða, en aðeins 4.867 félagsmenn, af þeim 28.419 sem voru á kjörskrá, greiddu atkvæði í kosningum. Kjör- sókn var því ekki nema rétt rúm 17 prósent. Samkvæmt heimildum DV hefur töluverðrar ólgu gætt meðal félagsmanna í VR eftir að tilkynnt var um úrslit kosninganna og ljóst var að Stefán Einar yrði næsti formaður félagsins. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðis- flokksins en hyggst láta af þeim í kjöl- far kosningarinnar. Hann hefur full- yrt að störf hans þar muni ekki koma til með að hafa áhrif á störf hans sem formanns VR. Mótframbjóðandi Stefáns Einars, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, kærði hann til kjörstjórnar á meðan á kosn- ingum stóð. Guðrún vill meina að Stefán Einar hafi brotið gegn reglum um meðferð á útprentaðri kjörskrá VR og að hann hafi fengið aðgang að kjörskránni á tölvutæku formi. Kjör- stórn vísaði málinu frá því ekki þóttu nægar sannanir fyrir því. Sjálfur ber Stefán Einar af sér allar sakir og seg- ist hafa handslegið inn hluta af kjör- skránni og sent á brot af félagsmönn- um. Ætlar að halda málinu til streitu Þykja heimildir DV og staðfesting viðmælenda á bæði símhringingum og póstsendingum frá Stefáni Ein- ari styrkja mál Guðrúnar, og þrátt fyrir að kjörstjórn hafi vísað málinu frá hyggst hún ekki láta þar við sitja. „Það er á kristaltæru af minni hálfu að halda þessu til streitu,“ sagði hún í samtali við DV. „Það er svo ásætt- anlegt að tapa ef heiðarleg kosning hefur átt sér stað en ég get ekki sætt mig við ef eitthvert svindl er í gangi,“ sagði Guðrún sem vill fá úr því skorið hvort heiðarlega hafi verið að kosn- ingum staðið. „Ég vil ekki að þetta séu línurnar sem eru lagðar til fram- búðar.“ Hún hefur haft samband við lögfræðinga sem eru að fara yfir mál- ið og skoða hvað hægt sé að gera í framhaldinu. Ekki náðist í Stefán Einar við vinnslu fréttarinnar. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Ég get staðfest það að hafa feng- ið bréfapóst frá Stefáni Einari formannsframbjóð- anda til VR og símhring- ingu og er flokksbundinn Sjálfstæðismaður. n Hringt í fjölmarga flokksfélaga í VR sem eiga það sam- eiginlegt að vera skráðir í Sjálfstæðisflokkinn n Kynningar- póstur sendur á gamalt lögheimili n Mótframbjóðandi telur að kjörskrá hafi verið afrituð og heldur málinu til streitu Heldur málinu til streitu Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir: „Það er á kristaltæru af minni hálfu að halda þessu til streitu.“ EKKI VERIÐ „ÞETTA GETUR TILVILJUN“ Öflug kosningamaskína Samkvæmt heimildum DV hafði Stefán Einar samband við mjög marga sjálfstæðismenn sem einnig eru félagar í VR og kynnti fyrir þeim framboð sitt. Bröns alla laugardaga og sunnudaga Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is Verð aðeins 1.795 með kaffi eða te
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.